Morgunblaðið - 19.10.1980, Síða 18

Morgunblaðið - 19.10.1980, Síða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 Umsjón: Séra J&n Dulbú Hróbjartsson Séra Karl Siynrbjörnsson Siyurdur PAlsson aUdrottinsdegi Biblíulestur vikuna 19.—25. október Sunnudagur 19. okt. Matt. 22. 1—14. Mánudagur 20. okt. Jóh. 6. 24—33. Þriðjudagur 21. okt. 2. Mós. 16.2—7a og 13—15. Miðvikudagur 22. okt. Jóh. 15. 1—8. Fimmtudagur 23. okt. I. Kor. 10.14—22. Föstudagur 24. okt. I. Pét. 2. 5—10. Laugardagur 25. okt. Hebr. 7. 23—28. Þegar börnin spyrja Hvernig lítur Guð út? Hann hlýtur að hafa stór eyru, er það ekki? Lyftir hann húsþakinu þegar hann vill sjá okkur? Eða hvernig gerir hann það? i Flestar spurningarnar hjá börnum um það hvernig Guð lítur út, eiga það sameiginlegt að börnin ganga út frá því að Guð líkist manneskju og hagi sér sem slíkur. Þau velta fyrir sér smáatriðunum, þ.e. hvernig Guð geri hitt og þetta. — Leysa svo vandann gjarnan með því að líkja honum við hetju eða töframann. Foreldrar verða oft þreyttir á svona vangaveltum, því þeir álíta að spurn- ingar sem þessar séu vitlausar, en eiga jafnvel í vandræðum með að breyta þeim eða finna viðhlýtandi svör. Oft fá börnin aðeins þetta svar: Eg veit það ekki, eða: Þetta veit enginn. Börn þúrfa að vita að Guð er ekki töframaður eða hetja, heldur eitthvað allt annað. Að segja að Guð sé andi er ekki nógu góð skýring tii að byrja með. í besta falli segir það barninu ekkert en í versta falli verður Guð einhver þoku- kennd vofa. Hér á eftir fer sýnishorn af því hvernig hægt er að tala við börnin um þessi atriði. Samtal í þessu formi hentar að sjálfsögðu ekki öllum. í þessu tilfelli þyrfti barnið að vera orðið 6 ára til að geta fylgst með. Þegar barnið spyr spurninga um útlit Guðs eða háttaiag, eins og gert er hér í upphafi getur maður hafið samtalið eitthvað á þessa leið: — Ef maur gæti hugsað um Guð, hvernig heldur þú að hann mundi hugsa sér hann? _ ? — Ég held að hann hugsi sér Guð eins og hann væri stór maur. — Guð lítur líklega ekki út eins og maur, er það? — Nei, að sjálfsögðu ekki. En maurinn hefur aðeins lítið maurahöfuð til að hugsa með, svo hann heldur þetta kannski. — En héraungi, hvernig heldur þú að hann hugsi sér Guð? — Eins og héra! — Já, það gæti einmitt verið. Hann mundi hugsa um það besta og fallegasta sem hann þekkti, sem væri þá líklegast héramamman. Við mennirnir hugsum reyndar svona líka oft á tíðum. — Við teljum þó ekki að Guð sé eins og héri? — Nei, en við hugsum okkur að hann líti út eins og maður. — Gerir hann það ekki? — Það væri þó undarlegt ef hann gerði það. Hann sem hefur skapað mennina og maurana og alla hluti. Hvers vegna ætti hann að vera eins og eitthvað sem hann hefur skapað. Nei, Guð er eitthvað allt annað og nokkuð sem er miklu betra og stórkostlegra en við getum ímyndað okkur. Hann getur verið allsstaðar. Það geta menn ekki. Hann getur elskað okkur öll. Það gæti hin besta manneskja ekki gert. Hann getur heyrt kvöldbænir allra barna. Við þurf- um einu sinni ekki að grufla neitt í því hvernig hann getur það. Hann getur það af því að hann er ekki manneskja, heldur Guð. Með samtali eins og þessu náum við að sýna fram á, að við getum ekki skilið til fullnustu hvernig Guð er. Og þá erum við komin langt á veg. Sá sem kemur auga á takmörkun okkar mannlegu hugsunar, bíður ekki eftir að fá endanlega skýringu á því hvernig Guð lítur út. Börn sem spyrja mikið og hugsa mikið geta vel fylgt hugsanaferlinum um maurinn, hérann og manninn. Þau gleyma því ef til vill fljótt og spyrja jafnvel aftur sömu spurninganna, en þau samþykkja það sem við segjum. — í rauninni geta þau jafn auðveldlega og við fullorðna fólkið meðtekið hve ómögu- legt það er fyrir huga okkar að skilja Guð. I framhaldi af svona spurningu gæti komið spurning á þessa leið: — Hvers vegna höfum við ekki fengið augu sem geta séð Guð? — Ég skil að þú sért leiður yfir því. Það er ég líka. En það er auðséð að Guð vill ekki að við vitum eða sjáum allt. Ekki ennþá. Ef til vill hljómar þetta dapurlega, en það er ekki, því Guð er nálægt okkur jafnvel þó við sjáum hann ekki. Við getum beðið til hans, og hann er hjá okkur og gerir okkur glöð og örugg. Og allt sem við þurfum að vita um Guð hefur hann sjálfur sagt okkur, en það stendur í Biblíunni. Ekki hvernig hann lítur út, heldur hvernig hann er og um allt sem hann hefur gert fyrir okkur mennina. En nokkur leyndarmál vill hann að við eigum til góða. Og svo tölum við að sjálfsögðu um þann dag, þegar við endanlega fáum að sjá Guð og þá með nýjum augum, ekki óskýrum heldur á fullkominn hátt. Eftir að hafa heyrt um himininn er ekki ósjaldan að börn vilji deyja, þó ekki væri nema stutta stund. Það verður jafnvel erfitt að útskýra ótta okkar allra við dauðann. Fyrir börnunum er dauðinn alls ekkert óttalegur. Sum vilja flýta sér til himins af vísindalegum áhuga, til að sjá með eigin augum hvernig þar er umhorfs. Aðrir vilja komast þangað til að geta hitt Guð. Frh. (Endursagt úr bókinni: Nár barna spör eftir Birgittu Petri). Ekki hafa aðrir þættir hinnar postullegu trúarjátningar valdið meiri deilum hér á landi en einmitt þessi. Deilan hefur stað- ið um orðið „hold.“ Sökum þess- arar deilu hafa sumir lært þenn- an hluta játningarinnar þannig að sagt hefur verið: ég trúi... á upprisu dauðra. Rétt er að geta þess strax, að um það verður ekki deilt, að orðrétt þýðing á þessum hluta þessarar fornu játningar er „upprisu holdsins". Gildir þar einu hvort farið er eftir hinni grísku eða latnesku gerð játningarinnar. í eðli sínu hefur deilan því staðið um það í hverju hin k.ristna upprisutrú væri fólgin. Sumir andstæðingar orðalagsins „upprisa holdsins" hafa beitt fyrir sig hinum barna- legustu rökum eins og t.d. þeim að það væri hin mesta fásinna að hugsa sér að menn sem hefðu t.d. farist í sjó og leifar þeirra dreifst um allar álfur gætu risið upp að holdinu, rétt eins og þar stæði hnífurinn í kúnni! En hvað felst þá í þessu orðalagi? í hverju er hin kristna upprisutrú fólgin? Rétt er að taka fram, að í umræddri setn- ingu er ekki verið að vísa til upprisu Jesú Krists. Trú á upp- risu hans hefur þegar verið játuð með orðunum „ ... reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum." Én að sjálfsögðu grundvallast trúin á upprisu mannsins á trúnni á upprisu Jesú Krists. í 15. kafla 1. Korintubréfs fjallar Páll postuli m.a. um að ómögulegt sé að heyra fagnaðarerindið um upp- risu sjálfs sín. En á sama hátt og upprisa Jesú er boðuð sem kjarnaatriði í tilveru mannsins, þá er hún einnig boðuð sem kjarnaatriði og þáttaskil í allri tilverunni. Upprisa Jesú er upp- haf nýsköpunarinnar sem Nýja testamentið boðar. Upprisan í Nýja testamentinu er ekki bund- U....„ÁJK—.-J .. á upp- risu holdsins in við innri, andlegan heim heldur sköpunina alla. Upprisa sem ekki tæki til hins líkamlega, væri þá manninum óviðkomandi, vegna þess að maðurinn er ekki líkamalaus fremur en án sálar og anda. Upprisutrúin tekur til mannsins alls, vegna þess að hún setur von sína á Guð. í upprisu- trúnni felst sú sannfæring, að Guð reisi manninn allan frá dauðum á sama hátt og hann í upphafi skapaði hann. Gagnvart þessu standa ódauð- leikahugmyndirnar, sem eru í því fólgnar að maðurinn deyi ekki allur heldur aðeins hinn óæðri hluti mannsins, líkaminn. Ódauðleikahugmyndirnar skipa manninum í tvennt, hið líkam- lega og hið andlega og setja von sína á hið æðra í manninum, sálina, andann eða guðdóms- neistann. Hin kristna upprisutrú þekkir ekki slíka skiptingu í „æðri“ og „lægri" hluta, sú skipt- ing er af heiðnum toga. Mikilvægt er að hafa í minni, að nýsköpunin, sáttargjörðin, réttlætingin og upprisan eru ekki sitthvað, heldur mismun- andi hliðar hins sama veruleika sem á sér rætur í Jesú Kristi. Ef Kristin trú boðaði aðeins ódauðleika, væri það dómsboð- skapur. Maðurinn væri þá dæmdur til að lifa áfram í rofnu samfélagi við skapara sinn. En nú boðar kristin trú upprisu. Og upprisan felur m.a. í sér að sambandið við Guð varir þegar allt annað brestur. Sambandið við Guð felur ekki í sér að maðurinn sé um eilífð seldur undir sekt sína, heldur er hann um eilífð leystur undan henni. Það er upprisa og hana boðar kristin trú ekki sem kenningu heldur sem fagnaðarerindi, fagnaðarerindið um nýsköpun- ina sem á sér stað vegna dauða og upprisu Jesú Krists.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.