Morgunblaðið - 06.09.1980, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1980
41
fclk í
fréttum
Ungir framsóknarmenn:
Aðgerðaleysi í efna-
hagsmálum eyðilegg-
ur stjórnarsamstarfið
+ B-747 er skrásetningarnúmer þessa í notkun fannst honum allt í lagi að taka
volduga Ford bíls, sem er í eigu Ingimars bara næstu stærð ofan við. Annars sagði
Sveinbjörnssonar flugstjóra. Ekki óeðli- Ingimar að bíllinn væri ekki nema rétt
legt að flugstjóranum þætti fengur að því fokheldur, það ætti eftir að koma fyrir
númeri. Sagðist hann hafa hugsað sér að frekari innréttingum og öðru tilheyrandi
fá B-727, en þar sem það var þegar komið í bílnum. Ljósm. Kristján.
Gengið
á vatni
+ Uppfinning Sardiníubú-
ans Luciano Cammi hefur
aflað honum bæði fjár og
frama. Þessi uppfinning
hans eru vatnaskíði sem
notuð eru til að ganga á
vatni. Skíðin sem hann
kallar Skimara eru tveggja
metra löng, 25 sm breið og
vega níu kg. Undir skíðun-
um eru eins konar fjaðrir
sem opnast og lokast sjálf-
virkt þegar gengið er á
þeim.
+ ÞaA er heitt þarna hjá þeim Carter og Amy dóttur hans þar sem
þau eru stödd i Tucumbia i Bandaríkjunum við upphaf
kosningabaráttu hans.
+ Þessi mynd er tekin i Gdansk i Póllandi þegar kaþólskur
prestur kom í Lenin-skipasmiðastóðina til að messa fyrir
verkfallsmenn.
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun, sem sam-
þykkt var á 18. þingi Sambands
ungra framsóknarmanna, sem
haldið var að Hallormsstað um
siðustu helgi:
„Hlutverk núverandi ríkis-
stjórnar er fyrst og fremst bar-
átta gegn ríkjandi óðaverðbólgu
með tilheyrandi þjóðfélagsmis-
rétti.
A þeim tíma, sem ríkisstjórnin
hefur starfað, hefur ekki náðst
samkomulag um varanlegar að-
gerðir gegn verðbólgu, þrátt fyrir
ákvæði stjórnarsáttmálans um
það efni.
SUF telur, að samstarfinu skuli
haldið áfram, en aðgerðarleysi í
efnahagsmálum muni sjálfkrafa
eyðileggja stjórnarsamstarfið.
SUF krefst þess, að allir sam-
starfsaðilar sýni festu í áfanga-
hjöðnun verðbólgunnar. Þeir sem
draga lappirnar í þeim efnum
hafa ekki aðeins stjórnarsam-
starfið á samviskunni — einnig
undirstöðu þjóðarinnar og far-
sæld.
Höfuðatvinnuvegir okkar berj-
ast nú í bökkum og unga fólkið
ræður ekki við að koma sér upp
heimili vegna vaxta og verðbóta-
greiðslna.
Ef menn sætta sig við núver-
andi ástand mun tap atvinnuveg-
anna leiða til samdráttar og at-
vinnuleysis. Það verður því að
skapa þeim viðunandi afkomu.
Áframhaldandi framleiðsla og öfl-
ug framleiðslustefna er mesta
hagsmunamál launafólks og und-
irstaða heilbrigðs efnahagslífs.
Þjóðin krafðist þess í síðustu
kosningum að stefnu Framsóknar-
flokksins í efnahagsmálum yrði
hrundið í framkvæmd. Aldrei hef-
ur nauðsyn þess verið ljósari og
frekari frestun mun leiða til
mikilla erfiðleika."
Honda Accord '80
Glæsilegur 4ra dyra.bíll. Ekinn aöeins 800 km. Litur:
Ijósgrænn sans.
Er til sýnis og sölu í dag.
Bílasalan Skeifan,
Skeifunni 11,
sími 84848.
Opiðí
kvöld
til kl. 02
Gestur kvöldsins
hinn þekkti Bobby
Harrison (Procol
Harum) kemur fram
og syngur við >undir-
leik Jónasar Þóris.
Skála
fell
HOTEL ESJU
EF ÞAÐER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU