Morgunblaðið - 31.08.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.08.1980, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1980 Þór Þorberjfsson ' SB >> GF-6060H f(MPO) Auto Procjram Search System Þessi sér um HLJOMTÆKJADEILD rwá f LAUGAVEG66 SÍMI25999 . meira en ferðatæki! Verð kr. 215.000 ræktarmaður. Síðan tók við Matt- hías Eggertsson 1962 og var hér unz ég kom. Hann byggði Skriðu og bjó þar með fjölskyldu sína. — Svona tilraunabú geta auð- vitað aldrei skilað arði í beinhörð- um peningum, og búið stóð afar illa fjárhagslega, þegar ég kom. Við urðum að fara með löndum og takmarkað sem var hægt að gera. En ég leit svo á að stækkun túnanna ætti að hafa forgang og lét ráðast í það. Ég hef verið ákaflega heppinn með fólk hér og það hefur verið hjá mér lengi. Ég reyni að skipta verkum sem mest niður, þannig að hver beri ábyrgð á sínu verki og það hefur gefið ágæta raun. — Og tilraunirnar sem hér er verið að gera? — Þeim má skipta í meginatrið- um í tvennt. Tilraunir með jarð- rækt og búfjárrækt. Ef við tökum jarðræktina fyrir fyrst. Elstu til- raunirnar hafa staðið í 26 ár. Þar athugum við langtímaáhrif áburð- ar á grösin og jarðveginn. Könnum mismunandi tegundir af köfnunarefnisáburði og áhrif þeirra. Nú erum við með svipaða áburðartilraun með búfjáráburð. Mismunandi mikið magn af bú- fjáráburði er borið á sáningarárið og mismunandi mikið af tilbúnum áburði. Þetta er eins og ég sagði til að kanna langtímaáhrif búfjár- áburðarins. I grófum dráttum er búið að svara spurningu um áhrif áburðar á gras og grænfóður, svo að þörfin fyrir áburðartilraunirn- ar hefur minnkað. Við erum með aðrar og vinnufrekari tilraunir, til að kanna mismunandi efnaupp- töku hjá grastegundum. Stöðugt er og verið að gera tilraunir með nýjar grastegundir og við berum þær saman einar sér eða í blöndu með öðrum grastegundum. Senni- lega skila engar tilraunir jafn skjótum árangri og grænfóðurs- rannsóknir. Og alltaf eru nýjir stofnar að koma fram sem þarf að bera saman við þekkta stofna. Varðandi búfjárræktartilraun- irnar er það að segja að Jónas Pétursson keypti fé af mörgum bæjum, þegar hann hóf reksturinn hér, bar hann saman fjárstofna og ræktaði upp mjög gott fé. Síðan var þessu haldið í sama farvegi, en við gerum aðrar kröfur rvú en þá. Nú er áherzla lögð á að hafa féð hvítt. Af hverju? Einfaldlega vegna ullariðnaðarins. Það er auð- veldast að lita og vinna úr alhvítri ull. Svo að við víkjum að búfjár- ræktartilraununum þá hafa verið gerðar miklar tilraunir með beit handa sláturlömbum. Lömbunum var beitt á mismunandi grænfóð- ur, síðan voru föllin dæmd, efna- greind og étin. Minni fita reynist vera á kállömbum en heiðalömb- um og kjötið sízt verra á bragðið. Lömb sem eru sett á kál vega venjulega svona þrettán fjórtán kíló fyrir beit og bæta við sig 2—5 kg. Fyrir nokkrum árum voru gerðar tilraunir hér og víðar með að gefa tómt hey og ekkert kjarnfóður. Útkoma varð góð, frjósemin ágæt, en lömbin reynd- ust ívið léttari að hausti. Svo er í gangi beitartilraun á Eyvindarfjalli til að kanna mis- munandi beitarþunga á gróður- lendi og fallþunga dilka og áhrif beitarinnar á gróðurinn. Þetta er þriðja árið, sem sú tilraun er í gangi. Nú í sumar hófst svo önnur beitartilraun með því að nota skóglendi með sömu markmið fyrir augum. Er áætlað að sú tilraun standi í fimm ár og gerð úttekt í ljósi þeirrar vitneskju, sem fæst þá. Að mínu mati eru þetta sérstaklega merkar tilraun- ir. Auk þess eru svo tilraunir á sviði erfðafræðinnar. í fyrravetur reyndum við til dæmis að fá fram lömb, sem vantaði í hryggjarlið, dauðadæmd lömb, en þessi vöntun er þekkt í mönnum. Nefna má og blóðflokkarannsóknir, en blóð- flokkar í sauðfé eru miklu marg- flóknari en í mannfólki. Sýni eru tekin og þau send utan til rann- sóknar. Sú vitneskja sem fæst getur verið fróðleg til margs og ákveðnum blóðflokkum gæti fylgt ónæmi gegn sumum sauðfjársjúk- dómum, eins og til dæmis riðu. Þetta er svona í stórum dráttum það sem hér er fengist við. Einn daginn fórum við Þór niður í tilraunareitina, þar sem verið er að rækta grænfóður, hafra, bygg, hvaðeina. Lömbunum er beitt á grænfóðrið á haustin en hafrar og bygg slegið í vothey. Þarna eru sömuleiðis reitir þar sem borinn er á mismunandi mykjuáburður. Allt var þetta myndarlegt og harla stórt í sniðum, tilraunir þær sem er verið að gera þarna varðandi jarðrækt og búfénað ugglaust hinar þekkilegustu. En ekki skiptir minna máli að yfir slíku sé vakað af dugnaði og alúð og síðast en ekki sízt er ekki víða sem gestum er betur tekið en á Skriðuklaustri. Komið í sýningardeild okkar á sýningunni Heimilið þar sýnum vid úrval þurrkadra blóma ogfallegar gjafavörur. 10% afsláttur. ^Allir sem koma í sýningardeild okkayj \Áfá afsláttarmida sem gildir sem 10% afsláttur i verzlun okkar . til 15. sept. n.k. -ÐLÖM UÁM XllR Hafnarstræti 3, sími 12717 — 23317.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.