Morgunblaðið - 06.09.1980, Síða 12

Morgunblaðið - 06.09.1980, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1980 Fréttaskijrinq: Skipan stjórna nefnda og ráða á vegum ríkisins hefur lengi verið vinsælt umræðuefni meðal al- mennings, þar sem annaðhvort er verið að krýna nefndakónga eða gagnsleysi nefnda er útmál- að. í þessari fréttaskýringu verður leitast ' við að skýra nokkra þætti þessara mála: hvernig nefndir verða til, eftir hvaða sjónarmiðum valið er í nefndir, hversu mikið og hverjir ákveða greiðslur fyrir nefnd- arstörf, hvernig eftirlit er með störfum nefnda, hvort embætt- ismenn vinna nefndarstörf í vinnutíma sínum o,fl. • Fjöldi nefnda og nefndarmanna Ef litið er til þróunar á fjölda nefnda og nefndarmanna, þá kemur í ljós, að síðustu þrjú ár hefur hlutfallið lítið breyst. Árið 1976 voru starfandi 432 stjórnir, nefndir og ráð á vegum ríkisins, með 2232 mönnum. Árið 1977 voru starfandi 465 nefndir með 2340 mönnum og árið 1978 voru starfandi 481 nefnd með 2449 mönnum. Það er fjárlaga- og hagsýslustofnun sem gefur ár- lega út yfirlit yfir stjórnir, ráð og nefndir og í því nýjasta, sem er fyrir árið 1978, kemur fram, að nefndir í upphafi ársins voru 466, á árinu voru lagðar niður 84 nefndir, en í stað þeirra hófu 99 störf á árinu. Af 481 nefnd, sem starfaði árið 1978, voru margar fastanefndir, en af tölunum má sjá, að hreyfing á nefndunum er um 20% innan ársins. • Hvaö kosta nefnd- irnar almenning? Árið 1976 voru greiddar rúmar 134 milljónir fyrir nefndarstörf, en annar kostnaður vegna nefnda var rúmar 26 milljónir, samtals um 161 milljón. Árið 1977 voru greiddar um 190 milljónir fyrir nefndarstörf, annar kostnaður var tæpar 38 milljónir, samtals rúmar 228 milljónir. Hækkunin er um 67 milljónir eða 41%. Árið 1978 voru greiddar 300 milljónir fyrir nefndarstörf, annar kostn- aður var rúmar 38 milljónir, samtals tæpar 340 milljónir. Hækkunin á milli áranna 1977 og 1978 var um 112 milljónir eða 49%. Þegar þessar tölur eru skoðaðar, verður að taka tillit til þess að margar nefndir eru ólaunaðar. • Fleiri nefndir á íslandi en í nágrannalöndunum Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir neinar tölur um að nefndir séu hlutfallslega fleiri hérlendis en í nágrannalöndum okkar, þá telja margir að sú sé raunin. Ein skýring á því gæti verið sú hversu stjórnkerfið er mikið minna í sniðum hér á íslandi en víðast annars staðar, sem leiðir það af sér, að innan ráðuneyt- anna er ekki alltaf aðgangur að sérfróðum mönnum, sem ieita þarf til vegna úrlausnar vissra mála. Ráðuneytin þurfa því að leita út fyrir embættismanna- kerfið og það þykir hagkvæmt að stofna nefndir til að ná í slíka sérfræðiaðstoð, sem í stærri löndum er fáanleg innan stjórn- kerfisins. • Þrír flokkar nefnda Nefndir á vegum ríkisins eru flokkaðar eftir því hvernig þær verða til og er þeim raðað eftir ráðuneytum sem eru samtals 14. 1) Stjórnir og ráð, sem Alþingi kýs. 2) Nefndir kjörnar og skipaðar samkvæmt lögum og ályktunum Alþingis. 3) Nefndir skipaðar af stjórn- völdum. Þriðji flokkurinn er viðamestur, en innan þess flokks verða nefndir til með ýmsu móti. Nefnd getur orðið til samkvæmt forsetabréfi, eins og t.d. Orðu- nefnd, nefnd getur verið komið á fót samkvæmt tilmælum ríkis- stjórnar, eins og t.d. Kjararann- sóknanefnd, sem komið var á fót 1963 samkvæmt tilmælum ríkis- stjórnarinnar til samtaka laun- þega og atvinnurekenda, sem skipa menn í nefndina. Þá má nefna nefndir, sem skipaðar eru af viðkomandi ráðuneyti, nánar tiltekið ráðherra. Það er ekki óþekkt hérlendis að um stofnun nefndar sé getið í stjórnarsátt- mála og má þar nefna t.d. vísitðlunefndina, en fyrir henni var gert ráð í stjórnarsáttmál- anurn 1978, þar sem kveðið var á um, að það ætti að skipa nefnd til að endurskoða vísitölumál. • Val og starfsemi nefnda Þegar vikið er að starfsemi nefnda og vali nefndarmanna er e.t.v. skýrast að fylgja eftir einni nefnd frá byrjun til enda. 29. apríl 1977 var skipuð nefnd af fjármálaráðherra til að endur- skoða lög og reglur um toll- heimtu og tolleftirlit. Helsti hvatinn að stofnun nefndarinnar var sá, að innflytjendur höfðu um nokkurt árabil barist fyrir því að tollkrít yrði komið á hérlendis og gengu fulltrúar þeirra á fund fjármálaráðherra og æsktu liðsinnis hans. Ráð- herra ákvað að láta rannsaka málið og skipaði í framhaldi af því nefnd, sem skipuð var sér- Stjórnir, nef ndir og ráð ríkisins rír Nyjar nefndir 1. Almannavarnarnefnd Keflavíhurflugvallar Skipuð G. nóvember 1978. \ \ 2 . Nefnd til að sjá um framkvæmdir að hluta samkomulaqs tslanc og BandarIkjanna frá 22. október 1974 Skipuð 23. september 1975. Féll niður i fyrri skýrslum. 3. Flugstöðvarnefnd Skipuð 19. september 1978. 4. Stjórnarnefnd Frihafnarinnar á Keflavikurflugvelli ^ Skipuð 27. júni 1978. ^ ^ y_____ ' gjaldskhArnefnd 3. 3ÚIÍ 1977 skipaði viðskiptaráðherra 3 menn i nefnd til þess að vora tll ráðuneytis um beiðnir um breytingar á verðlagningu vöru og þjónustu opinberra aðila. Nefndarmenn og þóknun: Til 9. október 1978: Goorq ólafsson, verðlagsstjóri, formaður Halldór Ásqrímsson, alþingismaóur Ólafur G. Einarsson, alþingisraaður Frá 9. október 1978: Guðmundur Ágústsson, hagfræðingur, formaður Finnur Torfi Stefánssnr, alþinqismaður ’ Gísli Árnason, deildaistjóri Ritari : Kristján Andrésson, fulltrúi FERDAKOSTNAÐARNEFND Skipuð ineð bréfi fjármálaráðhena 28. mars 1974 skv. ákvæðum 19. gr. kjarasamnings BSRB og fjármálaráðherra frá 15. deseraber 1973, sbr. gr. 5.8 í kjarasamningi sömu aðila frá 25. október 1977, og 17. gr. kjaradóms í máli fjármálaráðherra og BHM frá 15. febrúar 1974, sbr. 5. kafla í kjaradómi sömu aðila frá 18. nóvember 1977. 930.811 Nefndarmenn og þóknun: Bolli Bollason, hagfræðingur 1978 Gunnlaugur Claessen, deildarstjóri Ágúst Guðmundsson, 1andmælingamaður BSRB dr. Bjarni Helgason, tilnefndur af BHM Ritari: Gunnar óskarsson, hætti á árinu 1978 Sigríóur Vilhjálmsdóttir formaður frá 2. febrúar tilnefndur af 283.097 158.721 158.721 158.721 114.531 57.020 NEFND TIL AÐ GERA TILLÖGUR UM FRAMTÍÐARFYRIRKOMULAG KENNSLU í FÉLAGSLÆKNINGUM, HEIMILISLÆKNINGUM OG HEILBRIGÐISFRÆÐI í LÆKNADEILD v Skipuð 14. júlí 1976 samkvæmt tillögu læknadeildar Háskóla íslands - og að höfðu samráði við háskólarektor. Nefndin fjalli ura skipu- lagningu kennslu í ofangreindum greinum svo og tengsl greinanna hverrar við aðra og vió heilbrigðiri'tofnanir i landinu. Nefndarmenn og þóknun: 360.000 t ólafur ólafsson, landlæknir, forraaður 120.000 Tómas Á. Jcnasson, dósent 80.000 Eyjólfur Haraldsson, læknir 80.000 ; JÓn G. Stefánsson, kennslustjóri læknadeildar 80.000 fræðingum á sviði tollamála, embættismönnum og hagsmuna- aðilum. Var nefndinni falið að vinna úr gögnum og skila áliti til ráðherra, sem hún gerði með skýrslu 15. ágúst 1978. Markmið með greinargerð nefndarinnar var að skapa yfirsýn yfir fyrir- komulag tollamála og leggja grundvöll að mati á helstu þátt- um þeirra. Verkið var unnið þannig, að leitað var til fjölda aðila, sem þessi mál varða. í samræmi við þær upplýsingar, sem fengust, var síðan stillt upp samræmdri mynd af fyrirkomu- lagi innflutnings í formi ferilrita og kostnaðarútreikninga. Auk þess var unnið að sérstökum könnunum. Það yrði of langt mál að telja upp alla þá, sem lögðu til efni í álitsgerðina, en þó má nefna starfsmenn eftirtalinna stofnana og fyrirtækja: — Tollstjórans í Reykjavík og tollaeftirlits — Ríkisendurskoðunar — Gjaldeyrisdeilda bankanna — Gjaldeyriseftirlits — Farmflytjenda og þá sér- staklega Eimskipafélags íslands. Nefndin komst að þeim niðurstöð- um 1978 m.a., að hægt væri að spara allt að einum milljarði á ári beint eða óbeint vegna áhrifa tollkrítar. Þessi nefnd er ágætt dæmi um hvernig nefndir starfa, en þá má spyrja; hefði ekki tolladeild fjár- málaráðuneytisins getað leyst þetta verkefni? Því má ugglaust svara játandi, en þó má fullyrða, að gangur nefndarstarfsins hefði orðið annar. Því hefðu fylgt ýmsir örðugleikar að fram- kvæma starfið innan ráðuneytis, t.d. að fá alla hagsmunaaðila til að mæta á einn stað og að vinna upp efni. Með nefndarskipan má þó einatt skikka menn til að mæta á nefndarfundi, þeir eru oft fulltrúar einhverra samtaka og þátttaka þeirra tryggir að öll sjónarmið, sem skipti máli, komi fram. Það er einnig mjög mikil- vægt, að hagsmunaaðilar í við- komandi máli hafi áhrif á álits- gerðina þegar ráðherra notast við hana sem undanfara laga- setningar um ákveðið efni. • Hlutur stjórnvalds í því dæmi, sem hér hefur verið tíundað, kom ekki til ákvörðunar af hálfu fjármálaráðherra í framhaldi af nefndarstarfinu, sökum þess að stjórnarskipti urðu skömmu eftir að álitsgerð- inni var skilað. Málið lá því í salti þar til á síðustu vikum að núverandi fjármálaráðherra skipaði tveimur embættis- mönnum að undirbúa reglugerð um breytingar á tollamálum á grundvelli þeirra athugana, sem nefndin vann að á sinum tíma. Ráðherra hefur alla möguleika á því að fylgjast með hvernig nefndarstörfum miðar áfram, hann fær upplýsingar frá for- manni nefndar og ákveður hvort ástæða sé til að hraða verkinu, hætta því eða breyta vinnuað- ferðum á einhvern hátt. Það er því fullljóst, að ráðherra hefur mikil áhrif á gang nefndar- starfa, þótt ekki megi gleyma hlutverki formanns nefndar, en hann ræður oft vinnuhraða og virkni nefndar. En hver fylgist með því að nefndir skili ein- hverju verki? Því er til að svara, að á hverju ári senda öll ráðu- neytin frá sér yfirlit um starf- andi nefndir á vegum þess og breytingar á milli ára. Ráðherra og ráðuneytisstjóri eru í bestu aðstöðunni til að fylgjast með starfi nefndanna, en það ber að hafa í huga, að mikill hluti nefnda hefur ákveðin skilafrest samkvæmt skipunarbréfi. Sum-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.