Morgunblaðið - 06.09.1980, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1980
Sigurður Gunnars-
son Minningarorð
Fa'ddur 27. nóvcmlx'r 1919.
Dáinn 2. ágúst 1980.
Þriðjudaginn 12. águst var Sig-
urður Gunnarsson til moldar bor-
inn. Hafði hann átt við veikindi að
stríða en ekki óraði okkur fyrir því
að hann ætti svo skammt eftir
ólifað.
Sigurður fæddist þann 27. nóv-
ember árið 1919 að Einarsstöðum í
Núpasveit, N-Þingeyjarsýslu. For-
eldrar hans voru Gunnar Sigurðs-
son bóndi á Einarsstöðum og kona
hans, Sigurlaug Halldórsdóttir.
Þau eru bæði iátin; Sigurlaug lést
árið 1942 og Gunnar árið 1973.
Eignuðust þau þrjú börn: Hólm-
fríði, Haildór og Sigurð. Hólmfríð-
ur do mjög ung að aldri. Halldór
kvæntist Jónönnu S. Ingi-
marsdóttur og búa þau að Ási, rétt
hjá Kópaskeri.
Árið 1939 fluttist Siggi frá
Einarsstöðum til Þórshafnar og
bjó hann þar í fjögur ár. Síðan lá
leið hans til Reykjavíkur. Fyrstu
árin þar fékkst hann við húsa-
smíðar og að því búnu tók hann að
aka leigubíl fyrir Bifreiðastöð
Hreyfils. Stundaði hann það starf
um 15 ára skeið. Árin þar á eftir
var hann á sjó, fyrst vann hann
hjá Landhelgisgæsiunni og síðar
hjá Hafskip hf. Síðan réðist hann
til Almenna bókafélagsins og nú
+
Maöurinn minn,
SIGURSTEINN GUÐJÓNSSON,
Laugarnesvegi 108,
tézt ( Borgarspítalanum 4. þ.m.
Fyrir hönd barna minna, og tengdabarna.
Sigurbjörg Marteinsdóttir.
t
Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma
BRYNDÍS HELGADÓTTIR
Ljósheimum 6
andaöist aö morgni 5. september.
Halldór Ágúat Gunnarsaon,
Svavar örn Höskuldason, Kristrún Ása Kristjánsdóttir,
Auður Halldórsdóttír,
Helga Halldórsdóttir,
Hugrún Halldórsdóttir
Halla Halldórsdóttir,
Sígrún Halldórsdóttir,
Gunnar Halldórsson,
Sssvar Halldórsson,
og barnabörn.
Halldór Guómundsson,
Auðunn S. Hinriksson,
Andrés Garðarson,
Óskar Valgeirsson,
Halldór Kristjénsson,
+
Eiginkona mín, móöir okkar og amma,
REGÍNA EINARSDÓTTIR,
sem lést þann 1. sept., veröur jarösungin frá Hallgrímskirkju
mánudaginn 8. sept. kl. 10.30. Þeim, sem vilja minnast hinnar
látnu, er bent á samtök mígrenisjúklinga. Minningarspjöld fást í
bókaverstuninni Laugavegi 100., Langholtsvegi 150 og Mál og
menning.
Eggert Bjarnason,
Einar Eggertsson,
Unnur Eggertsdóttir,
Ásta Eggertsdóttir,
Birna Eggertsdóttir,
Helga Eggertsdóttir,
og barnabörn.
+ Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför föður okar.
tengdafööur og afa,
KARLS BJÖRNSSONAR,
gullsmiðs.
Björn Karlsson, Hilma Magnúsdóttir,
Jens Karlsson, Jónína Magnúsdóttir,
Karl V. Karlsson, Anna Oliversdóttir,
Garóar Karlsson, Sigríöur 1. Jónsdóttír,
og barnabörn.
+
Hjartans þakkir til allra er sýndu okkur samúö og vinarhug viö
andlát og jarðarför, mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur og
afa.
KRISTJÁNS HARALDSSONAR,
fré Nýp.
Sérstakar þakkir viljum viö færa læknum og starfsfólki á
sjúkrahúsi Sólvangs í Hafnarfiröi.
Ásta Sturlaugsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför eiginmanns
míns og fööur okkar,
DAVÍDS BJARNASONAR,
Vesturbergi 181.
Fyrir hönd vandamanna. Ása Skaftadóttir og börn.
r
hin síðustu ár starfaði hann á
Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar.
Árið 1957 kvæntist Siggi Maríu
Níelsdóttur og gekk hann dóttur
hennar, Hafdísi Hönnu Moldoff, í
föðurstað. Hafdís er gift Ragnari
Jóhannessyni og eiga þau þrjú
börn: Maríu, Guðbjörgu Rósu og
fimm mánaða gamlan óskírðan
son. Eiga þau heimili í Mosfells-
sveit. Siggi átti einn son, Gunnar
Sigurðsson, og er hann kvæntur
Guðrúnu Isaksdóttur. Þau eiga
þrjú börn, Valborgu, Örnu og
Sigurð og búa á Grenivík. María
dó árið 1973 aðeins 56 ára gömul.
Varð mér ljóst við fyrstu kynni
af Sigga að hann bjó yfir sérstök-
um persónuleika. Hreifst ég sér-
staklega af hreinskilni hans og
3amviskusemi. Stundaði hann
störf sín ætíð af alúð og kost-
gæfni. Mikill hagleiksmaður var
Siggi og fór honum verk ætíð vel
úr hendi. Smíðaði hann margan
góðan gripinn um ævina. Glað-
lyndur var hann og kom kímni
hans öllum í gott skap. Var
ánægjulegt að heimsækja hann í
litiu vinalegu íbúðina hans og
spjaila um daginn og veginn.
Barnabörnum sínum var hann
alltaf mjög góður og vildi allt fyrir
þau gera.
Okkur, sem urðum svo gæfusöm
að kynnast Sigga, finnst að með
fráfalli hans standi opið skarð og
ófylit eftir. Minnnig hins góða
drengs mun þó lifa í hjörtum
okkar um ókomna framtíð. Góð-
mennska hans og lífsgleði mun
verða okkur leiðarljós sem lýsir
veg lífshamingjunnar og beinir
huga okkar að því fallega op góða
í veröldinni.
Með þessum minningarorðum
votta ég hans nánustu mína
innstu samúð. Megi Guð veita
þeim styrk í þeirra miklu sorg.
Böðvar Friðriksson.
Mig langar til að minnast Sig-
urðar mágs míns, eða Sigga eins
og hann var alltaf kallaður af
fjölskyidunni. Við vissum öll, að
hann gekk ekki heill tii skógar, en
ekki grunaði okkur, að þetta yrði
síðasti laugardagurinn, sem við
ættum eftir að vera honum sam-
tíða í sumarbústaðnum kát og
hress um margt að spjaila eins og
gengur og gerist. Hann kátur og
spaugsamur enda alltaf í góðu
skapi.
Sigurður Gunnarsson var fædd-
ur 27. nóvember 1919 að Einars-
stöðum í Presthólahreppi í
Norður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar
hans voru hjónin Sigurlaug Hall-
dórsdóttir.og Gunnar Sigurðsson
bóndi á Einarsstöðum. Þau áttu
tvo syni og eina dóttur; Halldór og
Sigurð og Hólmfríði, sem lézt ung
að aldri. Haildór er giftur Jón-
önnu S. Ingimarsdóttur og búa
þau í Ási við Kópasker.
Siggi vann ýmist til ajós eða
lands eftir að hann flutti til
Reykjavíkur, t.d. keyrði hann
ieigubíl í mörg ár á Bifreiðastöð
Hreyfils. Síðustu árin vann hann
hjá Vélamiðstöð Reykjavíkurborg-
ar. Hann þótti góður verkamaður
og vann öil sín störf af vandvirkni
og stakri trúmennsku.
26. des. 1957 giftist Siggi systur
minni, Maríu Njálsdóttur, elsku-
legri og góðri konu, sem bjó
honum fallegt heimili, enda voru
þau samstillt um að fegra allt í
kringum sig. Þeirra sambúð varð
því miður allt of stutt, því að
María lézt 10. ágúst 1973, aðeins
56 ára að aldri. Þeim varð ekki
barna auðið saman, en áttu sitt
barnið hvort, áður en þau giftust.
Siggi átti son, Gunnar Sigurðs-
son, sem giftur er Guðrúnu Isaks-
dóttur og eiga þau þrjú börn, tvær
dætur, Valborgu og Örnu, og einn
son, Sigurð. Þau búa á Grenivík.
María átti dóttur, Hafdísi
Hönnu Moldoff, sem Siggi gekk í
föðurstað og leit á sem sína eigin
dóttur. Hafdís er gift Ragnari
Jóhannessyni, bifreiðasmiði, og
eiga þau þrjú börn. Tvær dætur,
Maríu og Guðbjörgu Rósu og
nokkurra mánaða gamlan óskírð-
an son. Þau búa í Mosfellssveit.
Sigga er sárt saknað af börnum
og afabörnum, enda lét hann sér
mjög annt um þau og vildi allt
fyrir þau gera.
Guð styrki þau í þeirra miklu
sorg og gefi þeim trú á annað líf.
Eg þakka Sigga fyrir alla vinsemd
hans við mig og mína fjölskyldu.
Blessuð sé minning hans.
Ingunn Níelsdóttir.
Hlynur Júlíusson.
Guðrún Auðunsr
dóttir - Minning
Fædd 25. desember 1880
Dáin 31. ágúst 1980
Guðrún Auðunsdóttir, frænka
mín, er látin og vantaði aðeins
tæpa fjóra mánuði í að fylta
hundrað ára lífsskeið.
Guðrún fæddist að Kílhrauni á
Skeiðum á jóladag árið 1980 (þótt
„Ættir Síðupresta" og þá væntan-
lega kirkjubækur segi annað).
Foreldrar hennar voru Auðunn
Ólafsson og Þorbjörg Brynjólfs-
dóttir, sem þar hófu búskap sama
ár.
Guðrún var elst þriggja systk-
ina, en hin tvö voru Ólafur,
trésmiður í Reykjavík um nær sjö
áratuga skeið, fæddur 6. mars
1882 (ekki 16. mars að eigin sögn),
dáinn 31. desember 1969 og Val-
gerður, húsfreyja á Kálfhóli á
Skeiðum, fædd 29. maí 1885, dáin
17. ágúst 1945.
Guðrún giftist árið 1923, Friðrik
Filippussyni frá Litla-Leðri í Sel-
vogi og eignuðust þau tvo syni:
Auðun, f. 9. ágúst 1923, kvæntur
Kolbrúnu Sveinbjarnardóttur frá
Vesturkoti á Skeiðum og eiga þau
sjö börn: Gunnar Filippus, f. 24.
desember 1925, kvæntur Guðnýju
Alexíu Jónsdóttur frá Reykjavík
og eiga þau tvö börn á lífi.
Guðrún og Filippus hófu búskap
sinn á Njálsgötunni í Reykjavík en
fluttust árið 1929 að Kálfhóli, þar
sem þau urðu ábúendur að hluta á
móti Gesti Ólafssyni mági Guð-
rúnar og Valgerði systur hennar.
Á Kálfhóli bjuggu þau til ársins
1937, er þau hófu búskap að
Björnskoti í Ólafsvallahverfi í
sömu sveit.
Guðrún og Filippus brugðu búi
árið 1942, fluttust til Selfoss og
byggðu sér hús við Kirkjuveginn.
Hefur Guðrún átt heima á Selfossi
síðan. Friðrik veiktist af berklum
og dvaldi oft langdvöum á Vífil-
stöðum, en var þess á milli á
Selfossi og stundaði ýmsa vinnu.
Hann lést 2. júní 1957.
Eftir að synirnir stofnuðu eigin
heimili, dvaldi Guðrún hjá þeim
til skiptis, nú síðast hjá Auðuni.
Eg man Guðrúnu frænku mína
vel þegar þau Friðrik bjuggu í
austurbænum á Kálfhóli, dvaldi
enda um árabil á sumrum hjá
Gesti og Valgerði frænku minni í
vesturbænum.
Það var oft fjör á Kálfhóli í þá
daga, enda barnmargt á sumrin og
reyndar mannmargt við þá bú-
skaparhætti, sem þá tíðkuðust og
nú eru sýndir okkur í sjónvarpi
sem fornleg vinnubrögð en þóttu
það síður en svo fyrir 40 árum.
Guðrún var einkar fjörmikil
kona, brosmild og góð okkur
börnunum, veitui með afbrigðum
svo á stundum sást hún varla fyrir
en þetta var henni eðlislægt eins
og stórhuga fólki er gjarnt og öll
voru þau systkin stórhuga eins og
þau áttu ætt til.
Guðrún var ættfróð vel, afar
frændrækin og sannur vinur vina
sinna. Henni þótti mjög vænt um
heimsóknir skyldmenna sinna og
vina og hlýjar voru móttökur
hennar þegar ég og fjölskylda mín
heimsóttum hana á Selfossi eftir
að hún flutti þangað. Því fleiri
sem við vorum, því glaðari varð
hún. Móttökurnar lýstu eðli henn-
ar og mannkostum einkar vel. Mér
eru ógleymanlegar þær stundir,
þegar faðir minn og Guðrún hitt-
ust, sem var nokkuðoft, á sjöunda
áratugnum og þau rifjuðu upp
gamlar endurminningar úr barn-
æsku. Minni Guðrúnar var þá með
þeim afbrigðum og frásagnargleði
hennar þvílík, að unun var á að
hlýða.
Guðrún var að eðlisfari heilsu-
hraust og naut þess ríkulega alla
æfi. Hún hafði mikla ánægju af
ferðalögum og stundaði þau eftir
mætti fram á síðustu ár. Minni
hennar og heilsu hrakaði þó allra
síðustu árin.
Guðrún naut góðrar umönnunar
sona sinna og fjölskyldna þeirra í
ellinni og ber þeim þakkir fyrir
það.
Hvíli hún í friði.
Helgi ólafsson
og f jölskylda.
+
Hugheilar þakkir færum viö öllum þeim fjölmörgu, sem sýndu
okkur samúö og hlýhug viö hiö sviplega fráfall elskulega drengsins
okkar,
RÚNARS INGA BJÖRNSSONAR,
Grundarstíg 18,
Sauöérkróki.
Sérstakar þakkir færum við stjórn og félögum Tindastóls,
bekkjarsystkinum hans öllum og skátafélögunum þá viröingu, er
þau sýndu viö jaröarför hans.
Guö veri meö ykkur,
Lilja Ingímarsdóttir, Björn Bjarnason,
Linda Björnsdóttir, Sméri Björnsson.