Morgunblaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980 25 JWtr|pimMró»i§> Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 280 kr. eintakiö. Hringlið með Frumvarp um þreföldun „tímabundins olíugjalds" hefur mætt verulegri andstöðu bæði á Alþingi og í samtökum sjómanna. Þetta er í þriðja sinn á einu og sama árinu sem stjórnvöld hringla með olíugjaldið. í janúarmánuði sl. var þetta gjald ákveðið 5%. í marzmánuði lagði núverandi sjávarútvegs- ráðherra fram frumvarp, sem fól í sér lækkun olíugjaldsins í 2,5%, m.a. á þeirri forsendu, að því er sagt var, að gasolíuverð færi lækkandi. Reyndin varð allt önnur. Og hagur útgerðar í dag er allt annar og mikið verri en verið hefði, ef marz-frumvarp sjávarútvegsráðherra hefði ekki náð fram að ganga. Talið er að vanskilaskuldir útgerðarinnar séu ekki undir 25 til 30 milljörðum króna á líðandi stund. I nefndaráliti stjórnarandstöðu um þetta þriðja frumvarp ársins til breytinga á olíugjaldinu segir m.a.: „Þetta frumvarp gerir ráð fyrir að þrefalda tímabundið olíugjald og talið er, gróft reiknað, að þessi hækkun, sem fer fram hjá skiptaverði til sjómanna, sé um 6 milljarðar króna og er þá loðnuaflinn ekki tekinn með í þeirri upphæð“. I nefndarálitinu segir ennfremur: „Við fiskverðsákvörðun, sem gildir frá 1. október sl., er verulega gengið á sjómenn. Það er því ekki óeðlilegt, að í þeirri stétt gæti vaxandi óánægju þegar stjórnvöld standa hvað eftir annað að því að láta kjör þeirra ekki fylgja kauphækkunum annarra vinnustétta. Auk þess má minna á, að aðgerðir stjórnvalda til að draga úr sókn í veigamestu fisktegundir leiða til kjararýrnunar sjómanna og útvegsmanna, sem þeir hafa tekið bótalaust og án mótmæla". „Við undirritaðir nefndarmenn teijum óskynsamlegt að rýra kjör sjómanna enn frekar en gert hefur verið, en teljum að hlut útgerðarinnar vegna hækkunar á olíuverði eigi að bæta með sameiginlegum aðgerðum sem nái til allra landsmanna, og erum við reiðubúnir til samráðs við sjávarútvegsráðherra um að leysa vanda útgerðarinnar með þeim hætti“. Samstarf íslendinga og Grænlendinga Matthías Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, hefur, ásamt fleiri þingmönnum, lagt fram á Alþingi frumvarp um Grænlandssjóð, til að stuðla að nánari samskipt- um og samvinnu Islendinga og Grænlendinga. Frumvarpið kveður nánar á um fjármögnun og tilgang, sem spannar margskonar samskipti og stuðning við þessa grannþjóð, sem nýlega hefur fengið heimastjórn en á við margháttaða erfiðleika og vandamál að etja. I greinargerð með frumvarpinu segir, að árið 1982 séu 1000 ár frá fyrstu heimsókn Eiríks rauða til Grænlands. Virðist full ástæða til að íslendingar minnist þessa afmælis og um leið hins merka þjóðfélags Islendinga í Grænlandi næstu aldir eftir fund landsins, með þeim hætti að treysta samstarfsbönd milli þessara grannþjóða. I greinargerðinni segir ennfremur að nánari kynni og samskipti Grænlendinga og íslendinga verði báðum aðilum til hags, bæði á sviði menningar- og efnahagsmála. Samskipti á sviði fiskverndar- og fiskveiðimála skipti báðar þjóðirnar miklu og margt bendi til þess að íslendingar geti í framtíðinni fengið ýmis verkefni í tengslum við uppbygginguna á Grænlandi sem íslenzk atvinnufyrirtæki nytu góðs af. Þetta frumvarp Matthíasar Bjarnasonar og fleiri þingmanna hefur vakið verðuga athygli með þjóðinni. Vonandi fær það óskabyr gegnum þingið, enda flutningsmenn úr öllum þingflokk- um. Það getur orðið vísir að miklum samskiptum milli þjóðanna, ef rétt er á málum haldið og báðum til framtíðargiftu. Færi vel á því ef þetta frumvarp yrði að lögum fyrir áramót þann veg að framkvæmd efnisatriða yrði komin vel á veg er Grænlendingar minnast 1000 ára afmælis íslenzks landnáms árið 1982, sem ráðgert mun að sögn Henrik Lund, bæjarstjóra í Kakortok (Juleanehaab) í viðtali við Grönlandsposten fyrr á þessu ári. Gagnfræðaskóli Akureyrar var stofnaður með lögum nr. 48, 19. maí 1930 og settur í fyrsta sinn hinn 1. nóvember sama ár. Fyrsti skólastjóri var Sigfús Halldórs frá Höfnum, sem gagngert hafði flust frá Vesturheimi fyrir hvatningu Jónasar Jónssonar frá Hriflu til að taka við þessum starfa. Skólinn var fyrstu árin til húsa í Lundar- götu 12, í náinni samvinnu og sambýli við Iðnskóla Akureyrar. Þótt undarlegt megi virðast var hinum nýja gagnfræðaskóla fálega tekið af sumum. Þó átti skólinn hauka í horni og er á engan hallað í því sambandi þó séu nefnd nöfn þeirra Halldórs Friðjónssonar ritstjóra og tónskáldsins ágæta Áskels Snorrasonar. Bæjarstjórn Akureyrar var þá og harla tómlát um velferð stofnunarinnar en minna má þó á, að þá voru erfiðir tímar á íslandi. Fyrstu kennslutækin voru keypt haustið 1930, en þau voru: Hnattlíkan, 2 kort af Evrópu og 1 af hverri hinna heimsálfanna. sjálfur í bæjarstjórn til að hrinda málinu í framkvæmd. Hann var kjörinn bæjarfulltrúi árið 1942 og komst þá fyrst verulegur skriður á málið, er hann fékk meiri hluta bæjarstjórnar til að samþykkja að hafist yrði handa við að reisa skólahús. Einnig naut Þorsteinn stuðnings Jónasar frá Hriflu, fornvinar síns og samherja. Húsameistara ríkisins var falið að undirbúa bygginguna og valdi hann skólahúsinu stað. Vegna frábærrar elju og ákafa Þorsteins var verkinu hrundið af stokkum og hófst byggingarvinna í júlí- mánuði 1942 og hélt áfram sumar- ið 1943, og urðu þá meiri háttar tímamót í sögu skólans. Haustið 1944 var allt húsið tekið í notkun, en endanlegum frágangi utandyra lauk sumarið 1946. Var þá húsið eitt hið stærsta og best búna sinnar tegundar á öllu landinu. Að svo vel skyldi til takast sem raun ber vitni er mest og best að þakka frábærri atorku og ósérhlífni Þorsteins M. Jónssonar auk for- manns byggingarnefndar og skólanefndar Guðmundar Guð- laugssonar. Þótt ýmsir teldu, að húsnæðis- þörf skólans væri fullnægt um langa framtíð reyndi Þorsteinn M. Jónsson að gera sér grein fyrir þróun mála og þóttist hann sjá að um verulega fjölgun nemenda yrði að ræða á næstu árum og því ekki vanþörf á að huga strax að byggingu viðbótarhúsnæðis. Af ýmsum orsökum miðaði fram- kvæmdum hægt og var látið nægja að byggja 1 stofulengd sunnan við skólahúsið og aðeins neðstu hæðina. Loks var lokið við bygginguna árið 1956—58. Menn sáu brátt að nauðsynlegt reyndist að stækka skólann, þar eð nemendafjöldi óx ár frá ári og aðstaða til kennslu og félagsstarfs versnaði að sama skapi, og þurfti að grípa til gamals ráðs, að fá leiguhúsnæði, nú í Húsmæðra- skólanum. Enn var þungt fyrir fæti en nú sem fyrr naut skólinn góðs leiðtoga. Með frábærri elju- semi og dugnaði tókst Jóhanni Frímann að þoka málinu af stað svo að framkvæmdir hófust við nýbyggingu skólans í ágústmánuði 1962. I þessum nýja áfanga skyldi vera auk almennra kennslustofa, Eins og að framan er sagt, var Gagnfræðaskóli Akureyrar fyrstu árin í húsnæði Iðnskólans í Lund- argötu 12 þannig, að Gagnfræða- skóli Akureyrar starfaði að degin- um, en Iðnskóli Akureyrar var kvöldskóli. Kennslustofur voru tvær fyrstu fjögur árin. Þarna voru höfðustöðvar skólans og meginheimkynni þar til draumur- inn um eigið húsnæði rættist og skólinn fluttist í það haustið 1943 eða 13 skólaár alls. Um miðjan þriðja áratug aldar- innar hafði nemendum fækkað mjög, en eftir það varð vart við greinilega fjölgun nemenda, sem gerði nauðsynlegt að afla viðbót- arhúsnæðis og um skeið var skól- inn samtímis til húsa á 3 stöðum í bænum. Auk Lindargötu 12 var kennt í Gránufélagsgötu 9, sem skólinn siðar keypti („Verslun- armannafélagshúsið"), og fimleik- ar voru kenndir í samkomusalnum í Skjaldborg, Hafnarstræti 67 (nú Prentsmiðja Björns Jónssonar) og einnig áður í leikfimihúsi Mennta- skólans á Akureyri. Þorsteinn M. Jónsson vann af kappi að húsbyggingarmáli skól- ans og fékk ýmsa menn til liðs við hana. Var þó róðurinn þungur og þótti sumum sem hægt miðaði, einkum þó Þorsteini sjálfum, sem brá á það snjallræði að fara Núverandi hús G.A. við Laugargötu Gránufélagsgata 9 Lundargata 12 ný kennarastofa og skrifstofu- húsnæði skólans, eðlisfræðistofa, íbúð húsvarðar og langþráður, stór samkomusalur. Þrátt fyrir þessa miklu stækkun húsnæðisins rak að því, að vax- andi nemendafjöldi sprengdi það utan af sér, og varð enn að leita leigurýmis annars staðar, svo sem í Húsmæðraskólanum, Iðnskólan- um, íþróttahúsinu og skátaheimil- inu Hvammi. Nemendur urðu flestir skólaárið 1971/1972, en þá voru í skólanum 846 nemendur í 32 deildum. Hin síðari ár hefur nemendum fækkað vegna stækkunar og fjölg- unar annarra skóla í bænum, enda má nú heita, að skólinn sé sjálfum sér nógur um húsnæði. Heimilis- fræði er þó enn kennd í húsi Hússtjórnarskólans og ein bekkj- ardeild er vistuð hluta dagsins í leiguhúsnæði í félagsheimili Ein- ingar. Starfslið í upphafi voru fastráðnir starfs- menn Gagnfræðaskóla Akureyrar aðeins 2, þ.e. skólastjóri og einn fastakennari, en frá upphafi hafa starfað um 250 kennarar við skólann. Nú starfa þar um 70 manns, kennarar og annað starfs- lið. Jafnan hefur gengið vel að fá starfslið að skólanum og menn hafa gjarna orðið þar rótfastir, enda um helmingur núverandi kennara gamlir nemendur skól- ans. Félagslíf nemenda Félagslíf nemenda Gagnfræða- skóla Akureyrar hefur lengst af staðið með blóma, að vísu misjafn- lega fjörmikið frá ári til árs, en alltaf með allföstu sniði. Skóla- stjórar hafa stutt þessa starfsemi ötullega og kennarar hafa verið leiðbeinendur og hjálparhellur nemenda í félagsmálum þeirra. Nemendasamband Gagnfræða- skóla Akureyrar var stofnað haustið 1935 og starfaði það oft af miklu fjöri fyrstu árin. Skíðaferðir hafa alla tíð verið stundaðar og fyrstu árin var farið á Glerárdal og þá gist-eina nótt í skála Skíðafélags Akureyrar, Skíðastöðum. Mikil þátttaka var jafnan í ferðum þessum. En sum- arið 1944 keypti Gagnfræðaskóli Akureyrar ásamt Iðnskóla Akur- eyrar hermannaskála, og var harn fluttur upp í Hlíðarfjall. Skáli þessi, sem hlaut nafnið Ásgarður, var síðan notaður sem fjallaskáli til gistingar nemendum Gagn- fræðaskóla Akureyrar í skíðaferð- um þeirra á hverjum vetri til ársins 1953, en þá var hann orðinn mjög úr sér genginn og hefði þurft mikillar viðgerðar við, svo að hann var þá seldur. Næstu ár, eða þar til Skíðahótelið í Hlíðarfjalli tók til starfa, voru aðeins farnar dagsferðir árlega til útivistar og skíðaferða, ýmist í fjalllendið vestan Akureyrar ellegar í Vaðla- heiði, og hefur sá siður haldist æ síðan. Nú fara 9. bekkingar í tveggja daga ferð á vetri hverjum, auk tilfallandi útivistar, ef gott er veður. Vorferðir nemenda (gagnfræð- inga) að loknum prófum hófust vorið 1942 með ferð heim að Hólum í Hjaltadal. Upp frá því fóru gagnfræðingar í nokkurra daga ferðalag á hverju vori í fylgd með nokkrum kennara sinna. Síð- an hafa skólaferðalög verið árviss og fimm sinnum hefur verið farið til annnarra landa. Nemendur Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar hafa jafnan verið skóla sínum til hins mesta sóma. í þessum ferðum hefur nemendum og kennurum gefist gott tækifæri til nánari kynna og oft voru bundin þar vináttubönd sem hald- ist hafa æ síðan. íþróttir hafa alla tíð skipað stóran sess í skólalífinu og margt ágætra íþróttamanna verið í hópi nemenda. Nokkrir þeirra hafa komist í landslið í hinum ýmsu íþróttagreinum. Ekki mun á neinn hallað þótt nöfn Haralds M. Sig- urðssonr og Þórhöllu Þorsteins- dóttur séu nefnd í því sambandi. Leiklist og tónlist hafa og verið mikill og ánægjulegur þáttur í félagslífi nemenda og mikill menningarauki. ára Einn er sá þáttur í félagslífi skólans, sem vert er að minnast sérstaklega, en það er dansleikja- hald í skólanum. Til undantekn- inga má telja, að skóli haldi uppi svo fjölbreyttu og reglulegu dans- leikjahaldi í samkeppni við hina almennu skemmtistaði. M.a. má þar nefna veglegan áramótadans- leik á nýársnótt og hina árlegu árshátíð skólans, sem er í raun sameiginleg samkoma nemenda og kennara. Að lokum skal þess getið að hugaríþróttirnar skák og bridge hafa lengst af verið mikið stund- aðar. Málfundahald hefir lengi verið nokkurt, svo og útgáfa skóla- blaða svo sem Neista og Frosta. Skólahaldið Eins og áður er getið var Gagnfræðaskóli Akureyrar settur í fyrsta sinn hinn 1. nóvember 1930 og voru þá reglulegir nem- endur í skólanum 46. Einnig var haldið kvöldnámskeið fyrir þá nemendur, sem eigi áttu þess kost að sækja skóla að degi til. í upphafi var Gagnfræðaskóli Akureyrar tveggja ára skóli og var svo fyrstu fjögur árin. Árin 1934—1949 var námsfimi til gagn- fræðaprófs 3 ár, en frá 1950—1977 4 ár. Haustið 1948 tóku til starfa verknámsdeildir þar sem aukin áhersla var lögð á verkmenntun og -þjálfun. Síðan verður ekki breyt- ing á hinu almenna gagnfræða- námi fyrr en 1970, að komið var á fót verslunardeildum í 3. og 4. bekk. Er framhaldsdeildir komu til sögunnar 1969, bættist 5. náms- árið við, en nú getur samfelldur og eðlilegur námstími lengstur orðið 6 ár, 3 í grunnskóla og 3 í framhaldsskóla. Skipan gagnfræðanáms hélst óbreytt allt til þess að gagnfræða- próf var síðast þreytt árið 1977, og lauk þar með einum merkasta þætti íslenskrar skólasögu á 20. öld. Skólinn útskrifaði 2803 gagn- fræðinga, en alls eru nemendur orðnir 7210 á þessu hálfrar aldar tímabili. Landspróf miðskóla var upp tekið við Gagnfræðaskóla Akur- eyrar samkvæmt fræðslulögum frá 1946 árið 1950 og það ár þreytti prófið einn nemandi og stóðst það með prýði. Síðan störf- uðu landsprófsdeildir allt til þess tíma að landsprófið rann saman við gagnfræðaprófið árið 1974, en var síðast háð árið 1976. Nú tekur við samræmt grunnskólapróf með lögum frá árinu 1974. Það er tekið í færri grelnum, nær til allra nemenda 9. árgangsins (9. bekkur — gamli 3. bekkur) og er tekið á öðrum tíma á skólaárinu. Grunnskólapróf var haldið við Gagnfræðaskóla Akureyrar í fyrsta sinn árið 1977 og hefur verið þreytt hér í fjögur skipti alls, með ágætum árangri. Framhaldsdeildum var hrundið af stað hér við skólann haustið 1969 og hafa þær starfað óslitið síðan. Fyrstu deildirnar voru á viðskipta- og tæknisviði. Hjúkrun- ar- og uppeldissvið tóku einnig til starfa haustið 1970 og voru þá tveggja ára námsbrautir. Tækni- sviðið var lagt niður árið 1973 vegna ónógrar þátttöku. Haustið 1976 var viðskiptasviði breytt með lögum og leiddi nú til almenns verslunarprófs eftir 2ja ára nám og sérhæfðs verslunarprófs eftir 3ja ára nám. Eftir sérhæft versl- unarpróf geta nemendur tekið stúdentspróf frá mennta- eða fjöl- brautaskóla eftir eins árs viðbót- arnám. Af heilsugæslubraut (heilbrigð- issviði) voru fyrstu sjúkraliðarnir útskrifaðir í febrúar 1979 í sam- vinnu við Fjórðungssjúkrahúsið og annar hópur í mars 1980 eða alls 27 sjúkraliðar. Nú eru 28 nemendur í síðasta námsáfanga og munu útskrifast á þessu skóla- ári. Óhætt mun að fullyrða að einn mesti sigur Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar á 50 árum var annars vegar brautskráning fyrstu sjúkraliðanna með fullum starfs- réttindum og hins vegar fyrstu nemendanna með almennu versl- unarprófi 1978 og sérhæfðu versl- unarprófi 1979. Hvort tveggja markar tímamót í sögu skólans, og gamlir draumar rættust. Sigfús Halldórs frá Höfnum, skólast jóri 1930—1935. Sigfús Halldórs var fyrsti skóla- stjóri Gagnfræðaskóla Akureyrar árin 1930—1935. Hann fæddist 27. desember 1891 á Þingeyrum í Sveinsstaðahreppi í A-Húnvatns- sýslu. Stúdent varð hann frá Menntaskólanum í Reykjavík 1913 og sigldi síðan til náms í Kaup- mannahöfn og útskrifaðist 1918 með prófi í skógræktarfræðum. Hann starfaði í Austurlöndum fjær fyrir danska Austur-Indíafé- lagið á árunum 1919—1923, en þá flutti hann til Vesturheims, en kom heim 1930 gagngert til að taka við skólastjórn hins nýstofn- aða gagnfræðaskóla. Er hann lét af skólastjórn fluttist hann til Reykjavíkur og gerðist ritari Áfengisverslunar ríkisins. Sigfús lét almenn menningarmál mjög til sín taka, en ein af ástæðum þess, að hann lét af skólastjórn að eigin ósk, var sú, að honum þótti nokkuð örvænt um framtíð skólans. Eftir Sigfús liggur fjöldi blaðagreina og útvarpserinda. Eiginkona Sigfús- ar var Þorbjörg Bjarnason kenn- ari, sem lifir mann sinn. Sigfús lést í Reykjavík sumarið 1968. Þorsteinn M. Jónsson, skólastjóri 1935—1955 Þorsteinn Metúsalem Jónsson fæddist 20. ágúst 1885 að Útnyrð- ingsstöðum í Vallahreppi í S- Múlasýslu. Gagnfræðingur varð hann frá Möðruvallaskóla árið 1905 og kennaraprófi lauk hann 1909. Ævistarf hans var fyrst og fremst bundið kennslu, á Akur- eyri, Seyðisfirði og í Borgarfirði eystra, þar sem hann stofnaði unglingaskóla. Skólastjóri Gagn- fræðaskóla Akureyrar var hann 1935—1955, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Þorsteinn hóf ungur afskipti af þjóðmálum og var kjörinn á þing fyrir Norðmýl- inga 1916, og sat þar til ársins 1923. Hann var í sambandslaga- nefndinni 1918. í bæjarstjórn Ák- ureyrar sat hann frá 1942—1956, lengst af sem forseti bæjarstjórn- ar. Um áratugaskeið var hann mikilvirkur bókaútgefandi. Hann var bókamaður góður og átti eitt besta einkabókasafn íslenskt. Þorsteinn M. Jónsson tók mikinn þátt í starfi góðtemplara og ung- mennafélaga. í öllum störfum var hann heill. Kona Þorsteins var Sigurjóna Jakobsdóttir frá Básum í Grímsey og er hún enn á lífi í hárri elli. Þorsteinn M. Jónsson andaðist í Reykjavík 17. mars 1976. Jóhann Frímann, skólastjóri 1955—1964 Jóhann Frímann fæddist 27. - nóvember 1906 í Hvammi í Langa- dal í A-Húnavatnssýslu. Hann varð gagnfræðingur frá Gagn- fræðaskólanum á Akureyri (nú M.A.) 1923. Árin 1925-1927 var hann við nám í Lýðháskólanum í Askov í Danmörku og síðar á ævinni fór hann ótal námsferðir til útlanda. Meginstarf hans var kennsla og skólastjórn við Iðn- skólann og Gagnfræðaskólann, en um tveggja ára skeið var hann skólastjóri héraðsskólans í Reyk- holti. Jóhann hafði margvísleg afskipti af félagsmálum, var m.a. bæjarfulltrúi á Akureyri 1934— 1939 og ritstjóri Dags um skeið. Eftir Jóhann liggja ýmis rit og greinar m.a. ljóðabækurnar Man- söngvar til miðalda 1929, Nökkvar og ný skip 1934 og leikritið Fróðá 1938. Jóhann Frímann tók mikinn þátt í störfum ungmennafélags- hreyfingarinnar og samvinnu- hreyfingarinnar og gegndi þar trúnaðarstörfum. Við vinnu voru afköst hans með ólíkindum. Jó- hann var arftaki Þorsteins M. Jónssonar og gegndi skólastjóra- starfi til haustsins 1964 en skóla- árið 1963—1964 var hann frá störfum vegna heilsubrests. Kona Jóhanns er Sigurjóna Pálsdóttir frá Staðarhóli á Akureyri. Sverrir Pálsson cand. mag. hef- ur verið skólastjóri frá 1963. Kona hans er Ellen Pálsson. Yfirkennarar Fyrsti yfirkennari Gagnfræða- skóla Akureyrar var Jóhann Frí- mann. Hann var skipaður til þess starfa árið 1952, en hafði verið hægri hönd Þorsteins M. Jónsson- ar og nánasti samstarfsmaður við daglegan rekstur skólans og við hvers konar störf að hagsmuna- málum Gagnfræðaskóla Ákureyr- ar. Jón Sigurgoirsson. yfirkennari 1955—1961, sem hafði kennt við Gagnfræðaskóla Akureyrar allt frá 1935, tók við yfirkennarastarf- inu þegar Jóhann Frímann varð skólastjóri. Frá 1961 helgaði hann sig fyrst og fremst störfum við Iðnskólann og síðan Tækniskól- ann. Ármann Helgason. yfirkennari 1961—1972, sá kennari sem lengst- an starfsdaginn á við Gagnfræða- skóla Akureyrar til þessa. Hann hóf störf 1938 og er nú stunda- kennari. Ingólfur Ármannsson. yfir- kennari frá 1972, að skólaárinu 1974—1975 undanskildu, er hann dvaldi við nám og störf erlendis, en þá gegndi Áskell Jónsson störfum yfirkennara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.