Morgunblaðið - 26.10.1980, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. ÓKTÓBER 1980
37
Sigurður Halldórs-
son bóndi - Minning
Alltaf er maður óviðbúinn dauð-
anum, ekki síst þegar hann kemur
skyndilega, og gerir engin boð á
undan sér. Þó er hann það eina
sem við vitum fyrir víst að kemur
til okkar allra, því á þessari jörð
er okkur skammtaður tími til
dvalar, bara misjafnlega langur.
Margar myndir frá liðnum ár-
um komu fram í huga minn, þegar
ég frétti Iát eins æskufélaga míns
og fermingarbróður Sigurðar
Halldórssonar bó,nda á Efri-
Þverá í Vesturhópi, er varð bráð-
kvaddur þann 21. júlí, 65 ára
gamall. Hann var fæddur á Efri-
Þverá 12. sept. 1915, sonur hjón-
anna Pálínu Sæmundsdóttur og
Halldórs Sigurðssonar.
Þau voru annáluð dugnaðar-
hjón, Pálína var ljósmóðir í Þver-
árhreppi á meðan hún átti þar
heima og naut mikils trausts í
starfi sínu, var til þess tekið hvað
hún var dugleg að ferðast í slæmri
færð og vondum veðrum. Sigurður
tók við búi á Efri-Þverá af foreldr-
um sínum, og keypti jörðina síðar,
og bjó þar allan sinn búskap, eða
þar til hann var svo skyndilega
burt kallaður. Jörðina bætti hann
mjög, bæði með ræktun og bygg-
ingum.
Sigurður var góður bóndi, hafði
aldrei stórt bú, enda jörðin frekar
lítil, en hann fór vel með skepnur
sínar og hafði þessvegna af þeim
góðan arð. Hann vann oft utan
heimilisins, aðallega í byggingar-
vinnu, enda mjög vel verki farinn,
og mátti segja að öll störf færu
honum vel úr hendi og var hann
eftirsóttur til vinnu af öllum sem
hann þekktu.
Þegar Sigurður var á æsku-
skeiði var hann talinn óvenju
tápmikill, enda fór hann snemma
að vinna'öll algeng sveitastörf sem
þá útheimtu mikið þrek, vélarnar
voru ekki komnar til að létta
störfin. Sigurður var næstelstur
af fimm systkinum, sem öll voru
myndarleg og vel gefin. Þau voru
þessi, talin eftir aldri: Guðlaug,
Sigurður, Hólmfríður, Pétur og
Sigríður. Þrjú af þeim eru nú
látin, á lífi eru Hólmfríður og
Sigríður.
Sigurður var mikill félags-
hyggjumaður og tók þátt í félags-
málum, m.a. var hann í stjórn
kaupfélags Vestur-Húnvetninga
um árabil, einnig voru honum
falin ýmis trúnaðarstörf innan
sinnar sveitar. Hann stundaði
nám við héraðsskólann í Reykholti
og var það honum gott vegarnesti.
Sigurður var mjög músikalskur
enda góður söngmaður og spilaði á
orgel. Hann var góður félagi og
tryggur vinur vina sinna, einnig
var hann umhyggjusamur heimil-
isfaðir, og lagði oft á sig mikla
vinnu til þess að geta séð heimili
sínu farborða. Eg minnist margra
ánægjustunda frá æskudögum
okkar, þegar við störfuðum saman
í ungmennafélaginu heima í sveit-
inni, fórum saman í útreiðartúra,
eða skemmtum okkur á annan
hátt, við áttum líka mörg sameig-
inleg áhugamál, sem við ræddum
oft okkar á milli.
Það má segja að skammt sé
stórra högga á milli innan fjöl-
skyldunnar, því Halldór faðir Sig-
urðar lést í hárri elli í apríl sl. og
voru aðeins þrír mánuðir á milli
þeirra feðga.
Sigurður kvæntist Hólmfríði
Magnúsdóttur frá Vatnsdalshól-
um, hinni ágætustu konu, sem var
honum ómetanlegur lífsförunaut-
ur, og voru þau hjónin samhent að
skapa það heimili sem öllum þótti
gott að koma á, þar ríkti hin
sanna gestrisni, hver sem í hlut
átti. Þau hjón eignuðust átta börn,
fimm dætur og þrjá syni, allt
mesta myndarfólk, og flest eru
þau búin að stofna eigin heimili.
Þótt leiðir okkar Sigurðar lægju
ekki oft saman á seinni árum, þá
rofnaði aldrei vinátta okkar frá
æskuárunum.
Þessar fátæklegu línur mínar
eiga að vera þakkarorð til hans og
jafnframt ósk um góða heimkomu
á eilífðarlandið.
Ég votta konu hans og börnum
og öðrum aðstandendum innilega
samúð okkar hjóna.
Dýrmundur Ólafsson.
+
Innilegar þakkir fyrir aösýnda samúö og vlnarhug viö andlát og
útför
MARÍU FINNSDÓTTUR,
Austurkoti, Vogum.
Hallveig Arnadóttir, Magnús Ágústsson,
Ása Árnadóttir, Eiöur Sigurösson,
Helga Árnadóttir, Jón Bjarnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegt þakklæti tll allra þeirra er sýndu okkur samúö og vinarhug
vlö andlát og jaröarför
LOFTS G. HJARTAR,
húsasmiós,
Barmahlíö 11.
Guörún Á. Hjartar,
Steinunn Hjartar, Stefón B. Stefónsson,
Dóra Hjartar, Kristín Hjartar.
+
Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma,
GUÐRUN HANSDÓTTIR
fró Þúfu í Landsveit,
sem andaöist á Hrafnistu 15. október sl., veröur jarösungin frá
Dómkirkjunni í Reykjavík, mánudaginn 27. október kl. 1.30.
Póll Þorsteínsson,
Gunnar H. Pólsson, Sesseljn G. Kristinsdóttir,
Sigrún S. Pólsdóttir, Guömundur I. Ingason,
og barnabörn.
ITALSKIR |
KVENSKÓR
Austurstræti 10
sínii: 27211