Morgunblaðið - 31.08.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.08.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1980 51 Danski dýra- læknirinn hætt- ur störfum DANSKI dýralæknirinn Erik Ramskov Garbus. sem undanfar- ið hefur starfað við Dýraspitala Mark Watsons í Víðidal. hélt af landi brott i gær. Mikill styrr hefur staðið um starf hans og fékkst ekki undanþága fyrir starfsleyfi fyrir hann hér á landi. Eigi að síður hóf hann störf við Dýraspítalann í maímánuði og þurfti ekki að kvarta yfir verk- efnaskorti meðan hann dvaldi hér. Sem dæmi um annríkið má nefna, að vikuna 17.-23. ágúst var komið með yfir 80 dýr í spítalann til hans. Upphaflega var gert ráð fyrir að Garbus starfaði við Dýra- spítalann fram í nóvembermánuð. Ný bók um Morgan Kane PRENTHÚSIÐ hefur gefið út 22. vasabrotsbókina um Morg- an Kane og heitir hún „MANNAVEIÐAR14. Sagan segir frá viðureign Morgans Kane og Peter Shab- arov, en um hann segir á bókarkápu, að hann hafi verið talinn þurfa aðeins 2/5 úr sek- úndu til að bregða skammbyssu og skjóta. Ekki skyldir en alnafnar SÚ SAGA gengur fjöllunum hærra þessa dagana, að Sig- urður Helgason yngri, sem nýtekinn er við starfi fram- kvæmdastjóra fjármálasviðs hjá Flugleiðum, sé sonur Sig- urðar Helgasonar forstjóra. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins munu þeir nafnarnir vera óskyldir með öllu. Sigurður Helgason yngri er sonur Helga J. Sveinssonar, fulltrúa hjá LIÚ og konu hans Sigríðar Sigurðardóttur. Sig- urður Helgason forstjóri er hins vegar sonur Helga Hall- grímssonar frá Grímsstöðum á Mýrum. ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA UTSALA Mikið góðar vörur á makalausu verði! BuxuubuxuLbuxur! Geysimikið magn af buxum úr canvas og flaueli aðallega í stærðunum 26, 27, 28 og 29. Úrval af bamabuxum (flauel) og bómullar peysum í bamastærðum. Bolir,bdir,bdir! Glæsilegt úrval af bolum,röndóttum,einlitum og myndskreyttum. \bsttvestivesti! Ermalaus peysuvesti í miklu úrvali. Og,og,og... Blússur ýmsar gerðir, skyrtur, kuldaflíkur, frakkar, jakkar o.fl. o.fl. Tveir sækja um Ásprestakall ÁSPRESTAKALL í Reykjavík var fyrir nokkru auglýst laust til umsóknar er séra Grímur Grímsson ákvað að láta af embætti. Umsóknarfrestur rennur út 11. september nk., en samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins munu tveir prestar þegar hafa sótt um embættið, þeir Árni Bergur Sigurbjörns'- son í Ólafsvík og Tómas Guð- mundsson í Hveragerði. Stefnt mun vera að því, að prestskosn- ingar verði í Ássókn síðari hluta októbermánaðar. Lóttu sjá þig og gerðu mikið góð kaup! LAUGAVEGI47 6.139

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.