Morgunblaðið - 06.09.1980, Page 8

Morgunblaðið - 06.09.1980, Page 8
g MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1980 ^ jtksSui' “ á morgutt ie f Guöspjall dagsins: Lúk. 17.: Tiu likþráir. DÓMKIRKJAN: Kl. 11 messa. Sr. Þórir Stephensen. Dómkór- inn syngur, organleikari Mar- teinn H. Friðriksson. Kl. 13:30: Orþodox-messa. Kirkjuleiðtogar frá ýmsum löndum í Austur- Evrópu syngja fyrstu orþodox- messuna á íslandi. Metropolitan Emilíanos predikar. Stuðnings- lesefni verður afhent við kirkju- dyr. Allir eru hjartanlega vel- komnir. Þess skal getið að guðs- þjónustan tekur a.m.k. tvo tíma. Kl. 20:30: Orgeltónleikar. Þýskur organisti. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guðsþjónusta í safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 11 árd. Haustfermingarbörn beðin að koma til guðsþjónustunnar. Sr Guðmundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Messa kl. 11 árd. að Norðurbrún 1. Sr. Grím- ur Grímsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Messa í Breiðholtsskóla kl. 11. árd. Sr. Lárus Halldórsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 11. Organleikari Guðni Þ. Guð- mundsson. Sr. Ólafur Skúlason. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 2. Sr. Lárus Halldórs- son. FELLA- OG HÓLAPRESTA- KALL: Guðsþjónusta í safnað- arheimilinu að Keilufelli 1 kl. 11. árd. Sr. Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organleikari Jón G. Þórarinsson. Almenn samkoma nk. fimmtudagskvöld kl. 20:30. Sr. Halldór S. Gröndal. IIALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11, altarisganga. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudagur: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10:30 árd. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11 árd. Sr. Tómas Sveinsson. Sr. Arngrímur Jónsson verður fjar- verandi til 17. sept. Sr. Tómas Sveinsson gegnir prestsþjónustu í fjarveru hans. BORGARSPÍTALINN: Guðs- þjónusta kl. 10. Organleikari Jón G. Þórarinsson. Sr. Tómas Sveinsson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. LANGHOLTSPRESTAKALL: Cuðsþjónusta kl. 11. Organleik- ari Jón Stefánsson. Prestur Sig. Haukur Guðjónsson. Sóknar- nefndin. LAUGARNESPRESTAKALL: Laugard. 6. sept.: Guðsþjónusta að Hátúni lOb, 9. hæð kl. 11 árd. Sunnud. 7. sept.: Messa kl. 11, altarisganga. Þriðjud. 9. sept.: Bænaguðsþjónusta kl. 18. Sókn- arprestur. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Fermd verður Katrin Einars- dóttir, sendiráði íslands í París, p.t. Hávallagata 13, Reykjavík. Frank M. Halldórsson. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Messa kl. 11, útvarpsmessa. At- hugið breyttan messutíma. Organleikari Sig. ísólfsson. Prestur sr. Kristján Róbertsson. DÓMKIRKJA KRISTS kon- ungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. Alla virka daga er lágmessa kl. 6 síðd., nema á laugardögum, þá kl. 2 síðd. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11 árd. FÍLADELFÍUKIRKJAN: Safn- aðarguðsþjónusta kl. 2 síðd. Ræðumaður Einar J. Gíslason. Almenn guðsþjónusta kl. 8 síðd., ræðumenn Páll Lúthersson og Samúel Ingimarsson. IIJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 10 árd. Bæn kl. 20 og hjálpræðissamkoma kl. 20.30. Kafteinn Daníel Óskars- son. NÝJA POSTULAKIRKJAN, Háaleitisbr. 58: Messa kl. 11 og kl. 17. MOSFELLSPRESTAKALL: Messað í Lágafellskirkju kl. 10.30 árd. Sóknarprestur. BESSASTAÐAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 2 síðd. Við athöfnina fer fram setning Álftanesskóla. Sr. Bragi Friðriksson. KAPELLA St. Jósefssystra í Garðabæ: Hámessa kl. 2 siðd. VlÐISTAÐASÓKN: Guðsþjón- usta í Hrafnistu kl. 11 árd. Sr. Bragi Friðriksson messar. FRlKIRKJAN i Hafnarfirði: Guðsþjónustan verður að þessu sinni kl. 11 f.h. (Athugið breytt- an messutíma vegna orþodox- messunnar í Dómkirkjunni kl. 13:30.) Jón Mýrdal við orgelið. Sr. Bernharður Guðmundsson predikar. Safnaðarstjórn. KAPELLA St. Jósefsspitala Hafnarfirði: Messa kl. 10 árd. KARMELKLAUSTUR: Há- messa kl. 8.30 árd. Virka daga er messa kl. 8 árd. Messa kl. 2 síðd. Sr. Jón Árni Sigurðsson i Grindavík messar. Sóknarprest- ur. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árd. Sókn- arprestur. HVERAGERÐISKIRKJA: Messa kl. 11 árd. Sóknarprestur. KOTSTRANDARKIRKJA: Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur. ÞINGVALLAKIRKJA: Messa kl. 14. Organisti Oddur Andrés- son, Hálsi. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 10.30 árd. Sr. Björn Jónsson. Sýning Björns Birnis Eitt af málverkum Björns Birnis á sýningu hans að Kjarvals- stöðum. Ferill Björns Birnis, sem um þessar mundir heldur viðamikla sýningu að Kjarvalsstöðum, er um margt óvenjulegur í ís- lenzkri myndlist. Hann hefur tekið lífinu með ró, farið sér að engu óðslega um nám og listsköpun. Upprunalega settist hann í myndlistadeild Handíða- og myndlistaskólans haust- ið 1949, og man undirritað- ur eftir honum sem mjög hlédrægum ungum pilti, er virkaði hálf stefnulaus við námið. Björn axlaði líka fljótlega um og settist í kennaradeild og lauk þaðan námi árið 1952. Hann starf- ar sem teiknikennari um árabil og fara engar afger- andi sögur af listsköpun hans fyrr en hann skyndi- lega efnir til sýningar í kjallarasölum Norræna hússins árið 1977. Sú sýn- ing kom mörgum á óvart og þar á meðal mér, sem átti trútt um talað ekki von á neinum slíkum tilþrifum úr þeirri áttinni. Björn lét ekki staðar numið því að hann heldur fljótlega til frekara náms í Bandaríkjunum, nánar til- tekið í Indiana State Uni- versity, eða Ríkisháskólan- um í Indiana, í Terra Haute. Hann nemur þar næstu tvö árin undir hand- leiðslu prófessors Charles Reddington, sem reynist honum vel því að hann tekur greinilegum framför- um á þessum tíma bæði um listrænan þroska svo og dýpkun persónuleikans. Þetta kemur greinilega fram í orðum Reddingtons sjálfs en hann segir svo í formála sýningarskrár: „Fyrsta kennslumisserið var erfitt. Björn var ekki viss um að hverju hann var að leita, en nógu skynsam- ur til að skilja að vaxtar- þörf hans sem listamaður krafðist þjálfunar í einbeit- ingu á einhvers konar námsferli, svo sem lista- skóla. Örðugleikarnir voru miklir. Áföllin voru fá og uppskeran bætti þau fylli- lega upp.“ Hér kemur greinilega fram mikilvægi þess, að menn geri sér grein fyrir þeim þroskamöguleikum sem nám við listaháskóla býður upp á, ekki aðeins á unga aldri heldur lífið í gegn ef því er að skipta, — símenntun hefur það verið nefnt og á ekki síður við um listræna menntun en t.d. .bóklega. Til gamans má nefna að hinn frægi norski málari Jean Heiberg settist á skólabekk sjötugur að aldri til að nema freskó- tækni og sjálfur Ingres kópíeraði eldri meistara áttræður að aldri. Þetta voru menn er vissu hvað þeir voru að gera og töldu sig enda aldrei ganga með nafla heimsins í vasanum. — Þetta sem Reddington segir í formálanum er hár- rétt en annað orkar þó. tvímælis, t.d. er hann er að lýsa landslaginu þar vestra og færa litabeitingu Björns til heimaslóða þ.e. íslands en prófessorinn virðist skynja íslenska litrófið sem samsafn mildra og hægra tóna. Sá er kemur fram með slík ummæli hefur naumast til íslands komið, því að ég álít að litrófið íslenska hafi ekki nein af- gerandi sérkenni ef á heild- ina er litið en merkilega víðfeðmt og margbrotið og ríkt af staðbundnum sér- kennum. Annars er margt skynsamlega orðað í for- mála prófessors Redding- ton, fagmannlega og upp- örvandi. Sýning Björns Birnis í vestri sal Kjarvalsstaða er hin áhugaverðasta, fram koma sterk amerísk áhrif, blönduð straumum frá Evr- ópu og er hvorttveggja mjög eðlilegt. Björn notar víða þá alkunnu aðferð að Myndllst eftir BRAGA j ÁSGEIRSSON rissa hressilega með blý- anti eða krítarlit ofan í málverkin og lífga upp ljóð- rænar, fíngerðar mynd- heildir er gætu annars virkað helst til staðar. Litir eru mildir og fínlegir, not- ast er á köflum við sprautu- tækni og það gert á mjög hreinlegan hátt, — inn á milli koma fram vélrænar flatarmálsmyndir af mýkri gerðinni og hér þykir mér „Málverk" (15) áhuga- verðust slíkra mynda. Hin- ar stóru teikningar Björns geta senn minnt á sumt er menn sáu á sýningu á Amerískum teikningum í Listasafni íslands á Lista- hátíð 1978 og tækni Hrings Jóhannessonar en þó koma fram greinileg persónuleg einkenni í myndum líkt og „Frá námuhéraði" (20), „Úr Kópavogi“ (9) og „vanga- mynd“ (29) en þær myndir þykja mér hrifmestar teikninganna. Áhrif frá landslagi ganga líkt og rauður þráður í gegnum sýninguna alla, allt í senn amerísku, íslensku og myndheildalandslagi yf- irleitt. — Björn Birnir kemst ótvírætt vel frá þessari sýningu og með honum hefur íslenskri myndlist bætzt vandaður og fram- sækinn liðsmaður. Óhætt er að hvetja sem flesta til að leggja leið sína á þessa sýningu en henni lýkur þriðjudaginn 9. sept- ember.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.