Morgunblaðið - 06.09.1980, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1980
10
BLðM
VIKUNNAR
UMSJÓN: ÁB. ®
MEIRA UM
EPLATRÉ
Fyrir nokkrum vikum birtist í þættinum frásögn eftir Halldóru
Bjarnadóttur um eplatré sem staðið hafði í miklum blóma á Akureyri
á fyrsta áratug þessarar aldar og voru þá lesendur þáttarins beðnir um
upplýsingar sem þeir kynnu að lúra á um ræktun aldintrjáa hér á
landi. Ekki varð nú árangurinn af þessari málaleitan mikill en þó fékk
ég spurnir af því að Jónas heit. Þór verksmiðjustjóri á Akureyri hefði
um skeiö fengist við ræktun slikra trjáa og hjá börnum hans fékk ég
staðfestingu á þessu og ennfremur að eitthvað myndi hafa verið
skrifað um þessa ræktun föður þeirra í Garðyrkjuritið á sínum tíma.
Og mikið rétt! í Garðyrkjuritinu frá 1947 fann ég greinarkorn sem
Jónas Þór hafði sjálfur skrifað (1944) um ræktun sína og nefnir:
r
Islenzk epli (svar við bréfi)
og er á þessa leið:
„Ég á tvö eplatré í garði minum í Brekkugötu 34 á Akureyri.
Trén fékk ég sem smáplöntur, ágræddar, frá Danmörku laust eftir
1930. Þau eru því nú ca. 14 ára gömul síðan þau komu til landsins. Þau
hafa vaxið mjög vel og mundu hafa blómgazt mikið fyrr ef þau hefðu
ekki orðið fyrir misfellum hvað eftir annað.
Tvívegis hef ég orðið að taka þau upp og flytja þau til vegna þess að
ég átti sjálfur enga lóð til að setja þau í þegar þau komu. Fyrir tveim
árum flutti ég þau svo heim að nýbyggðu húsi mínu, þar sem þau fá nú
að standa í friði með umhirðu sem þau þarfnast. Þau eru nú rúmir 2 m
á hæð, en of krónumikil til þess að þau geti borið ávexti eðlilega, en
hugmyndin er að klippa þau eftir þörfum þegar á líður veturinn.
Tré þessi eru sitt af hvorri tegund. Ég veit því miður ekki hvaða
tegund þroskameira tréð er, en hitt er Skovfoged og það var það sem
bar ávöxt í sumar, 11 epli talsins.
Hitt tréð virðist hafa mjög mikla frjóvgunarörðugleika, því það
blómgaðist mjög vel sl. sumar, en ekki eitt einasta blóm frjóvgaðist.
Stóðu trén með fullum blóma 23. júní.
Eplatré í garði Jónasar Þór á Akureyri. (Myndin er tekin fyrir 1950).
Ég hafði áður, 1926, fengið eina eplatréplöntu sem fæddi einu sinni 3
epli. Það tré var afar viðkvæmt og sálaðist 2 árum eftir að ég flutti úr
því húsi sem það tilheyrði.
Því miður var flestum eplunum stolið af trénu frá mér í haust, áður
en ég gæti viktað þau og mælt eins og ég ætlaði þó að gjöra, en
veðráttan var svo mild og hlý um það leyti að ég ætlaði að lofa
eplunum að þroskast eins lengi og veðráttan leyfði.“
J.Þ.
Neðanmáls bætir þáverandi ritstjóri Garðyrkjuritsins, Ingólfur
Davíðsson, við:
„I Reykjavík þroskuöust epli hjá Jóni Arnfinnssyni garðyrkjumanni
og víðar í sumar sem leið. Var tíðarfar óvenju hagstætt um allt land.“
Um „Reykjavíkur-eplin" er mér alveg ókunnugt en ef einhverjir eru
sem á því kunna skil og vilja leggja orð í belg mun „Blóm vikunnar"
taka því þakksamlega.
En svo að lokum verði örlítið vikið aftur að ræktun Jónasar Þór má
geta þess að í dagbók hans frá árinu 1950 segir: 28. júlí. Sex epli tekin,
áður sjö, það stærsta 180 gr. 18. okt. Tekin 11 epli.
Þetta sama sumar voru og teknar þroskaðar ferskjur af tré í
gróðurhúsi svo og 4 kg. af vínberjum og má af þessu marka að þarna
hefur um talsverða aldinrækt verið að ræða hér á okkar nnrðlæcra
landi. Ums.
Ýmiss konar hugsunar- og athugunarleysi má oft sjá í höfuðborgarumferðinni. Menn leggja bílum á
gangstéttir og trufla stórlega umferð gangandi, hrekja þá út á akbrautir og tefja um leið bílaumferð.
Strætisvagninn er á biðstöð, en Cortinan kemst ekki framhjá honum þar sem bíll fyrir framan hana
hefur staðnæmst og hirðir ekki um þann sem fyrir aftan er. Ljósm. Kristján.
Verðlækkun hjá
British Leyland
UM þessar mundir taka að
streyma á markað nýju árgerð-
irnar og i sambandi við það er
viða til umræðu verðlagning og
söluáætlanir. British Leyland
hefur ákveðið að lækka nokkuð
verð á bílum sinum, m.a. Austin
Mini og Allegro.
BL mun lækka verð flestra
tegunda sem verksmiðjan fram-
leiðir um 100 til 500 pund. Mini
og Allegro munu lækka um ailt
að 300 pund og Rover 2300 og
2600 um 300 pund. Með þessu
hyggjast verksmiðjurnar ná
betri sölu heima fyrir, en þær
hafa átt í vaxandi samkeppni við
erlenda bíla, ekki síst japanska.
Þá greinir í fréttum frá Nor-
egi að sívaxandi sala japanskra
bíla þar í landi hafi í för með sér
að innflytjendur annarra bíla
muni reyna að selja nýju árgerð-
irnar á svipuðu verði. 1980 ár-
gerðin af Volvo 340 seríunni
hefur verið lækkuð í Noregi um
5000 n.kr. og þegar nýja árgerðin
kemur mun hún verða um 4%
dýrari. 1981 árgerðin af 240
gerðum Volvo mun í Noregi
hækka um 4,8%, en af 244 og 245
GL gerðimar munu lækka í
verði um 4,6% í Noregi. Kostar
þá árgerð 1981 af Volvo 244 GL
102.000 n.kr. en 1980 árgerðin
kostar þar nú um 106.800 n.kr.
Bílgreinasambandið:
Skoðunin færist inn
á bílaverkstæðin
Bílgreinasam bandið hélt fyrir hafi frá árinu 1975 til 1978 farið smá sýnishorn af töflum úr
nokkru aðalfund sinn að Laug- úr 7,6% í 12,3% og má sjá hér heftinu.
arvatni og um leið voru haldnir
sérgreinafundir bilainnflytj-
enda, bílasala. bílamálara, bíla-
smiða, almennra verkstæða og
h jól barðaver kstæða.
í ályktunum aðalfundar Bíl-
greinasambandsins segir m.a. að
bíll sé ómissandi, þýðingarmikið
atvinnutæki, sem veiti tíunda
hverjum Islendingi atvinnu
SIGHVATUR
BLÖNDAHL
beint og óbeint, bíllinn hafi
skapað búsetumöguleika sem
ella væru ekki nýttir í dag og
bíllinn væri nauðsynlegur skatt-
stofn fyrir ríkissjóð þar sem
tekjur af bílum og umferð færu
sívaxandi meðan æ minna hlut-
fall þeirra rynni til vega og
umferðar. Þá er ítrekuð fyrri
ályktun um að bifreiðaskoðun
verði færð inn á almenn verk-
stæði, þ.e. þau sem þess óska og
hafa tilskilinn búnað.
A aðalfundinum var lagt fram
töfluhefti með töluiegum upplýs-
ingum um þróun bílgreinarinnar
árin 1970 til 1979. Þar kemur
m.a. fram að hlutur tekna af
bílum í heildartekjum ríkisins
Bílar
Innflutnlngur bila og varahluta
Arlequr bilalnnflutnlnqur, fjQldi
Ar 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1^79 1900
Alllr bilar 7608 6971 7880 10418 3352 4310 7558 8550 7955 5672 4
Fólksbilar 6927 6370 7224 9533 3048 3955 7000 7875 7262 5155 4
Aldursdreifing akráóra bila 1. janúar, 1980
Argerð 1926-61 62 63 64 65 íí 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 76 79 80
Hlutfall 4.9 L3 1,9 L6 2,3 4,^ 3.» 10 1,7 4Jí 7,9 76 7.2 13,3 15 4,2 7,7 1Q5 7,4 0,0
15.0V -
Skráðjr bilar uni sióurtu árarót vcr- 90015 og ar hér sýnt : .utfall hvarrar árgerðar
sca. próscrt af Jcir. fjclda.
Htiriíldir:. hi f reióaakýrsia