Morgunblaðið - 06.09.1980, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1980
Starfsaldurslisti flugmaima
Greinargerð fyrir hönd flugmanna á F-27 og B-727
Eins og alþjóð er kunnugt standa
F’lugleiðir h/f nú frammi fyrir meiri
örðugleikum í flugrekstri sinum en
nokkru sinni fyrr. Stórfelldur sam-
dráttur blasir við og fjöldauppsagn-
ir hafa þegar átt sér stað. Þetta er
allt saman kunnara en svo að þörf
sé á að lýsa því frekar. En í öllu því
róti yfirlýsinga, umræðna og upp-
lýsinga, sem fram hafa komið í
fjölmiðlum undanfarið, stendur upp
úr eitt sérstakt mál, sem varðar
eina stétt félagsins, þ.e. flugmenn.
Hér ræðir um hinn margnefnda
starfsaldurslista flugmanna Flug-
leiða h/f.
Eins og flestum mun kunnugt þá
eru enn í gildi tveir starfsaldurslist-
ar flugmanna, annars vegar fyrr-
verandi Loftleiðaflugmanna og hins
vegar fyrrverandi flugmanna Flug-
félags Islands. Um þessa staðreynd
hefur verið fjallað í blöðum, útvarpi
og sjónvarpi undanfarið á þann hátt
að nánari skýringar eru óhjákvæmi-
legar.
Þessar ógöngur, sem Flugleiðir
hafa nú ratað í, snerta svo mjög
hagsmuni allra landsmanna að þeir
eiga skýlausa kröfu til þess að fá að
fylgjast með framgangi mála. Sú
einstæða ákvörðun Flugleiða að
segja upp öllu flugliði sínu hefur
eðlilega vakið upp ýmsar spurn-
ingar. Svar forráðamanna Flugleiða
við þessu er, að þar sem flugmenn
hafi ekki enn sameinaö starfsald-
urslista sína hafi þetta verið nauð-
synlegt. Nánari skýring þeirra er sú,
að upp gæti komið sú staða við
endurráðningu flugliða að vegna
ágreinings flugmanna legðist flug
niður og þá sætu þeir uppi með aðra
flugliða (þ.e. flugfreyjur og vél-
stjóra) á launum. Hér mætti nú
raunar spyrja, miðað við sömu rök,
af hverju öllu starfsliði Flugleiða
hafi þá ekki verið sagt upp. Þannig
er ágreiningur flugmanna um sam-
eiginlega lista sína gerður að höfuð-
ástæðu fyrir uppsögnum alls flug-
liðs. Það er að sjálfsögðu illt fyrir
flugmenn að liggja undir þessum
ámælum. Þá hefur forstjóri Flug-
leiða nú í sjónvarpsþætti nýverið
lýst því yfir, að það hafi verið
„kórvilla" hjá félaginu að gangast
ekki fyrir sameiningu þessara
tveggja starfsaldurslista þegar við
sameiningu Loftleiða og Flugfélags
Islands. I viðbót við þetta hefur
verið látið i það skína að þessi
sérstaki ágreiningur flugmanna
hafi að meira eða minna leyti verið
orsök þeirrar erfiðu stöðu sem
Flugleiðir eru í nú. Þetta er nátt-
úrulega eins og hver önnur bábilja.
Erfiðleikar Flugleiða eru af allt
öðrum toga spunnir. Það er vegna
stórkostlegra fjárhagsörðugleika í
rekstri á hinni svonefndu „Norður-
Atlantshafsleið" félagsins að nú er
komið í óefni. Og í þetta óefni hefði
alveg eins farið hvort sem þessir
tveir listar hefðu verið sameinaðir
eða ekki. Það er fyrst og fremst
vegna þeirra endurráðninga til fé-
lagsins, sem framundan eru, að nú
er nauðsynlegt, allrar sanngirni
vegna, að rifja upp fáeinar stað-
reyndir í sögu þessa starfsaldurs-
listamáls.
Þegar við sameiningu félaganna
tveggja í Flugleiðir kom fram sú
sjálfsagða hugmynd að sameina
starfsaldurslista flugmanna í einn.
Skýringin á því hvers vegna þetta
var þá ekki gert, og eins afstaða
forráðamanna Flugleiða til málsins,
skýrist bezt með tilvitnun í bréf til
FÍA dags. 16. marz 1978, þar sem
fyrst er fyrir alvöru farið fram á, að
flugmenn sameinuðust á einn lista.
Þar segir m.a.: „Þegar Flugfélag
íslands h/f og Loftleiðir h/f voru
sameinuð undir yfirstjórn Flugleiða
h/f árið 1973, var fyrirhugað að
flugfélögin störfuðu áfram, að
minnsta kosti fyrst um sinn, en að
Flugleiðir annaðist allan rekstur
þeirra annan en rekstur flugvél-
anna.
I ljósi þess var ákveðið að bjóða
starfsmönnum flugfélaganna, sem í
starfi voru hinn 31. júlí 1974,
ráðningu hjá Flugleiðum h/f frá 1.
ágúst 1974 að flugmðnnum undan-
skildum, sem teldust áfram starfs-
menn viðkomandi flugfélags. Var
það ágreiningslaust af hálfu beggja
aðilja, enda voru og eru enn í gildi
„starfsaldursreglur flugmanna
Flugfélags íslands h/f og Loftleiða
h/f“. Hefði hins vegar orðið af
ráðningu til Flugleiða h/f, hefði
nauðsyn borið til þess að samræma
reglur þessar, sem þótti viðurhluta-
meira mál en svo, að auðnast mætti
að leysa við sameiningu félaganna,
þótt um veigamikið sameiginlegt
hagsmunamál flugmanna og flugfé-
laganna væri að ræða, sem hlyti að
kalla á lausn, er fram liðu tímar" ...
„Stjórn Flugleiða h/f hefur því
ákveðið að frá og með 1. október
1978 taki Flugleiðir h/f við öllum
rekstri flugvéla Flugfélags íslands
h/f og Loftíeiða h/f, og að nú þegar
verði hafist handa um sameiningu
starfsaldurslista flugmanna, enda
verði öllum starfandi flugmönnum
beggja flugfélaganna gefinn kostur
á starfi hjá Flugleiðum h/f.“
Þessu bréfi Flugleiða svaraði FIA
19. marz 1978 þar sem þeir sam-
þykktu fyrir sitt leyti þær hug-
myndir sem fram komu í bréfi
Flugleiða frá 16. marz. 1. júní 1978
undirritaði FÍA kjarasamning við
Flugleiðir og var þá fyrrnefnd
afstaða FÍA til starfsaldurslista-
málsins óbreytt. 20. júní 1978 undir-
ritaði FLF (Félag Loftleiðaflug-
manna, en sem kunnugt er stofnuðu
þeir sitt eigið stéttarfélag á árinu
1976), kjarasamning við Flugleiðir,
en hafna hugmyndum um sameigin-
legan lista fyrir 1. október 1978,
enda lá þá fyrir, að keypt yrði DC-10
breiðþota sem afhendast átti í
byrjun ársins 1979.
Haustið 1978 fóru fram ýmsar
þreifingar um hvernig áhafnaskip-
an yrði á þessa DC-10 þotu sem
væntanleg var. Hefðu nú þessir
listar Fl-manna og LL-manna verið
sameinaðir fyrir 1. október 1978,
eins og FÍA var búið að samþykkja
að reyna að framkvæma, hefðu
ráðningar á vélina orðið þannig, að
af 18 flugmönnum hefðu 7 komið frá
Flugfélagi íslands og 11 frá Loft-
leiðum. Eftir miklar umræður og
þref kom að lokum þann 3. nóvem-
ber 1978 skriflegt tilboð til FÍA frá
svjórn Flugleiða um að áhafna-
skipan yrði 2 menn frá FÍ og 16 frá
LL, sem FIA samþykkti fyrir sitt
leyti. Enn höfnuðu LL-flugmenn og
kröfðust þess að fá allar stöður á
breiðþotuna og rökstuddu það með
því, að hér væri um að ræða flug á
þeirra hefðbundnu leiðum og þess
vegna ættu þeir óskoraðan rétt á
þessum stöðum.
Meðan stóð í þessu stappi, birtust
greinar í blöðum frá viðkomandi
aðilum og er ástæða til þess að rifja
upp ákveðin ummæli þeirra
LL-flugmanna af þessu tilefni. I
Morgunblaðinu 14. nóv. 1978 lýsa
LL-flugmenn yfir furðu sinni á því,
að stjórn Flugleiða hafi ákveðið að
fresta komu DC-10 vélarinnar
(vegna ágreinings um stöður á hana,
þ.e. 2 menn frá FÍ og 16 frá LL og 1
aðstoðarflugmanni LL boðin flug-
stjórastaða á F-27 innanlands sem
hann hafnaði) og segja að þeir hafi
gildandi kjarasamning til 1. febrúar
1980 og þeir: „telji ekki fært að tala
um sameiginlegan starfsaldurslista
fyrr en sá samningur rennur út“,
þ.e. 1. febrúar 1980!
Svo langt gengu þeir LL-menn í
Kjartan Norðdahl
þessu offorsi sínu gegn því að 2
menn frá Flugfélagi íslands fengju
stöður á „þeirra vél“ og á „þeirra
rútu“, að heldur en að láta sig og
opna þar með greiða leið til að leysa
starfsaldurslistamálið, neyddu þeir
stjórn Flugleiða til að fresta komu
vélarinnar um 2 mánuði svo að hún
sá sig tilneydda til að ráða erlenda
flugmenn, á hærri launum, til að
fljúga henni þennan tíma og auk
þess þurfti að hætta við þjálfunar-
námskeið sem búið var að ganga frá
erlendis. Og allt var þetta út af
þessum 2 mönnum, sem hefði samt
ekki leitt af sér stöðumissi hjá
neinum flugmanni. Það er annað en
nú er uppi á teningnum. Nú heyrast
raddir og sjást greinar, sem ekki
fjalla um 2 menn, heldur eru
nefndar tölur og aðferðir sem yrðu
til þess að næstum allir aðstoðar-
flugmenn frá Flugfélagi íslands,
fyrrverandi, misstu sína vinnu, eða
a.m.k. stór hluti þeirra. Ennfremur
lýsa þeir yfir í fyrrnefndri blaða-
grein viðhorfum sínum til innan-
landsflugsins, og hér er nauðsynlegt
að vekja alveg sérstaka athygli á
orðum þeirra vegna þeirra hug-
mynda, sem nú er farið að minnast
á í blöðum, sbr. forsíðufregn í
Tímanum 4/9 sl. „Á að þjálfa DC-8
flugmenn á F-27?“, en í grein þeirra
segir: „Félag Loftleiðaflugmanna
telur, að með því að bjóða einum
flugmanni DC-8 þotu að gerast
flugstjóri á Fokker-vél í innan-
landsflugi sé öryggi farþega stefnt
í hættu (leturbr. höf.), þar sem störf
á þessum tveimur flugvélategundum
eru svo ólík að forkastanlegt er að
blanda þeim saman. Flug innan-
lands krefst annars konar þekk-
ingar á veðri, staðháttum, tækjum
og hefði það í för með sér að teknir
yrðu óvanir menn í úthafsflug, en
flestir Loftleiðaflugmanna hafa 10,
15 og allt upp í 20 ára reynslu í
úthafsflugi. Töluverðan tíma tekur
fyrir mann, sem hefur e.t.v. 18 ára
reynslu í úthafsflugi, að venjast
flugi á Fokker-vél, allt að nokkrum
árum, og benda má á, að þar eru
fyrir yngstu menn í aðstoðarflug-
mannssæti og er því vafasamt að
bjóða farþegum upp á slíkt öryggis-
leysi“.
Næst gerist það í málínu, að 30.
des. 1978 berst FÍ A í hendur bréf frá
stjórn Flugleiða með yfirskriftinni
„Stefnuyfirlýsing Flugleiða um
framgang sameiginlegs starfsald-
urslista og nýrra starfsaldursreglna
flugmanna", og var þá svo komið að
stjórn Flugleiða hafði samþykkt
kröfur LL-manna um að fá allar
stöður á DC-10 þotu félagsins. Ekki
var þetta þó nóg, því sama daginn
(um kvöldið) berst í hendur FÍA
bréf frá stjórn Flugleiða og er þar
komin sama „stefnuyfirlýsing...“
en nú með handskrifuðum breyt-
ingartillögum LL-flugmanna inn á
plaggið! og þetta vottað af formanni
stjórnar Flugleiða.
Fyrir utan nú hvað þetta var
leiður framgangsmáti stjórnar
Flugleiða gagnvart FÍA, þá kom í
ljós, að aðalbreytingin sem þeir
LL-menn höfðu gert við „stefnuyf-
irlýsingu" Flugleiða var að setja
orðið „aðlögunartími", þannig að
orðalagið var nú: „Flugleiðir h/f
hafa markað hér með þá stefnu, að
lokið skuli við sameiningu starfsald-
urslista og gengið frá aðlögunar-
tíma og starfsaldursreglum fyrir 1.
okt. 1979“. Hugmynd LL-manna um
„aðlögunartíma" til fulls gildis
væntanlegs sameiginlegs starfsald-
urslista var öll á þá leið að tryggja
sér væntanlegar stöðuhækkanir
(vegna komu 1 eða jafnvel 2 DC-10
þotna), en jafnframt að lenda vægi-
lega í því kæmi til samdráttar. Það
ber að hafa í huga, að á þessum tíma
var mikið rætt um það að festa kaup
á annarri DC-10 þotu og sáu LL-
menn því í anda, að þeir fengju
einnig flestallar stöður á þá vél.
Þessi óbilgjarna framkoma þeirra
LL-manna og undanlátssemi stjórn-
ar Flugleiða við þá hafði nú gengið
svo langt, að FlA menn misstu
þolinmæðina og sögðust ekki hafa
áhuga á að ræða um þennan lista í
náinni framtíð. Þannig urðu mála-
Dr. Magni Guðmundsson:
Raunvextir kalla
á raungengi
Ég hefi á liðnum árum skrifað
talsvert í Morgunblaðið um pen-
ingamál og jafnframt vikið að
þeim málum í að minnsta kosti
tveim útvarpsþáttum. Með þessári
stuttu grein hyggst ég slá botninn
í þau skrif, nema alveg sérstakt
tilefni gefist.
Gagnrýni mín á meðferð vaxta-
mála síðan á miðju ári 1977 hefir
reynzt rétt, enda hefir svo farið
um verðlagsþróun sem ég ætlaði.
Þarf í rauninni ekki frekar vitn-
anna við.
Nú er ekki svo að skilja, að ég sé
andvígur raunvöxtum sem slíkum.
Árangur er að öllu leyti undir
framkvæmdinni kominn. Þannig
hefi ég margsinnis bent á það, að
um tvo kosti er að velja aðeins: að
verðtryggja allt eða ekkert. Eðli-
legustu viðbrögðin gagnvart óða-
verðbólgu, eins og hér hefir geisað,
er að hamla gegn hækkunum á
öllum sviðum tekjumyndunar og
beita jafnframt aðhaldi í ríkis-
útgjöldum og peningaframboði.
Framboð peninga er unnt að hefta
með ýmsum aðgerðum öðrum en
vaxtahækkunum.
Ef þetta viðnám bregst, er hinn
kosturinn að draga úr verstu
ágöllum verðbólgunnar, ranglæt-
inu og tekjumisræminu, sem hún
skapar. Það verður einungis gert
með alhliða verðstuðla- og verð-
bótakerfi, sem tryggir, að enginn
tapi á verðbólgunni og enginn
græði á henni. Mætti þá halda, að
verðbólgan tæki að réna, þegar
einstakir hópar hafa ekki lengur
hag af viðhaldi hennar. Reynslan
er þó ekki á þá lund. Þannig var
verðbólga t.d., þegar síðast fréttist
(júní/ 1980), rétt við 100% —
mörkin í Brazilíu, sem hefir haft
slíkt kerfi í nál. hálfan annan
áratug.
Ef á hinn bógin tekinn er út
einn þáttur, verðtrygging fjár-
skuldbindinga, og reynt að halda
öðrum niðri, svo sem vinnulaunum
og gengi, byrja erfiðleikarnir fyrir
alvöru. Það er þessi leið, sem við
höfum farið. Hún á sök á falli
síðustu þriggja ríkisstjórna og
mun, nema breyting verði, koma
þeirri, er nú situr, í sams konar
klípu. Lítum á þetta nokkru nán-
ar.
Vitað er, að sjávarútvegur, veið-
ar og vinnsla, sem hagkerfi okkar
bókstaflega hvílir á, er fjármagns-
frekur. Vaxtapósturinn í þeim
rekstri er gjarnan þyngri en sjálft
kaupgjaldið. Þegar vextir eru
hækkaðir í takt við verðbólgu,
segjum um 5—10 prósentustig,
gerir fjárþröng óðar vart við sig.
Hún verður mjög tilfinnanleg, ef
afurðir seljast treglega og birgðir
hlaðast upp. Þegar vextir, sem
fylgja verðbólgu, eru komnir á
bilið 50—70% á ári, liggur í
augum uppi, hvílík eignaskerðing
er samfara langtíma birgðahaldi.
Einnig er ljóst, hversu erfitt er
fyrir bátaflota og frystihús með
slíkan kostnaðarbagga að keppa
við aðrar þjóðir, svo sem Norð-
menn og Kanadamenn, sem njóta
8—12% vaxta. Hverr.ig geta þessi
fyrirtæki rétt úr kútnum? Þau
geta ekki hækkað verð eða á neinn
hátt ráðið verði framleiðsluvör-
unnar, því að það ákvarðast af
markaðsöflum erlendis. Eina að-
ferðin, sem megnar að forða þeim
frá gjaldþroti, er að lækka gengið,
láta þeim í té fleiri krónur fyrir
hverja einingu í útlendri mynt,
sem þau fá fyrir seldar afurðir, —
fleiri krónur til að borga hina háu
vexti og kostnaðarauka, sem fer í
kjölfarið. Ef slík gengisleiðrétting
er ekki framkvæmd með reglulegu
millibili, mánaðarlega eða a.m.k.
ársfjórðungslega (nema gengissigi
sé beitt), er sjávarútvegur og
önnur útflutningsframleiðsla sett í
spennitreyju. Rekstrarerfiðleikar
segja fljótt til sín á fleiri sviðum.
Svonefnd Ólafslög mæla svo
fyrir, að vanda lántakenda skuli
leysa með því að veita þeim meiri
lán til lengri tíma, en það eykur
peningaframboðið, sem er olía á
eld óðaverðbólgu. Það var m.a.
þess vegna, sem ég hefi lagt til, að
lög þessi verði afnumin, en fá-
sinna er að kenna þau við nafn
eins manns.
Hvernig kemur gengislækkun
eða gengissig við hinn almenna
launþega? Verð innfluttra vara
hækkar, og framfærslukostnaður
eykst. Þegar við bætist aukin
vaxtabyrði launþegans af íbúðar-
lánum, þrengist hagur hans enn
frekar og til muna. Svar hans er
krafa um hærra kaupgjald. Hann
vill halda í horfinu. Okyrrð verður
á vinnumarkaðinum og átök við
ríkisstjórn. Við vitum, hvernig
þeim átökum hefir lyktað.
Hvað þá um sparifjáreigendur,
hafa þeir hagnazt á vaxtahækkun-
unum? Nei, gjaldmiðillinn hefir
ævinlega verið þynntur út að
sama skapi með gengissigi og/ eða
beinum gengislækkunum ásamt
þeim vöruverðs- og kaupgjalds-
hækkunum, er jafnan fylgja geng-
isbreytingunum. Hagur sparifjár-
eigenda er nú verri en nokkru
sinni.
Það getur verið, að ýmsir hag-
fræðingar skilji þetta ekki og e.t.v.
ekki heldur sumir lögfræðingar
eða endurskoðendur, en allur al-
Dr. Magni Guðmundsson.
menningur skilur þetta ofur vel —
og þó allra bezt þeir, sem hafa
atvinnurekstur með höndum.
Bandaríkin og Kanada ráku sig
á þá óþægilegu staðreynd í vaxta-
skrúfu 1979, að verðbólgustig fylgdi
skrúfunni fast á eftir. En þessar
þjóðir voru fljótar að snúa við
blaðinu á þessu ári. Þær eru
minnugar þess, að á 7. áratugnum,
þegar almennt los varð á vöxtum,
breyttust tímabundnar hagsveifl-
ur í króníska verðbólgu á vestur-
löndum.
Sumir, er skrifa um vaxtamál
meira af kappi en forsjá, gæla
talsvert við raunvaxtahugtakið,
eins og þeir hafi fundið eitthvað
nýtt, einhvern sannleika eða for-
múlu, er leyst geti efnahagsvand-
ann. Þeir vilja skyndihækka vexti
upp fyrir verðbólguna, enda þótt
slíkt kalli yfir okkur rekstrarstöðv-
anir, greiðsluþrot almennings og
hrun, sem öll fjármála-pólitík