Morgunblaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980 HLAÐVARPINN VEÐURFAR^^^^hb Á kuldaboli heima í Breiðholtinu? Bryndís Schram óskar Tage Ammendrup til haminKju með 900. upptökuna. Sjónvarpið:HMHHMiHM 900. upp- taka Tages TAGE Ammendrup er ákaflega vinsaell mað- ur á sjónvarpinu. Hann hefur starfað þar frá upphafi og síðastliðinn mánudag stjórnaði hann sinni 900. upptöku hjá sjónvarpinu — og það var af Stundinni okkar. Af því tilefni brugðu félagar hans á sjónvarpinu á leik og stilltu upp stórri mynd af honum og að henni rauðan dregil. Tage gekk síðan eftir dreglinum eins og sönnum herramanni sæmir og síðan var skálað í kampavíni. Til hamingju, Tage. Hvar er kaldast í Reykjavik og hvar er hlýjast? Eða er kannski enginn munur á veðurfari eftir því hvar búið er i höfuðborg- inni? Sumum finst Breiðholtið hið mesta veðraviti og telja, að þá sé nú betra að búa á Seitjarnarnesinu, enda er það bæði litið og lágt, eins og segir i kvæðinu. Tii að forvitnast um þetta, hringdum við í þá bóri Sigurðsson og Trausta Einarsson. veðurfræðinga á Veð- urstofunni, og báðum þá um að miðla okkur af þekkingu sinni. Fram kom í máli þeirra kolleganna, að úrkoma er mjög misjafnlega mikil í Reykjavík og eykst eftir því sem ofar og fjær dregur sjó. Á Reykjavíkurflugvelli er meðaltalsúrkoma t.d. 800 mm á ári, um 900 inni við Elliðaár, 1200 mm á Rjúpnahæð, sem er í 120 m hæð yfir sjávarmáli og rúmlega 1200 á Hólmi fyrir ofan Reykjavík. Meðalhiti er einnig nokkuð misjafn á þessum stöðum og til jafnaðar er hann einni gráðu minni í Breiðholtinu en annars staðar í borginni. Af þessu að dæma, virðist engum blöðum um það að fletta, að kuldaboli búi í Breiðholtinu, enda er meðalhiti aðeins minni þar en niðri í bæ, úrkomusamara og þar af leiðandi snjó- þyngra. En er Breiðhyltingum þá ekki veitt nein líkn með þraut? Jú, reyndar, sögðu þeir veðurfræðingarnir. í Breiðholtinu er norðanátt- in, sem gjarnan er kennd við hregg og hríð, tiltölulega fátíðari en annars staðar í borginni og það er Esjan, sem því veldur. Breiðhyltingar mega því með sanni kallast skjólstæðingar hennar og ekki bara þeir, því að Esjan skýlir Hafnfirðingum líka fyrir norðannæðingnum. Þó að Esjan sé Breiðhyltingum góð, þá nær gæska hennar ekki til Seltirninga, sem fá sinn skammt af norðangarranum alveg óskertan. Það er því vindasamara á Seltjarnarnesinu og af þeim sökum er húshitun líklega dýrari þar en annars staðar í hinum gamla Seltjarnar- neshreppi. Just a Gigolo — mynd Dav- id Bowie hefur vakið mikið umtal. Nú er hægt að fá hana á video- bandi. Videobondi Hundruð mynda nú á boðstólum MYNDSEGULBÖND eru nú víða á heimilum á fslandi. Þau hafa verð lögð i fjölmörg fjölbýlis- hús og fullyrða má, að þúsundir íslendinga fái nú notið efnis á heimilum sinum utan þess sem islenzka sjónvarpið sendir út. En hvað skyldi vera á boðstólum af myndum. Nokkur fyrirtæki hafa sprottið upp og sinna þessari þörf. Viedoþjónustan á Skólavörðustíg er eitt þessara fyrirtækja. „Héðan eru bæði lánuð út videobönd og einnig myndsegulbönd, sjónvörp og myndatökuvélar," sagði Rannveig Marelsdótt- ir hjá Videoþjónustunni í samtali við blaðamann. „Þetta er mjög vinsælt og eftirspurnin eykst sífellt. Þá tökum við einnig upp fyrir fyrirtæki og í því sambandi má nefna, að við tókum upp á videoband þegar ungfrú Hollywood var krýnd í vikunni. Videoþjónustan er annars vegar með klúbb þar sem félagar geta fengið myndir, en einnig er hægt að fá myndir lánaðar utan þess, þó það sé dýrara fyrir vikið. Við erum með samning við Intervision og myndir frá því fyrirtæki geta allir fengið. Við erum með fjölmargar myndir — um eða yfir 100. Meðal nýrra mynda, sem við höfum og nú er mikið umtöluð erlendis, er „Just a Gigolo" með David Bowie. Einnig má nefna nýlegar myndir, eins og Death of a Snowman, Silent Partner. Af eldri myndum má nefna Patton, Mars, Soldier Blue, French Connection og Magnificent Matador með Anthony Quinn.“ Radíóbær er annað fyrirtæki, sem leigir út myndir og rekur klúbbinn „5 stjörnur". Radíóbær hóf þjónustu sína í janúar síðastliðnum, og eru nú boðnar til leigu 107 myndir, bíómyndir. Tromulurnar snúast og stúlkurnar á 03 gefs Póstur & Sími:"*""* Símaskráin tölvuvæðist Tölvuvæðing símaskrárinnar er hafin. „Við erum þessa dagana að taka i notkun skerma og um áramótin reiknum við með því, að hafa lokið tölvuvæðingu símaskrárinnar,“ sagði Hafsteinn Þorsteinsson, simstjóri i Reykjavík, i samtali við blaðamann. „Hingað til hafa símanúmer verið á tromlum — á hjólum með strimlum. Þetta er nú orðið úrelt og erfitt var orðið að bæta við fleiri nöfnum og símanúmerum. Það var því orðið brýnt að gera breytingar. Þegar tölvuvæðingunni er lokið, tek- ur símaskráin yfir allt landið. Það verður hægt fyrir allt landið að kalla á skerma, nafn götu, númeraskrána og nafnaskrána. Símanúmer símaskrár- innar verður eftir sem áður óbreytt — 03. Stofnkostnaður verðr mikill, þó íleiðinni Gleymdi konunni IJr Degi: „Þær fregnir ber- ast af Vestfjörðum, að fyrir skömmu hafi „þarlendur" maður verið á ferð í bíl sínum og við hlið mannsins sat eig- inkona hans. Þau komu að hliði og fór konan út og opnaði svo bíllinn gæti ekið áfram. Og það gerði hann svo sannar- lega. Ökumaðurinn gleymdi konunni og ók áfram á annan klukkutíma. Þá varð á vegi hans annað hlið ... og engin kona í bílnum til að opna það. Við höfum engar spurnir haft af endurfundi þeirra hjóna.“ Peningar Ur því við erum farnir að vitna í Dag, þá fannst okkur rétt að láta tvær klausur fylgja: „Hér á árum áður báru menn virðingu fyrir peningum — fóru um þá mildum höndum og veltu fyrir sér hverri krónu. Þetta viðhorf hefur tekið miklum stakkaskiptum. Nú beygja menn sig ekki eftir fimmköllum og krónum og einstaka harðsvíraður nútíma- maður tekur aðeins seðla upp af götu sinni. Ung börn eru send með háar upphæðir í verslanir og er leyft að kaupa sér ýmiskonar óþarfa fyrir fé, sem betur væri geymt heima í skúffu eða í banka. Því miður er það of algengt, að fólk kaupi sér allskyns glys og glingur — en eigi síðan ekki neitt nema postulínshunda og þ.h., þegar mögru árin koma.“ Lítið dæmi af sóun ... var næsta fyrirsögn í Degi og hana fannst okkur tilvalið að birta á sömu for- sendum. „Nú er enginn gjald- gengur á skíði, skauta og ýmsar aðrar íþróttagreinar nema sá hinn sami gangi í útbúnaði, sem kostar tugi ef ekki hundruð þúsunda. Börn- um og unglingum er oft illa við að kaupa gamlan útbúnað, sem stendur fyllilega fyrir sínu, vilja fá nýtt og glans- andi. Sumir skíðamennirnir minna helst á jólasveina eins og þeir eru á útlenskum kort- um — rauðir með röndum, í kolsvörtum skóm. Barnmarg- ar fjölskyldur geta engan veg- inn haft efni á að kaupa það sem þarf til íþrótta í dag, ef allt á að vera nýtt. En þrátt fyrir þessa staðreynd, eru hlutirnir æði oft keyptir og þá er bara að lengja vinnudaginn svo endar nái saman." * „I hlað ríður maður á hvítum hesti“ UR SUÐURLANDI „Á síðastliðnu sumri var þjóðvegurinn gegnum byggðina á Laugarvatni lagður varanlegu slitlagi. Einnig varð hugmyndin að leggja slitlag á athafnasvæði skólanna þar efra, þ.e. aðkeyrslur og bílastæði. En áður en því verki var lokið, sáu framvæmdaaðilar að fjárveitingin dygði ekki. Var þá ákveðið að sleppa plönunum við Héraðsskólann og Húsmæðraskólann. Að vonum voru Laugvetningar óhressir yfir þessum málalokum — en þá gerðist ævintýr. „í hlað ríður maður á hvítum hesti“. Var sá þingmaður utan af landi og hafði verið nemandi í Héraðsskólanum á sínum yngri árum. Er þingmaðurinn spurði hin dapurlegu tíðindi brá hann skjótt við, fór suður og „kippti þar í ýmsa spotta". Og viti menn, Héraðsskólinn fékk sína olíumöl. Húsmæðraskólinn einn varð hins vegar útundan. En það er svona að sofa á verðinum og kannski er það hlálegast, að þingmenn annarra kjördæma skuli þurfa að bjarga svona málum fyrir Sunnlendinga." Hver setti auglýsinguna í Dag? Toppurinn í dag Aston Villa Villa fan club branch ol Akureyri Blaðamaður rakst á nokkuð sér- stæða auglýsingu í Degi nú í vikunni. Auglýsingin hljóðaði svona: Það er blaðamaður vissi, að Sig- björn Gunnarsson, sá góðkunni knattspyrnumaður á Akureyri, heldur með Aston Villa sló hann á þráðinn til hans. „Ég er eini stuðn- ingsmaður Aston Villa hér á Akur- eyri,“ sagði Sigbjörn en ekki vildi hann gefa upp, hvort hann hefði sett auglýsinguna í Dag. Hann hlýtur þó að liggja undir grun. „Ég hef haldið með Aston Villa frá því ég var smástrákur — af hverju veit ég ekki. Það bara æxlaðist svo. Það hefur ekki alltaf verið dans á rósum hjá Villa nú síðustu árin, og ég hef orðið að ganga í gegnum margan hreinsunareldinn. Én þó Villa hafi gengið í gegnum mikið niðurlæg- ingartímabil, og fallið niður í 3. deild, þá var ég ekkert að leita mér að öðru liði til að halda með, eins og margir virðast gera. Þannig varð ég að ganga í gegnum enn eina þrek- raunina á laugardag. Konan mín hefur sterkar taugar til Southamp- ton og Villa vann Southampton á The Dell á laugardag 2—1. Það þýddi, að ég fékk ekkert að borða þann daginn. En það er sama hvað á dynur — Villa er mitt lið og verður. Ég verð þrí- tugur 2. maí í vor og þá leikur Villa á Highbury við Arsenal. Ég stefni að því að vera þar og taka á móti bikarn- um.“ Sigbjörn Gunnarsson. Hvað verður um KIRKJUNNAR menn hafa nú af því nokkrar áhyggjur hve nýútskrifaðir guðfræðingar skila sér seint og illa út á starfsakurinn. Þeir hjá Kirkjuritinu könnuðu nýlega hvernig þessi mál standa og birtu niðurstöðurnar í siðasta hefti ritsins. Nú skulum við gefa þeim orðið: „Nokkur prestaköll hafa ítrekað ver- ið auglýst laus til umsóknar og enginn sótt. Verst er ástandið á Vestfjörðum. Þar vantar tilfinnanlega presta á Suðureyri, Þingeyri, Bíldudal og víðar. Lengi heur verið prestlaust í Árnesi á Ströndum og Sauðlauksdal. Prestlaust er á Langanesi, enginn sækir um Ása í Skaftártungum. Annað prestsembættið í Eyjurn hefur veið óskipað í nokkur ár. Hvað verður um guðfræðinga?, spyrja menn. Guðfræðideildin útskrif- ar nokkurn hóp árlega. Vilja guðfræð- ingar ekki fara í prestskap? Eru breytingar á afstöðu þeirra til prests- þjónustunnar? Á árabilinu 1950 til 1976, eða 26 árum, hafa útskrifast 120 guðfræð- ingar. Af þeim tóku 110 vígslu en 10 eru óvígðir. Á árunum 1977—1979 útskrif- uðust 19 guðfræðinga, af þeim eru 10 óvígðir, en níu vígðir. I vor útskrifuðust 6 menn og hefur enginn þeirra tekið vígslu enn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.