Morgunblaðið - 06.09.1980, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 06.09.1980, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1980 11 Erna Ragnarsdóttir, íorm. Félags húsgagna- og innanhússarkitekta: Hvers vegna einokun? útboðslýsing tarbiðskýli fyrir svr Fyrir nokkru ákváðu Stræt- isvagnar Reykjavíkur að efna til samkeppni um hönnun gangstéttabiðskýla í Reykjavík. Tilgangur keppninnar eins og getið er í samkeppnisgögnum er að fá fram tillögur um gerð og lögun gangstéttarbiðskýla við musmunandi aðstæður. Ætla mætti að forráðamenn Strætisvagna Reykjavíkur vildu vanda vel til þessarar samkeppni með því m.a. að gefa öllum landsmönnum kost á að spreyta sig og ekki þá síst þeim fjölmörgu sem nota strætis- vagna að staðaldri. En reyndin er sú að íbúar Reykjavíkur, sem ferðast dagiega með þessum vögnum og þekkja þá og biðsk- ýlin best í reynd voru útilokaðir frá samkeppni. Allir iðnhönn- uðir og hönnuðir yfirleitt voru útilokaðir, allir húsgagna- og innanhússarkitektar, lands- lagsarkitektar og mynd- listarmenn. Þeir einir, sem rétt hafa til þess að láta sér detta eitthvað nýtt í hug í þessum efnum og taka þátt í samkeppninni, voru ARKITEKTAR og aðrir sem hafa rétt til að leggja upp- drætti af húsum fyrir bygg- inganefnd Reykjavíkur, enda var farið eftir samkeppnisregl- um ARKITEKTAFÉLAGS IS- LANDS. Nú er það einu sinni svo að íslendingum hefur tekist þokkalega að gera ýmsa hluti þótt þar hafi enginn ARKI- TEKT komið nærri. Ekki er heldur vitað að islenskir ARKI- TEKTAR hafi til þessa sýnt strætisvögnum sérstakan áhuga svo að réttlæta megi útilokun margra aðila, sem standa þessum málum nær, frá þessari samkeppni. Hvergi hafa ARKITEKTAR komið nærri hönnun strætisvagnanna sjálfra sem eru þó mun stærri og flóknari hlutir en biðskýlin. Þessir vagnar eru yfirleitt hannaðir af iðnhönnuðum, vélaverkfræðingum og vél- tæknifræðingum. Hvers vegna eru þessir aðilar útilokaðir frá samkeppninni? Hvers vegna fá innanhússarkitektar, sem vita mikið meira um innréttingar og um rými næst fólki heldur en margir arkitektar, ekki að taka þátt í þessari samkeppni? Margir bestu ARKITEKTAR heims eins og Le Corbusier og Frank Loyd Wright höfðu ekki menntun til þess aðgeta komist í ARKITEKTAFELAG ÍS- LANDS, en teiknuðu þó ekki verri hús en islensk ARKI- TEKTASTÉTT. Umhverfi okkar er mjög til umræðu þessa daga og áhugi fólks fyrir að taka þátt í mótun umhverfis síns fer vaxandi — sem er um leið meginforsendan fyrir að takast megi að þróa þau mál til betra horfs. Sér- fræðingar hafa fram að þessu einokað þekkingu og umræðu um umhverfið og hvernig megi hafa áhrif á mótun þess. Svo virðist að sú stefna skuli ríkja áfram. Almenningur á íslandi og þær starfsstéttir, sem vilja og telja sig geta lagt eitthvað af mörkum til þess 'að bæta bið- skýli fólks í Reykjavík og um- hverfið yfirleitt, láta ekki bjóða sér svona vinnubrögð. í DAG KL. 9-7 HÚSGAGNAKYNNING A húsgagnakynningunni í dag kynnum við m.a. landsins mesta úrval af forstofukommóðum með speglum. 22 tegundir i ýmsum viðartegundum og litum. JSÍásícó Símar: 86080 og 86244 <1 ar Húsgögn Ármúli 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.