Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 65 Þennan myndarlega borgarísjaka sáum við á á 69. bgr. hreykið, ef í ei(;u þess væri þó ekki nema helmingur þeirra tækja og Véla sem stöðin er búin. Á hlaðinu var um tugur stórvirkra vinnu- véla, fullkominn stór snjóblásari og fleiri minni var einnig að finna í stórum skálum og fleira mætti telja. Niels sagði, að stöðin yrði að vera vel birg allt árið um kring. „Við fáum aöeins eina birgðasend- ingu á ári með skipi á sumrin og erum t.d. ætíð með tveggja ára birgðir af olíu, ef skipakoman skyldi bregðast vegna ísa eða af öðrum ástæðum." Ársnotkun stöðvarinnar af olíu er að sögn Niels 400 þús. lítrar. „Nýmeti, s.s. grænmeti, egg o.fl. fáum við frá ykkur, þ.e.a.s. yfir sumartímann. Við höfum sérstakan samning við Flugfélag Norðurlands þar að lút- andi.“ Hvítabirnir feimnir Niels var hinn ræðnasti og sagði m.a. sögur af innbyggjurum og samskiptum þeirra við stöðvar- fólkið. Er hann fann áhuga undir- ritaðra á dýralífi heimskauta- svæðisins stóð ekki á upplýsing- um. Níu ísbirnir höfðu komizt í návígi við stöðvarmenn á sl. ári, en þeir leita oft til mannabyggða er hungrið sverfur að. Ekki höfðu þó hlotizt nein slys af þeim heimsóknum og sagði Niels hvíta- birni fremur feimna að eðlisfari. Hann gaf góðar vonir um, að við myndum sjá ísbirni í ískönnunar- fluginu daginn eftir, því þeir væru iðulega nokkrir á ísröndinni nærri ströndinni norðan Meistaravíkur. Þá sagui Niels savðnautin, sem lifa góðu lífi á þeim litla gróðri sem þarna er að finna, merkilegar skepnur og taldi líklegt að unnt yrði að komast í návígi við þau daginn eftir. Þegar stöðin í Meistaravík var upphaflega byggð voru sleðahundar þaö fyrsta sem komiö var meö á Snjóhérar eru tíðir gestir í hlaði staöinn. Vélsleðar hafa nú aö mestu leyst þá af hólmi, en þeir gegna þó enn nokkru hlutverki. og eru þeir með eindæmum snögg- blaðamanni aldrei að ná af þeim mynd. Heimskautarefir eru þarna allt í kring og þiggja þeir með þökkum matargjafir og eru einnig fljótir að nappa sér ýmsu ætilegu, ef þeir sjá sér færi. Síðari hluta dags fórum við með dós af niður- soðnum sardínum rétt út fyrir byggðina og settum innihaldið á stein. Þurftum við skamma stund að bíða þar til tveir refir, annar snjóhvítur, hinn brúnleitur, komu að og á meðan sá hvíti át rúmlega helming matargjafarinnar beið hinn hæverskur í háttum i hæfi- legri fjarlægð. Þegar sá hvíti hafði lokið við sinn hluta skiptu þeir um hlutverk. Ekki virtist nærvera okkar hafa verulega truflandi áhrif á þá. Heimskauta- úlfar ekki útdauðir Niels upplýsti, að nú nýverið hefði orðið vart heimskautaúlfs skammt frá Danmerkurhöfn, en talið hefur verið að þeir væru útdauðir og sagði Niels að þetta væri merkileg uppgötvun, ef rétt væri. I Meistaravík eru fimm græn- lenzkir sleðahundar, bundnir í járnkeðjur skammt frá húsaþyrp- ingunni. Sagði stöðvarstjórinn að þeir væru aðeins notaðir einu sinni á ári til sleðadráttar. Það er föst venja og hefð að farin er tveggja mánaða hundasleðaferð að vetrinum. Annars ferðast stöðvarmenn mest um á tíu manna þyrlu sem er í eigu stöðv- arinnar og einnig er stór vélsleða- floti á staðnum og hefur hver starfsmaður eigin vélsleða til af- nota. Þó gegna hundarnir nokkru hlutverki, þ.e. að aðvara heima- menn, ef óboðinn hvítabjörn ber að garði, en hungraður ísbjörn lætur veggi birgðageymslna ekki verða sér til trafala, ef hann hefur minnsta grun um að á bak við þá sé eitthvað ætilegt að finna. Hundarnir eru gífurlega sterk- byggðir og aðspurður sagði Niels, að þeim liði áreiðanlega vel í keðjum sínum, þeir fengju yfir- drifið að éta og þekktu ekki annað líf en þetta. Mannlífið í Meistaravík er einn- ig eftirtektarvert fyrir margra hluta sakir. Starfsmennirnir ráða sig til starfsins á þessum einangr- aða stað með skuldbindingu um að vera þar í minnst tvö ár. Ekki er heimilt að taka fjölskyldu né maka með á staðinn. Við sátum Niels Sevelsted stöðvarstjóri stendur hér fyrir framan nokkur hinna stórvirku tækja sem eru í eigu stöðvarinnar. aðeins rétt um núllgráðuna, varð kuldans lítt vart, fyrr en sólin hneig til viðar. I Meistaravík búa 15 manns árlangt, flestir eru þeir danskir, en þó er að finna í hópnum einn Norðmann. Staðurinn er svo til algjörlega einangraður frá um- heiminum sökum veðurfars, frá því um miðjan septembermánuð og fram í miðjan febrúar og er flugvöllurinn lokaður þann tíma. Fyrir utan þjónustuna við flug- völlinn er á staðnum veðurathug- unar- og rannsóknastöð og hótel- þjónusta. Þá hefur starfsliðið skyldum að gegna við strandgæzl- una, en austurströnd Grænlands er alfriðað landsvæði og hefur þurft að gæta ítrustu árvekni, að sögn Pauls, síðustu árin til að vernda hið viðkvæma dýralíf á þessum slóðum. Paul Hansen og flugmennirnir voru augsýnilega aufúsugestir í Meistaravík og var okkur öllum Rannsóknaskipiö Western Arctic. Aftan í skipinu má sjá hluta kapalsins, en hann er þriggja kílómetra langur. Ef myndin prentast vel má sjá einn af vísindamönnunum um borö, er hann stendur á efra þilfari og veifar til flugvélarinnar. mjög vel tekið. Yfirmaður stöðv- arinnar, Niels Sevelsted, sýndi blaðamanni húsakynni og tækja- búnað stöðvarinnar. Meðalstórt bæjarfélag hérlendis mætti vera ir í ferðum. Nokkrir skutust á milli húsa, er kynnisferðin um svæðið stóð yfir, en vegna mikilla yfirburða þessara fallegu hvítu hnoðra í viðbtagðsflýti tókst með starfsfólkinu í félagsmiðstöð staðarins um kvöldið. Hópurinn er sem ein stór fjölskylda og verður nánar sagt frá mannlífinu og síðari hluta ferðarinnar síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.