Morgunblaðið - 19.10.1980, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980
79
Norræna húsið:
Fyrirlestur um
Villy Sörensen
PRÓFESSOR Mogens Bröndsted
frá Kaupmannahöfn heldur erindi
í Norræna húsinu mánudaginn
20. okt. kl. 20.30 og talar um Villy
Sörensen. Nefnir hann erindi sitt
„Villy Sörensen og hans historie-
syn“. Villy Sörensen er kunnur
nútímahöfundur danskur, og árið
1974 hlaut hann bæði bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs og
Heinrich Steffens-verðlaunin
þýsku.
bókmenntasögu, m.a. Nordens
Litteratur (1972). Hann á sæti í
dönsku lektoratsnefndinni og
dómnefndinni fyrir bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs.
Fyrirlesturinn um Villy Sören-
sen og söguskoðun hans er öllum
opinn.
(FréttatilkynninK.)
Rósin sýnd
í Nýja bíó
í gær frumsýndi Nýja bíó kvik-
myndina „Rósin“. Myndin sú er
framieidd af Aron Russo og Marvin
Worth og leikstjóri er Mark Rydell.
Myndin greinir frá umbrotatímum
í lífi bandarískra ungmenna á
áratugnum 1960—1970. Með aðal-
hlutverk fara Betty Midler og Alan
Bates. Islenzkur texti er með
Leikkonan Betty Midler í kvikmyndinni „Rósin“. myndinni.
Mogens Bröndsted (f. 1918) er
bókmenntafræðingur að mennt,
var lektor í dönsku í Osló og
Uppsölum, prófessor í norrænum
bókmenntum við háskólann í
Óðinsvóum frá 1966 og rektor þess
háskóla 1966—71. Mogens
Bröndsted hefur gefið út bækur
um norrænar bókmenntir, auk
þess sem hann er „meðhöfundur"
að ýmsum stærri verkum um
Fyrirlestr-
ar um Biblíu-
rannsóknir
HÉR á landi er nú staddur
hollenskur fræðimaður, C.T. Stef-
felaar. Mun hann halda hér
nokkra fyrirlestra um Biblíurann-
sóknir og ýmsa spádóma hinnar
Fyrirlesarinn Steffelaar.
helgu bókar, sem hann segir að
tengist þeim örlagaríku tímum, er
vér lifum nú á.
Steffelaar mun sýna litskyggn-
ur með fyrirlestrunum. Þeir verða
fluttir á ensku, en túlkaðir á
íslenzku, og haldnir í Fáksheimil-
inu við Breiðholtsbraut í Reykja-
vík, nk. tvo þriðjudaga og fimmtu-
daga, þ.e. 21/10, 23/10, 28/10 og
30/10 kl. 20.30 alla dagana.
Æskulýðssambandið:
Gervasoni
fái hæli!
MBL. HEFUR borizt eftirfarandi
samþykkt af fundi sambands-
stjórnar Æskulýðssambands ís-
lands, 14da þessa mánaðar.
„Sambandsstjórn Æskulýðs-
sambands íslands samþykkir að
beina þeirri eindregnu áskorun til
íslenskra stjórnvalda að þau veiti
friðarsinnanum Patrick Gerva-
soni hæli á íslandi.
Þjóð sem státar sig af að hafa
ekki her og kunna ekki her-
mennsku getur ekki leyft sér að
vísa úr landi ungum manni, sem
hefur þor til að standa fast á
þeirri sannfæringu sinni, að það
sé réttur hvers manns að neita
hermennsku, ef hún brýtur í bága
við siðferðisvitund hans.“
SKEMMTILEG
SUMARHÚS
Eitt mun örugglega henta yður
(//■i /1 * UM*/I dW>//
jhuuiliuixííihi
Nú getum við boðið úrval glæsilegra sumarhúsa í öllum stærðum, sem sem þér getið fengið á ýmsum byggingarstigum.
En vinsælust eru frágengin hús, því þá er allt innifalið og ekkert annað eftir en að flytja inn.
Smiðum húsin allt árið, þannig að húsið þitt getur verið tilbúið í vor eða fyrr.
Komiö og kynnið ykkur verð og gæði húsanna að Smiðjuvegi 42. Höfum opið um helgina.
LAND UNDIR SUMARHÚS
Félög og fyrirtæki ættu að athuga, að við getum hoðið stórt land undir sumarhús á fallegum stað við Laugarvatn.
Sumarhúsasmíði Jóns
Smiðjuvegur 12, sími 71810 — 75612.