Morgunblaðið - 19.10.1980, Page 3

Morgunblaðið - 19.10.1980, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 51 ferðir austur fyrir Járntjald til viðræðna við þarlenda ráðamenn á undanförnum mánuðum og árum. Þar er frægastur fundur hans með Brezhnev fyrr á þessu ári. Gott samstarf vid Frakka Þá er vert að líta á mjög aukna samvinnu Vestur-Þjóð- verja og Frakka á undanförnum árum. Þar er það einkum mjög náinn vinskapur þeirra Schmidts og d’Estaing, sem hef- ur vegið þungt. Þeir bera mikla virðingu hvor fyrir öðrum og þeir og ráðgjafar þeirra í efna- hagsmálum hafa mjög skipzt á skoðunum og upplýsingum. Áfram leiðtogi stjórnarandstöðunnar Franz Josef Strauss, kanslara- efni kristilegu flokkanna, var tiltölulega kokhraustur þegar hann kom fram í sjónvarpi eftir að úrslitin voru kunn, og ítrekaði þar, að hann yrði áfram leiðtogi stjórnarandstöðunnar, og myndi sækjast eftir kanslaraembætt- inu við næstu kosningar. Þeir, sem til þekkja, telja hins vegar að möguleikar Strauss á því, að verða kanslari, séu alveg úr sögunni. Hann hefur ítrekað reynt undanfarna tvo áratugi að ná þessu marki, en ekki tekizt. Strauss verður eftir sem áður forsætisráðherra í Bayern, heimaríki sínu, og mun eflaust leika stórt hlutverk á þinginu í Bonn. Hörð átök Það er hins vegar mat flestra fréttaskýrenda, að áhrif Strauss innan kristilegu flokkanna, flokks hans, Kristilega sósíal- istabandalagsins og Kristilegra demókrata, munu minnka veru- lega frá því sem verið hefur. Þrátt fyrir, að flokksmenn beggja flokkanna hafi staðið óskiptir að baki Strauss í kosn- ingunum fyrir hálfum mánuði, á hann mjög marga andstæðinga í báðum flokkum, sem munu ef- laust tvíeflast í andstöðu sinni á komandi misserum. Utkoma kristilegu flokkanna í kosning- unum er sú versta síðan 1949 og Helmut Kohl, leiðtogi Kristi- legra demókrata mun eflaust krefjast réttar síns sem leiðtogi, en hann varð að láta í minni pokann fyrir Strauss á þingi flokkanna í fyrra, þegar ákveðið var hvor skyldi vera kanslara- efni þeirra. I þessu sambandi má nefna á, að Kristilegir demó- kratar fengu sitt mesta fylgi frá því Adenauer var og hét undir handarjaðri Kohl í kosningunum 1976. Hvað brást? Hvað varð það þá sem brást i kosningabaráttu Strauss? — Margir fréttaskýrendur eru á þeirri skoðun, að baráttan hafi í raun verið rekin nokkuð skyn- samlega, en það hafi hins vegar verið persóna Strauss sjálfs, sem varð honum að falli. Strauss er maður, sem býr yfir gífurlegri reynzlu. Hann hefur gegnt emb- ætti varnarmálaráðherra, fjár- málaráðherra og embætti kjarn- orkumálaráðherra. Þá hefur Strauss, sem er 64 ára gamall verið virkur á þinginu í Bonn allt frá því það var stofnað árið 1949. Strauss hefur hins vegar sætt mjög harðri gagnrýni allan sinn feril og verið umdeildur, sér- staklega varð það frægt 1962 þegar hann varð að segja af sér embætti varnarmálaráðherra. Þá birti vikuritið Der Spiegel grein, sem að miklu leyti var byggð á leyniskjölum úr varnar- málaráðuneytinu. Strauss lét handtaka blaðamann vikurits- ins, en snérist málið í höndum hans og hann var ákærður fyrir að leyna þingið ýmsum mikil- vægum upplýsingum. Hann neyddist til að segja af sér. Sannur demókrati I kosningabaráttunni lágu andstæðingar Strauss honum mjög á hálsi fyrir að hafa skoðanir, sem nálguðust mjög skoðanir fasista og nazista, og væri hann þvi þjóðhættulegur maður. Fréttaskýrendur þýzku blaðanna eru hins vegar þeirrar skoðunar, að þessar ásakanir eigi engan rétt á sér. Strauss sé í raun mjög sannur demókrati, sem hafi haft þá bjargföstu trú, að hann gæti með svipuðum aðferðum og Margaret Thatcher, unnið sigur í kosningunum í Vestur-Þýzkalandi. Hann er tal- inn hafa mjög svipaðar skoðanir í efnahagsmálum og „Járnfrúin” brezka. Strauss hefur ítrekað lýst þeirri skoðun sinni, að næg atvinna væri það sem skipti máli, en það væri sök sér þótt verðbólga færi eitthvað upp. Vestur-Þjóðverjar hafa reyndar ekki þurft að hafa áhyggjur af verðbólgunni innanlands, því hún hefur aðeins verið í kringum 3,5% að meðaltali á þessu ári og hafa Vestur-Þjóðverjar og Svisslendingar barizt um efsta sætið yfir þær þjóðir, sem minnsta verðbólgu hafa. Náði ekki til Norður-Þjóðverja Fréttaskýrendur eru á einu máli um, að það sem fyrst og fremst hafi farið miður hjá Strauss í kosningabaráttunni, sé að honum hafi mistekist alger- lega að ná til fólksins í Norður- Þýzkalandi, hann hafi hreinlega gefist upp við að reyna að sannfæra það um ágæti sitt. Á þeim kosningafundum, sem Strauss var á í borgum og bæjum í Norður-Þýzkalandi kom það iðulega fyrir að aðsúgur var gerður að honum. Vonlaust fyrirfram? í vestur-þýzkum fjölmiðlum var mjög mikið ritað um þá ákvörðun Kristilegra demókrata að samþykkja Strauss, sem sinn kandidat á si. ári, í stað þess að kefjast þess, að Helmut Kohl yrði kanslaraefni flokkanna tveggja. Margir fréttaskýrendur eru þeirrar skoðunar, að margir forystumanna Kristilegra demó- krata, hafi þegar á siðasta ári gert sér grein fyrir því, að möguieikar á því, að kanslara- efni þeirra sigraði væru afskap- lega litlir sakir mikilla vinsælda Schmidts. Þeir vildu því í eitt skipti fyrir öll þagga niður í Strauss, sem ætti sér væntan- lega ekki viðreisnar von eftir ósigur fyrir Schmidt. Strauss er sjálfur ekkert á því að gefst upp eins og áður var greint frá. Hann hyggst halda sínu striki, sem leiðtogi stjórn- arandstöðunnar, og mun eflaust reynast Schmidtsstjórninni skeinuhættur, enda maður með gífurlega pólitíska reynslu. Það verður hins vegar að teljast með eindæmum ólíklegt að hann fái annað tækifæri til þess að verða kanslari Vestur-Þýzkálands. Fréttaskýrendur flestra vestur- þýzku blaðanna hafa á undan- förnum dögum lýst þeirri skoðun sinni, að ef Schmidt takist jafn- vel upp í stjórn sinni á komandi kjörtímabili, eins og því siðasta, sé enginn vafi á því, að hann fái tækifæri til að stjórna enn í fjögur ár að þessu kjörtímabili liðnu, hafi hann á annað borð áhuga á því. (heimildir: Die Zeit, Suddeutsche Zeitung, Welt am Sonntají oj? W i rtschafswoche). — sb. Gjafir til Hallgrímskirkju „STÖÐVUN á smíði Hallgrims- kirkju yfirvofandi — nema hjálp berist.“ sagði í frétt í Mbl. 5. f.m. Síðan hafa margir brugðið við. sem ekki vilja að kirkjusmíðin stöðvist og sýna viljann í verki. eins og eftirfarandi yfiriit um gjafir og áheit ber með sér. „Á.J. í Vesturbænum hefur af- hent Herra Sigurbirni Einarssyni biskup 50.000 kr. til Hallgríms- kirkju með öllum góðum óskum um að safnast mætti nú nægilega til að fullgera hinn mikla og merka áfanga, sem næst er því að verða fullgerður." 100 þúsund króna „Gjöf til Hallgrímskirkju í Reykjavík frá vinveittri konu, sem ekki vill láta nafns síns getið. Orðskv. 17:17. Hinn lifandi Guð blessi þessa gjöf.“ Hjörleifur Sigurbergsson og Ingveldur Ámundadóttir; Bald- ursg. 26, R. kr. 60.000, Jón Þ. Einarsson kr. 10.000, „Ptrekur" kr. 15.000, Halldóra Gísladóttir kr. 30.000, NN kr. 15.000, V. Sv. 40.000, Gjöf í minningu frá Helgu Mar- teinsd., veitingakonu, Rvík. frá syni og tengdad. kr. 200.000, Hall- dóra Jónsdóttir kr. 50.000, Guðrún Gísladóttir kr. 5.000, NN kr. 100.000, Steinunn Finnbogadóttir kr. 3.000, NN kr. 10.000, Olga Þorkelsdóttir kr. 25.000, Jón Run- ólfsson kr. 100.000, NN kr. 27.900. Gjöf í minningu hjónanna Sig- ríðar Andersdóttur (1880—1958) og Jóns Jónssonar (1882—1961), bónda á Melum, Kjalarnesi og Hnaus i Flóa, en síðustu árin ' Reykjavík, frá börnum, tengdí syni og tengdadóttur kr. 205.000. Frá aldraðri konu í Stóragerði, sem ekki óskar eftir að láta nafns síns getið kr. 100.000, NN kr. 10.000, E & B (andvirði sígarettu- pakka) kr. 10.000, F.H. kr. 20.000, H.R. (áheit) kr. 10.000, Guðfinna Skagfjörð til minningar um Sig. Skagfjörð kr. 100.000, Ónefnd ekkja, er býr í nágrenni kirkjunn- ar kr. 400.000, NN kr. 25.000, Jón Runólfsson til minningar um Hannes Runólfsson, Böðvarsdal. Vopn. kr. 50.000, Jón Runólfsson í minningu sr. H.P. kr. 40.000, Ingigerður Sigurðardóttir kr. 2.000, Söfnunarfé í kirkjunni í ág.—sept. kr. 339.130. Kærar þakkir. Byggingarnefnd og prestar Hallgrímskirkju. (Fréttatilk.) Atlaga að lögreglu París 16. okt. — AP. TVEIR menn réðust að lögreglu- verði sem var við heimili eins helzta forystumanns franskra gyðinga, Jean Pierre Bloch, þing- manns í París, árla fimmtudags. ' Lögreglan sagði þó að ekki væri fullkomlega ljóst hvort árásar- mennirnir hefðu ætlað að ráða niðurlögum Bloch, en þeir segja að annar maðurinn hafi hrópað „los- um okkur við hann“ og er talið að þeir hafi átt við þingmanninn. Hafi mennirnir ráðist að verðin- um og barið hann og kastað honum síðan gegnum glerhurð. Að svo búnu skutu þeir tveimur skotum upp í loftið og flýðu síðan eins og fætur toguðu. Colgate MFP f luor tannkrem herðir tennurnar og ver þær skemmdum. Colgate MFP fluor tannkrem er reyndasta tannkremið á markaðnum Þusundir barna um viða verold hafa um árabil verið þáttakendur i visindalegri Colgate-prófun og hefur hun ótvirætt sannaö að Colgate MFP fluor tann- krem herðir glerung tannanna við hverja burstun, þannig að tennurnar verða sifellt sterkari og skemmast siður. Þess vegna velja milljónir foreldra um heim allan Colgate MFP fluor tannkrem handa bornum sinum. ai 1 Colgate MFP fluor gengur inn i glerunginn og herðir hann 2 Þess vegna verður glerungurinn sterkari. herðirinn-^ Og börnunum líkar bragöið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.