Morgunblaðið - 06.09.1980, Síða 39

Morgunblaðið - 06.09.1980, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1980 39 Hjónaminning: Guðmundína Olafsdóttir Guðbjartur Þorgrímsson Fædd 18. júní 1889. Dáin 1. apríl 1980. Fæddur 20. júní 1884. Dáinn 18. október 1956. Að Hvallátrum í Rauðasands- hreppi dvaldi ég oft á sumrum hjá afa og ömmu, Erlendi Kristjáns- syni og Steinunni Th. Ólafsdóttur, meðan barnæskan gekk yfir. Um vor og sumar voru sjaldan nema konur og börn heima á þeim bæjum, því að karlmenn sóttu sjó og björg. Bær afa og ömmu stóð ofar en næstu húsaþyrpingar voru, en það voru þá Heimabær og Hús. Það mun hafa verið fyrsta árið er ég dvaldi að Látrum, að ég var að velta mér á vellinum þar, að til mín kom ung kona, sem ég hafði ekki séð fyrr. Datt mér þá þegar í hug (en trúði á huldukonur sem og aðrir á mínu reki), að þar væri komin huldukona úr Álfhól, en þar bjó huldufólk. Ekki gat hún komið frá Tröllhól, þar bjuggu aðeins tröll. Kona þessi fór að tala við mig og spurði mig ýmsra tíðinda hinum megin við Hafnar- fjall. Varð mér fljótlega ljóst að þar var ekki huldukona á ferð, heldur Guðmundína Ólafsdóttir, kona Guðbjartar Þorgrímssonar, sem var vinur minn (lítils stráks). Guðbjartur Þorgrímsson var með afbrigðum barngóður, og allir lítilmagnar hændust að honum, börn eða málleysingjar. Hann var ágætissjómaður og sigmaður með ágætum, og skal því tekið fram, að hann var lengi sigmaður hjá Erlendi Kristjánssyni. Guðbjartur var mjög vel gerður til líkama og sálar, með alveg sérstaka lík- amskrafta og ekki var innrætið verra, sanntrúaður maður. Mér er sérstaklega minnisstætt hversu góð þau voru við mig, alltaf jafn elskuleg. Guðbjartur var fæddur í Breiðuvík í Rauðasandshreppi, 20.6. 1884. Foreldrar voru þau Þorgrímur Halldórsson og Júliana Þórðardóttir, fædd á Barðaströnd. Guðmundína var fædd að Stökkum í Rauðasandshreppi, hinn 18.6. 1889. Um tólf ára gömul fluttist hún að Breiðuvík, í sama hreppi. Kynntust þau þar hjónin. Húsbændur þeirra voru Trausti Einarsson og Sigríður Gunnlaugs- dóttir. Þau felldu hugi saman og voru þau gefin saman í Breiðuvík- Anna Sigurðar- dóttir Kveðjuorð í dag hefði tengdamóðir mín, Anna Sigurðardóttir frá Stykkis- hólmi, orðið sextug. Því vil ég nú senda henni þessa síðbúnu kveðju okkar, en Anna lézt þann 13. júlí síðastliðinn. Anna var borin og barnfædd í Hólminum og var dóttir hjónanna Hansínu Jóhannesdóttur, sem lifir þar í hárri elli og Sigurðar Marinó Jóhannssonar, sem iátinn er fyrir mörgum árum. Þau hjónin bjuggu alla sína farsælu hjúskapartíð í Stykkishólmi. Eins og títt er um dugmikið fólk af hennar kynslóð, varð Anna snemma að vinna fyrir sér við ýmis störf, sem til féllu á bernsku- slóðum hennar, þar á meðal við hótelið. Hún þótti samvizkusöm og skyldurækin á vinnustað og jafnan glaðvær í starfi og leik. Anna giftist Bjarna Markússyni og eignuðust þau sex mannvæn- legar dætur sem nú eru allar uppkomnar. Þau Bjarni slitu síðar samvistum og leið Önnu lá aftur út á vinnumarkaðinn. Þar komu góðir eiginleikar hennar og dugn- aður bezt í ljós þegar hún þurfti fyrir stórum stúlknahópi að sjá við kröpp kjör og fáar tómstundir. Þrátt fyrir allan mótbyr brást henni hvorki kjarkur né glaðværð. Seinna tók Anna svo upp sambúð með Jóni Kristjánssyni og eignuð- ust þau tvíbura. Heimili Önnu var alltaf opið fyrir börnum hennar og sérstak- lega litlu barnabörnunum og ávallt hafði hún nægan tíma til að sinna þeim, enda var barngæskan henni í blóð borin. Nú er söknuður í þeirra hópi þegar amman hefur verið frá þeim kölluð. Hugheilar þakkir þeirra fylgja henni yfir mærin. Fyrir hönd aðstandenda Önnu Sigurðardóttur flyt ég henni þessa hinztu kveðju frá okkur sem nutum með þakklæti fyrir liðin ár. Megi góður guð styrkja aldraða móður hennar í Stykkishólmi og veita henni blessun. Tengdasonur Björn Bjarnfreðs- son Túni — Minning Fæddur 24. júlí 1913 Dáinn 30. april 1980 Þann 10. maí sl. var til grafar borinn að Breiðabólsstað í Fljóts- hlíð Björn Bjarnfreðsson, Túni, Hvolsvelli, en hann varð bráð- kvaddur að heimili sínu 30. apríl- mánaðar. Hann hafði kennt las- leika og verið heima frá störfum í fáa daga, þegar kallið mikla kom. Björn var fæddur að Efri- Steinsmýri í Meðallandi 24. júlí árið 1913. Foreldrar hans voru Ingibjörg Sigurbergsdóttir og Bjarnfreður Ingimundarson. Systkinahópurinn á Efri- Steinsmýri var óvenju stór og gjörvulegur, en börn þeirra Efri- Steinsmýrarhjóna voru tuttugu talsins og var Björn þeirra elsta barn. Björn kvæntist, hinn 28. október 1939, Arnheiði Sigurðardóttur frá Lambastöðum í Flóa, mikilli myndarkonu, sem stóð traust og dugleg við hlið eiginmanns síns og lét í önnum hins daglega lífs ekki sinn hlut eftir liggja. Þeim hjónunum varð þriggja barna auðið. Dæturnar tvær eru búsettar á Akranesi, Þórdís, hús- freyja, gift Þorvaldi Guðmunds- syni, skipstjóra á Akraborginni og Sigríður Ingibjörg, hjúkrunar- fræðingur, gift Hjörleifi Helga- syni, trésmið. Á Hvolsvelli býr sonurinn, Hörður, og vinnur hann sem línumaður hjá Rafmagnsveit- um ríkisins. Kona hans er Björg Jónsdóttir frá Núpi í Vestur- Eyjafjallahreppi. öll eru börnin vandað dugnaðarfólk. Átta mynd- arleg barnabörn eru að vaxa úr grasi. Þau hjónin, Arnheiður og Björn, hófu búskap í Vestmannaeyjum og bjuggu þar í fimm ár. Björn var þar fyrstu árin sjómaður, en vann síðar við skipasmíðar. Vorið 1944 keyptu þau hjónin jörðina Orms- kot í Fljótshlíðarhreppi og flutt- ust þangað. Þetta var þá húsalítið ryttukot, túnið var að vísu dágott, eftir því sem þá gerðist. Hófust nú þessi duglegu hjón handa. Hófur- inn og elftingin í mýrinni breytt- ust brátt í túngresi. Nýtt íbúðar- hús reis frá grunni, byggt var nýtt fjárhús, hesthús og hlaða og fljótur var Björn að átta sig á, að dráttarvélin var það hjálpartæki, sem tilheyrði framtíðarbúskapn- um. Á öðru búskaparárinu stóð ný, rauðmáluð „FARMAL“-drátt- arvél heima á hlaði. Séra Svein- björn Högnason á Breiðabólsstað mun þá einn hafa átt dráttarvél af Fljótshlíðarbændum. Nú hófu þau. hjónin kartöflu- ræktun í stórum stíl og áður en upp var staðið var nálega búið að rækta allt það land, sem jörðinni fylgdi, utan hlíðina vestan við jörðina Kvoslæk. Með búskapnum vann Björn alla tíð úti frá heimilinu, einkum við múrverk og smíðar. Hann byggði fyrir Klemens Kristjánsson, til- raunastjóra á Sámsstöðum, nýbýli vestan við Hvolsvallarkauptún, sem nú heitir Kornvellir. Alls staðar vann Björn Bjarnfreðsson af miklum áhuga og krafti. Hann skilaði stórum dagsverkum, en var ekki að sama skapi duglegur að verðleggja vinnu sína, hvað þá að innheimta daglaunin. Auðshugur var ekki til í hans fari, fremur var, að allt vildi hann gefa. Hann gekk glaður að störfum, kunni ekki að berja sér, kvartaði aldrei um tímaleysi eða þreytu. Vinnan var honum gleðigjafi. Slíkir menn fagna hverjum nýjum degi og lifa í sólskini alla daga. Enda þótt hann ynni langa vinnudaga við þung störf og lýj- andi, var hann alltaf barmafullur af áhugamálum. Hann átti stórt, vandað og fallegt bókasafn og komst yfir að lesa kynstrin öll af bókum um hin fjölbreytilegustu efni, hafði gott minni og þótti gaman að ræða um nýlesnar bækur. Það var vorið 1962, sem þau hjónin í Ormskoti byrjuðu að byggja sér íbúðarhús í Hvolsvelli, sem þau síðar nefndu Tún. Talað var um hvað byggingin hans Björns gengi vel, enda þótt hann hefði einungis stuttar kvöldstund- ir til að huga að henni, eftir langan vinnudag annars staðar. urkirkju (sóknarkirkja þeirra) hinn 19.9.1911. Eftir hjónaband settu þau sam- an bú að Húsum á Látrum og þar dvöldu þau þangað til Guðbjartur lést, 17.10. 1956. Eftir það dvaldi Guðmundína hjá börnum sínum og fóstursyni öll síðari ár æfi sinnar, þar til hún lést á Landspítalanum 1.4. 1980. Börn þeirra hjóna voru þrjú: Margrét, húsm. í Reykjavík, Guð- jón, starfsmaður hjá Áburðar- verksm. ríkisins og Hálfdán, er lengi bjó hjá móður sinni, en hann lézt 1966, efnilegur, hraustur, og tryggur. Var hann harmdauði þeirra er til hans þekktu. Auk þess tóku þau að sér fósturson á öðru ári, Árna Guðmundsson, og ólst hann þar upp. Hafa fóstursystkini hans haft það oft á orði, hversu hann var gætinn og góður við fósturforeldra sína, og verði hon- um aldrei fullþakkað fyrir hans umhyggju. Eftir langan dag er margs að minnast og einnig að sakna. Mér fannst að þessi blessuð hjón ættu inni hjá mér, fyrir sína góðvild við mig og mína. Því fannst mér, áður en ég er allur, rétt að gera tilraun til að láta þeirra getið, þó af vanmætti sé. Hafi þau hjartans þökk fyrir allt. Ég er sannfærður um hvar sál þeirra dvelur nú. Veit að þau hafa fundist aftur. En ástin er björt sem harnsins trú, hún blikar í Ijossins Keimi, ok fjarlæxd ok nálæicö, fyrr ok nú, 088 finnst þaA i eininK streymi. Frá heli til lífs hún byKKÍr brú ok bindur oss ödrum heimi. (E.B.) Trausti Árnason. Aðalfundur Kaupmannafélags Austfjarða: Mótmæla harðlega áætlun tekna atvinnurekenda til skatts EFTIRFARANDI ályktanir voru samþykktar á aðalfundi Kaup- mannafélags Austfjarða, sem haldinn var að Hallormsstað 23. ágúst sl.: Aðalfundur Kaupmannafélags Austfjarða, haldinn að Hallorms- stað 23. ágúst 1980, ályktar að fela stjórn félagsins að kanna færar leiðir til að bæta samgöngur innan Austfirðingafjórðungs. Þegar húsbyggingunni var lokið, hófust þau hjónin handa að rækta fallegan trjá- og blómagarð um- hverfis húsið sitt, síðan byggðu þau sér lítið gróðurhús í garðin- um. Engum dylst, að þar hefur verið að verki fólk með „græna fingur". Þegar björn hafði lokið við að koma sér fyrir í Hvolsvelli, réðist hann til Kaupfélags Rangæinga og vann þar í vörugeymslunum af einstakri trúmennsku í nærfellt tvo áratugi. Öllum þótti vænt um þennan velviljaða mann, hús- bændum og viðskiptamönnum kaupfélagsins. Börn hændust að honum og þótti gott að koma í pakkhúsið til hans „Bjössa". Hann lá aldrei á liði sínu, var einstak- lega greiðvikinn og sparaði ekki sporin, hann var ekki að hugsa um að líka má ofbjóða miklu líkams- þreki. Hann gerði miklar kröfur til sjálfs sín, en engar til annarra. Heima í blómagarðinum sínum smíðaði hann sér lítið sumarhús, sem hann síðan flutti austur í átthagana, þar sem hann átti sínar djúpu rætur, þar sem grasið er grænast milli svartra sanda og mosavaxinna hrauna. Þar sem ósbreitt Kúðafljótið hverfur í haf- ið. Það var bjart og glatt yfir honum Birni Bjarnfreðssyni þegar hann var að leggja upp til að dvelja um stund í Meðallandinu. Og aftur kom hann af æskustöðv- unum með skaftfellska sólskinið blikandi í augunum. Hrifinn sagði hann ferðasögurnar. Nú við hin miklu ferðalok er drengskaparmanni þökkuð góð samfylgd. Við sveitungar hans eigum um hann hlýjar minningar. í Mattheusarguðspjalli má lesa: „Sælir eru hjartahreinir því þeir munu Guð sjá.“ Pálmi Eyjólfsson Fundurinn lýsir ánægju sinni með fyrirhugaða jöfnun á síma- gjöldum í landinu. Fundurinn skorar á stjórnvöld að lögfesta nú þegar að Byggðasjóði sé heimilt að veita lán til uppbyggingar verzl- unarfyrirtækja á landsbyggðinni. Fundurinn lýsir yfir óánægju sinni með þá þróun sem er að verða á greiðslukjörum smásölu- verzlana gagnvart heildverzlun- um. Dæmi eru til um það, að heild- verzlanir í Reykjavík, taki hæstu vexti af vöruúttekt eftir 15 daga frá afgreiðslu. Fundurinn telur, að stjórnvöld verði nú þegar að gera rápstafanir til að rétta hag smásöluverzlana í dreifbýli. Samtök kaupmanna hafa um árabil bent á að úrbóta sé þörf og hafa lagt fram tillögur í þeim efnum. Fundurinn telur brýna nauðsyn að áfram verði haldið að jafna vöruverð í landinu, og telur það forsendu fyrir því að jafnvægi haldist í byggð landsms. Fundurinn samþykkir að gera þá kröfu til stjórnvalda, að smá- söluverzlunum sé heimilt að selja vörubirgðir sínar á raunvirði hverju sinni. Staðreynd er, að stjórnendum ýmissa ríkisfyrirtækja er það nú þegar ljóst, að fyrirtækin verða ekki rekin á eðlilegan hátt án þess að þau fái að selja vörubirgðir sínar á raunvirði. Fundurinn telur það skyldu stjórnvalda að sjá til þess að enn frekar verði unnið að því að jafna hitunarkostnað í landinu. Fundurinn mótmlir harðlega þeim ákvæðum í nýju skattalög- unum, að sjálfstæðum atvinnurek- endum sé gert að bera opinber gjöld samkvæmt áætluðum tekj- um á fyrirtækin, af skattayfirv- öldum. Slík valdníðsla brýtur í bága við þær leikreglur sem viðhafðar eru í lýðræðisríkjum. Fundurinn fagnar framkomnu frumvarpi um afnám söluskatts á flutningsgjöldum, og skorar á Al- þingi að samþykkja það á næsta þingi. Fundurinn telur það skyldu stjórnvalda að sjá um, að öll félagsform sitji við sama borð í skattlagningu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.