Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 75 Menningarlegar Mánudagsmyndir • Adventures of Barry McKenzie, var fyrst mynd hinnar átrölsku nýbylgju, sem vakti umtalsverða at- hygli og áhuga Evrópubúa. Hún var gerð af framleið- andanum Philip Adams, en leikstýrð af Bruce Beres- ford. Næsta mynd þeirra félaga nefndist Don ’s Party, og er gerð eftir samnefndu leikriti eins kunnasta nútíma leikrita- Hér á eftir verður drepið á nokkrum myndum sem valdar hafa verið til sýninga á mánudögum í Háskólabíói, næstu mánuði. Að venju er um að ræða fjölbreytt myndaval, víðsvegar að og eiga það sammerkt, flestar, að flokkast undir svokallaðar „listrænar myndir“. Þær njóta yfirleitt ekki brautargengis hins almenna afþreyingarmarkaðs (með sífelldum undantekn- ingum samt), og fást því oftast ekki sýndar öðruvísi en í kvikmyndaklúbbum eða á sérsýningum, líkt og hér. • Það eru fá orð sögð í kunnri, tveggja ára gamalli, danskri mynd 92 minutter af i gaar. Hún segir af frönskum kaupsýslumanni, sem á stutta viðkomu í Kaupmannahöfn, á leið sinni til Stokkhólms. Hann á vantalað við umboðsmann sinn í borginni, og hefur 92 mínútur til umráða, en þeg- ar á staðinn kemur er umbi á braut en ung stúlka önnum kafin að flytja inn. Örlögin haga því svo að á þessum skamma tíma myndast sterkt samband á milli þessara ólíku, ókunnu persóna. Athyglisverð mynd um landamæri tungumála og tilfinninga. Leikstjóri er Carsten Brandt (hans fyrsta mynd, sýnd opinberl. á Cannes, 1980). • O Thiassos, eða Ferðalag leikaranna, er heimsfræg, 4ra tíma löng grísk mynd, er fjallar um baráttu þeirr- ar mætu þjóðar gegn fas- isma — bæði af innlendum toga spunnum sem utanað- komandi, á árabilinu frá 1939-1952. Myndina gerði Thodoros Angelopoulus, við knöpp kjör á tímum hinnar illa þokkuðu fasistastjórnar herforingjanna, 1974—75. höfundar þeirra Ástrala, David Williamson. Myndin fjallar um veislu- höld sem eiga sér stað í kringum kosningarnar 1969, þegar Frjálslyndi flokkurinn tapaði í fyrsta sinn í tuttugu ár, fyrir Verkamannaflokknum. Fjölskrúðug blanda mann- fólks er í veislunni, eða vinstrisinnaður kennari í fylgd með einni háværri með kynþörf í frekara lagi; hæglátur endurskoðandi með mislukkuðum heim- spekingi; niðurlægð eigin- kona ásamt klámmynda- Þau Angie Dickinson og Burt Reynolds, voru kjörin„stjörnur ársins", vestan hafs. framleiðanda, og svo mætti lengi telja. .. • Það hefur verið geysilega mikið látið með nýjustu mynd James Ivory, The Europeans, sem nú er vænt- anleg í Háskólabíó. Mynd- gerð hinnar þekktu sögu Henry James, þykir hafa tekist mætavel og gagnrýn- endur eiga tæpast orð til að lýsa hrifningu sinni á leik Lee Remick. • Newsfront er áströlsk mynd sem hefur á sér heimildarsvip, en hún fjall- ar um mikið umbrotatíma- bil í sögu Ástralíu, eða árin uppúr 1948. Segir af bræðr- um sem starfa báðir við fréttamyndagerð, en halda sitt í hvora áttina og Roland Blanche í dönsku myndinni 92 minutter af i gaar. Atriði úr hinni andfasistísku mynd O Thiassos. Tvær kempur: Truffaut og Almendros við gerð „Græna herbergisins'‘. taka sitt hvora lífsstefnuna. Newsfront hefur vakið mikla athygli víðsvegar um heim, leikstjóri er einn af efnilegri leikstjórum hinn- ar fjarlægu heimsálfu, Philip Noyce... • Messer im Kopf, eða Hnífurinn í höfðinu, nefnist afkvæmi vestur-þýzku kvik- myndanýbylgjunnar frá 1978, gerð af Reinhard Hauff. Fjallar um mann sem missir minnið sökum höf- uðáverka og reynir að kom- ast á sannir um hvort hann hafi verið friðsæll borgari fyrir slysið eða hættulegur hryðjuverkamaður, eins og lögreglan lætur í veðri vaka. Sterk, pólitísk mynd. • Næst í röðinni er mynd eftir snillinginn Francois Truffaut, en hver ný mynd frá hans hendi er næsta kærkomin. Hér er um að ræða Græna herbergið, (La Chambre Verte). Hér er, í stuttu máli, um að ræða eina bestu mynd snillings- ins, og í henni að finna flest það sem helst prýðir mynd- ir hans. Einvala lið er Truffaut til aðstoðar, líkt og myndatökumaðurinn Nestor Almendros og sjálf- ur fer Truffaut með aðal- hlutverk og semur handrit- ið. • Norðmenn, nágrannar vorir hafa verið iðnir við kolann í kvikmyndagerð undanfarin ár og Hvem har bestemt ...? þykir standa þar framarlega í flokki. Myndinni er lýst sem ádeil- inni kómedíu um þá spurn- ingu hversu frjáls maður í rauninni er í vestrænu lýð- ræðisríki. Leikstjóri er Petter Venneröd. • Ar þrettán mánaða, (In einem Jahr mit 13 Monden), nefnist þekkt nýleg mynd eftir Fassbinder, hér semur hann einnig handritið, klippir og kvikmyndar. Viðfangsefnið er ekki nýtt fyrir hinum afkasta- mikla leikstjóra, eða mar- tröð lítilmagnans i þjóðfél- agi nútímans, en myndin fjallar um Erwin sem lét breyta sér í Elviru til að reyna að nálgast manninn sem hann elskar ... Vítt og breitt Síðastliðin vika var frem- ur ómerkileg, frá kvik- myndalegu sjónarmiði. Kalígúla ríður húsum, (o.fl.), í Laugarásbíói, hér má segja að sé keisaralegt klám á ferðum. Maður er manns gaman, er ein af þessum furðulegu myndum sem fólk flykkist á af eins- konar hjarðhvöt. Austurbæjarbíó stillti upp framhaldsmynd um farþegaskipið Poseidon, og þykir standa frummyndinni all-langt að baki, sem var þó ekki ýkja háreist ... Stjörnubíó frumsýndi Vélmennið, með stálkjaft- inn kunna, Richard Kiel í aðalhlutverki, eins getur þar að líta Barböru Bach, sem gekk í það heilaga með erkibítlinum Ringo, á dög- unum. Annarsstaðar mest- megnis endursýningar. Astkær fósturjörðin komst í fyrirsögn í „biblíu skemmtiiðnaðarins", Vari- ety, þ. 1. þessa mánaðar, í sambandi við vesturfara, Hrafn, (á hvers nafni Vari- ety klæmist á og skírir Hrafal), Ágúst og Knút Hallsson. Þeir halda vestur um haf með góðar myndir í farangrinum: The Father’s Estate og Land and Sons, auk myndar Kristbergs Óskarssonar, sem á ensku útleggst The Broad Gate To Heaven. Eins og komið hefur fram, þá verða þessar I myndir sýndar á Skandin- J avískri kvikmyndakynn- ^ ingu sem standa á fimm vikur í Museum of Modern Art, í háborg listanna, New York. Síðan halda lista- | mennirnir með verk sín á I fleiri hátíðir þar vestra. Megi gengi þeirra verða i sem mest. Og áfram með hátíðir: Nú ; hafa Bandaríkjamenn ákveðið að halda árlega kvikmyndahátíð á sama tíma og Cannes, vestur í I Ix)s Angeles. Hátíðina setja þeir til höfuðs Frökkum, sökum þess uppsprengda kostnaðar og plokkerís á öllum sviðum sem hefur sett mark sitt á hinn fræga, franska kvikmyndamarkað við Miðjarðarhafið. Frakk- ar hafa náttúrlega borið fram hávær mótmæli, að vonum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.