Morgunblaðið - 26.10.1980, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.10.1980, Blaðsíða 40
I 40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1980 s w / h*mm mm /i Nýi Galantinn. 1981-árgeröir að koma til landsins: Nýr rúmbetri Galant kominn til landsins Mælaborðið er stílhreint eins og sjá má. okumann i nýja Galantinum og innréttingin öll hin smekklegasta. 1981-ÁRGEROIN af Mitsubishi Galant er komin til landsins að sögn Sigfúsar Sigfússonar, framkvæmdastjóra hjá Heklu hf„ sem hefur umhoð fyrir Mitsuhishi á tslandi. en það sem af er þessu ári hafa yfir 250 bílar verið seldir. Hægt er að fá 1981-árgerðina í mismunandi útfærslum, þ.e. með misstórum vélum, misíburðar- Bílar Umsjón: JÓHANNES TÓMASSON OG SIG- HVATUR HLÖNDAHL miklum innréttingum og auk venjulegu útgáfunnar er hægt að fá bílinn í station-útgáfu. Verðið miðað við gengisskráningu 13. október sl. er frá liðlega 8 milljónum króna upp í liðlega 10,5 milljónir króna. Sigfús sagði í samtali við Mbl., að sú breyting, sem ef til vill væri mikilvægust, væri að bíll- inn væri mun rúmbetri að innan, þ.e. meira pláss fyrir farþega og ökumann. Utlitið breytist mjög lítið frá því á sl. ári. Þá er hægt að fullyrða eftir að hafa skoðað bílinn, að innrétt- ingin er smekklegri en áður var, sérstaklega eru dýrari útgáfur bílsins skemmtilegar að innan. Bílana er hægt að fá með 1600cc. og 2000cc. vélum, sem báðar eru 4ra strokka og vatns- kæidar, en hægt er að fá 1600cc. vélina ýmist 75 eða 82ja hest- afla, en stærri vélin er 92ja hestafla. Hægt er að fá Galantinn ýmist 4ra eða 5 gíra, beinskipt- an, eða sjálfskiptan 3ja gíra. Yerður Metro lífgjafi BL? BRITISH Leyland bílaverk- smiðjurnar brezku kynntu fyrir skömmu hinn nýja BL Metro, eins og skýrt hefur verið frá hér á síðunni áður. Þessi mynd barst okkur hins vegar i vikunni og þótti okkur við hæfi að birta hana. þar sem það er yfirlýst stefna stjórnar BL. að Metro eigi að' verða lifgjafi verksmiðjanna, sem hafa ramb- að á barmi gjaldþrots undan- farin misseri. Ekki er búist við að billinn sjáist mikið á götum hér á landi þar sem hann er illa samkeppnisfær við japönsku bílana. Veisluborð undir- meðvitundarinnar Ólafur Jóhann Eingilbertsson: EFNAHAGSLÍF í STÓRBORGUM (með hliðsjón af teingslum við bánkakerfið). Höfundur gerði teikningar. Medúsa 1980. Ungir höfundar, sem kenna sig við súrrealisma, birtu stefn- uskrá í einum af skólum lands- ins fyrir nokkru. Þar stóð m.a.: „Við ætlum að halda áfram að taka okkur kartöflu og kótilettu í hönd og snæða hnífapör við veisluborð undirmeðvitundar- innar." Það fer ekki hjá því að maður minnist æsku sinnar þegar stefnuskrá ungu höfundanna er lesin. Einu sinni hrifumst við líka af Arthur Rimbaud og Lautréamont greifa og létum áhrifin berast inn í það sam- band af lífsfögnuði og heims- endaspám sem við nefndum ljóð. Nú er kominn fram hópur ungra höfunda sem hrærast í súrreal- isma og gefa út bækur sínar á forlagi sem þeir kalla Medúsu. Þekktastur þessara höfunda er Sjón, en í hópnum er líka Ólafur Jóhann Eingilbertsson, sem nú sendir frá sér bók með heldur óskáldlegu nafni: Efnahagslíf í stórborgum. En eftir öllu að dæma er Ólafur Jóhann Eingilbertsson meðvitaður höfundur og aðhyll- ist tilraunastefnu í ljóðalist. Hann er kannski ekki eins mikill súrrealisti og félagar hans heldur er réttara að kalla hann dadaista eins og hina skrýtnu fugla af ýmsu þjóðerni sem dunduðu við að umturna hefðbundnu mati á fyrstu ára- tugum aldarinnar. Það sem einkennir ljóð Ólafs Jóhanns Eingilbertssonar er leikur að orðum og hugmynda- tengslum. Hann reynir á þanþol málsins og lætur sig engu skipta þótt niðurstaðan sé ekki sam- kvæmt helstu reglum íslenskrar málfræði eða almennri rökvísi. Víst er hann ungæðislegur í tilraunum sínum og hefur varla náð umtalsverðum þroska. En við finnum að hér er á ferð Stórkostlegur uppgangur í kanadískum sjávarútvegi Mikill uppgangur er nú í kanadískum sjávarútvegi. Ilér áður fyrr lifðu fiskimennirnir, einkum á austur- ströndinni, á opinberum bónbjörgum og ríkisstyrkjum. en nú er öldin önnur og margir útgerðarmenn og eigendur fiskiskipa hafa komist í góðar álnir. Á aðeins sex árum hafa umskiptin orðið slík, að Kanadamenn eru orðnir mestú fiskútflytjendur í heimi og ýmsir spá því, að innan skamms muni fiskveiðar og fiskvinnsla ógna stöðu kornræktarinnar sem helstu tekjulindar lands- manna. Árið 1975 var landað í Kanada einni milljón tonna af fiski, en í fyrra var landað þar hálfri annarri millj. tonna. Sölur hafa einnig aukist að sama marki og fóru í fyrsta sinn á síðasta ári fram úr einum milljarði dollara. Árið 1985 er áætlað, að þær nemi 1,8—2,6 milljörðum doll- ara og þykir farið varlega í sakirnar. Fyrir átta árum voru Kanada- menn í fimmta sæti sem fisk- útflytjendur, en eru nú í fyrsta sæti, eins og áður segir. Fast á hæla þeim koma síðan Banda- ríkjamenn, en þar hefur einnig orðið mikil bylting í öllu sem lýtur að fiskveiðum og vinnslu. í Kanada þakka það flestir út- færslunni í 200 mílur árið 1977, hve vel hefur gengið, en sann- leikurinn er sá, að hrunið í ansjósuveiðum Perúmanna og bannið við síldveiðum í Norður- sjó og á Eystrasalti hefur ekki haft minni áhrif. Það skal þó haft í huga, að þrátt fyrir mikil umsvif í kanadískum sjávarút- vegi nú um stundir, er þar aðeins um brot að ræða af þeim möguleikum sem útfærslan í 200 mílur hefur fært þeim. Fiskneysla hefur aukist nokk- uð í Kanada á síðustu árum, en samt sem áður munu þeir alltaf geta framleitt miklu meira en henni nemur. Að jafnaði hafa 3A framleiðslunnar verið fluttir út, einkum til Bandaríkjanna, en vegna breyttra aðstæðna þar í landi munu Kanadamenn verða að leita nýrra markaða og leggja meiri rækti við framleiðslugæð- in. Að undanskildum hörpudiski og humri, eru flestir fiskstofnar innan kanadískrar efnahagslög- sögu vel á sig komnir. Þorskur- inn, ýsan, síldin og, lúðan hafa náð sér eftir rányrkjuna fyrr á árum og auk þess er mikið um aðra vannýtta fiskstofna. Það er því talið vandalaust fyrir Kanadamenn að tvöfalda veið- ina frá því sem nú er, en hins vegar getur það orðið þrautin þyngri að finna nýja markaði fyrir vöruna. Þar sem aðgangur að Bandaríkjamarkaði er tak- markaður, er það augljóst, að það verður Evrópa, Efnahags- bandalagið, sem þeir munu snúa sér að í markaðsleitinni. Að vísu er þar um að ræða háa verndar- tolla, en oft hefur verið hægt að komast hjá þeim eftir ýmsum krókaleiðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.