Morgunblaðið - 26.10.1980, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 26.10.1980, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1980 Plnrfiu Útgefandi itlMflfeft hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280 kr. eintakið. Aeinni viku hafa orðið sögulegar sviptingar innan Alþýðuflokksins. Þeg- ar hálfur mánuður var til flokksþings, lýsti varafor- maður flokksins, Kjartan Jó- hannsson, því yfir, að af lýðræðislegri nauðsyn teldi hann rétt að bjóða sig fram til formennsku gegn Bene- dikt Gröndal. A föstudaginn dró Benedikt sig í hlé og skildi sviðið eftir handa Kjartani einum, sem þá átti ekki nægilega sterk orð til að lýsa drengskap Benedikts og flokkshollustu. Baráttan um formannssætið í Alþýðu- flokknum hefur farið fram í fjölmiðlum, án þess að hinir almennu flokksmenn hafi þar nokkru um ráðið. Um leið og keppinautur formannsins fráfarandi óskar eftir auk- num áhrifum hinna almennu flokksmanna, er skipan í æðstu trúnaðarstöðu ákveðin í blöðum og ríkisútvarpinu — og það í flokki, sem styðst ekki við annað en ríkisrekinn fjórblöðung! Benedikt Gröndal ákvað í sumar að gefa kost á sér til endurkjörs, eftir að hafa ráðfært sig við helstu forystumenn flokks síns, í þeim hópi hlýtur Kjartan Jóhannsson, varaformaður, að hafa verið. Engu að síður ákvað Kjartan að bjóða sig fram gegn Benedikt. Um fátt hafa alþýðuflokksmenn not- að sterkari orð undanfarna daga en einhuginn í röðum sínum og traustari málefna- samstöðu en nokkru sinni fyrr. Benedikt Gröndal rök- styður þó afsögn sína með þessum hætti: „Alþýðuflokk- urinn hefur langa reynslu af innri átökum í forustuliði, sem ávallt leiða til sundrung- ar. Hefur þetta valdið flokknum óbætanlegu tjóni og haldið fylgi hans og starfi niðri. Hvernig sem kosning formanns færi nú, mundi hún draga á eftir sér slóða sundurþykkni og vandræða og veikja flokkinn.“ Snarpari opinbera ádrepu getur for- maður flokks varla veitt varaformanni sínum. Raunar má segja, að í afsagnaryfir- lýsingu Benedikts Gröndals vanti aðeins setninguna: Sá væjgir, sem vitið hefur meira. I yfirlýsingu í Morgunblað- inu á föstudag lýsti Vilmund- ur Gylfason ástandinu innan Alþýðuflokksins með þessum hætti: „Morgunblaðið reynir að úða salti — en það eru óvart engin sár.“ Hver og einn verður að dæma rétt- mæti þessara orða að eigin vild. Vilmundur Gylfason er nú kominn í framboð til varaformanns og einnig Magnús H. Magnússon. Jón Baldvin Hannibalsson hefur látið að því liggja, að hann sé til viðtals um málið. Aðvör- unarorð Benedikts Gröndals eiga ekki síður við um þetta annað æðsta embætti Al- þýðuflokksins. Og dugar af- sögn Benedikts Gröndals til að sætta Björgvin Guð- mundsson, oddvita Alþýðu- flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, við framboð Kjartans? Auðskiljanlegt er, að upp- reisnarmenn í stjórnmála- flokki leggi áherslu á lýðræð- isást sína og reyni þannig að höfða til fjöldans. Svipuð slagorð eru einmitt kærust vinstrisinnunum í bræðra- flokki Alþýðuflokksins í Bretlandi, þegar þeir reyna að ná öllum völdum í sínar hendur við megna andstöðu hins almenna kjósanda. Það þykir auðvitað ekki vænlegt til árangurs í valdabaráttu innan stjórnmálaflokks að lýsa því yfir, að ætlunin sé að setja andstæðingum sínum afarkosti bæði málefnalega og í mannavali. Afsögn Bene- dikts Gröndals byggist þó á því, að hann vill forða Al- þýðuflokknum frá því að lenda í þessari aðstöðu. En hefur honum tekist það? Er ekki líklegt, að framboð Kjartans Jóhannssonar og slagurinn um varafor- mannssætið leiði Alþýðu- Sögulegar svipting- ar í Alþýðuflokknum flokkinn einmitt inn á þá braut, sem Benedikt óttast? Skaðinn sé þegar skeður? Hafi það verið ætlun Kjart- ans Jóhannssonar að styrkja lýðræðislega innviði Alþýðu- flokksins, getur hann varla fagnað þeim lyktum á valda- brölti sínu, sem nú eru fram komnar. Alþýðuflokksmenn standa nú frammi fyrir orðn- um hlut og fá aðeins reykinn af réttunum í fjölmiðlum. Hér skal engu spáð um það, hvort þingfulltrúar á flokks- fundinum sætti sig við þetta þegjandi eða ræði ágrein- ingsatriði sín af einurð og festu. Ahrif hinna sögulegu sviptinga innan Alþýðu- flokksins eru þegar orðin þau, að Benedikt Gröndal hefur stigið fyrsta skrefið á leið sinni út úr stjórnmálun- um. Hann hefur átt undir högg að sækja síðustu miss- eri innan óstýriláts þing- flokks, sem á stundum hefur viljað eitt í dag og annað á morgun. Um rúmlega eins árs skeið var hann utanríkis- ráðherra og þar af einnig nokkra mánuði forsætisráð- herra. Sá tími var á margan hátt stormasamur en í utan- ríkisráðherraembættinu var Benedikt einarður og lét ótvírætt í ljós stuðning sinn við þá stefnu, sem miðar að því að treysta sjálfstæði og öryggi þjóðarinnar. Hann var ómyrkur í varnaðarorð- um sínum um hættuna af áhrifum kommúnista á því sviði. Fyrir það ávann hann sér virðingu, sem nær langt út fyrir raðir Alþýðuflokks- ins. i Reykjavíkurbréf Laugardagur 25. október i Stefán Jóhann Stefánsson Stefán Jóhann Stefánsson var af þeirri kynslóð evrópskra sósíal- demókrata, sem voru í fylkingar- brjósti flokka sinna eftir hörm- ungar síðari heimsstyrjaldarinn- ar, þekktu kommúnista af eigin raun, óheiðarleg vinnubrögð þeirra og þjónkun við Stalín og voru þess vegna meðal helstu hvatamanna að stofnun Atlants- hafsbandalagsins. í þessum hópi voru meðal annarra Halvard Lange í Noregi, Ernest Bevin í Bretlandi og Paul-Henri Spaak í Belgíu. Allir þessir menn voru utanríkisráðherrar landa sinna og undirrituðu Atlantshafssáttmál- ann í Washington 4. apríl 1949. Þá var Stefán Jóhann Stefánsson, forsætisráðherra íslands, og Bjarni Benediktsson, utanríkis- ráðherra, en auk Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks sátu ráðherrar úr Framsóknarflokki einnig í þessari stjórn, sem stóð staðfast- lega gegn einni hatrömmustu árás sem kommúnistar hafa gert á íslenskt stjórnskipulag. Á þeim árum myndaðist samstaða meðal lýðræðisflokkanna þriggja í því sjálfstæðismáli sem trygging ör- yggis lands og þjóðar er, sam- staða, sem aldrei hefur rofnað, þrátt fyrir ólík sjónarmið á flest- um öðrum sviðum. Stefán Jóhann Stefánsson sat ekki alitaf á friðarstóli í eigin flokki, þá eins og nú voru í vinstri armi stjórnmálanna hörð átök milli þeirra, sem vildu hægfara stefnu og hinna, sem kusu róttæk- ari aðgerðir og kommúnistasam- starf. Stefán Jóhann var ávallt í hópi hinna hægfara. Og staðreynd er, sem sósíaldemókratar bæði hér á landi og erlendis hljóta að velta fyrir sér, að þeir komast jafnan til mestra áhrifa í röðum þeirra, sem minnst láta með ríkisafskipta- stefnuna, hugmyndalega forsendu flokka sósíaldemókrata. Jafnvel þeir, sem róttækastir voru á yngri árum, verða manna hógværastir, þegar þeir fá völd til að hrinda hlutunum í framkvæmd. Stefáns Jóhanns Stefánssonar verður jafnan getið í umfjöllun manna um sögu lands og þjóðar á þeim árum, þegar íslenska lýð- veldið var í mótun og stigin voru fyrstu skref þeirrar utanríkis- stefnu, sem síðan hefur reynst þjóðinni svo vei. Hans verður ekki einungis minnst sem þátttakanda í atburðarásinni og eins af þeim sem hana mótaði, heldur geymir ævisaga hans ómetanlegan fróð- leik um þetta tímabil allt og er óhjákvæmilegt heimildarrit fyrir alla þá, sem um það vilja fjalla í því skyni að hafa það, sem sann- ara reynist. Spurning Maríasar Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, sat fyrir svörum út- varpshlustenda á miðvikudags- kvöldið. Eins og við var að búast voru spurningarnar um hin fjöl- breyttustu mál og svörin með ýmsu móti án þess að nokkuð sérstakt kæmi fram fyrir utan staðfestingu á því, að ráðherrann hefur varla ákveðna skoðun á nokkru máli nema sjónarmið hans stangist á við viðhorf þingbræðra hans í Sjálfstæðisflokknum. Einn fyrirspyrjenda var Marías Þ. Guðmundsson. Hann vék að því, hvort ástæða væri fyrir ríkis- stjórn og ráðherra að guma svo mjög af góðri afkomu ríkissjóðs, þegar til þess væri litið, að hún stafaði af tekjuhækkun vegna gengissigs og þar með hækkun aðflutningsgjalda og söiuskatts. Fannst Maríasi þetta greinilega lítil stjórnviska og vildi fá nánari upplýsingar um tekjuaukningu ríkissjóðs af þessum völdum. Forsætisráðherra rakti ástæð- urnar fyrir gengissiginu og taldi það af og frá, að ríkissjóður hagnaðist að verulegu leyti á því. Tölur sýna þó annað og þess vegna lét ráðherrann líklega hjá líða að nota þær. í nýframlögðu fjárlaga- frumvarpi má fá svör við spurn- ingu Maríasar með því að bera annars vegar saman tekjutölurnar í fjárlögum 1980 og hins vegar nýlega áætlun um hinar raunveru- legu tekjur. Við þann samanburð kemur í Ijós, að tekjur af almenn- um aðflutningsgjöldum eru áætl- aðar 6,7 milljörðum króna hærri en reiknað var með í fjárlögum og söluskattstekjur 8,2 milljörðum króna hærri en í fjárlögum segir. í heild er munurinn á áætluðum tekjum og fjárlagatekjum 24,576 milljarðar — það er að segja ríkissjóður fær tæplega 25 millj- örðum króna hærri tekjur á árinu 1980 en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Auk þess skuldar ríkis- sjóður Seðlabankanum um 40 milljarði króna. Með þessar óvæntu tekjur í ríkiskassanum tala ráðherrarnir digurbarkalega um, að aldrei þessu vant muni verða jafnvægi í ríkisbúskapnum og það sé mikil- vægt skref í baráttunni við verð- bólguna. Engu er líkara en menn- irnir átti sig ekki á því, að tekjuöflun, sem rekja má til stöð- ugs gengissigs og sífellt verðminni krónu án nýrrar verðmætasköp- unar, er ekki liður í atlögunni að verðbólgunni heldur afleiðing hennar, enda viðurkenna ráðherr- arnir nú flestir, að niðurtaln- ingarstefnan hafi mistekist og verðbólgan vaxi í stað þess að minnka. Ný febrúar- lög? Þeir stjórnmálamenn, sem við- urkenna ekki, að niðurtalningar- stefnan í núverandi mynd hefur beðið algjört skipbrot, hljóta að vera úr öllum tengslum við ís- lenskan veruleika. Samkvæmt þessari stefnu, sem Framsóknar- flokkurinn hælir sér af, á fram- færsluvísitalan að hækka um 5% 1. nóvember. Nú ráðgerir Þjóð- hagsstofnun, að verðbótavísitala á laun hækki um 10,5% 1. desember næstkomandi og framfærsluvísi- talan bvi um nær 13% en 5%, sem sé hækkunin er 8% meiri en

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.