Morgunblaðið - 31.08.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.08.1980, Blaðsíða 38
70 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1980 Enginn verður óbarinn biskup Þeir sem elska absúrd fyndni og afkáraskap, eiga góðar stundir í vændum í Austurbæjarbiói, ef þeir hafa ekki, nú þegar, drifið sig á THE FRISCO KID, með Gene Wilder, sem gerð er, af öllum mönnum, Robert Aldrich. Þvílík samsuða! Hugmynd- in er bráðhnyttin; faílkand- ídat á Rabbíaskóla í Póllandi er fengið starf við hæfi, eða við nýstofnaðan söfnuð júða, í þá, (myndin gerist um miðbik síðustu aldar), smábænum San Fransisco. Og þar sem að Gene Wilder fer með aðal- hlutverkið og handritið samið af háðfuglum, auðheyrilega af gyðingaættum, þá verður þetta engin venjuleg reisa. Rabbíinn kemst til fyrir- heitna landsins, andskota- laust, en þá upphefst hrein- asta tortúrferðalag fyrir þann sauðþráa og sein- heppna, guðsútvalda sálna- hirði, yfir heimsálfuna þvera. Rændur og barinn, verður þjófsnautur og morðingi, svo nokkuð sé talið, hrekst yfir sólbakaðar eyðimerkur sem snævi þakin háfjöll. Með ræningja að einkavin og leið- arljósi. Þetta er í stuttu máli inn- tak efnisins, sem kryddað er með hinum forkostulegustu uppákomum. Handritið er einskonar stökkpallur fyrir fjölskrúðuga skophæfileika Wilders, sem er óborganlegur í hlutverki rabbíans. Harri- son l’ord virðist ekki mikið efni í gamanleikara. Virðist öltu eiginlegra að sitja undir stýri furöumaskína Stjörnu- stríða. Margt er á annan veg en ætla má í þessari bráð- skemmtilegu mynd, eitt af Gene Wilder íer á kostum því sem kemur á óvart er að leikstjórinn er enginn annar en „Action“-maðurinn Robert Aldrich, (THE DIRTY DOZ- EN, WHATEVER HAP- PENED TO BABY JANE, THE LONGEST YARD, o.fl. o.fl. Mér vitanlega hefur hann enga gamanmynd áður gert — því síður farsa ef undan er skilinn sá ágæti vestri, VERA CRUZ. En það eru samt frábærir taktar og tiltæki Wilders, sem mest gleðja augað og gera „Friskóstrákinn" óborg- anlegan á köflum. AHLAUPUM Mikið ósköp er það annars notalegt að vera aftur kom- inn á fleygiferð á milli kvik- myndahúsanna, eftir afslapp- andi hlé, (frá skriftum). Og ekki skemmir það fyrir, að framkvæmdastjórar þessara ágætu stofnana virðast nú vera í miklu stuði, það sýnir myndavalið, sem er langt yfir meðallagi. Georgia, ekki Gdansk NÝJA BÍÓ: NORMA RAE. Aðalhlutverk: Sally Field. Ron Leibman. Beau Bridges. Leikstjóri: Martin Ritt. 20th Century Fox - 1980. Við eigum í eilífri baráttu, hvort sem er fyrir að fæða okkur eða klæða, kjörum, jafnrétti kynja, málfrelsi, persónufrelsi, yfirhöfuð að fá að lifa og vera til eftir okkar eigin höfði. Nærtæk eru dæmin frá Póllandi. En myndin um hana Normu Rae er nýleg saga af baráttu iðnverkafólks í dreifbýli Suð- urríkja Bandaríkjanna (Rur- al South), sem er einn íhalds- og afturhaldssamasti hluti hins vestræna heims, fyrir kjarabótum og ekki siður fyrir viðurkenningu sem manneskjur. Fátækt og basl þessa fólks hefur orðið mörg- um stórskáldum að yrkisefni, eins og Tennesee Williams, Faulkner, Cadwell, og sjálfur hefur leikstjóri myndarinnar, Martin Ritt, margsinnis kom- ið hér við á nítján mynda ferli sínum. Hér urðu til stórverkin SOUNDER, CONRACK, THE LONG HOT SUMMER, HUD, o.fl o.fl, til. Hin tveggja ára gamla saga, (að hluta sönn, en árið 1978, var starfsfólk í spuna- verksmiðjum hið eina sem enn hafði ekki stofnað með sér alríkissamtök — aðallega sökum þess að flestar eru þær í bómullarhéruðum Suður- ríkjanna), sem hér er sögð, fjallar því í bland um verka- lýðsbaráttuna, sem hefst með komu verkalýðsfulltrúans Ron Leibman sem kemur til smábæjar í Suðurríkjunum er byggður er í kringum bómullarspunaverksmiðju, og starf hans til að vekja íbúa þorpsins til meðvitundar um tilverurétt sinn, en þó einkum um verksmiðjustúlkuna Normu Rae. Norma er skarpgreind stúlka sem á sér lítillar upp- reisnar von og sér fáar, bjart- ar hliðar á tilverunni uns Leibman kemur og gerir hana, einsog segir í mynd- inni, að „frjálsri manneskju sem stígur upp á stól“. Stúlk- an sem áður lá undir Pétri og Páli, þreif sig illa og lifði tæpast fyrir líðandi stund, hvað þá meira, er í myndar- lok orðin hugsandi, dugandi skörungur. Handritið er skrifað af heilnæmu, fáséðu og hress- andi raunsæi, lagt í hendur sómafólki sem skapað hefur afburðamynd, hlýja og mann- lega um baráttu okkar fyrir tilveruréttinum. Sally Field skipar sér hér á sess með fáum, útvöldum leikkonum amerískum, víðs- fjarri glanspíunni hans Burt „| Með Reynolds, að maður tali ekki um nunnunna sálugu ... Leibman kemst og vel frá sinu og Beau Bridges fer vel með lítið hlutverk sem skiptir miklu máli hvernig haldið er á. Yfirleitt er valið vel í minni hlutverkin. Enn er ógetið vakandi myndatöku, (einkum innan spunamyllunnar), og tónlist- ar, sem féll vel að eyrum. Að endingu vil ég hvetja alla til þess að sjá þessa einstöku mynd og læt fylgja með orð hins frábæra gagn- rýnanda Stanley Kauffman um myndir Ritts, og þau eiga ekki hvað síst við um NORMU RAE: „Allar myndir Ritts eru sprottnar af sannri umhyggju fyrir mannlegum samskiptum og hvernig þau má bæta.“ Martin Ritt við ieikstjórn NORMU RAE. stórleik sínum sem Norma Rae hefur „fljúgandi nunnan“ fyrrverandi skipað sér á bekk með úrvalsleik- konum Bandarikjanna. Allavega ef það sem af er liðið sumri, er haft í huga. Húsin hafa mest sýnt af tæplega miðlungsmyndum, með örfáum undantekning- um, (BREAKING AWAY, AGATHA, WATERSHIP DOWN, HAUSTSÓNATAN, og örfáar fleiri). Talsvert borið á uppsópi. í GAMLA BÍÓI, eru ný- hafnar sýningar á myndinni INTERNATIONAL VELVET. Hér er um að ræða endurgerð þeirra frægu myndar NAT- IONAL VELVET, sem skaut súperstjörnunni, (fyrrver- andi), Elizabeth Taylor upp á þá sindrandi stjörnuhvelf- ingu Metro-Goldwyn-Meyer. Að þessu sinni er það önnur stórstjarna sem fer með aðal- hlutverkið eða Tatum O’Neal. Leikstjórinn er hinn breski Bryan Forbes. Samvinna þeirra leikstjór- ans Donalds Siegels og leik- arans Clint Eastwood, hefur til þessa ekki brugðist vonum þeirra sem ánægju hafa af góðum skemmtimyndum, og sama máli gegnir um nýjasta afkvæmi þeirra, FLÓTTANN FRÁ ALCATRÁZ, sem nú er verið að sýna í HÁSKÓLA- BÍÓI. Hér er á ferðinni ein hressilegasta spennumynd sem sýnd hefur verið um langa hríð. Siegel gefur út- þynntum margnotuðum í skemmtiformúlum, TNT í æð og Eastwood karlinn er einn- ig í essinu sínu sem hinn fámáli, ódrepandi karlpen- ingur sem enginn hefur roð í. Það fer honum best. Leikhópurinn hans Mel Brooks, þeir Wilder, Feldman og Dom LeLuise, að eiginkon- unni Anne Bancroft ógleymdri, fékk allur leik- stjórann í magann. Við höf- um séð árangur flestra, all misjafnan að gæðum. Nú er afkvæmi Dom Deluise komið fram á sjónarsviðið í STJÖRNUBÍÓI, undir ís- lenska heitinu LÖGGAN BREGÐUR Á LEIK. Motto BORGARBÍÓS er auðsýnilega klám eða kvart- míla. LAUGARÁSBÍÓ hefur nú sýnt um nokkra hríð einka- spæjaramyndina ROT- HÖGGIÐ, („The Big Fix“). Þetta er nútímaleg og all- óvenjuleg útfærsla á hinu gamalkunna formi. Hér er söguhetjan löngum í hálf- gerðu kvenmannshallæri, barnungana sína tvo má hann löngum dragnast með í eftir- dragi og til að bæta gráu ofan á svart er maðurinn þar að auki meira og minna „stoned", enda áður hippi í Berkeley á hinum ljúfa sjöunda áratug. ROTHÖGGIÐ inniheldur bráðskemmtilega spretti frá hendi handritahöfundar, en fellur niður á milli í hálf- gerða aulafyndni og efnis- flækju. En hvað með það, í forgrunni er löngum stórleik- arinn Richard Dreyfuss, (sem m.a. kom undirrituðum í gott skap undir gjörsamlegri von- lausri mynd er hann sá í sumar, og nefndist THE GOODBYE GIRL) og líkt og hans er von og vísa, þá er hann mikið meira en ærin ástæða til að sjá myndina. Drífið ykkur að sjá Dreyfuss og leysið frá hlátursskjóð- unni! Þá eru nýbyrjaðar sýn- ingar á myndinni HNEFINN, (F.I.S.T.). Hún segir frá bar- áttu vörubílstjóra fyrir því að stofna sín launþegasamtök, árekstrana á milli þeirra og atvinnuveitenda og loks Mafí- unnar. Margir þykjast sjá Hoffa karlinn sem fyrirmynd þeirrar persónu sem Sylvest- er Stallone dregur hér upp. Leikstjóri er Norman Jewi- W kaupmenn-verslunarstjórar EXTIR IKUNNAR Epli græn, appelsínur, sítrónur, grapealdin, perur, melónur, vatnsmelónur, ferskjur, nectarínur, plómur, vínber græn, bananar EGGERT KRISTJANSSON HF Sundagörðum 4, simi 85300 i ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.