Morgunblaðið - 06.09.1980, Síða 19

Morgunblaðið - 06.09.1980, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1980 Gjóskan, það er gjallið, vikurinn og askan. mun hafa valdið mestu tjóni á Landmannaafrétti. Þarna norðan við Ileklu hefur nú myndast 15—25 cm þykkt lag af samanþjappaðri, svartri gjósku. Vestan bjórsár. á afréttum Arnesinga, varð öskufailið mest syðst á Gnúpverjaafrétti og er öskulagið mest um 5 cm þykkt, en víðast hvar frá 1 — 2 cm þykkt. Nær þessi tiltölulega grófa aska norður fyrir Kerlingafjöll. En víða eru blettir í þessum öskugeira þar sem lítil sem engin aska hefur fallið. Finasta askan barst svo norður fyrir jökla og cr aðeins um 2—5 miilimetrar að þykkt á hálendinu, en Norðanlands er aðeins öskuvottur, er myndaði lag sem er víðast minna en millimetri á þykkt. viðkvæm fyrir flúor, en grasteg- undir virðast þola talsvert mikið magn. Einkenni flúoreitrunar á plönt- um eru brúnar blaðrendur og visnaðir blaðbroddar. Búpeningur getur síðan fengið í sig flúor með því að éta þá ösku sem loðir við blöðin eða fengið flúorinn úr sjálfum gróðrinum. Askan loðir bezt við breið blöð og hærð t.d. hefur loðvíðir úr Landmannahelli verið með meira flúormagn en aðrar tegundir sem hafa verið kannaðar. Fær það búfé, sem étur loðvíði, því meiri flúor en það sem t.d. bítur hála sauðvingulsnálina. Eðlilegt væri að álíta, að flú- ormagnið, sem dreifðist út frá Heklu, færi minnkandi eftir því sem lengra dregur frá fjallinu. Þessu er þó ekki alveg þannig varið, þar sem flúorinn loðir við yfirborð gjóskunnar og fínasta askan hefur tiltölulega mest yfir- borð, en hún berst einnig lengra frá en gjallið. Þannig mældist fjúormagn í gróðri í innanverðum Skagafirði í 150 km fjarlægð frá Heklu ekki síður hátt en t.d. á Landmannaafrétti í 10 km fjar- lægð. Þó verður að álíta, að mesta flúormagnið hafi fallið á hálendið sunnan jökla, enda voru gróður- sýni, sem tekin voru úr Kerl- ingafjöllum, með mjög hátt flú- ormagn, eða 700 ppm af þurrefni. Breytingar á flúormagni Niðurstöður flúormælinga af sýnum, sem tekin voru fyrstu dagana eftir gosið, sýndu, að flúor var í flestum tilfellum svo mikill í gróðri, að hættulegt var fyrir búfé að neyta hans. Voru því gerðar ráðstafanir til þess, að búfé væri. rekið af öskufallssvæðinu. Eins var ráðlagt, að slá ekki í vothey fyrstu dagana eftir gosið. Búfé getur fengið flúoreitrun sé meira en 30 ppm af flúor í fóðri miðað við þurrefni, en víðast hvar á öskufallssvæðinu var flúormagnið langt yfir þeim mörkum. Einkum var beitargróður á afréttum mengaður (allt að 1000 ppm flúor), en minni flúor var í túngresi eða heyi norðanlands (allt að 245 ppm flúor). Reynsla frá fyrri gosathugunum hefur sýnt, að flúor fer ört minnk- andi í ösku og gróðri eftir því sem líður frá öskufalli. Væri miðað við mælingar á flúor frá Heklugosinu 1970, mátti búast við að flúor- magnið nú hálfum mánuði eftir öskufallið, sem varð í ágúst í ár, væri orðið aðeins tíundi hluti þess sem í upphafi var, og mánuði síðar, eða í miðjum september, ætti það að vera orðið aðeins hundraðshluti af upprunalegu magni. Ætti flúormagnið þá með sömu viðmiðun að vera orðið svo lítið í ösku og gróðri, að hvarvetna væri það undir hættumörkum fyrir búpening. Mælingar á flú- ormagni, sem nú hafa verið gerðar á gróðri staðfesta þessa þróun. Á flestum stöðum norðanlands þar sem aska féll yfir er flúormagnið í gróðri nú að verða það lítið, að telja má hættulaust fyrir búfé. Þó er enn svæði á afréttum þar sem flúormagnið er yfir hættumörk- um. Þótt Hekla sé nú hætt að gjósa, er þó talsvert öskuryk í lofti þegar eitthvað hreyfir vind. Það ryk þyrlast upp af öskufallssvæðinu og berst yfir landið til og frá. Þannig lagði þykkan rykmökk um Fljótshlíð og Eyjafjöll hinn 20. ágústmánaðar og rykmökk lagði yfir suðvestanvert landið fimmtu- daginn 28. ágúst og í vestur frá Heklu laugardaginn 30. ágúst. Þetta ryk er hvimleitt og það dregur úr sólarbirtu, en flúor- magnið, sem það bar með sér, náði ekki að menga gróður þannig að hætta stafaði af honum fyrir búfé. Háloftamóða frá eldgosum get- ur hins vegar haft víðtæk áhrif, sé mikið magn af henni. Þannig var þess til dæmis getið eftir Lakagígagosið 1784, að sól hefði aldrei verið heið það sumar. Og hefur minnkun í ljósmagni af völdum móðunnar væntanlega rýrt heildaruppskeru af gróðri landsins og það meðal annars valdið Móðuharðindunum. Sem betur fer er rykmökkurinn ekki svo slæmur frá nýafstöðnu Heklugosi, þótt sól hafi nú stund- uptsézt.huiin gulrijpóðu.,,v. ..., . Linuritið sýnir flúor i grasi eftir Heklugosið 1970. Mælt að Haukholti. Flúormagnið í gróðri fellur ört fyrstu daga eftir öskufall. 19 Myntsýning Arnórs Hjálm- arssonar í Austurbæjar- útibúi Landsbankans Ég frétti af því í sumar hjá félögum mínum í Myntsafnara- félaginu, að í Austurbæjarútibúi Landsbankans væri sýning á peningum úr safni Arnórs Hjálmarssonar, fyrrum yfirflug- umferðarstjóra. Ég fór svo auð- vitað að skoða sýninguna sem enn stendur yfir. Ég vil hvetja sem flesta að gera sér ferð í Austurbæjarútibúið, Laugavegi 77. Peningarnir eru í gluggum bankans og því má skoða þá hvenær sem er. Þeim er vel fyrir komið og skýringar með þeim. Merkustu peningarnir þarna eru minnispeningar um eldflauga- skot Frakka á Sólheimasandi árin 1964 og 1965. Frakkar höfðu þá um nokkur ár rannsakað Arnór Hjálmarsson lofthjúp jarðar, meðal annars með því að setja upp loftbelgi og skjóta upp eldflaugum, búnum mælitækjum. Fyrst í stað tóku menn þessar tilraunir ekki al- varlega, litu bara á kostnaðinn, sem var svimandi hár. Svo kom þó að því, er Rússar og Banda- ríkjamenn hófu geimferðakapp- hlaup sitt, að þeir urðu að kaupa af Frökkum upplýsingar sem þá vantaði og greiddu ógrynni fjár fyrir, en í þann tíma sátu Frakkar inni með mesta þekk- ingu um lofthjúpinn. Arnór Hjálmarsson varð fyrir áfalli — heilablóðtappa, 1974. Er hann fór heim af spítalanum hvatti læknirinn hann til að taka sér eitthvað fyrir hendur, er honum færi að leiðast aðgerð- arleysið, en bæði var Arnór lamaður á fótum og handleggj- um og sjónin ekki í fókus. Hann hafði ferðast um öll lönd á því 31 ári sem hann starfaði í fluginu. Hann átti því í fórum sínum allskonar mynt frá öllum mögu- legum löndum, en hann var ekki safnari svo þetta var geymt hér og þar. Arnór sagði mér að um 3 eftir RAGNAR BORG 1. grein dögum eftir komuna aí spítalan- um sat hann við eldhúsborðið heima hjá sér. Fjölskyldan kom svo með alla myntina og setti í hrúgu á borð fyrir framan Arnór í eldhúsinu. Hann sá óljóst móta fyrir peningunum. Fyrst í stað var hann lengi að koma hægri handleggnum upp á borðið, en sá vinstri vildi ekki hlýða. Fór þá Arnór að raða þeim peningum saman, sem honum sýndist af svipaðri stærð. Svo hjálpaði hann vinstri handleggnum upp á borðið og fór að raða peningun- um betur. Eftir nokkra daga var Arnór farinn að geta lesið á peningana, ártöl og landanöfn. Hann hafði þá fengið gleraugu sem áttu við sjónina. Þá var farið að raða peningunum upp á nýtt og var það gert oftsinnis. Sat hann stundum klukkutimum saman og raðaði. Þá fór hann að huga að íslenzku myntinni og útvegaði sér allar gerðir hennar í Seðlabankanum. Svo ruglaði hann allri myntinni saman, bara til að hafa nóg að gera við að raða. í desember 1974 hringdi hann í undirritaðan, sem hvatti hann til að koma á fund hjá Myntsafnarafélagi íslands í Templarahöllinni. Upp frá því hefur Arnór verið einn virkasti félaginn í Myntsafnaraféiaginu. Hann mætir á alla fundi, tekur þátt í uppboðum af lífi og sál. í dag á Arnór hið merkasta myntsafn, hefir sínar skoðanir á myntsöfnun og árangurinn er sumsé til sýnis í Austurbæjar- útibúinu, en það skal auðvitað tekið fram að þar er ekki um að ræða nema brotabrot af safni Arnórs. Á sýningu Arnórs eru einnig margir af minnispening- um þeim, sem Anders Nyborg í Kaupmannahöfn hefir látið slá og gefur út. Peningarnir eru hannaðir af fremstu mynd- höggvurum Norðurlanda. Til dæmis hannaði Sigurjón Ólafs- son peningana eitt árið. Fyrsti peningurinn sem Anders Nyborg gaf út, eins og menn ef til vill muna, var Heimaeyjarpeningur- inn frá 1971. _ Arnór Hjálmarsson er hinn hressasti í dag. Ekur á sínum bíl um allt. Honum finnst sjálfum að myntsöfnunin hafi mikið hjálpað sér til að ná sér eftir áfallið. Myntsöfnunin er hans aðallyfseðill í endurhæfingunni. Erindi um skólamál í Norræna húsinu DR. philos. Edvard Befring. rekt- or Staten spesiallærerehögskole í Noregi flytur erindi í Norræna húsinu þriðjudaginn 9. scpt. n.k. kl. 20.30 á vegum Félags ís- lenskra sérkennara. Heiti erind- isins er: Skolen i SOara; utvikl- ingsbehov, utviklingsmuglighet- er. innhold. hjelpetiltak. lærerut- danning og forskning. Dr. Befring er meðal þekktustu brautryðjenda í skólamálum á Norðurlöndum af yngri kynslóð- inni. Hann hefur stjórnað um- fangsmiklum rannsóknum á vanda og viðhorfum æskufólks og á þeim vettvangi haft samvinnu við fólk sem fengist hefur við skóla og félagsfræðirannsóknir víða um lönd, m.a. á íslandi. Síðast liðin fimm ár hefur hann verið rektor Statens spesiallærer- högskole í Noregi, en þangað hefur fjöldi íslendinga sótt nám i sér- kennslufræðum. Árin þar á undan var dr. Befring prófessor í sálar- fræði við háskólann í Árósum í Danmörku. Dr. Befring hefur rit- að fjölda bóka og greina um rannsóknir sínar, svo og um al- menn skólamál, sérkennslumál, rannsóknarferðir og hagnýtingu niðurstaðnanna í uppeldisstarfinu — og síðast en ekki síst menntun skólastarfsliðs. Allt áhugafólk um uppeldis- og skólamál er velkomið í Norræna húsið á þriðjudaginn kl. 20.30. (Fréttatilkynning frá Fé- lagi islenzkra sérkennara).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.