Morgunblaðið - 06.09.1980, Side 5

Morgunblaðið - 06.09.1980, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1980 5 Flugleiðir: Helga hætt- ir í kynn- ingardeild EINN AF þeim þekktu starfs- mönnum sem sagt hefur verið upp hjá Flugleiðum er Helga Ingóifs- dóttir aðstoðarblaðafulltrúi hjá fyrirtækinu. í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins í gær, sagði Helga að það væru sér vitaskuld vonbrigði að þurfa að hætta störfum hjá Flugleiðum, en við því væri ekkert að segja. Það væri alls ekki óeðli- legt fyrst þessi samdráttur varð að eiga sér stað, að það skyldi bitna á kynningardeildinni eins og öðrum deildum. Helga sagðist vita til þess, að hjá erlendum flugfélögum sem þurft hefðu að draga saman seglin, eins og til að mynda hjá Pan- American, hefði starfsfólki fyrst verið sagt upp í kynningardeildum. Helga Ingóífsdóttir hefur starfað hjá Flugleiðum allt frá því er Loftleiðir og Flugfélag Islands voru sameinuð árið 1973, en áður vann hún hjá Loftleiðum. Eldur í skóla Á ELLEFTA tímanum í fyrrakvöld kom upp eldur í nýbyggingu Digra- nesskólans í Kópavogi. Slökkvilið kom á vettvang og gekk slökkvistarf greiðlega. Talsvert eyðilagðist af timbri og öðru byggingarefni auk þess sem skemmdir urðu á bygging- unni. Grunur leikur á því að ungl- ingar hafi farið óvarlega með eld í byggingunni. Staðarstaður: Kirkju- garðurinn lagfærður UM ÞESSAR mundir er unnið að lagfæringum á kirkjugarðinum að Staðarstað á Snæfellsnesi. Kostnað- ur skiptir milljónum króna og er þetta þvi mikið fyrir fámenna sóknina. en i henni eru um 150 manns, að sögn Þórðar Gíslasonar bónda á ölkeldu, formanns sóknar- nefndar. Þórður sagði að ný girðing yrði reist kringum garðinn og hann lagfærður efttir föngum. Gamla girðingin var 30 ára gömul og orðin niðurnídd. Framkvæmdirnar eru unnar undir leiðsögn Aðalsteins Steindórssonar, umsjónarmanns kirkjugarða. húsgögn Ármúla 44. — Slmi 32035. Húsgagnasýning Komið og skoðið glæsilegt úrval fallegra húsgagna. Nú höfum viö fengiö gífurlegt úrval af nýjum húsgögnum ★ Sófasett, margar nýjar geröir. ★ Veggskápa, m.a. nýja gerð sem ör- ugglega á eftir aö vekja athygli fyrir glæsilega hönnun og vandaðan frá- gang. ★ Boröstofusett frá Belgíu — seinni tímabils Renais- sance. Mikið út- skorin glæsileg húsgögn, einnig ódýr boröstofusett sem kosta aðeins kr. 475.000.-. * Staka stóla — leö- urhúsbóndastóla — borð — Roc- coco-húsgögn og stóla undir útsaum — hornskápa o.fl. o.fl. í dag kl. 10—7 SELH0 í sérf lokki Heimilið bás31 þar getið þér gengið út og inn um okkar dyr, þreifað á og skoðað framleiðsluna. Innihurðir frá kr. 62.600.- Spjaldahurðir frá kr. 77.800.- Vandaðir og sttlhreinir fataskápar Vertð velkomin. QT7IT T7H Ch SIGURDUR IJÍliLlV.U ELlASSONHF. Auóbrekku 52 Kópavogis 41380

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.