Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 uiicutlOST ADSBL*PEf %n Gudmundsson Qen fredlöses’ he^ _ lnl„w, tor • .r p4 ■r*E*r,£k. Sk»ndin»"pn* ,"1" Ga(l. R»;WÍ»'ik' .. tilUetka sma efM . „ii#l och , tekntWen haf haVf ijehanda sinnn- „iveckUtochgjort^^ I kakonsUuk.ionendockwM SiNDRA STALHF Fyrirliggjandi i birgðastöð Borgartúni31 sími27222 Borgartúni31 sími27222 íslendingar með leikbrúðu- námskeið í Finnlandi Nýja SameÍKnafélaKshúsiA við Kirkjubraut og gömlu húsin Bjarmi og SóleyjartunKa. sem voru byifiíð var fyrir síðustu aldamót. aftur og rakt vaskaskinn strengt yfir andiitið. Síðan tók eitt við af öðru, smíða líkama, gera hendur og fætur, og að lokum að sauma föt á leikbrúð- urnar. Allt efni til námskeiðsins tóku stjórnendur með frá Islandi, nema leirinn. Vinnustundir þessarar viku urðu u.þ.b. 40 og óhætt að segja að allir hafi unnið af mikilli vinnu- gleði og áhuga. Tíminn var naumur, en allir luku við eina leikbrúðu, sumir tvær, eða þeir sem höfðu tækifæri til að vinna jafnframt heima. Síðasta kvöldið var haldin kvöldvaka, þar sem stjórnendur og þátttakendur sýndu smáþætti með brúðu, sem þeir höfðu gert. Þótt tími til æfinga væri nánast eng- inn, var leikgleðin og hugmynda- flugið ríkjandi og stemmningin fín. Við vonum að námskeiðið hafi áhrif í þá átt að efla brúðuleikhús- starfsemi í Finnlandi og kvöddum við Erna fólkið og landið með söknuði." að á þessu ári Akranesi 16. okt. 1980. ÞAÐ hafa verið töluvert miklar byggingaframkvæmdir hér á Akranesi á þessu ári. Úthlutað var 45 einbýlishúsalóðum og 15 raðhúsalóðum og mörg hús eru í byggingu. Um 1.600 metrar af nýjum götum hafa verið lagðir og varan- legt slitlag lagt á 1.296 metra eldri gatna. Þá er búið að leggja varanlegt slitlag á 15.980 metra af 26.700 metra gatnakerfi bæjarins eða um 60% alls. Stærsta húsið, sem nú er risið og bíður innréttingar, er Sam- eignafélagshúsið Kirkjubraut 40. Það er þriggja hæða, 1.195 fer- metrar og 4.596 rúmmetrar. Eig- endur þess eru Verkalýðsfélag Akranes (30%), Lífeyrissjóður Vesturlands (30%), Sveinafélag málmiðnaðarins (15%), Verk- fræði- og teiknistofan S/F (15%), Trésmíðafélagið (5%) og Verzlun- armannafélag Akraness (5%). Áætlað verð hússins er 300 til 350 milljónir. Verkfræði- og teikni- stofan S/F hefur annazt hönnun hússins og séð um allar teikn- ingar. Ungt fólk, sem er að byrja búskap, hefur einnig keypt gömul hús, gert þau upp og prýtt svo eftirtekt hefur vakið. Næsta átak í byggingarmálum vegna íþróttamála er fullkomin sundlaug á Langasandsbökkum. Nú þegar er hafin söfnun í bygg- ingarsjóð hennar og hefur íþrótta- bandalag Akraness gefið hálfa milljón og skorað á félög og einstaklinga að styrkja bygging- una með framlögum og áheitum. Opnaður hefur verið gíróreikning- ur númer 7.800 í þessum tilgangi. Iþróttamannvirki hafa raunar verið reist hér á Akranesi með þegnskylduvinnu áhugamanna, svo sem íþróttavöllurinn og íþróttahúsin, en bæjarfélagið hef- ur raunar alltaf fylgt á eftir á rausnarlegan hátt. Það má segja að næg atvinna hafi verið hér að undanförnu og ef miðað er við Akranes á milli Hvalfjarðar og Grunnafjarðar, þá er hér eitt mesta iðnaðarsvæði á landinu með Sementsverksmiðj- una, Grundartangaverksmiðjuna, Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ell- erts hf., frystihúsin, Fiskiðjuna Arctic, Niðursuðuverksmiðju H.B. & Co., Trésmiðjuna Akur og Síld- ar- og fiskimjölsverksmiðju Akra- ness hf. En ef sjávarútvegurinn og iðn- aður hans á að halda í horfinu, verður að minnsta kosti að bætast einn togari í flotann, og er þá miðað við að fiski fjölgi í sjó, en það er þýðingarmest. Július verkstæði Jóns í Reykjavík og orðaði hann þá, að einhverntíma kæmi Jón til Finnlands til að halda námskeið í leikbrúðugerð. „Vegna ýmissa orsaka hefur ekki getað orðið af því fyrr en nú“ sagði Jón í stuttu samtali við Mbl. um ferðina. „Námskeiðið var haldið í Espo Thorstrup í nágrenni Helsinki. Nemendur voru 12, flestir meðlim- ir í áhugaleikfélögum í Espo og Helsinki. Fyrsta daginn voru kynntar níu tegundir leikbrúða og gátu þátt- takendur valið sér þá leikbrúðu- gerð, sem þeir höfðu mestan áhuga á að búa til. Útkoman var sannarlega fjöl- breytt, skógartröll, fuglar, api og furðudýr úr hafinu, fyrir utan alla karla, kerlingar og kóngafólk. Fyrst var hafist handa við að móta höfuð úr leir, síðan voru sett fjögur lög af pappír og lími utanum það. Þegar límið var þurrt var leirinn tekinn innanúr og höfðuðið skorið í tvennt og munn- hreyfibúnaður settur í. Þarnæst er höfuðið límt saman Hálfhert efni í þykktum frá 0,80 mm — 6,00 mm Plötustæröir 1200 mm x 2500 mm Finnsk blöð sögðu frá heimsókn íslendinganna til þess að kenna Finnum leikbrúðugerð og hér er mynd af frásögn í stærsta blaðinu. Hufudstadsbladet. Jón E. Guðmundsson með að- stoð Ernu Guðmarsdóttur, hélt námskeiðí leikbrúðugerð í Finn- landi dagana 26. sept. til 3. okt. 1980. Námskeiðið var haldið á vegum Generalförbundet för svenska teateramatörer í Finnlandi og Teateramatörernes Samarbets- kommité. Finnsk-íslenski menn- ingarsjóðurinn veitti ferðastyrk. Aðdragandi námskeiðsins er sá, að árið 1975 var hér á ferð Bjarne Lönegren, formaður generalför- bundet för Svenska teateramatör- er, og kom hann í heimsókn á ALPLÖTUR Akranes: 60 lóðum úthlut- SINDRA STALHR SINDRA STAL í þrí liggur styrkurinn Það sem steypt er þarf að styrkja með stáli — Steypustyrktar stáli. Steypustyrktarstál er ein af okkar sérgreinum. Við geymum stálið í húsi, sem heldur því hreinu og gljáandi, þannig verður þaö þægilegra í vinnslu og sparartíma. Markmið okkar er fljót og góð sendingar- þjónusta. Notaðu aðeins gott steypustyrktar- stál, í því liggur styrkurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.