Morgunblaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 30
LEIKLIST:
TÓNLIST:
KVIKMYNDIR:
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR:
„Að sjá til þín, maður“: Fjöl
skyldan fyrir framan sjónarps
tækið: Marjfrét Helga Jóhanns
dóttir, SÍKurður Karisson ok Em
il Gtinnar Guðmundsson.
Þorlákur þreytti
fimmtugur
reyin
í kvöld
— að verða
algjört met,
segir Magnús
Olafsson
í KVÖLD kl. 20.30 hefst 50.
sýninK Leikfélags Kópavogs á
Þorláki þreytta. Af því tilefni
höfðum við samhand við Magn-
ús ólafsson, sem leikur príma-
donnuhlutverkið í þessuro vin-
sæla gamanleik.
— Þetta hefur gengið eins og í
sögu hjá okkur, sagði Magnús, —
enda höfum við verið heppin með
leikstjóra og starfsfólk og allir
unnið sem einn maður. Þetta fer
að verða algjört met hjá okkur
með sýningafjöldann, auðvitað
miðað við að við rekum hér
áhugamannaleikhús. Aðsóknin
er svo góð, að útlit er fyrir
áframhaldandi sýningar eitt-
hvað fram eftir mánuðinum. Og
það er búið að falast eftir að við
Magnús Óiafsson.
förum í leikferðir út á land, en
önnur verkefni knýja á hjá
okkur.
Leynimelur 13
Við erum nú að æfa af kappi
fyrir næsta verkefni og frum-
sýnum að öllum líkindum Leyni-
mel 13 á annan í jólum. Leik-
stjóri er Guðrún Ásmundsdóttir.
Leikritið, sem er í revíustíl, er
eftir Þrídrang; Harald Á., Emil
Thoroddsen og Alfreð Andrés-
son. Jú, ég leik þarna nokkuð
stórt hlutverk, skemmtilegan
náunga, gjörólíkan Þorláki —
Svein Jón nokkurn Jónsson. Og
það verða fleiri kvikmynda-
stjörnur en ég með í leiknum,
t.d. Hólmfríður Þórhallsdóttir,
sem lék í Óðali feðranna, Sigurð-
ur Jóhannsson, sem lék annan
lögregluþjónanna í Veiðiferðinni
og Sólrún Yngvadóttir, húsfrúin
í Þorláki, en lék einnig í Punkt-
inum. Þá verður að geta þess, að
Jón Hjartarson leikari hefur
samið texta við gamla slagara
frá stríðsárunum og er þeim
bætt inn í verkið, með góðfús-
legu ieyfi Haralds Á. Sigurðs-
sonar, sem er einn höfundanna á
lífi. Magnús Pétursson sér um
tónlistina, en Ivan Torrök um
leiktjöld, svo að það má ljóst
vera, að þarna er einvala lið á
ferð.
„Að sjá til þín, maður*‘
vekur athygli og umtal
Úr „Snjó“: Pétur Einarsson og Bríet Héðinsdóttir i hlutverkum sínum.
í KVÖLD sýnir Leikfélag Reykja-
víkur leikritið Að sjá til þín,
maður eftir Franz Xaver Kroetz,
sem er einn þekktasti leikritahöf-
undur Þjóðverja í dag.
Sýningin hefur vakið mikla at-
hygli og umtal, bæði leikstjórn
Hallmars Sigurðssonar og leikur
þeirra Sigurðar Karissonar, Mar-
grétar Helgu Jóhannsdóttur og
Emils Gunnars Guðmundssonar í
hlutverkunum þremur.
Leikritið lýsir samskiptum
hjónanna Ottós og Mörtu, svo og
við Lúðvík, son þeirra á táninga-
aldri. Þrátt fyrir ungan aldur
hefur Kroetz samið ein þrjátíu
leikrit og er óhætt að segja að fá
ef nokkur þeirra hafa vakið jafn
mikla athygli og Að sjá til þín,
maður! I þessu verki, sem er mjög
nærgöngult, grannskoðar höfund-
ur manneskjuna af sjaldgæfri
nákvæmni, baráttu hennar við
sjálfa sig og samskipti einstakl-
inga.
MORGUNI
Kammertónleikar
Súningar um helgina
Kjarvalsstaðir: Yfirlitssýning á
verkum Braga Ásgeirssonar. Sýn-
ingin er í öllu húsinu og lýkur
annað kvöld.
Listasafn íslands:Yfirlitssýning á
verkum Svavars Guðnasonar
opnuð kl. 14 í dag.
Listmunahúsið, Lækjargötu: Sig-
ríður Björnsdóttir sýnir 70 lands-
lagsmyndir og 7 afstraktmyndir.
Opið frá kl. 10—18 virka daga og
14—18 um helgar. Sýningunni
lýkur 9. þ.m.
Listaskáli ASÍ, Grensásvegi 16:
Sigurður Thoroddsen verkfræð-
ingur sýnir vatnslitamyndir. Opið
frá kl. 14—22. Sýningin stendur til
9. þ.m.
Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3: Hol-
lensk myndlistasýning, Vídd á
pappír. Opið frá kl. 16—20 á
virkum dögum, en 14—20 um
helgar. Sýningin stendur til 16.
þ.m.
Norræna húsið: Jón Reykdal sýnir
21 olíumálverk og27 grafíkmyndir
í kjallara. Sýningunni lýkur annað
kvöld.
Finnski grafíklistamaðurinn
Pentti Kaskipuro sýnir grafík-
myndir í anddyri. Sýningi stendur
út mánuðinn.
Mokka-kaffi: Japönsk kona, Yuki
Kishe sýnir teikningar. Sýningin
stendur aðeins í örfáa daga.
Kirkjustræti 10: Sigrún Gísla-
dóttir sýnir collage-myndir. Sýn-
ingin stendur til 18. þ.m.
Torfan: Gylfi Gíslason og Sigur-
jón Jóhannsson sýna leikmynda-
og búningateikningar.
Gallerí Háhóll, Ákureyri: Val-
garður Stefánsson sýnir 58 pastel-
og olíukrítarmyndir. Sýningunni
lýkur annað kvöld.
Eden, Hveragerði: José Luis Lopez
Ayala sýnir málverk og vatnslita-
myndir. Sýningin stendur í tvær
vikur.
Sigríður Björnsdóttir í sýningarsal Listamunahússins við Lækjar-
götu. en þar sýnir hún um þessar mundir 70 landslagsmyndir og 7
afstraktmyndir. Um myndirnar segir hún i sýningarskrá: „Abstrakt-
myndir mínar á þessari sýningu eru unnar á ýmsum timabilum ævi
minnar. Landslagsmyndirnar eru frá þessu ári og unnar hér heima og
á ferðum mínum ... Eins og þau Ijóð sem ég orti. verða myndir mínar
til eftir langa þróun — þær eru reynsla mín og líf.“
Orfáar sýningar
eftir á ySnjó “
NÚ FARA að verða .síðustu
forvöð að kynna sér forvitni-
legan áfanga á höfundarferli
Kjartans Ragnarssonar í
leikritinu „Snjó“, sem l>j<jð-
leikhúsið sýnir um þessar
mundir.
Kjartan fer nýjar leiðir í
þessu verki og fjallar um
alvarlega hluti, spurningar um
líf og dauða, en kunnuglegri
gamansemi bregður þó fyrir.
Leikurinn gerist í þorpi á
Austfjörðum og vofir snjó-
flóðahættan yfir, en gagnvart
hinni hinstu spurningu gera
persónurnar upp hug sinn um
afstöðuna til lífsins.
Leikstjóri er Sveinn Ein-
arsson og leikmyndin er eftir
Magnús Tómasson. Með hlut-
verkin fara Rúrik Haraldsson,
Erlingur Gíslason, Briét Héð-
insdóttir, Pétur Einarsson og
Lilja Þorvaldsdóttir.
Næstu sýningar á Snjó
verða í dag, laugardaginn 1.
nóvember, og miðvikudaginn
5. nóvember.
á Kjarvalsstöðum
„Síðasti bærinn í dalnum“
- í Regnboganum um helgina
UM HELGINA verða tvær sýn-
ingar í Regnboganum á kvik-
myndinni „Siðasti bærinn i daln-
um“. Hin fyrri verður i dag kl. 15
og hin síðari á morgun, sunnu-
dag, á sama tíma.
Á þessu ári eru liðin 30 ár síðan
kvikmyndin var frumsýnd, en
myndina gerði Óskar Gíslason
eftir sögu Lofts Guðmundssonar
rithöfundar. Aðalhlutverk leika
Þóra Borg, Valdimar Lárusson,
Friðrikka Geirsdóttir, Valur
Gústafsson, Jón Aðils og Erna
Sigurleifsdóttir.
Um síðastliðna helgi efndi
Óskar Gíslason til afmælissýninga
á kvikmyndinni og var aðsókn svo
mikil, að ákveðið var að bæta við
sýningum þeim, sem verða nú um
helgina.
Óskar Gislason.
Á MÁNUDAG, 3. nóvember,
verða haldnir kammertónleikar á
kaffistofunni á KjarValsstöðum
og hefjast þeir kl. 20.30. Flytjend-
ur á þessum tónleikum verða
Bernard Wilkinson flautuleikari,
Maria Vericonte fiðluleikari,
Stephen King víóluleikari og
Guðrún Sigurðardóttir sellóleik-
ari. Flutt verða verk eftir Mozart
og Debussy.
Efnisskrá tónleikanna er eftir-
farandi:
W. A. Mozart: Flautukvartett í
C-dúr K 631. W.A. Mozart: Dúett í
G-dúr fyrir fiðlu og víólu K 423.
Eftir hlé.
C. Debussy: Syrinx fyrir ein-
leiksflautu. W.A. Mozart: Flautu-
kvartett í D-dúr K 285.
Stephen King, Maria Vericonte, Guðrún Sigurðardóttir og Bernard
Wilkinson.
ÞJÓÐLEIKIIÚSIÐ: