Morgunblaðið - 06.09.1980, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1980
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280
kr. eintakiö.
Skothendur bún-
aðarbálkur —
eða rétt kveðinn?
Niðurstöður aðalfundar Stéttarsambands bænda eru
enn eitt dæmið um það, hversu mikill kvíði og óhugur
hefur búið um sig í atvinnustéttunum út af ástandinu í
landinu. Þótt ekki sé farið nema eitt ár aftur í tímann,
rifjast upp, að þá var höfð í frammi hávær kröfugerð um
sérstaka fjármagnsútvegun af hálfu bændasamtakanna,
sem orðið var við seint og um síðir og kom ekki nema að
takmörkuðu gagni fyrir vikið. Og fyrir kosningarnar
þóttust þeir aðilar, sem nú fara með völd í landinu, vilja
koma til móts við sjónarmið bænda með margvíslegum
hætti. Ofan í þetta er niðurstaða stéttarsambandsfundar-
ins sú, að aðstæður séu þannig, að rétt sé að bændur taki
á sig verulega tekjuskerðingu umfram aðrar stéttir í
landinu. Stefáni Valgeirssyni hefði þess vegna verið
óhætt að fara til Rússlands, að framganga hans markaði
engin spor á stéttarsambandsfundinum, svo að vitað sé.
I sambandi við afurðamál bænda er að sjálfsögðu
óhjákvæmilegt að grípa til aðgerða, sem draga úr
offramleiðslunni, sem verið hefur. Þessi offramleiðsla
bitnar á bændum með enn meiri þunga en ella vegna
þeirra gífurlegu kostnaðarhækkana, sem á tveim sl. árum
hafa orðið umfram tekjuaukningu af útflutningnum í
krónum talið. Þetta má rekja til rangrar stefnu
stjórnvalda í atvinnumálum. Hún hefur m.a. leitt til þess,
að ullar- og skinnaiðnaðurinn býr nú við háskalega
mikinn og langvarandi hallarekstur, sem hefur þegar
valdið samdrætti í vöruframboði á mörkuðum okkar
erlendis og er ósamrýmanlegur því markmiði að halda í
horfinu eða jafnvel auka sauðfjárbúskapinn. Til viðbótar
þessu hefur svo orðið tilfinnanlegur samdráttur á
mikilvægasta markaði okkar fyrir unnar mjólkurvörur,
ostamarkaðinum í Bandaríkjunum, fyrir ófyrirgefanlega
handvömm stjórnvalda. Meðan þannig er haldið á málum
felst ekki mikið fyrirheit í loforðum um nýtt átak í
sölumálum landbúnaðarins erlendis.
Seinlætið í útreikningi kvótakerfisins og hinn skyndi-
legi og óhæfilega hái fóðurbætisskattur valda margvís-
legum erfiðleikum í framleiðslumálum landbúnaðarins og
leggja á hluta bændastéttarinnar tilfinnanlegar byrðar,
sem hún átti ekki von á og gat þess vegna ekki búið sig
undir að mæta. Slík happa- og glappaaðferð í framleiðslu-
málum eins af undirstöðuatvinnuvegunum hlýtur að leiða
til ófarnaðar. Nú er þýðingarmikið að með jákvæðum
hætti verði mörkuð stefna í málefnum landbúnaðarins
sem öðrum atvinnumálum. Með framsýni og dirfsku
verður að snúa undanhaldinu upp í sókn — marka nýjum
hliðargreinum í landbúnaðinum eðlilegan farveg og taka
á í fiskeldismálunum. Þar hefur skammsýni og þráhyggja
um of ráðið ferðinni. Tal um sjálfstæði íslenzkrar
bændastéttar og ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir
röskun byggðar er út í hött, nema fjárhagslegur
grundvöllur landbúnaðarins sem atvinnugreinar verði
tryggður og bændur geti skipulagt rekstur sinn fram í
tímann. Þeir hafa nú orðið að þola tíð ráðherraskipti í
landbúnaðarráðuneytinu, sem hefur þýtt kúvendingu í
afurðamálunum með margvíslegu tjóni og sóun. Eins og
nú standa sakir ríður á mestu að stefnan sé mörkuð og
henni síðan fylgt fram undanbragðalaust af stjórnvöldum
og forystumönnum bænda. Erfiðleikarnir eru ærnir fyrir
og vegið hefur verið að efnalegu sjálfstæði bænda, a.m.k.
þeirra sem bjuggu sig undir að taka á sig þá
framleiðsluskerðingu, sem af kvótakerfinu leiddi. Ofan á
hana kom 200% fóðurbætisskatturinn sem reiðarslag
fyrir þessa bændur. Kerfi á að vera til fyrir fólkið, en
fólkið ekki fyrir kerfið. Þetta á ekki síður við um bændur
en aðra þjóðfélagsþegna.
Septem’80:
Karl, Guömunda, Jóhannea, Þorvaldur, Kristján og Valtýr. Blm. fékk ekki að vera með á myndinni — en
þarna er taskan hans.
ÞAD ER I dag sem Septem ’80 opnar sýningu að
Kjarvalsstööum. Þau Guðmunda Andrésdóttir, Jóhann-
es Jóhannesson, Karl Kvaran, Kristján Davíðsson,
Sigurjón Ólafsson og Valtýr Pétursson boðuðu til
blaöamannafundar í gær.
Þegar blm. kom í Kjarvalssal, sátu hópmeðlimir við
hringborð og drukku viskí. Þeir sögðu að tveir
blaöamenn væru ný farnir, tveir væntanlegir og svo væri
ég kominn. Þeir reistu sig í sætunum og sögðu: Spurðu
nú. En ég sagðist ekkert vilja spyrja, ég væri hreint ekki
tímabundinn og ætlaði að sitja hjá þeim. Ekki voru þeir
ánægöir meö þaö.
Langlífur hópurinn
Það var Valtýr Pétursson,
sem átti að hafa orð fyrir
hópnum. Hann byrjaði á að
tilkynna aö Sigurjón Ólafsson
væri upptekinn þessa stundina í
sinni vinnustofu í Laugarnesi.
Nú komu blaöamaöur og
blaöakona, og þau tóku að
spyrja: Hvað eru verkin mörg á
þessari sýningu? Hvaö er það
sem heldur ykkur saman?
Hvernig tengist þessi hópur
gömlu september-sýningunum?
Og Valtýr svaraöi: Þaö eru 60
olíumálverk og 5 skúlptúrverk á
þessari sýningu. Ja, hvaö heldur
okkur saman, þaö má fjandinn
vita.' Nei, þaö er ekki rétt aö
blanda þessu saman, gömlu
september-sýningunum og
þessum hópi okkar. Þetta er
tvennt ólíkt. Öll sýndum viö
einhvern tímann á september-
sýningum í gamla daga. En
þetta eru ný samtök, sem hafa
lifaö sjö ár og þaö kallast
langlífi í þessum bransa.
Þá vildi blaðakonan fá aö vita
hvort þessi hópur geröi eitthvað
fleira í félagi, en aö halda þessa
sýningu. — Nei, viö förum ekki
á fyllerí saman, ef þú átt við
það, en við erum allir góökunn-
ingjar.
Vinarbragöið ...
Og fyrst Valtýr minnist á
góðkunningja, notaöi Kristján
tækifæriö og sló hann um 10
þúsund kall. — Ég fór heiman-
að frá mér í morgun meö tíu
þúsund kall í vasanum, svo lenti
ég í því að hitta mann, sem ég
haföi ekki hitt lengi, og hann sló
mig um 10 þúsund krónur og ég
gat ekki annaö en lánað mann-
inum slíkt smáræöi. — Þetta er
nú heimsmet, sagði Valtýr og
baðaði út höndunum, að slá
mig þegar svona stendur á. Þaö
færi út um alla landsbyggð ef ég
ekki lánaði þér, sagði hann og
Kristján fékk 10 þúsund krónur.
Valtýr skammaður
En viö vorum aö tala um
sýninguna. Steinþór Sigurösson
sýnir ekki í þetta sinn. En fyrir
alla muni, nefniö þaö ekki, þaö
gæti litið þannig út, sem þaö
væri eitthvert aðalatriði aö einn
okkar vantaöi. Já, þetta er
sjöunda sýning hópsins. Við
höfum áöur verið í Norræna
húsinu, en okkur var í fyrra
boðið aö sýna hér og þáöum viö
þaö. Það mætti koma fram, að
Nýtt fyrirkomulag á
Kastljósi sjónvarps
NOKKRAR breytingar eru
fyrirhugaðar á starfsemi
frétta- og fræðsludeildar sjón-
varpsins i vetur. Á fundi út-
varpsráðs í gær var gengið frá
vetrardagskrá sjónvarpsins og
hefst hún í byrjun október.
Þær breytingar eru helstar
varðandi frétta- og fræðslu-
efni, að fréttaskýringaþættirn-
ir Kastljós og Umheimurinn
verða lagðir niður í núverandi
mynd. I staðinn verður einn
fréttaskýringaþáttur á föstu-
dagskvöldum, með blöndu af
innlendu og erlendu efni. Það
verður nokkurs konar „frétta-
magasín" í umsjón tveggja
fréttamanna, eins fréttamanns
í erlendum fréttum og eins
fréttamanns í innlendum
fréttum hverju sinni. Ekki er
búið að velja þessum nýja
þætti nafn.
Þá verður tekinn upp sér-
stakur kynningar- og upplýs-
ingaþáttur á föstudögum þar
sem tíundaðir verða með
ljósmyndum og fréttaklausum
þeir viðburðir, sem á döfinni
verða hverju sinni. Sá þáttur
gæti fengið heitið „Atburðir
vikunnar framundan" eða „Um
helgina". Þarna verður meðal
annars sagt frá tónleikum,
myndlistar- og leiklistarsýn-
ingum. Þessum þætti er ekki
ætlað að koma inn á verksvið
Vöku, heldur verður alhliða
kynningarþáttur.
Ekki eru fyrirhugaðar
breytingar á íþróttaþættinum
né heldur á þættinum Nýjasta
tækni og vísindi, en þó verður
lögð meiri áhersla á innlent
efni í síðarnefnda þættinum.
Nýr fræðsluþáttur um mynd-
list mun og hefja göngu sína í