Morgunblaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 31
HVAÐ ER AD GERAST UM HELGINA?
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980
31
MYNDLIST:
Mexikanskur arki-
tekt sýnir í Eden
í DAG opnar mexíkanskur arki-
tekt, José Luis Lopez Ayala,
sýningu á myndum eftir sig í
Eden i Hveragerði.
Ayala segir í fréttatilkynningu
til blaðsins að hann hafi orðið
fyrir miklum áhrifum af list í
kirkjum og klaustrum í landi sínu.
Hann segir: „I þessum kirkju-
myndum er teikningin gróf og
hlutföllin röng — það sem máli
skipti var að tjá sig með þeirri
tækni sem fyrir hendi var. Svipað
geri ég í myndum mínum. Ég hef
einnig orðið var við mikla lífsgleði
á íslenskum skemmtistöðum og
túlkað hana í myndum mínum. —
Jafnframt sýni ég vatnslitamynd-
ir frá fyrstu árum myndsköpunar
minnar — af mexíkönskum sveita-
þorpum sem ég er mjög hrifinn
af.“
Sýning Ayalas stendur í tvær
vikur.
José Luis Lopez Ayala við eitt verka sinna.
Gylfi Gröndal
Hjörtur Pálsson Þorsteinn frá Hamri
Jón úr Vör Þorsteinn Valdimars- Elísabet Erlingsdóttir
son
Fjölnir Stefánsson Þorkell Sigurbjörns- Sigfús Halldórsson
son
Tónlistar- og Ijóða-
vaka í Kópavogi
í TILEFNI af 25 ára afmæli
Kópavogskaupstaðar á þessu ári
efnir Norræna félagið í Kópavogi
til tónlistar- og Ijóðavöku á morg-
un i Hamraborg 11, og hefst
samkoman kl. 20.30.
Lesin verða ljóð eftir skáld
búsett í Kópavogi nú og fyrr. Þessi
skáld lesa sín eigin lóð: Gylfi
Gröndal, Hjörtur Pálsson, Þor-
steinn frá Hamri og Böðvar Guð-
laugsson.
Ljóð skáldanna Gunnars Egg-
ertssonar, Jóns úr Vör og Þor-
steins Valdimarssonar lesa þau
Hugrún Gunnarsdóttir, Hjálmar
Ólafsson og Gunnar Valdimars-
son.
Elísabet Erlingsdóttir syngur
við undirleik Kristins Gestssonar
lög eftir tónskáld úr Kópavogi:
Eftir Fjölni Stefánsson lög við
þjóðvísur og Þorkel Sigurbjörns-
son lög við ljóð Þorsteins Valdi-
marssonar.
Lög Sigfúsar Halldórssonar
verða leikin og sungin.
Allir eru velkomnir meðan hús-
rúm leyfir.
ÞESSA mynd tók Emilía i
Naustinu á fimmtudagskvöld-
ið, þegar Ragnhildur Gisla-
dóttir kom þar fram ásamt
þeim Haraldi Þorsteinssyni
bassaleikara og Magnúsi
Kjartanssyni, sem lék undir á
pianó. Þau koma næst fram i
Naustinu annað kvöld. Mhl.
hefur það eftir áreiðanlegum
heimildum. að ætlunin sé að
lifga upp á stemmninguna i
Naustinu og gefa ungum tón-
listarmönnum um leið kost á
þvi að troða upp með list sina
á nýjum vettvangi. Verða
slíkar skemmtanir haldnar á
fimmtudagskvöldum og
sunnudagskvöldum. Þá má
geta þess, að Naustið býður
upp á svokallaða fjölskyldu-
rétti í hádeginu á sunnudög-
um á hæfilegu verði og eru
allar veitingar ókcypis fyrir
börn.
MYNDLIST:
Valgarður Stefánsson
í Galleri Háhól
UM ÞESSAR mundir stendur
yfir í Gallerí Háhóli á Akureyri
sýning Valgarðs Stefánssonar.
Þar sýnir hann 58 myndir, flest-
ar málaðar með pastellitum en
einnig nokkrar oliukritarmynd-
ir.
Valgarður Stefánsson er fæddur
á Akureyri 1946 og starfar sem
birgðavörður við Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri. Mynd-
listarnám hefur hann mest stund-
að á sjálfs sín vegum, en einnig
notið tilsagnar móður sinnar,
Ragnheiðar Valgarðsdóttur, sem
er mvndlistarkennari.
— Ég er að leita að farvegi í
mínum verkum, tek áhættu og
prófa nýja liti, sagði Valgarður, —
en ég held nú að það sé einhver
samhljómur í þesum myndum,
sem ég sýni í Háhóli. Ég geri það
oft að taka skissur þegar ég er á
ferð. Síðan rifja ég þetta upp
þegar heim er komið og mála
landslagið eins og ég sé það í
endurminningunni.
Sýningu Valgarðs Stefánssonar
í Gallerí Háhóli lýkur annað
kvöld.
„Hér leynast töfrar“, ein mynda Valgarðs Stefánssonar i Galleri
Háhóli.
MYNDLIST:
Finnskur grafíklista-
maður í Norræna húsinu
FINNSKI grafíklistamaðurinn
Pentti Kaskipuro sýnir grafík-
myndir í anddyri Norræna húss-
ins og stendur sýning hans út
nóvembermánuð.
Pentti Kaskipuro er fæddur
1930 í Helsinki, þar sem hann
stundaði nám í grafíkdeild lista-
háskólans finnska. Hann hefur
kennt list-grafík við listiðnaðar-
háskólann í Helsinki og frá
1974—1979 var hann listprófessor.
Hann var útnefndur listamaður
ársins á listahátíðinni þar 1979.
Pentti Kaskipuro hefur haldið
fjölda sýninga og eins verið með í
samsýningum í flestum löndum
Evrópu, einnig Ameríku, Indlandi,
Ástralíu og Japan, og hefur fallið í
skaut fjöldi verðlauna fyrir verk
sín. Yfir 50 listasöfn víðs vegar í
heiminum hafa keypt verk hans.
Grafíksýningin verður opin á
venjulegum opnunartíma hússins, Ein af myndum finnska grafiklistamannsins Pentti Kaskipuro, sem
frá 9—19 allan nóvembermánuð. um þessar mundir sýnir í anddyri Norræna hússins.
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR:
112. sýning
á Ofvitanum
ANNAÐ kvöld verður 112.
sýning á OFVITANUM eftir
Þórberg Þórðarson í leikgerð
og leikstjórn Kjartans Ragn-
arssonar.
Leikritið var sýnt fyrir fullu
húsi í allan fyrravetur og af
aðsókn í haust er ljóst a verkið
verður á fjölunum enn um
sinn enda samdóma álit gagn-
rýnenda og áhorfenda að
ótrúlega vel hafi tekist að búa
sögu meistarans í leikbúning,
það eru þeir Jón Hjartarson
og Emil Gunnar Guðmunds-
son, sem fara með hlutverk
Þórbergs í leiknum.
Úr Ofvitanum: Jón Hjartarson og
Emil Gunnar Guðmundsson i
hlutverki Þórbergs og Lilja Þór-
isdóttir í hlutverki Elskunnar
hans.