Morgunblaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980 „Mynd og það gerð af 10 ára krakka er undirritaður' Bátarnir við Kvæsthúshrún II í mynd eins og margar myndanna opinberlega áður. Kaupmannahöín árið 1934, en þessi á sýninjíunni hafa ekki verið sýndar Ljósmyndir Mbl. RAX. „Þetta eru myndir frá ýmsum tíma og ef við göngum hér fram í einn salinn þá er þar mynd gerð af 10 ára krakka og það er undir- ritaður," sagði Svavar Guðnason listmálari í samtali við blaðamann Morgunblaðsins um leið og hann benti á litl^ vatnslitamynd sem listamaðurinn hefur málað árið 1919, „þessi mynd sýnir Birnu- dalstinda í Vatnajökli, en motivið er tekið niðri á Höfn, úr kauptún- inu, rétt fyrir utan garð við hús föður míns. Þessi mynd hér við hliðina af lómunum er einnig orðin mjög gömul, frá 1934, en hún er máluð við Óslandstjörn. Þeir eru hörkuflínkir fuglar lómarnir, en eiga bágt með gang. Þeir lenda hins vegar á vatninu eins og flugvélar, fagurlega. Jú, þetta eru myndir frá ýmsum tímum, ég á töluvert af myndum mínum í geymslum, kommóðum og hirzlum hér og þar.“ Listamaðurinn var spurður að því hvort hann hefði málað mikið frá síðustu sýningu hér heima árið 1977, en flestar myndirnar á þeirri sýningu voru nýlegar. „Það er nú ekki mikill dugur í manni," svar- aði Svavar, „en maður reynir að grípa í þetta annað slagið." Sýningin á verkum Svavars Guðnasonar listmálara í Lista- safni íslands, verður opnuð að viðstöddum forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur. Alls eru á sýningunni 78 verk, 47 vatnslita- og litkrítarmyndir og 31 olíumál- verk. Flest verkanna eru í eigu listamannsins sjálfs og hafa ekki áður verið 'sýnd. Sýning Svavars mun standa yfir allan nóvem- bermánuð, og verður fyrst um sinn opin daglega kl. 13.30—22.00. Svavar Guðnason er fæddur á Höfn í Hornafirði 1909. Hann stundaði nám við Det kgl. Aka- demi for de skonne kunster í Kaupmannahöfn 1935—36 undir handleiðslu Kræsten Iversen. Svavar fór í námsferð til París- ar 1938, og var um tíma hjá Fernand Léger. Hann var búsettur í Kaupmannahöfn 1934—45. Þar var hann félagsmaður og þátttak- andi í Höstudstillingen 1943—49. Hann varð meðlimur í Gronning- en 1960. Svavar var einn af stofnendum COBRA hópsins og sýndi með honum meðan hann starfaði í Kaupmannahöfn. Fyrstu sýningu sína á Islandi hélt Svavar í Listamannaskálan- um 1958. Stór afmælissýning var haldin á vegum FÍM í Lista- mannaskálanum til heiðurs Svav- ari 1959. í Kunstforeningen á Gammel Strand í Kaupmanna- höfn var haldin yfirlitssýning á verkum Svavars árið 1960. Sú sýning var sett upp í Listasafni Islands sama ár. Svavar hefur einnig tekið þátt í fjölmörgum sýningum heima og erlendis. Svavar bendir á lómamyndina frá Viðamikil sýning á verkum Svavars Guðnasonar í Listasafni Islands Háskólatónleikar Samkvæmt efnisskránni er Paul Sperry víðfrægur tenor- söngvari, hefur sungið með frægustu og beztu hljómsveit- um heimsins, er eftirsóttur til að frumflytja ný tónverk, eða í einu orði sagt, heimsfrægur. Það voru því ekki lítil von- brigði að upplifa sannleikann og það, hvaðáuglýsingin getur ver- ið óáreiðanleg. Paul Sperry er slæmur söngvari, fullur af alls konar tiltektum og réði tæplega við sum af þeim verkefnum er hann fékkst við; það sem var vel gert, án þess þó að vera nokkuð sérstakt, var flutningur hans á amerísku lögunum eftir Virgil Thomson, Henry Cowell og Charles Ives. Af Evrópu-tónlist- inni skilaði hann þokkalega ein- staka lagi eftir Roussel. Rödd Paul Sperry er lítil og undar- legur kokhljómur einkennir tón- myndunina, er gerir söng hans óþægilegan. Eftir þessa heim- sókn er það ljóst að það eru fleiri Túnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON heimsfrægir en þeir sem eru heimsfrægir á íslandi. Undirleikari var Marge Garr- ett, sem hljóp í skarðið fyrir fyrirhugaðan undirleikara og gerði hún í raun og veru gott úr öllu saman, með því að skila sínu með ágætum. Söngtónleikar SÖNGKONAN Jean Mitchell stóð fyrir fyrstu Háskólatónleikunum í ár. Ekki var þess getið i efnissskrá hvaðan hana bæri að eða neitt um menntun hennar. Má vera að það hafi valdið nokkru um lltla aðsókn, eða þá nýafstaðin vonbrigði með annan söngvara, sem sló um sig með stórum orðum. Jean Mitchell er góð söngkona og hefði hún vel staðið undir stórum yfirlýsingum, til að kalla fleiri til söngvastefnu hennar. Tónleikarnir hófust á enskum söngvum frá 17. og 18. öld, m.a. eftir Linley og Thomas Arne, er söngkonan söng mjög fallega. Það sem í raun og veru skar úr um ágæti söngkonunnar, var flutning- ur hennar á „Söngvum frá jörðu og himnum" eftir Messiaen. Söngvarnir eru litríkir og sér- kennilega þróttmikið tónverk og var flutningur Jean Mitchell sterkur og sannfærandi. Síðasti hluti efnisskrárinnar voru enskir söngvar frá 20. öldinni. Öllum verkefnunum gerði söngkonan góð skil, og naut góðrar aðstoðar Ian Sykes, píanóleikara. Það er í rauninni slys, er svo góð söngkona sem Jean Mitchell nýtist ekki fleirum en þeim sem af rælni komu á tónleika hennar og ef tónleikanefnd háskólatónleikanna vildi hætta á að fá hana aftur til íslands, er víst að hlustendur myndu fjölmenna, því góður söng- ur er í miklu uppáhaldi hjá íslenskum hljómleikagestum. Paul Sperry Ilreiðar Stefánsson: GRÖSIN í GLUGGHÚSINU Saga Iðunn 1980 Grösin í glugghúsinu er minn- ingasaga og ekki er ólíklegt að hún styðjist við bernsku höfundar. I fyrsta kafla segir frá Garðari, tíu ára kaupstaðarstrák. Höfund- urinn ávarpar hann í annarri persónu, er á nokkurs konar ein- tali við hann (þ.e.a.s sjálfan sig) bókina í gegn. Garðar fær stóran draum uppfylltan: — „ — draum sem flestir jafnaldrar þínir í kaupstaðnum eiga sér, þeir eru bara ekki allir eins heppnir og þú. Þú ert ráðinn í sveit fram í Fjörð. Og kaupið sem þú færð er að þú átt að vinna fyrir mat þínum. Það er mikið að vera tíu ára og eiga að vinna fyrir mat sínum.“ Garðar fær aftur á móti að reyna það að þessi draumur sem rætist á sínar dökku hliðar. Sveitalífið er ekki bara paradís á jörð heldur vinna og strangar kröfur sem gerðar eru til fólks og eru ekki alltaf að skapi viðkvæms drengs. Fólkið í sveitinni er hon- um yfirleitt gott, en getur verið hrjúft í viðmóti og jafnvel tuskað hann til eins og bóndinn á bænum. Ráðskonan hefur orðið fyrir barð- inu á lífinu, en sýnir drengnum þá umhyggju sem dugar þegar hann er að því kominn að gefast upp og strjúka. Bóndinn lítur upp til hjónanna á Höfuðbólinu þar sem presturinn er litinn hornauga vegna þess að hann aðhyllist skoðanir sem hljóta að vera sama og trúleysi. En öllu þessu fólki er lýst af næmum skilningi höfundar og umburðarlyndi sem sumum þykir kannski of mikið. Engu að síður held ég að Hreiðar Stefáns- son hafi aldrei verið jafn óvæginn og í þessari sögu. En sá ádeilu- broddur sem leynist í lýsingum hans á fólki og gerðum þess er aðeins til marks um ljós og skugga í lífi hvers manns. Þar er ekki að finna hatur eða niðurrif af neinu tagi. Grösin í glugghúsinu gerist fyrir hálfri öld og dregur upp sannfærandi mynd þess tímabils sem hún lýsir. Á laginn hátt er Hreiðar Stefánsson Ljós o g skuggar ílífi drengs Bðkmennllr eítir JÓHANN HJÁLMARSSON orðað samfélagslegt misrétti, kjör fátæks fólks og vísir að stéttabar- áttu. Foreldrar drengsins glíma í senn við að halda lífinu í stórri fjölskyldu á atvinnuleysistímum og við geigvænlegan sjúkdóm sem herjar á fyrirvinnu heimilisins og heimtar að fórn ungan son. Þar er um að ræða taugaveiki. Dauði drengsins og þau áhrif sem hann hefur á bróðurinn Garðar, verður þungamiðja sögunnar. Höfundurinn forðast alla mærð, frásögnin er einlæg og látlaus. Það er margt sem gerir þessa sögu að merkum áfanga á rithöf- undarferli Hreiðars Stefánssonar, ekki síst sálfræðilegt innsæi höf- undarins. Grösin í glugghúsinu er til dæmis ekki stemningabók í anda þeirrar eftirsjár eftir hinu liðna sem slíkar bækur oft eru. Þótt höfundurinn kunni vel að segja frá náttúrunni og hinu leyndardómsfulla sambýli manns- ins við hana, ber ljóðrænan hvergi ofurliði það sem vakir fyrir höf- undinum. Honum er í mun að sýna manninn og smæð hans gagnvart örlögunum. Ekki vildi ég kaila Grösin í glugghúsinu sveitasögu, þótt heit- ið kalli á slíka skýringu. Kaup- staðurinn með annars konar heimi en sveitin er alltaf innan seilingar. Samt eru margir hugnæmustu kaflar sögunnar úr sveitinni. Drengur og stúlka finna að þau eiga margt sameiginlegt og stúlk- an segir í barnaskap sínum að hún ætli að giftast drengnum þegar hún sé orðin stór. Drengurinn fær lítið lamb að gjöf frá bóndanum sem á það til að vera harðbrjósta. Lambið endar ævi sína í skurði. Það kostar mörg tár. Grösin í glugghúsinu er saga handa börnum, en er ekki bundin við neinn ákveðinn aldursflokk. Eins og svo margar góðar minn- ingasögur er hún við hæfi fullorð- inna. Hún leynir á sér í hógværð sinni og mun verða öllum minnis- stæð sem lesa hana opnum huga. Saga Hreiðars Stefánssonar er að ýmsu ieyti dæmigerð fyrir þá þróun sem átt hefur sér stað að undanförnu í bókum handa börn- um og unglingum. Hér horfist höfandurinn í augu við sjálfan sig og miðlar öðrum af dýrmætri reynslu til að þeir geti betur skilið umhverfi sitt, viti úr hvaða jarð- vegi þeir eru sprottnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.