Morgunblaðið - 06.09.1980, Side 33
HVAÐ ER AD GERAST UM HELGINA?
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1980
33
Björn Birnir á Kjarvalsstöðum:
Síðasta sýn-
ingarhelgin
BJÓRN BIRNIR sýnir um þessar mundir tæplega 60 verk, teikningar,
kol- og akrílmyndir, í vestursal Kjarvalsstaða. Sýningin stendur fram á
þriðjudagskvöld.
Björn hefur áður haldið einkasýningar í Norræna húsinu 1977,
Chicago I.V. 1979, Davenport Iowa 1979, auk þess sem hann hefur sýnt
víðs vegar í Kanada. Hann stundaði nám í Myndlista- og handíðaskólan-
um 1949—52. Lauk prófi í skeytilist og skiltagerð frá Bergenholts
Dekorations Fagskole í Danmörku 1955 og prófi í fjarvíddar-, flatar- og
rúmteikningu við Indendors Arkitekt Akademie. Árið 1979 lauk hann
svo MS-prófi við Indiana State University í Terrehaute.
— Já, það hefur vissulega orðið mikil breyting hjá mér síðan ég sýndi
í Norræna húsinu 1977, sagði Björn Birnir við blm. Mbl. —
Umhverfisbreytingin hefur haft sín áhrif. Ég veit ekki hvort sjá má
áhrif bandarískrar málaralistar í verkum mínum, en hitt fer ekki á milli
mála, að umhverfið setur sitt mark á það sem maður fæst við. Ég var
þarna í Terrehaute í Indiana í svokölluðum Graduate School, sem er
nokkurs konar framhaldsskóli eftir háskólanám. Þar líta prófessorarnir
til manns með ákveðnu millibili, gefa manni einkunn og eru til
ráðgjafar. Og þess er vel gætt, að maður hafi allt til alls. Aðstaðan
þarna var frábær og kennslan einnig, og dvölin þarna var mér afar
mikils virði.
— Um stíltegundir get ég aðeins sagt það, að ég er engri þeirra
trúlofaður, en hyllist til að mála afstrakt í olíu og akríl, en fígúratíft
þegar ég teikna eða mála í vatnslit, sagði Björn að lokum.
Sýningin er opin daglega frá kl. 14—22 fram á þriðjudagskvöld 9.
september.
Útbreiðslunefnd Fyrsta ráðs málfreyja á íslandi
Björn Birnir við eitt verka sinna á sýningunni i vestursal
Kjarvalsstaða.
Bíóin um helgina
Tónabíó sýnir myndina Hnefinn (F.I.S.T.), sem byggð er á ævi eins
voldugasta verkalýðsforingja Bandaríkjanna. í aðalhlutverkum eru
Sylvester Stallone, Rod Steiger og Peter Boyle.
Laugarásbíó hefur nýhafið sýningar á rokkmyndinni American Hot
Wax. í aðalhlutverkum Tim Mclntire, Chuck Berry og Jerry Lee Lewis.
Gamla bíó sýnir nýja ensk-bandaríska mynd, International Velvet.
Aðalhlutverk leika Tatum O’Neal, Christopher Plummer og Nanette
Newman.
Stjörnubíó sýnir myndina Löggan bregður á leik (Hot Stuff), sem fjallar
í léttum dúr um nokkuð óvenjulegar aðferðir lögreglunnar við að
handsama fanga. Aðalhlutverk: Dom DeLuise, Jerry Reed, Luis Avlos og
Suzanne Pleshette.
Hafnarfjarðarbió sýnir í dag myndina Ævíntýrið í orlofsbúðunum með
Robin Askwith og á morgun, sunnudag, Skot í myrkri, Clouseau-mynd
með Peter Sellers.
Bæjarbió sýnir myndina Rothöggið, gamansama mynd um einkaspæj-
ara.
Austurbæjarbíó sýnir nýja bandaríska gamanmynd, Frisco Kid.
Aðalhlutverk leika Gene Wilder og Harrison Ford.
Háskólabíó sýnir nýja bandaríska stórmynd, Flóttinn frá Alcatraz. í
aðalhlutverkum eru Clint Eastwood, Patrick McGoohan og Roberts
Blossoin.
Hafnarbió sýnir myndina Undrin í Amityville, bandaríska hrollvekju
með Rod Steiger og James Brolin.
Nýja bíó sýnir Óskarsverðlaunamyndina A Triumph, með Sally Field í
aðalhlutverki. Myndin fjallar um baráttu starfsmanna í dúkaverksmiðju
í einu Suðurríkja Bandaríkjanna fyrir stofnun félags eða samtaka til að
ná fram kjarabótum.
Regnboginn. Salur A: Sólarlandaferð, ný sænsk gamanmynd. Salur B:
The Reivers, ævintýramynd í gamansömum dúr með Steve McQueen.
Salur C: Vesalingarnir, Les Miserables, byggð á sögu Victor Hugo.
Aðalhlutverk: Anthony Perkins og Richard Jordan. Salur D: Fæða
guðanna, byggð á sögu H.G. Wells. Aðalhlutverk Majore Gornter,
Pamela Franklin og Ida Lupino.
Borgarbíó sýnir myndina Óður ástarinnar (Melody in Love). Leikstjóri
Franz X. Lederle. Tónlist Gerhard Heinz. Aðalhlutverk Melody Bryan,
Sascha Hehn og Claudine Bird.
útbreiðslustarfið mun auðveldara'.
Væntanlega verða fleiri kynn-
ingarfundir haldnir úti á lands-
byggðinni á næstunni.
Á þessu ári eru liðin 7 ár frá
stofnun fyrstu málfreyjudeildar-
innar, Keflavíkurdeildarinnar. Nú
eru starfandi tvær deildir í Kefla-
vík, ein í Hafnarfirði og þrjár í
Reykjavík.
Markmið samtakanna er að
stuðla að frjálsum og fordóma-
lausum umræðum á hvaða sviði
mannlífsins sem er. Mikil áhersla
er lögð á tjáningu, en í því felst
æfing í að semja ræður og flytja,
eða taka til máls á opinberum
vettvangi. Annar liður er fundar-
stjórn og fundarsköp, samstarfs-
hæfni og því að þjálfa forystu-
hæfileika.
Fundurinn á Rein er haldinn til
að kynna tilgang og starfsemi
Alþjóða málfreyjudeilda (Inter-
national Toastmistress’ Club).
Boðið verður upp á kaffi og er
öllum heimill aðgangur.
Mdlfreyjur kynna
starfsemi sína
í DAG kl. 14.00 hefst kynningar-
fundur Málfreyjufélagsins í fé:
lagsheimilinu Rein á Akranesi. í
fréttatilkynningu frá félaginu seg-
ir:
„Samtökin hafa nú gefið út
handbók á íslensku og gerir það
Frá sýningu Septem '80.
Ljósin. RAX.
Myndlist:
Septem ’80 á Kjarvalsstöðum
í DAG kl. 14.00 verður opnuð
á Kjarvalsstöðum sýningin
Septem ’80. Er þetta sjöunda
sýning Septem-hópsins svo-
kallaða, þeirra Guðmundu
Andrésdóttur, Jóhannesar
Jóhannessonar, Karls Kvar-
ans, Kristjáns Davíðssonar,
Sigurjóns Ólafssonar, Valtýs
Péturssonar og Þorvalds
Skúlasonar, en Steinþór Sig-
urðsson, sem hefur sýnt með
hópnum, er ekki með að
þessu sinni.
Á sýningunni eru 60 olíu-
málverk og 5 skúlptúrverk.
Til greina getur komið að
sýningin verði sett upp í
Gallerí Háhóli á Akureyri, er
sýningartíma lýkur á Kjar-
valsstöðum, 21. september.
Sjá nánar um sýninguna á
miðonnu Mhl.