Morgunblaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 15
Ilradamælinxar á þjóövegunum: MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980 15 Alltof algengt að menn séu teknir á REKJA má stóran hluta allra umferðaróhappa til hraðaksturs. Það er þvi ekki að ástæðulausu að lögreglan lejíKur Keysimikla áherslu á að halda ökuhraðanum innan skynsamieKra takmarka. Hún beitir til þess ýmsum ráðum en hraðamælinKarnar hafa lanK mesta þýðinKU eins ok Kefur að skilja. ÞýðinK þeirra mun enn aukast á næstunni með aukinni tækni. MorKunblaðsmenn fylKdust ný- verið með löKreglumönnum við hraðamælingar. Aður hefur verið lýst frásögn af hraðamælingu í Reykjavík en hér á eftir verður stuttlega lýst hraðamælingum vegalögreglumanna í nágrenni höfuðborgarinnar. Ekki virðist vanþörf á ströngu eftirliti úti á þjóðvegunum því margir ökumenn keyra á vítaverðum hraða. Þess eru jafnvel dæmi að menn hafi verið teknir á yfir 140 km hraða og það sjá allir heilvita menn að slíkur glannaakstur getur haft stórháska í för með sér. Við slógumst í för með lögreglu- mönnunum Þorgrími Guðmunds- syni og Svavari Jónssyni á bíl vegalögreglunnar RL 1. t RL 1 er fullkomnasti radar lögreglunnar, radar sem gjörbreyta mun öllum hraðamælingum. Þessi radar er þannig útbúinn að hægt er að mæla bifreiðir þótt lögreglubíllinn sé á ferð. Ef bifreið kemur á móti dregur radarinn frá hraða lög- reglubifreiðarinnar og sýnir á Ekki var meira gert á Suður- landsvegi en ástandið kannað á Reykjanesbrautinni. Stöðvað var við Kúagerði og hraðinn mældur en sem betur fer var ástandið með bezta móti. Ekki þýðir að vera of lengi á sama staðnum því fréttir berast fljótt af því hvar radar- mælingamenn eru, um það sjá bílar með talstöðvar, FR-menn, leigubílar og vörubílar. Því fluttu þeir sig um set Þorgrímur og Svavar og var stoppað næst við Vogaafleggjarann. Nokkrir bílar voru stöðvaðir á 90—100 km hraða. En brátt fór ástandið versnandi og leigubíll úr Reykjavík var mældur á 109 km hraða. Kona ók bílnum og mótmælti því algerlega að hún væri á svo miklum hraða. Algengt er að ökumenn viðurkenni ekki að hafa ekið eins hratt og radarinn sýnir og er þeim þá venjulega bent á að láta athuga hraðamælinn í bílnum, ítrekaðar prófanir hafa nefnilega sýnt að radararnir eru réttir en hraða- Það hefur áður komið fram hér í blaðinu að undantekningarlaust er ökuleyfissviptingu beitt, ef menn eru teknir á 100 km hraða og þar yfir. Að auki þurfa menn að greiða háar sektir. Varðhald og enn hærri sektir liggja við ítrek- uðum brotum. Það er því skoðun lögreglunnar að ódýrast sé og hættuminnst að halda hraðanum innan skynsamlegra marka. Undir það geta víst flestir tekið ef þeir hugsa málið. —SS. Þetta er hinn nýi ok fullkomni radar. Hann sýnir bæði hraða logreglubílsin.s og hraða hílsins sem mældur er. Þarna er verið að elta einn á 112 km hraða. Ljúsm. Emiha. 130-140 km hraða Þessi var tekinn á 120 km hraða. Hann mun vafalaust missa ökuréttindin. ljósaborði hraða bifreiðarinnar, sem á móti kemur. Til þessa hafa radarar lögreglunnar einungis getað mælt ökuhraða á ákveðnum föstum punkti. Það er einnig nýjung að óþarfi er að senda stöðuga geisla og er það svar við þeim fjölmörgu ökumönnum, sem fjárfest hafa í svokölluðum rad- arvara en hann gefur til kynna ef radarmælingar eru í nágrenninu. Sú fjárfesting borgar sig ekki þegar nýju radararnir eru komnir í alla lögreglubíla. Við lögðum fyrst leið okkar upp á Suðurlandsveg. Fljótlega varð á vegi lögreglubílsins bifreið með V-númeri og mældist hún á 110 km hraða. Lögreglubílnum var snúið snarlega við og hraði V-bíls- ins mældur með jöfnu millibili og síðan var bíllinn stöðvaður og nafn ökumannsins skrifað niður. Aftur var haldið af stað í áttina að Geithálsi en ekki hafði verið lengi ekið þegar stór sandflutningabíll kom á móti á 91 km hraða. Hann var líka mældur með jöfnu milli- bili og kom i ljós að hann hafði aukið ferðina frekar en hitt. Bif- reiðin var stöðvuð og færð á lögreglustöðina enda geta menn gert sér í hugarlund hvaða hætta er á ferðum þegar 22ja tonna bíll er kominn á 100 km hraða. mælarnir mjög oft vitlausir. Næst var stöðvaður bíll með G-númeri sem var á ofsahraða, 120 km. Hann var einnig mældur með jöfnu millibili og reyndist vera á 115—120 km hraða: Annar bíll með G-númeri var stöðvaður næst. Hann mældist á 113 km hraða en þegar hann var mældur með jöfnum hraða kárnaði gam- anið, bíllinn fór í 130 km og hann náðist ekki fyrr en á Grindavíkur- afleggjaranum og hafði þá ekið tugi kílómetra. Þessi ökumaður var ekkert banginn, taldi sig hafa ekið á 80 km hraða! Þarna munaði ekki nema litlum 50 km á fram- burði hans og því sem radarinn sýndi. Þegar teknir höfðu verið 11 bílar á hraðanum 90—130 km vár ákveðið að snúa niður á lögreglu- stöð. En ekki hafði verið ekið lengi þegar við mættum amerísku tryllitæki á 125 km hraða. Enn var snúið við, bifreiðin mæld með jöfnu millibili og hún síðan stöðv- uð. I ljós kom að ökumaðurinn var 17 ára piltur, sem hafði aðeins haft ökuréttindi í þrjá mánuði. Sannarlega ekki gæfuleg byrjun á ökuferli og því varð pilturinn að gjöra svo vel að koma niður á stöð, þar sem hann var sviptur ökurétt- indunum til bráðabirgða. Þorgrímur gefur einum brotlegum bendingu um að stöðva. 5// þ v* t.a Sumbflsæti eru sjóöheít á sumrín, en ískóld á vetrum Þekkiröu vandamálið? En vissiröu aö á því höfum viö Ijómandi góða lausn. Austi bílaáklæðin. Viöurkennd dönsk gæðavara, falleg og furðulega ódýr. Þau veita góöa einangrun og hlífa bílsætinu. Framleidd eftireinföldu kerfi sem tryggir lágt verð og aö áklæöi séu fyrirliggjandi í flestargerðirbíla. Austi bílaáklæöi. Úr fallegum efnum, einföld í ásetningu. Fást á öllum bensínstöðvum okkar. Q QM f— & □ Q □ LJ cu QQ Q cn m. c ;5' olis Vöruval og vönduö þjónusta STÖÐVARNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.