Morgunblaðið - 26.10.1980, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1980
31
Hinir lifandi mimu
öfunda hina látnu
(SJÁ: Ragnarök)
KONUNGURFUGLANNA
Loftorrustan í
Vásterbotten
Nýlega var háð dálítið sérkennileg barátta um
„síðustu ósnortnu héruðin í Evrópu" eins og nyrzti
hluti Svíþjóðar er kallaður í ferðamannabæklingum.
Ekki er beinlínis hægt að segja að jafnræði hafi
verið með baráttuaðilum, en á tímabili leit svo út
sem náttúran væri loks farin að berjast gegn
átroðningi manna á þessum slóðum.
Þannig var mál með vexti, að verið var að smala
hundrað hreindýrum í Dikanesfjöllum í Vásterbott-
en og til þess var notuð þyrla, eins og venja er í
slíkri hjarðmennsku nú á tímum. Skyndilega réðst
konungur fuglanna á þetta farartæki og skelfdi
næstum því líftóruna úr Sten Kárbro flugmanni og
félaga hans samanum Per Barer. Síðan sneri örninn
frá aftur, en bjóst svo til nýrrar atlögu og
mönnunum tveimur til mikillar skelfingar steypti
örninn sér aftur á þyrluna. Að þessu sinni varð
hann fyrir spöðum vélarinnar og drapst samstundis.
Kárbro lenti þyrlunni strax eftir þennan atburð
og kannaði, hvort hún hefði orðið fyrir skemmdum.
Þær voru ekki teljandi og hann gat haldið áfram
smalamennskunni.
Björn Helander fuglafræðingur hefur gert ná-
kvæma rannsókn á örnum í Svíþjóð. Af þessu tilefni
sagðist hann aldrei hafa heyrt að örn hefði ráðizt á
flugvél. „Þeir halda sig venjulega í námunda við
hreiður sín,“ sagði hann. „Þrátt fyrir gríðarlegt
vængjahaf á gullörninn erfitt með að bera stóra
hluti í klónum. Til dæmis slítur hann héra í sundur
í stað þess að fljúga með þá heim í hreiðrið í heilu
lagi.“ Hins vegar hefur það gerzt, að fálkar hafi
ráðizt á þyrlur, sem fljúga rétt við hreiður þeirra, að
sögn náttúruvísindamannsins Martin Tjernberg
prófessors við Skógræktarskóla ríkisins.
Á síðustu árum hafa þyrlur rutt sér mjög til rúms
við smölun hreindýra, enda þótt nýlegar rannsóknir
hafi sýnt að þær orsaki streitu hjá dýrunum, er
komi fram í magasári, Þá hafa vélsleðar verið teknir
í notkun á þessum norðlægu slóðum. Fyrr á þessu
ári notuðu samar slík farartæki til þess að veiða
síðustu úlfana í Svíþjóð.
- CIIRIS MOSEY.
Bitbeinið á
hafsbotninum
TAPAÐ/FUNDID
Japanskur auðjöfur á níræðis-
aldri reynir nú að egna Rússa til
nýrra átaka um Tsushima-sundin.
Þrætueplið er orrustuskip, sem
legið hefur á hafsbotni frá hinni
upphaflegu orrustu við Tsushima-
sundin, en hún átti sér stað fyrir 75
árum og þá gereyddi sjóher Jap-
anskeisara glæstum flota Nikulás-
ar annars Rússakeisara.
Auðjöfur sá sem hér um ræðir
heitir Ryoichi Sasagawa. Hann
hefur skipað björgunarfélagi að ná
í fjársjóð þann sem er í skipinu,
enda þótt Rússar geri tilkall til
þess og alls sem í því er.
Sasagawa segist þó kæra sig
kollóttan þótt þeir sendi flota sinn
til þess að koma í veg fyrir
ætlunarverk hans, segir einn af
aðstoðarmönnum gamla mannsins.
— Hann er alveg reiðubúinn að
heyja aðra orrustu um Tsu-
shima-sundin.
Sasagawa segir, að hann muni
einfaldlega skipa Rússunum að
hypja sig, ef þeir reyni að koma í
veg fyrir verk björgunarfélagsins.
Hann hefur ráðið í þjónustu sína
hann sagði:
ójafn leikur.
Byltingarverðina har að garði
þann fimmta maí
hlægilegar þær ásakanir, að hún
hafi verið njósnari, enda hafi það
verið alkunna meðal menntamanna
í Buffalo í New York, þar sem þau
hjón búa, að hún hafði samúð með
írönsku byltingunni og taldi
fréttafrásagnir bandarískra blaða
um gíslatökuna mjög einhliða. „Hún
hafði meiri áhuga á hinni hlið
sögunnar, ekki þeirri, sem sneri að
sendiráðinu, ekki þeirri, sem sneri
að múgsefjuninni," sagði Dwyer.
Cynthia Dwyer ætlaði að birta
greinar sínar í dagblöðunum í Buf-
falo eða annars staðar þegar hún
kæmi til baka, og íranir hafa
viðurkennt, að hún hafi fullnægj-
andi skilríki sem hlaðamaður. Hvers
vegna var þá þessi hugsjónamann-
eskja, þessi gráhærða móðir þriggja
barna, handtekin sem njósnari?
„Vegna ótrúlega óheppilegs tíma,“
segir maður hennar. „Hún var í Iran
á sama tíma og reynt var að frelsa
gislana. Þeir þurftu að ná sér niðri á
einhverjum og þeir fundu hana.“
Frést hefur frá Teheran, að hún
hafi verið yfirheyrð í nokkra daga í
herbúðum áður en hún var færð í
Evin-fangelsið, eitt helsta fangelsið
í borginni þar sem aftökur hafa
verið tíðar á síðastliðnu hálfu öðru
ári. John Dwyer, maður hennar,
heyrði loks frá henni í ágúst.
Svissneska sendiráðið hefur einnig
fengið tvö bréf frá henni þar sem
hún biður það um hjálp. „Það er þó
kannski til of mikils rnælst," segir
Dwyer í síðasta bréfi sínu, sem
barst móður hennar snemma í
þessum mánuði.
- CHARLES J. HANLEY.
Sá gamli kærir sig kollóttan.
hugarlund, en þó hægt að reikna
út“, hafi valdið því að hann hafi
orðið líkamlega sjúkur í nokkra
daga og hafi auk þess þjáðst af
ýmsum einkennum þunglyndis.
„Það þyrmir svo yfir mann og
maður er svo varnarlaus," játaði
hann.
Dr. Geiger hélt því fram, að
áætlaðar tölur bandarísku stjóm-
arinnar um mannfall í kjarnorku-
styrjöld væru allt of lágar og
fullyrti að kjarnorkusprenging á
New York-svæðinu og önnur árás
fáeinum klukkustundum síðar
myndu valda dauða 14 milljóna
manna „og myndu raska þjóðfé-
laginu í svo ríkum mæli að það
hefði enga þýðingu að þrauka."
Flest sjúkrahús myndu eyði-
leggjast. Flestir læknar og hjúkr-
unarfræðingar létu lífið. Þeir sem
eftir yrðu gætu ekki nálgast fórn-
arlömbin fyrir eldum og rústum
sem myndu kaffæra borgina, jafn-
vel þótt þeir væru reiðubúnir að
stofna sjálfum sér í aukna geisl-
unarhættu.
„Varlega áætlað þyrfti hver
starfhæfur læknir er lifði af að
sinna 1700 særðum. Flest fórnar-
dýrin munu deyja án þess að fá
svo mikið sem lyf til að lina
óbærilegar þjáningarnar, og hinir
Iifandi munu öfunda hina látnu."
Dr. Geiger taiaði um elda er
brynnu við allt að þúsund gráðu
hita og myndu þéttast í samfellt
eldhaf og gera byrgi gegn geisla-
virkni að líkbrennsluofnum.
Alvarleg brunameiðsl myndu bæt-
ast við geislunaráhrifin og ban1
vænt magn geislavirks ryks í lofti
myndi breiðast um mörg hundruð
kílómetra svæði. Á næstu vikum
myndu fylgja í kjölfarið milljónir
dauðsfalla af völdum smitsjúk-
dóma og geislunarsjúkdóma.
Skortur á vatni, hreinlætisaðbún-
aði og óskemmdum mat tæki líka
brátt sama toll mannslifa og
sprengjusárin sjálf. Samt yrði
með engu móti hægt að losna við
milljónir rotnandi líka — og það
myndi ekki aðeins auka líkur á
farsóttum heldur valda þeim sem
eftir lifðu „alvarlegum til-
finningatruflunum".
Bernard T. Feld prófessor við
Tæknistofnun Massachusetts-rík-
is (MIT), sem er einn af brautryðj-
endum kjarnorkuvísindanna og
vann að fyrstu kjarnaklofnuninni,
sá fyrir sér annars konar kjarn-
orkuárás. Hann sagði, að banda-
riskir hernaðarsérfræðingar
ræddu nú um möguleika þess, að
kjarnorkustyrjöld „sem kynni að
hefjast á níunda áratugnum“ fæl-
ist í því að herir Bandaríkja-
manna og Sovétmanna beittu
kjarnorkusprengjum gegn hvor
öðrum og reyndu báðir að útrýma
kjarnorkuvopnabirgðum hinna.
Ef kjarnorkusprengjum yrði
látið rigna yfir vopnabúr kjarn-
orkueldflauga í báðum ríkjum, var
spádómur dr. Felds á þá leið að
banvænt magn geislavirkra efna
legðist yfir báðar þjóðir „og leitaði
um heim allan í svo ríkum mæli,
að það væri vafamál hvort erfða-
eindir mannkvnsins gætu þolað
það“.
Aðspurður hvaða líkur hann
teldi á kjarnorkustríði á næstu 20
árum, svaraði doktor Feld:
„Fimmtíu prósent líkur, ef miðað
er við þá söfnun vopnabirgða sem
nú á sér stað.“
Dr. Kistiekowsky leit framtíð-
ina ámóta myrkum augum og áleit
sennilegast að einhver smáþjóð
„sem ekki er eins vel að sér um
afleiðingarnar og við“ yrði fyrst
til að beita kjarnorkuvopnum.
Hann benti á að á ári hverju verða
að meðaltali sex staðbundin
stríðsátök í heiminum og það
mætti teljast afar sennilegt að
risaveldin drægjust inn í einhver
þeirra.
Hann bætti við: „Ef harðlínu-
menn og hernaðarsinnar ókkar
sjálfra ntæta engri mótspyrnu
almennings, er næstum óumflýj-
anlegt að við leiðumst út í kjarn-
orkustyrjöld.“
- JOYCE EGGINTON.
kafara, sem h.vggjast bora gat á
rammgert, brynvarið skipið. [tar
sem það liggur á 300 feta dýpi
undan Tsushima-eyju í japanska
eyjaklasanum.
Sasagawa var hafður í haldi um
þriggja ára skeið eftir heimsst.vrj-
öldina síðari, grunaður um stríðs-
glæpi, en hann mun hafa staðið í
viðskiptasamböndum við öxulveld-
in. Þessi barátta er honum eins
konar táknræn þjóðernisbarátta.
Viðbrögð Sovétríkjanna voru
nákvæmlega eins og hann hafði
óskað, og gáfu honum kærkomið
tilefni til þess að vekja á sér
athygli.
Sovéski sendiráðsritarinn af-
henti japanska utanríkisráðuneyt-
inu yfirlýsingu, þar sem sovésk
stjórnvöld kváðust eiga allan rétt
til herskipsins og báðu um að þess
yrði farið á leit við Sasagawa, að
hann hætti aðgerðum sínum, þar
til samkomulag hefði tekist við
sovésk stjórnvöld.
Sasagawa var kokhraustur, er
— Þetta kemur jap-
önskum stjórnvöldum
ekkert við og þaðan
af síður sovéskum!
Gamli maðurinn hef-
ur þegar varið hundr-
uðum milljóna til
bj örgunaraðgerð-
anna.
Hann kallaði fyrir
skömmu til sín
blaðamenn og ræddi
við þá í veitingastað
„Sasagawa-hallar"
sem er 12 hæða
skrifstofubygging í
Tokyo. Hann ýmist
brosti eða formælti
Sovétríkjunum og
reyndi að víkja sér
undan spurningum.
— Mér þætti leitt, ef
ég bakaði japönskum
stjórnvöldum vanda,
sagði hann glettnis-
lega, en þeim kcmur
skipið bara ekkert
við.
Með Sasagawa á
fundinum var Kats-
umi Tamanai, forseti björgunarfé-
lagsins, sem vinnur að því að ná
fjársjóðunum úr skipinu. Hann
skýrði meðal annars frá þvi, að
kafarar félagsins hefðu náð nokkr-
um málmstöngum úr flakinu, sem í
fyrstu hefðu verið taldar úr plat-
ínu. Hvorki hann né Sasagawa
vildu gera grein fyrir því, hvort
þetta hefðu reynst platínustengur
eða ekki, og má vera, að þær hafi
bara reynst vera úr silfri. Eigi að
síður voru þeir þess báðir fullvissir
að kafarar myndu brátt koma upp
á yfirborðið með ýmiss konar
fémæti, gullpeninga, gullstangir,
platínu o.fl.
— Þetta verður eign allrar þjóð-
arinnar, sagði einn af aðstoðar-
mönnum Sasagawa og upplýsti að
gamli maðurinn hefði í ellinni gefið
mikið af auðlegð sinni til hjálpar-
stofnana í Japan og öðrum löndum
og það væri liður í ráðgerðum hans
um „alþjóðlegt bræðralag“.
- DONALD KIRK