Morgunblaðið - 06.09.1980, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 06.09.1980, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1980 Heklueldar 1980 Dr. Sturla Friðriksson; Ahrif Hekluelda 1980 á lífríkið Vikurinn, sem féll yfir gróður- lendi á Landmannaafrétti, hefur nú myndað 15—25 cm þykkt lag, svo sem í Sölvahrauni og við Valafell. Og enn stærra svæði er þakið 5—10 cm þykkum vikri. Er þá von að menn spyrji hvort nokkuð komi upp af þeim gróðri, sem undir liggur. Er því til að svara, að gróðurinn í Sölvahrauni var mjög snöggur, og á hann sennilega erfitt uppdráttar nema þar sem öskuna kann að skafa af hávöðum í vetur. í Valafelli gæti hreinsazt meira ofan af gróðri, þar sem askan hrynur undan hallanum, úr hlíðum Vaiafells. En á Gnúpverjaafrétti má ætla að gróður nái sér aftur á næstu sumrum. Askan þar er gróf og aðeins um 1—2 cm þykk nema þar sem hún kann að fjúka og renna til í skafla í vetur, og verða þá væntanlega víða gróðurlausir öskuskaflar í lautum og giljum á næsta sumri. Lengra frá eldstöðvunum, norð- an Kerlingafjalla og um Kjalar- hálendið hefur víða myndazt 2—5 mm lag af fínni ösku, sem verður til lítilla baga fyrir gróður. Víðáttumest er það svæði, sem aðeins varð fyrir örfínni ösku, sem myndað hefur 1 mm þykkt lag eða þynnra. Þessi aska barst norður um Eyvindarstaða- og Auðkúlu- heiði og til dala í Skagafirði og Eyjafirði og yfir hálendið þar á miíli. Á öllum þeim svæðum, sem askan féll yfir, getur hún valdið tjóni með því að klessast á blöð og hylja með því hluta af blaðgrænu plöntunnar, og rýra þannig tillíf- unarhæfni hennar. Var þó bót í Dr. Sturla Friðriksson Jarðeldar hafa byggt upp og mótað þetta land. og frá þeim hefur borizt efniviður í jarðveg og það umhverfi, sem lífverur landsins búa við. Þannig hefur tilvera þessara Hfvera verið háð því að hér á landi komi eldgos öðru hvoru. Hins vegar ógna jarðeldar lífi á ýmsa vegu, bæði na*r og fjær gosstöðvunum, og hafa valdið staðbundnu tjóni, sem stundum hefur orðið afdrifaríkt fyrir landsmenn. Eldgos hafa þannig haft veigamikil áhrif á sögu okkar íslendinga. Sé því Ifeklugosi lokið, sem hófst 17. ágúst síðastliðinn, hefur það valdið landsmönnum minni búsifjum en mörg fyrir Heklugos, enda þótt tjón hafi orðið tilfinnanlegt á sumum svæðum, svo sem á Landmanna- og Gnúpverjaafréttum. bað, að gosið skyldi hefjast í lok sumars en ekki í byrjun þess olli minna tjóni en ella hefði getað orðið. Gróður hafði þá að mestu leyti lokið eðlilegum sumarvexti en lömb orðin stálpuð og fé farið að leita niður úr afréttarhögum. Þá var heyskap einnig að mestu lokið. Vindátt var nokkuð hagstæð við upphaf gossins, þvi að gjóskumokkinn lagði til norðurs frá Heklu yfir Landmannaaf- rétt að vestan, og síðan norður um afrétti Gnúpverja og Hrunamanna, norður um Kjöl og vestanverðan Ilofsjökul. yfir austanverða Auðkúluheiði og Eyvindarstaðaheiði, og þræddi mökkurinn síðan að mestu yfir hálendið milli Skagafjarðar og Eyjaf jarðar og sáldraði ösku í innsveitum og afréttum þessara héraða á Norðurlandi. Starfsmenn Rannsóknastofnunar landbúnaðarins brugðu skjótt við og fylgdust með þróun gossins frá upphafi, til þess að geta kannað áhrif þess á landbúnað. Talsverð reynsla hafði þegar fengizt við athuganir frá fyrri gosum, bæði úr Ileklu og Heimaey. begar gos hófst í Skjólkvíum norðan Heklu 1970, voru áhrif þess á landbúnað könnuð af sérfræðingum frá Rannsóknastofnunum landbúnaðarins og iðnaðarins og tilraunastöðinni að Keldum. Þessi hópur hefur unnið saman þegar rannsaka hefur þurft efnainnihald ösku frá eldstöðvum og kanna bæði ástand gróðurs og heilsufar búpenings. Hér á eftir skal lýst að nokkru áhrifum eldgosa á gróður og sérstaklega þessa síðasta Heklugoss. Ahrif af eldgosum Flóð Áhrif gosefna á lífríkið eru margvísleg og má nefna, að af gosum undir jökli stafar flóða- hætta, og slík flóð hafa fyrr á öldum eytt blómlegum byggðum sunnan jökla. Okkur er nú að takast að rækta upp hina sunn- lenzku sanda, en sú uppgræðsla er að sjálfsögðu í hættu af flóðum sem kynnu að verða við eldsum- brot undir jöklum. Snjódyngjur í Heklutindi bráðnuðu í þessu síð- asta gosi og leysingavatnið fossaði niður hlíðar fjallsins, en tjón mun ekki hafa orðið af þeim vatnselg. Hraun Sjálf gosefnin geta bæði valdið áverkum og haft efnafræðileg áhrif á lífverur. Má þá fyrst nefna hraunrennsl- ið, sem eyðir öllu lífi er það rennur yfir. Jarðfræðingar telja, að við þetta Heklugos hafi ekki orðið víðáttumeira hraun en myndaðist í Skjólkvíagosinu 1970 og mér er nær að ætla, að það hafi ekki valdið eins miklu tjóni á gróðri og gosið 1970. Þetta hraun féll að mestu yfir mosa, skófir og há- fjallagróður í hlíðum Heklu. Skepnur geta lent í hraun- rennsli eða króazt inni. En ekki hafa borizt fregnir af því í þessu Heklugosi. Ef til vill voru meiri líkur á slíku tjóni í hinu öra hraunrennsli í Gjástykkl fyrr í sumar. Gróður brennur og sviðnar við hraunjaðrana og glóandi slettur kveikja í gróðurlendi. Þannig mátti sjá brunabletti í mólendi við Gjástykki, og vafalaust gætu orðið sinu- og skógareldar af eldgosum, þar sem þannig hagar til. Það hafa fundizt kolaðir lurkar í jörðu nálægt Heklu, sem brunnið hafa áður en sögur hófust, en ekki urðu neinir teljandi brunar frá þessu Heklugosi. Sprengingar, helský og út- streymi ýmissa gastegunda geta orðið lífverum afdrifarík, en tjón hlauzt ekki af slíku við Heklu að þessu sinni, svo kunnugt sé. Gjóska Vikur og aska geta valdið geysi- legu tjóni á því lífi sem fyrir verður. Og fer þá eftir útbreiðslu, kornastærð og magni þessarar gjósku hve tjónið verður válegt, víðtækt og varanlegt. Gróður vex oft auðveldlega upp úr grófu gjalli, sem fellur í næsta nágrenni eldstöðvanna. Annað mál er með þéttan ösku- og vikursalla, sem klessist yfir svörð- inn. Fer þá eftir þykkt hans og gerð hvernig gróðri reiðir af. Eins ræður miklu harðfengi og vaxt- armáttur plöntutegunda. Athugun okkar á gróðri og hæfni tegunda til þess að vaxa upp úr vikri frá fyrri gosum hefur sýnt, að þróttmikill gróður á láglendi getur vaxið upp úr 20 cm vikurlagi. Þetta gerði t.d. melgresi eftir Heimaeyjargosið, og sáðgresi í Þjórsárdal spratt upp.úr allt að 10 cm þykkum vikri eftir Heklu- gosið 1970. máli, að þetta gos hófst á aflíðandi sumri, þannig að gróður hafði mestu lokið vexti. Og það meira að segja óvenju góðum vexti, nú á þessu sólríka sumri. Þessi fína aska skolast vonandi fljótt niður í svörðinn. Og er hugsanlegt að hún geti jafnvel orðið til bóta sem áburður í steinefnasnauðu mýrlendi. Aska hefur þó nokkuð misjöfn áhrif á tegundir plantna. Til dæmis þola mosar og skófir illa öskufall. Og má búast við því, að tjón verði á þeim tegundum á öskufallssvæðinu. Mosinn koðnar niður og sortnar. Og tekur nokkur ár fyrir þann gróður að jafna sig. Gras, jurtir og trjákenndar plönt- ur vaxa hins vegar auðveldlega upp úr þunnri ösku. Flúoreitrun Hin efnafræðilegu áhrif frá eldgosum geta einnig verið tilfinn- anleg. Má þar einkum nefna flúor- inn, sem mest athygli hefur beinzt að við þetta síðasta gos og reyndar við nokkur fyrri gos úr Heklu. Askan, sem barst fyrsta daginn norður yfir landið frá Heklu, var þannig menguð flúor, að um 1500 til 2000 milligrömm flúors voru í hverju kílógrammi af ösku (oftast skammstafað ppm. partar per milljón). Er það mjög svipað magn og var í öskunni frá Skjólkvíagos- inu 1970. Þegar þessi flúormeng- aða aska fellur yfir gróður, loðir hún að nokkru við blöð og stöngla og frá henni getur flúor síazt inn í plöntuvefina. Og flúorinn getur þannig valdið tjóni á plöntum, sem þola flúoráhrifin misvel. Þannig eru barrtré tiltölulega

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.