Morgunblaðið - 19.10.1980, Page 4

Morgunblaðið - 19.10.1980, Page 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 Neyðarkall hefur hurizt frá Sov- étríkjunum til Vesturlanda þar sem heitið er á menn að þeir Keri hvað þeir jjeti til þess art hjarjca rússnesk- um presti úr fanjcelsi. en þar hefur hann sctið síðan í júlí sl. Prestur þessi heitir Rostislav Galetsky ok er einn af fremstu kennimonnum sjoundadaxsaðventista í Rússlandi. Sovéska leynilojcrejdan. KGB. hefur vcrið á hottunum eftir honum í fimm ár. en til skamms tíma tókst honum ávallt aó leynast. Kona hans hjó i Voronezh í mi(VRússlandi. en hann var á stoóujíum ferðum um landió. studdi vió hakió á hajfstodd- um. «af út skýrslur um handtekna mcnn oj{ eftirlýsta ok stijku sinnum skaut honum upp í Moskvu. þar sem hann hélt fundi með erlendum fréttamonnum. l>ej{ar svo menn frá leyniþjónustunni komu á vettvanjf var hann ávallt horfinn oj{ enj{inn vissi hvert. Ákall þaö sem hér um ræðir er undirritað af helztu mðnnum að- ventista í Rússlandi, oj{ er þar einnig farið fram á frelsun 39 annarra aðventista í Sovétríkjunum svo og annarra kristinna manna er sitja í fangelsum þar eystra vegna trúar- skoðana sinna. Galetsky er 32 ára að aldri. Hann gat sér orð í Moskvu fyrir u.þ.b. þremur árum, er New York Times birti viðtal við hann, þar sem hann lýsti yfir stuðningi við andófsmenn, sem þá höfðu verið handteknir. Árið 1978 tók hann upp hanzkann fyrir Alexander Ginsburg á blaðamanna- fundi, og fyrir bragðið fékk hann skammadembu yfir sig í Izvestia, málgagni sovézku stjórnarinnar. í marz 1978 var Vladimir Shelkov, æðsti maður kirkju aðventista, fang- elsaður og við það varð hlutverk Galetskys innan kirkjunnar enn mik- ilvægara. Shelkov lézt í þrælkunar- búðum fyrr á þessu ári, 84 ára að aldri. Yfirvöld í Sovétríkjunum hafa ekki veitt aðventistakirkjunni formlega Klerkur- inn sem KGB gat ekki klófest mögnuðust fyrir Ólympíuleikana viðurkenningu og kirkjan hefur neit- að að viðurkenna þær takmarkanir, sem sovézk yfirvöld hafa reynt að setja á starfsemi allra trúarflokka þar eystra. Aðventistar og önnur trúfélög í Sovétríkjunum, sem hafa ekki fengið opinbera viðurkenningu, mæla harðlega gegn þeim takmörk- unum, sem þeim er fyrirskipað að lúta og segja að þær brjóti freklega í bága við þá meginreglu stjórnar- skrár Sovétríkjanna, sem kveður á um að skilnað ríkis og kirkju. Eigi að síður hefur starfsemi aðventista verið settar þröngar skorður undanfarin ár og fyrir rúm- um tveimur árum voru handtökur og aðrar aðfarir leyniþjónustunnar gegn aðventistum í algleymingi. í ákallinu segir m.a.: — „Á undanförn- um tveimur árum hafa lögreglu- rannsóknir verið gerðar á heimilum meira en 200 aðventista, og þar hafa verið gerðar upptækar bækur, er snerta aðeins trúmál og mannréttindamál. 39 manns hafa verið teknir til fanga." Áður en þessar aðgerðir hófust, var Galetsky kominn á flótta undan lögreglunni til þess að komast hjá handtöku. í ákallinu segir: — Hann rétti hjálparhönd ofsóttum trúmönnum með skilningi og ástúð eins og sönnum og samvizkusömum presti ber. Vitnisburður hans og þátttaka í mannréttindabaráttunni — með því að gera opinber ofbeldis- verk og ofsóknir guðleysingja ríkis- ins gegn saklausum trúmönnum — bakaði honum ómengað hatur rússn- esku leyniþjónustunnar. Galetsky var loks handtekinn í Moskvu. Þeir, sem skrifuðu ákallið, eygja enga lausn. Þetta er síðasta áfallið eftir tveggja ára iinnulausar ofsókn- ir á hendur aðventistum og öðrum trúflokkum, sem ekki njóta opinberr- ar viðurkenningar. Snemma á árinu 1979 hófust hreinsanir KGB fyrir Ólympíuleikana og leiddu þær til handtöku hundruða kristinna manna um öll Sovétríkin. Þá barst hvert ákallið á fætur öðru frá Sovétríkjun- um til Vesturlanda. Plest eru þau send trúarleiðtojíum og kunnum leik- mönnum á Vesturlöndum, en þeim er yfirleitt svarað með þögninni einni saman. - PETER REDDAWAY. GYÐINGAHATUR Nýnasistarnir grípa til göm\u ráðanna Á síðustu þremur mánuóum hafa f»-anskir nýnasistar staðið fyrir 10 sprengjutilra'ðum og árásum á gyð- inga þar í landi. Nú hafa gyðingar i Frakklandi. sem eru um 700.000 talsins. heitið því að snúast til varnar og að auga verði látið koma fyrir auga. Þeir hafa stofn að 200 manna hersveit og feng ið tii liðs við sig 12 byssu- menn. sem Alþjoðaráð kúg- aðra gyðinga hefur sent þeim frá ísrael. Vaxandi gyðingahat- ur, sem rekja má bein- línis til andvaraleysis rík- isstjórna við nýlegum uppgangi hægrisinnaðra öfgamanna, er í tengslum við endurvakningu nasismans um allan heim og í þeim efnum er Frakkland miðpunkturinn. Þar hafa kynþáttafordómar og líkamsárásir völdum þeirra aukist stöðugt allan stjórnartíma Giscard d’Estaings, eða síðan 1974. Það, að ekki skuli hafa verið tekið hart á ofbeldissinnuðum stúdentasamtökum nýnasista í París, og svo aðgerðaleysi lögreglunnar gagnvart alvarlegum glæpaverkum hægriöfgamanna, hefur aðeins ýtt undir enn skelfilegri hryðjuverk. Enda hefur það komið í Ijós að undanförnu, að nýnasistum hefur tekist að hreiðra um sig innan lögreglunnar, sem hefur enda verið ákaflega ötul við að uppræta hryðju- verkasamtök vinstrimanna en 40 tilrnöi á þremur mánuöum látið glæpi nasista liggja milli hluta. Það var leiðtogi Alþjóðlegrar nefndar gegn kynþáttastefnu og j{yð- ingahatri, Jean Pierre-Bloch, sem ýsti því yfir, að „auga skyldi koma fyrir auga ef einhver úr okkar hópi verður fyrir árás“. Þessa yfirlýs- ingu gaf ráðið eftir að ráðist hafði verið með vélbyssuskot- hríð að barnaheimili gyðinga, skóla þeirra og samkundu- húsi og á bautastein, sem gyðingar hafa reist Ókunna píslarvottinum. Talið er, að ofbeldisað- gerðirnar í Frakklandi séu í tengslum við sprenjyuherferð í Vestur-Þýskalandi, Ítalíu og á Spáni og mikla athygli hafa vakið nýjar upplýsingar um sam- bandið á milli ítölsku fasistanna og öfgasinnaðra hægrimanna í Nissa í suður-Frakklandi. Mörgum jjykir það einkennandi fyrir ástandið, að jafn- vel áður en frönsk stjórnvöld létu til skarar skríða gegn fasistum voru þau farin að afsaka sig og segja að aðgerðirnar mundu taka langan tíma. Þeir eru til, sem óttast að ný, leynileg samtök hafi komist yfir nöfn gyðinga, sem nasistar höfðu á skrá hjá sér í stríðinu, og franski nasista- flokkurinn hafi ekki tekist að myrða í lok stríðsins. - PAUL WEBSTER SUÐUR-AMERIKA Lara Castro: „Óæskileg manneskja” í augum lögreglunnar. Konan sem harð- stjóranum tekst ekki að knésetja MORÐIÐ á Anastasio Somoza í siöasta mánuði kom fáum á óvart. Hitt olli meiri furðu. að það skyldi gerast í Asuncion í Paraguay þar sem vinstrisinnaðar bylt- ingarhreyfingar hafa löngum verið kæfðar í fæðingu og pólitísk morð verið með öllu óþekkt. Líklega hefur þó enginn orðið meira undrandi er Stroessner hershöfðingi, sem hefur verið for- seti í Paraguay í meira en aldar- fjórðung. Allt frá árinu 1954 hefur hann farið með völd í landinu og beitt til þess meiri herðýðgi en jafnvel tíðkast hefur í þessum heimshluta og er þá nokkuð lanj?t til jafnað. í síðasta mánuði kom dr. Carmen Lara Castro, sem er for- maður mannréttindanefndarinnar í Paraguay, fram með nýjar upp- lýsingar um eðli stjórnarfarsins í Iandinu. Dr. Lara Castro, sem er á sextugsaldri, er félagi í Róttæka frjálslyndisflokknum, sem er angi af heimshreyfingu frjálslyndra flokka og það var á vegum þeirra, sem hún var í Evrópu nú á dögunum. Fyrir utan mannréttindabaráttuna er Frjáls- lyndi flokkurinn í Paraguay ekki kreddufastur flokkur en staða hans nú er dæmigerð fyrir harð- neskjuna, sem Stroessner og félag- ar hans beita stjórnarandstöðuna í landinu. Sameinaði frjálslyndisflokkur- inn fyrrverandi, en úr þeim flokki voru ýmsir forsetar þjóðarinnar á fjórða áratugnum, var helsti keppinautur Colorado-anna svo- kölluðu. Hann var löngum sterkur í bæjunum og meðal mennta- manna og tók sér Argentínumenn til fyrirmyndar, en Colorado-arnir áttu meira fylgi að fagna úti á landsbyggðinni og hölluðu sér að Brasilíumönnum. Frjálslyndir áttu aðila að samsteypustjórninni, sem Colorado-arnir steyptu af stóli í borgarastyrjöldinni árið 1947, og í þeirra hópi var einmitt Stroessner. Það var þá sem Lara Castro hóf heimsóknir sínar í fangelsin sem áttu eftir að verða fleiri. Eigin- maður hennar var handtekinn og margir ættingjar hennar voru fluttir úr landi eða flýðu. Vegna kúgunarinnar, sem fylgdi í kjölfar valdatöku Stroessners, og deilna um það hvort fólk ætti eða ætti ekki að taka þátt í sýndar- kosningum stjórnvalda, klofnaði Frjálslyndi flokkurinn í sex hluta og er nú sá armurinn stærstur, sem dr. Lara Castro fylgir að málum. Dr. Lara Castro fór frá Asuncion 22. ágúst sl., aðeins fjórum dögum eftir að hún hafði verið beitt ofbeldi og henni kastað út úr aðallögreglustöðinni á þennan hátt: „Lögregluforingjarnir hróp- uðu: „Þú ert óæskileg manneskja í okkar augum." Ég spurði hvers vegna svo væri og þá var mér sagt, að ég skyldi ekki vera að spyrja spurninga. Ég sagðist krefjast skýringa á framferði þeirra og þeir sögðu, að eina svarið sem ég fengi, væri að ég yrði handtekin líka.“ Þetta hljómar að vísu eins og samtal í þriðja flokks hasarmynd, ef ekki kæmi til, að skömmu áður hafði yfirmaður lögreglunnar í Paraguay hafið rannsókn á málum hennar á þeirri forsendu, að hún hefði verið með „dylgjur og ögranir við lögregluna". „Pólitískum föngum hefur að vísu fækkað í Paraguay en kerfið hefur samt lítið breyst,„ segir dr. Lara Castro. Það var árið 1967, sem dr. Lara Castro stofnaði mannréttindanefndina og færði sér þá í nyt örlítið meira frjálsræði af hálfu stjórnvalda, sem þurftu á stjórnarskrárbreytingu að halda til að gera Stroessner kleift að sitja enn eitt kjörtímabilið. Þá voru í Paraguay 1500 pólitískir fangar. Dr. Lara Castro segir: „Sá mað- ur sem við höfum valið fanga ársins er Napoleon Ortigoza, sem hefur verið hafður í einangrun- arklefa í 18 ár á aðallögreglustöð- inni í Asuncion. Hann er ekki lengur andlega heili og hefur reynt að stytta sér aldur með flösku- broti. Þegar hann var handtekinn, sakaður um samsæri gegn Stroessner, var hann ungur foringi í hernum. Hann er einn fárra fanga, sem ég hef aldrei fengið að koma til, aðeins móður hans og systur hefur verið leyft að vitja hans.“ Það er á brattann að sækja fyrir mannréttindanefndina paraguay- ísku og margir félaga hennar hafa verið reknir úr landi eða fangels- aðir. Stefna Carters Bandaríkja- forseta í mannréttindamálum hef- ur þó aukið á bjartsýnina og sömu sögu er að segja um Paraguayíska mannréttindaráðið í Bretlandi, sem sér um að framferði Stroessn- er og fylgismanna hans verði ekki látið liggja í þagnargildi. — RICH- ARD BOURNE.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.