Morgunblaðið - 06.09.1980, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1980
íþróttaráð Reykjavikur:
Þörf verður fyrir allt
svæðið í Laugardal fyrir
íþróttir og útivist
ÍÞRÓTTARÁÐ Reykjavikur sam-
þykkti á fundi sinum á fimmtu-
datcinn, aA heina því til borKaryf-
irvalda að við skipulaifsvinnu og
fyrirhugaða endurskuðun á áætl-
un um umhverfi oj? útivist, yrði
haft í huga að þðrf er á öllu
svæðinu i LauKardal fyrir iþrótt-
ir og útiveru i framtiðinni. Að
þessari samþykkt stóð meirihluti
iþróttaráðs, fulltrúar Sjálfstæðis-
flokks og Aiþýðubandalags, þeir
Sveinn Björnsson, Júlíus Haf-
stein og Gísli Þ. Sigurðsson. —
Hjá sátu hins vegar fulltrúar
Alþýðuflokks og Framsóknar-
flokks, þeir Sigurður Jónsson og
Eiríkur Tómasson.
Ályktunin sem samþykkt var,
og gerð er í tilefni áfangaskýrslu
samstarfsnefndar um „Líf í borg“
er svohljóðandi:
Um nokkurn tíma hafa tillögur
samstarfsnefndar íþróttaráðs,
æskulýðsráðs og umhverfismála-
ráðs um nýtingu Laugardals legiö
frammi í íþróttaráði. I tillögunum
kemur fram m.a. að „samstarfs-
nefndin telur augljóst að þörf
verði fyrir allt svæðið í framtíð-
inni til íþrótta- og útivistarat-
hafna í framhaldi af því sem
þegar er í áætlun" og er minnst á
ýmis slík verkefni.
íþróttaráð fellst á tillögur
nefndarinnar og óskar eftir að
þær verði teknar til greina við
skipulagsvinnu og fyrirhugaða
endurskoðun á áætlun um um-
hverfi og útivist."
Tillagan var samþykkt með 3
atkvæðum, hjá sátu þeir Eiríkur
Tómasson og Sigurður Jónsson,
sem lögðu fram svohljóðandi bók-
un:
„Við undirritaðir erum ekki
reiðubúnir til þess að taka afstöðu
til tillögunnar fyrr en fyrir liggja
ákveðnar tillöguteikningar um
annars vegar íþrótta- og útivistar-
aðstöðu í Laugardal og hins vegar
íbúðarbyggð í austurhluta Laug-
ardals."
Sendiherrahjónin í hópi gesta í sendiráðsbústaðnum 17. júní sl.
Islenzkur barnaskóli starfræktur í London:
Fréttapistill frá íslend-
ingafélaginu í London
í FRÉTTAPISTLI frá íslend-
ingafélaginu í Lundúnum segir
að bækistöðvar íslenzka barna-
skólans verði fluttar úr húsnæði
Flugleiða í september nk. „Jó-
hann Sigurðsson, forstjóri Flug-
leiða í London, veitti íslendinga-
félaginu leyfi til að nota húsnæði
í kjallara Flugleiða i Grosvenor
Street, London um óákveðinn
tíma og þar hefur kennsla farið
fram frá því að skólinn var
stofnaður í janúar 1979.
Nú hefur frú Ólöf Pálsdóttir,
myndhöggvari og sendiherrafrú í
London leyft félaginu afnot af
húsnæði í sendiherrabústaðnum í
101 Park Street, að fengnu sam-
þykki sendiherra, Sigurðar
Bjarnasonar, á meðan þau hjón
dveljast í London, fyrir skólann og
bókasafn barnanna. En bókasafn-
ið var stofnað fyrir rúmu ári síðan
í minningu Einars Vésteins Val-
garðssonar. Frú Ólöf hefur sýnt
skólanum mikinn áhuga allt frá
byrjun og opnar þetta boð hennar
nýja möguleika, þar sem hingað
til hefur ekki verið aðstaða fyrir
bókasafnið. Áætlað var í byrjun
að það yrði staðsett í skólanum og
því gert aðgengilegt fyrir nemend-
ur og foreldra þeirra.
Skólinn byrjar sunnudaginn 14.
september nk. og hefst eins og að
venju kl. 10.30 f.h. Kennslu lýkur
kl. 12.30. Sigurborg Ragnarsdóttir
er ráðin kennari frá síðastliðnu
hausti. 12—15 börn sækja tímana
að jafnaði, en aðstaða er einnig
fyrir foreldra til að sitja og
spjalla, meðan á kennslu stendur
og einnig aðstaða fyrir yngstu
börnin til að föndra og leika sér.
Skólinn er opinn fyrir alla, sem
áhuga hafa á að viðhalda íslenzku-
kunnáttu barna sinn. Mennta-
málaráð íslands veitir nú styrk til
skólans, en hann felst í kennslu-
bókum og fjárstyrk til greiðslu á
kennslu.
Þjóðhátíðardagurinn var hald-
inn hátíðlegur 15. júní, með úti-
skemmtun með svipuðum hætti og
í fyrra, og var aðsókn mjög góð.
Sendiherrahjónin, Sigurður
Bjarnason og Ólöf Pálsdóttir,
höfðu opið hús fyrir íslendinga og
gesti þeirra 17. júní, eins og
undanfarin ár, þrátt fyrir að þessi
siður hafi nú verið lagður niður í
flestum íslenzkum sendiráðum.
Fjölmennt var og vel veitt eins og
að venju."
Jónína Ólafsdóttir, formaður ís-
lendingafélagsins.
Fyrsta dansk/íslenska Lingua-
phone tungumálanámskeiðið
Á NORRÆNA málaárinu, skóla-
árinu 1980—1981, hefur Linguap-
hone Institute gefið út dansk/
íslenskt tungumálanámskeið. Er
-það unnið í samráði við Hljóð-
færahús Reykjavíkur, umboðsað-
ila Linguaphone á íslandi. Nám-
skeiðinu fylgir handbók á íslensku
með nákvæmum skýringum við
hvern kafla, málfræðiágripi,
dansk/íslensku orðasafni o.fl. Is-
lenska handbókin er unnin af
Jónasi Eysteinssyni og Sölva
Eysteinssyni, en ráðgjöf um ís-
lensku gerðina veitti Hjálmar
Ólafsson.
Hin 35 mismunandi tungumál
sem fáanleg eru á Linguaphone
námskeiðunum hafa hingað til
einkum verið seld hérlendis með
dönskum og enskum skýringar-
texta. Tilkoma dansk/íslenska
námskeiðsins færir íslendingum
hins vegar fyrsta „íslenska"
Linguaphone námskeiðið og er
vonast til þess að það opni enn
fleirum leið til aukinnar norrænn-
ar málakunnáttu.
Linguaphone tungumálanám-
skeiðin hafa verið í stöðugri þróun
s.l. 60 ár. Talið er að fjöldi
nemenda sé nú kominn yfir fjórar
milljónir alls staðar að úr heimin-
um. Námskeiðin byggjast upp á
samverkandi þjálfun heyrnar- og
sjónminnis, texti er leikinn af
hljómplötum eða segulbandsspól-
um (kassettum) um leið og fylgst
er með í textabók. Ýmsar æfingar
ásamt málfræðiágripi o.fl. byggja
síðan upp talgetuna. Má í raun
segja að Linguaphone námskeiðin
bygist upp á sömu aðferð og
ungbörn nota er þau iæra móð-
urmálið, þ.e. að hlusta fyrst... og
herma svo eftir.
Frá messu ortodoxra, sem sögð er vera fögur og hátiðleg.
Ortodox messa í Dóm-
kirkjunni á morgun
FYRSTA ortodoxa messan hérlend-
is verður haldin i Dómkirkjunni i
Reykjavik á morgun kl. 13:30.
Syngja þá ortodoxir prestar frá
Austur-Evrópulöndum messu. sem
kennd er við heilagan Jóhannes
Chrysostomus, en i frétt frá frétta-
fulltrúa biskups segir, að messan
innihaldi annars konar söng og
atferli, en menn eigi að venjast við
siðdegismessur Dómkirkjunnar.
Ortodoxir kirkjuleiðtogar, sem
koma til landsins í dag, halda í
næstu viku fundi í Skálholti til að
undirbúa viðræður sínar við lút-
erska kirkjuleiðtoga. í messunni
prédikar Metropolitan Emilianos og
fjallar hann um trú og hefð orto-
doxra og verður kirkjugestum boðið
upp á lesefni við kirkjudyr til
útskýringar, en ortodoxir hafa sagt
að íslendingar gætu fengið nokkra
innsýn inn í hefð og siði ortodoxu
kirkjunnar. Sem fyrr segir hefst
messan kl. 13:30 og stendur í um það
bil tvo tíma.
Hið nýja dansk/islenska tungumálanámskeið sem Hljóðfærahús
Reykjavikur býður nú upp á.
• «•••»«■«• « • ■••■-•■*•• ■»•■•■■• *»•»»-»*« ••«••* • » * « ■