Morgunblaðið - 26.10.1980, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1980
29
innar getið, og platan fyrirfannst
ekki í verslun hans. Hið eina, sem
viðskiptavinurinn gat sagt honum,
var, að hljómsveitin væri frá
Liverpool, og að platan hefði verið
gefin út í Þýskalandi.
Epstein tókst síðan að hafa upp
á hljómsveitinni, og setti sig í
samband við hana, en hann heill-
aðist þegar af hljómlist þeirra og
af persónuleika Lennons.
Þess er áður getið, að vel
heppnaðar hljómplötur fylgdu
hver á fætur annarri, og einnig
gerðu þeir aðra kvikmynd, Help
nefndist sú. Lðg úr myndinni
komu út á hljómplötu, og titillagið
Help, náði óhemjuvinsældum víða
um heim og náði efsta sæti
vinsældalista í fjölmörgum lönd-
um. — Allar spár um að Bítlaæðið
gengi senn yfir og um að þeir
myndu brátt tilheyra fortíðinni,
reyndust rangar, því svo virtist
sem vinsældum þeirra og nýjum
sigrum væru engin takbiörk sett.
Dauði Epsteins
— eiturlyf
og austur-
lensk áhrif
Brian Epstein lést árið 1967,
líklega vegna þess, að hann drakk
áfengi ofan í svefnlyf. Þess er áður
getið, að veldi Bítlanna stóð ekki
lengur eða féll með góðum um-
boðsmanni, en dauði Epsteins
hafði þó mikil áhrif á fjórmenn-
ingana. Hann hafði reynst þeim
tryggur vinur og félagi frá upp-
hafi, og á vissan hátt mátti líta á
hann sem fimmta manninn í
hljómsveitinni.
Um það leyti er Epstein lést,
voru Bítlarnir á kafi í austur-
lenskri dulspeki, og einnig neyttu
þeir eiturlyfja ótæpilega á þessum
tíma. Los virtist vera að koma á
samvinnu þeirra Starrs, Lennons,
McCartneys og Harrisons á þess-
um tíma, og þess fóru að sjást
merki, að samstarfið væri ekki
eins gott og það hafði verið. Eitt
af því, sem varð til þess að
eyðileggja samstarf þeirra, var
stofnun fyrirtækisins Apple, sem
meðal annars gaf út plötur þeirra,
og stundaði margvíslega starfsemi
aðra. Rekstur þess fyrirtækis hef-
ur löngum þótt gott vitni þess, að
enginn þeirra hafi hundsvit á
fjármálum, þó snilligáfa þeirra
hafi gert þeim kleift að vinna sér
inn meira fé en flestum öðrum
hefur tekist.
Enn gullkorn
í handraðanum
Bítlarnir voru þó alls ekki búnir
að syngja sitt síðasta, þótt sjá
megi merki þess eftir á, að þegar
kom fram á árið 1967 væri tekið að
styttast í samstarfi þeirra. Mörg
gullkorn voru enn eftir í handrað-
anum, og aðdáendur þeirra fengu
ýmislegt að heyra næstu misserin.
Þar má til dæmis nefna lögin
Hey Jude, Ballad of John and
Yoko og mörg fleiri, stóru plöt-
urnar The Beatles (hvíta albúm-
ið), Let It Be að ógleymdri Abbey
Road-plötunni. — A öllum þessum
hljómplötum eru fjölmörg góð lög,
sem enn heyrast víða leikin, ýmist
í upprunalegum útsetningum eða í
nýjum búningi.
I upphafi fluttu Bítlarnir jöfn-
um höndum lög eftir Lennon og
McCartney og lög eftir aðra lista-
menn, en er leið á feril þeirra,
voru á hljómplötum þeirra nær
einvörðungu lög þeirra Lennons
og McCartneys. — Síðar bættist
þeim svo góður liðsauki þar sem
George Harrison var, en upphaf-
lega fékkst hann lítið sem ekkert
við lagasmíðar. Mörg laga hans
þykja þó í dag meðal þess besta
sem Bítlarnir gerðu, einkum lög
hans á Abbey Road. Nokkur lög
frá Ringo flutu svo einnig með.
Auk þeirra laga og hljómplatna,
er fyrr er getið, fengust fjórmenn-
ingarnir einnig við kvikmyndir
sem fyrr, og litu til dæmis dagsins
ljós myndirnar Magical Mystery
Tour (sjónvarpskvikmynd), og
Yellow Submarine (teiknimynd),
og loks myndin Let It Be. — I
þeirri síðustu mátti glögglega sjá,
að hljómsveitin var að því komin
að springa, sem og varð raunin.
Bresku Bítlarnir slitu samstarfi
sínu árið 1970, en áður höfðu þeir
ekki komið fram á hljómleikum
um langan tíma. Þeir virtust hafa
þroskast sitt í hverja áttina, og
samstarf þeirra var óhugsandi úr
því sem komið var.
Það voru einkum þeir John
Lennon og Paul McCartney, sem
virtust vera gagnstæðir pólar á
þessum tíma, en áður hafði sam-
starf þeirra einmitt verið með
hvað mestum ágætum. Hlutur
Ringos Starr og George Harrisons
virðist minni, enda áttu þeir
meira undir því, að The Beatles
lifði áfram, en hinir tveir, sem
almennt voru taldir fremri tón-
listarmenn.
Endalok
samstarfsins
Erfitt er að gera sér grein fyrir
því, hvað raunverulega olli vinslit-
um þeirra Lennons og McCartneys
eftir svo langt og árangursríkt
samstarf. Líklegast hefur það þó
ráðið úrslitum, að þeim fannst
þeir ekki hafa nægilegt listrænt
frelsi í hljómsveitinni, auk þess
sem skoðanir þeirra á ýmsum
málum fóru ekki saman.
John Lennon gat sér til dæmis á
árunum kringum 1970 orð fyrir
mjög róttækar þjóðfélagsskoðan-
ir; hann barðist gegn þátttöku
Bandaríkjamanna í Vietnamstríð-
inu og hann gagnrýndi þátt Breta
í deilunum á írlandi. Yfirlýsingar
hans margar urðu fleygar, svo
sem er hann sagði Bítlana njóta
meiri vinsælda en Jesú Krist. Þá
vakti hann hneykslan með því að
skila Bretadrottningu orðunni, er
hún hafði áður veitt honum, og
honum tókst að móðga bresku
þjóðina eins og hún lagði sig, er
hann rak út úr sér tunguna í
sjónvarpsviðtali, er hann var í lok
þáttarins spurður hvort hann
hefði eitthvað að segja löndum
sínum. Lennon, sem þá var búsett-
ur í Bandaríkjunum, kvað já við,
sneri sér að sjónvarpsmyndavél-
inni og „ullaði" framan í landa
sína!
McCartney hefur á hinn bóginn
virst hafa átt auðveldara með að
aðlaga sig hinu borgaralega lífi,
þótt á ýmsu hafi gengið að vísu.
Ætla má því, að honum hafi
gramist og leiðst ýmis uppátæki
félaga síns á þessum tíma. Oft
hefur verið sagt, að síðari kona
Johns, Yoko Ono, hafi haft áhrif á
hann til hins verra. í nýlegu
viðtali við bandaríska ritið
Newsweek segir hann hins vegar,
að hún hafi þvert á móti reynt að
hjálpa honum yfir erfiðleikatíma,
þar sem frægðin hafi verið orðin
honum vandamál. En nánar verð-
ur vikið að því síðar.
The Beatles, sem svo oft höfðu
fyllt hljómleikasali og íþrótta-
leikvanga, heyrðu nú sögunni til.
Hljómsveitin lifir þó enn góðu lífi
á hljómplötum og í minningu
aðdáenda hennar, auk þess sem
liðsmenn hennar eru enn að gera
það gott, hver í sínu lagi.
- AII