Morgunblaðið - 19.10.1980, Page 12
60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980
Samkomulag Oppen-
heimers viö leiðtoga
blökkumanna í Suö-
ur-Afríku hefur veriö
harla gott, eins og til
dæmis viö Leabua
Jonathan, leiðtoga
Lesothoríkis.
AUÐJÖFURINN FREDERICK OPPENHEIMER
Harry á
hauga
af gulli
Harry er mjög geðslegur og
hlýlegur í viðmóti í vinahópi, en
til vina hans teljast stóriðju-
höldar, fjármálamenn og æðstu
menn ríkja um heim allan. Það
má með sanni segja að Frederick
(Harry) Oppenheimer, sem nú er
71. árs að aldri, sé einhver
lítillátasti maður sem um getur.
Þótt Oppenheimer stjórni
stærsta gull- og demantaverzl-
unarhring í heimi, segja menn
að hann hafi liðið fyrir feimni og
óframfærni á unga aldri. En bak
við þessa grímu lítillætis leynist
afar mikil sjálfsögun og járn-
harður vilji. I Jóhannesarborg er
viturlegra að láta ekki bera á
Hið ósýnilega veldi Oppenheimers getur skotið stjórnvöldum skelk í
bringu.
auði og völdum um of því að ekki
er hörgull á öfundarmönnum og
óvinum, en slíka á Oppenheimer
sennilega jafnmarga og vini.
Slíkt er ekkert einsdæmi um
mann sem stjórnar risafyrirtæki
sem þessu, og það er ekki aðeins
fjöldi Suður-Afríkumanna sem á
alla sína afkomu undir þessum
fyrirtækjum, heldur eru þau
einnig afar mikilvæg vestrænum
iðnaðarþjóðum.
Oppenheimer-hringurinn á
líka kola- og úrannámur sem eru
mikilvægir orkugjafar. Kopar-
og járnnámur^á hann einnig í
stórum stíl, en á platínu og
demöntum hefur hann nokkurs
konar einokun.
Oppenheimer-hringurinn
framleiðir um það bil einn þriðja
af gulli því sem kemur á markað
á Vesturlöndum.
Gullframleiðsla fyrirtækisins
nam tvö þúsund milljörðum á
síðasta ári, en það virðist eiga í
sífelldu stríði við stjórnirnar í
Bonn, London, Tókíó og Wash-
ington. Verðbólgur og gengisfell-
ingar eru góðar fréttir á gull-
markaðnum, því þá hækkar verð
gullsins samsvarandi. Vegna
einokununarstöðu Oppenheimer-
hringsins, sem er svipuð og
einokun De Beers á demöntum,
hefur hann komizt í kast við
yfirvöld þau í Bandaríkjunum
sem hafa eftirlit með hringa-
myndunum. Við þetta bætist að
Oppenheimer-hringurinn hefur
orðið fyrir gagnrýni um allan
heim af þeim sem eru mótfallnir
aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku.
Þegar uppvíst varð um demanta-
verzlun Oppenheimers við Israel,
meinaði Kuwait bandaríska
dótturfyrirtækinu, Engelhard
Robin Smyth/OBSERVER
Járnbrautaverkfalliö
í Vestur-Berlín:
Múrinn var
verkfallsmönnum
engin vörn
Kolalest á Spandau-stöðinni i Vestur-Berlín. — Málgagn kommún-
ista 1 horginni, „sem er hávært í stuðningi sinum við verkföll í
Vestur-Þýzkalandi“. var aftur á móti í þetta skiptið á bandi
atvinnurekenda.
Hvenær mega lögreglumenn
'ommúnistastjórnar Austur-
Þýzkalands fara yfir múrinn til
Vestur-Berlínar, vopnaðir öxum
og kúheinum og með lögreglu-
hunda?
Svar: Þegar þeir vilja ráðast á
járnhrautarstarfsmenn í Vestur-
Berlín, sem lagt hafa undir sig
merkjastöðvar járnbrautanna.
í meira en viku minntu 600
járnbrautarstarfsmenn í Berlín
Vestur-Þjóðverja óþyrmilega á að
Vestur-Berlín er ekki eyja, sem er
sjálfri sér næg, í kommúnistarík-
inu Austur-Þýzkalandi. Austur-
Þýzku ríkisjárnbrautirnar stjórna
járnbrautunum í Vestur-Berlín, þ.
á m. öðru járnbrautarkerfi borg-
arinnar, S-brautinni svokölluðu.
Á undanförnum árum hafa hin-
ir 3.600 starfsmenn ríkisjárn-
brautanna í Vestur-Berlín orðið
sífellt óánægðari með sinn hlut.
Laun þeirra eru 30% lægri en í
Vestur-Þýzkalandi, heilbrigðis-
þjónustu og stéttarfélög hafa þeir
með Austur-Þjóðverjum, ekki er
hlustað á kvartanir og verkföll
eru óþekkt.
Þegar 600 ákveðnustu járn-
brautarstarfsmennirnir ákváðu
að taka áhættuna og fara t
verkfall á dögunum, töldu þeir sig
hafa yfirhurði yfir pólsku verka-
mennina á einu sviði. Þeir búa
vestan járntjaldsins þar sem vest-
ræn lög gilda, og þeir áttu von á
umtalsverðum stuðningi frá öðr-
um Berlínarbúum.
Þeir tóku ekki með í reikning-
inn að frelsi Berlínar er tryggt
með viðkvæmu jafnvægi sam-
komulags, hótana og þegjandi
samþykkis. Að Austur-Þjóðverjar
skuli stjórna járnbraut í Vestur-
Berlín er sérstætt ákvæði sem
komst inn í fjórveldasamningana
um borgina þegar Þýzkaland
klofnaði á síðari hluta fimmta
áratugsins.
Berlín er ennþá fjórveldaborg
og vesturveldin hafa engan áhuga
á því, að brestir komi í samkomu-
lagið vegna deilna um járnbraut-
irnar. Austur-Þjóðverjar eru
heldur ekki í skapi til að láta
undan verkfallskröfum í Vestur-
Berlín sem vekja mundu öfund
meðal vinnandi manna í þeirra
eigin landi, einmitt þegar
óánægja hefur magnast vegna
velgengni pólskra verkamanna.
Þann 17. september stöðvaði
verkfallsnefnd járnbrautarstarfs-
manna í Vestur-Berlín járnbraut-
ársamgöngur. Verkfallsmenn
lögðu undir sig merkjastöðvarnar
í Vestur-Berlín. Matvælaflutn-
ingar voru á hinn bóginn ekki
hindraðir, og ekki var heldur
hróflað við járnbrautartengslum
bandamanna til vesturs.
Viðbrögð Austur-Þjóðverja
voru þau að ásaka verkfallsmenn-
ina um að vera „æsingamenn" og
„hryðjuverkamenn“. Stjórnvöld í
Vestur-Berlín voru sökuð um að
standa að baki verkfallinu. Marg-
ir járnbrautarstarfsmannanna
eru vinstri sinnar og hallast að
kommúnisma, en þeir komust að
raun um að kommúnistablaðið í
borginni, sem er hávært í stuðn-
ingi sínum við verkföll í Vestur-
Þýzkalandi, var á bandi atvinnu-
rekenda í þctta sinnn.
Ríkisjárnbrautirnar svöruðu
verkfallsmönnum með því að reka
foringjana. Verkfallsmenn sneru
sér þá til öldungaráðsins í Vest-
ur-Berlín og fóru fram á samn-
inga við stjórnina í Austur-
Þýzkalandi og bandamenn um að
vesturveldin tækju við stjórn
járnbrautanna í Vestur-Berlín.
En borgarstjórinn í Vestur-
Berlín, sósíaldemókratinn Dict-
rich Stobbe, hafði „biturt svar“
handa járnbrautarstarfsmönnun-
um. Hann sagði að einhliða að-
gerðir af hálfu vesturveldanna í
þá átt að taka að sér stjórn
járnbrautanna kæmu ekki til
greina og að ekki væri líklegt að
auðvelt yrði að greiða úr þessu
máli, sem svo lengi hefði verið
samkomulag um.
Stobbe mælti fyrir munn allra
þeirra Vestur-Berlínarbúa sem
óttast deilur er leiða kynnu til
hættuástands í Berlín á sama
tíma og hættuleg spenna ríkir í
alþjóðamálum. Álit Vestur-Ber-
línarbúa og Vestur-Þjóðverja er,
að því minna sem Berlín sé á
döfinni í svipinn, þeim mun betra.
Austur-þýzka járnbrautarlög-
reglan í fylgd kommúnista í
Vestur-Berlín settist um varð-
stöðvarnar sem verkfallsmenn
höfðu lagt undir sig. Lögreglan í
Vestur-Berlín lét það afskipta-
laust þegar austur-þýzka lögregl-
an braut hurðirnar með kúbeinum
og öxum. Foringjar verkfalls-
manna sögðu að árásin hefði verið
hrottaleg.
„Við eygjum enga von“ var haft
eftir einum talsmanni verkfalls-
manna er samtök þeirra leystust
upp. „Allir hafa snúið við okkur
baki“.
Jafnvel eftir að deilunni átti að
heita lokið virtust vandræði
framundan fyrir lestarfarþega í
Vestur-Berlín. Nokkur hundruð
verkfallsmenn, þar á meðal menn
í mikilvægum störfum, lýstu yfir,
að þeir mundu aldrei aftur vinna
fyrir Austur-þýzku ríkisjárn-
brautirnar. Margir hafa ákveðið,
þótt þeim sé það óljúft, að flytja
frá Vestur-Berlín og fá sér vinnu í
öðrum vestur-þýzkum borgum.
Ein vonarglæta er eftir. Tapið á
S-brautinni er mikið og austur-
þýzka stjórnin er alltaf að reyna
að fá Vestur-Berlín til að taka á
sig hluta af kostnaðinum.
Austur-Þjóðverjar mundu án
efa fagna því, ef vesturveldin
tækju að sér S-brautina, en yfir-
völd í Vestur-Berlín eru ákveðin í
að taka ekki við S-brautinni nema
allt járnbrautarkerfið í vestur-
hluta borgarinnar komist undir
þeirra stjórn. Hér virðast vera
fyrir hendi möguleikar á samn-
ingum milli hinna tveggja þýzku
ríkja, samninga sem að vísu
tækju langan tíma en kynnu þó að
bera árangur.
VANTAR ÞIG VINNU (n
VANTAR ÞIG FÓLK í
Þl AK.LYKIR I M ALLT
I.AM) ÞECAR Þl Al’C-
LYSIH I MORCl NBLADIM