Morgunblaðið - 01.11.1980, Page 45

Morgunblaðið - 01.11.1980, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980 45 Tj ^7 VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 10100 KL. 13-14 FRÁ MANUDEGI if Við erum nú bara fólk eins og þið eins heppilegur fyrir okkur gamla fólkið. Þá vil ég biðja sjónvarpið að hafa íþróttaþætti og popp síðast á dagskránni,' svo að við gömlu hróin og barnabörnin okkar fáum okkar skammt fyrst og getum svo hallað okkur. í þessu sambandi er ég t.d. með í huga uppáhaldið mitt: Dýrin mín stór og smá. Maður heldur varla út, hvað þá blessuð börnin, að bíða svona eftir myndinni. Að lokum þetta: Jökull Jakobsson var og er minn uppáhaldshöfundur. Ég ent- ist ekki til að horfa á nema part af myndinni á sunnudaginn, en fólk hefur sagt mér að Jökull hafi verið óþekkjanlegur þarna. Er ekki nóg að hafa bíóin full af viðbjóði. Getum við ekki einbeitt okkur að því að gera það sem er jákvætt og hefur góð áhrif á okkur sem manneskjur. Borga bændur þetta gjald? Torfi ólafsson hringdi og kvaðst hafa spurst fyrir um sýslu- vegasjóðsgjald í dálkum Velvak- anda fyrir skemmstu, en ekkert svar fengið. Sumarbústaðaeigend- ur eru látnir greiða þetta gjaid, og ég spyr að nýju: Hvað um bændur sem eiga íbúðir í Reykjavík eða öðrum bæjarfélögum? Borga þeir samsvarandi gjald? Borgar Hall- dór E., sem kom þessu á, sambæri- legt gjald til Garðabæjar? Góður hugur og atlæti Sigurður Guðjónsson hringdi og vildi koma á framfæri þakklæti sínu til lækna og annars starfs- fólks Kleppspítalans og Berg- iðjunnar. — Hér á maður engu öðru að mæta en góðum hug og atlæti allra sem hér vinna. Ég hef engu við það að bæta, en vil taka það fram að ég er sjálfstæðismað- ur. Landsbyggðarkona 3754— 2768 skrifar: „Velvakandi góður! Með von um að réttir aðilar lesi þessar línur skrifa ég þér. Hvers skyldum við eiga að gjalda, þessir blessuðu aumingjar, sem búum úti á landsbyggðinni og glápum stundum á sjónvarp, höfum við ekki sama rétt og þeir sem búa í þéttbýlinu. Síðastliðið föstudagskvöld, 24. okt. 1980, ætlaði fjölskyldan að horfa á sjónvarpskvikmyndina, sem var síðust á dagskránni, en viti menn: Þegar mesti spenning- urinn var kemur snjór á skerminn. Við bíðum þolinmóð, en ekkert kemur. Rennur þá upp fyrir okkur að þetta er ekki bilun heldur er búið að taka eina endurvarpsstöð- ina út. Það hefur líklegast átt að reka okkur í rúmin. En hvernig skyldi svo standa á þessu? Er það kannski af því að við greiðum ekki hærra afnota- gjald en þið þarna fyrir sunnan? Við hringjum suður í sjónvarp í fávizku okkar og spyrjum hvernig standi nú eiginlega á þessu. Jú, þeir sögðu okkur, blessaðir engl- arnir þar, að þetta væri algerlega á valdi Pósts og síma. Ef þetta væri i eina skiptið Er til of mikils mælst að þeir sem eiga að sjá um þessi mál (ég geri ráð fyrir að þeir séu á launum) kynni sér dagskránna eða fylgist með því hvort hún stenst eða ekki. í þessu tilviki varð umræðuþátturinn, sem var á und- an heldur langur, og fyrir það misstum .við endinn á myndinni. En þetta væri nú allt gott og blessað ef þetta væri í eina skiptið sem við missum af endinum, en svo var nú aldeilis ekki. Þetta var í þriðja eða fjórða skiptið á ekki löngum tíma, sem ein endur- varpsstöðin var tekin út of snemma. Þið þarna fyrir sunnan getið kallað þetta röfl í okkur landsbyggðarfólkinu, en við erum nú bara fólk eins og þið og höfum sennilega meiri áhuga fyrir þokkalegum sjónvarpsmyndum, þar sem við höfum ekki úr mörg- um kvikmyndahúsum að velja. Beztu kveðjur og þökk fyrir birtinguna." til baka. Þessi eina kæra var út af grindunum við ljónabúrið, vegna ljónsbitsins fræga. Úr þessu var bætt snarlega og byggt upp heljarmikið víravirki fyrir framan búrið, þá var orðið ör- uggt að enginn gesta safnsins gæti farið inn til ljónanna og látið þau bíta sig. Og nú hefurðu kært enn einu sinni. (Mikið hefurðu gaman af þessu.) Að þessu sinni vegna þess að snæuglan í Sædýrasafn- inu var fóðruð á lifandi dýri. Það atvik skeði einu sinni vegna misskilnings milli starfsmanns og verkstjóra. Hvernig skyldu annars uglur og önnur villt dýr borða úti í náttúrunni Þar er enginn til að drepa fórnarlömbin fyrir þau. Dýrunum líður vel eins og sjá má Að síðustu vil ég fá að minnast á kyrkislönguna, vegna Indíönu Antonsdóttur og annarra sem hafa velt þessu fyrir sér. Kyrkislangan borðar ekki nema lifandi fæðu. Svo það er rétt að lifandi kjúklingar og hvítar rottur eru settar inn til hennar. En það hefur alltaf verið gert eftir lokun á kvöldin og tekið út aftur á morgnana fyrir opnun. Hins vegar hefur slangan ekkert étið síðan hún kom til landsins, því hún er að skipta um ham. Meðan á því stendur étur hún ekkert í 5—6 vikur. Og eitt orð enn til Jórunnar: í guðanna bænum farðu að fá þér nýtt áhugamál. Hvernig væri að fara að hugsa um velferð dýra almennt sem lítið eða ekkert er hugsað um? Dýrin í Sædýrasafn- inu eru undir eftirliti góðs dýra- læknis og góðs starfsfólks. Dýr- unum þar líður vel, eins og sjá má á útliti þeirra. Hvernig væri að fá að heyra frá einhverjum hinna fjölmörgu fastagesta Sædýrasafnsins, sem koma þangað einu sinni (eða oftar) í hverjum mánuði til að fylgjast með dýrunum og komast í snertingu við náttúruna. Það eru sem betur fer ekki allir sem líta eilíft á hinar (ímynduðu) dökku hliðar tilverunnar." fyrir 50 árum „ÞAÐ kom í ljós i íyrra að elsti maður heimsins myndi vera Tyrki, Metusalem Zaro Agha að nafni og væri hann 156 ára gamall. Þegar Bandarikjamenn fréttu þetta voru menn sendir til Tyrk- lands til að fá öldunginn til að takast á hendur ferð vestur yfir hafið. Hann var fluttur vestur og þar sýndur fyrir peninga. Var Metusal- em gamli hinn ernasti og fór þar allra sinna ferða. En svo fór þó nú um daginn að er öldungurinn var á gangi á Broadway í New York, að bíll ók á hann og beið hann þar bana. Metusalem hafði barist i tyrkneska hefnum árið 1821. Hann eignaðist 11 kon- ur á lifsleiðinni, en missti þær allar. Ilann sagði að sér hefði þótt vænst um þriöju konuna, en sú sjöunda falleg- ust en jafnframt málgefnust M „Sigurður Jónsson skóla- stjóri hefur ásamt nokkrum mönnum öðrum tekið sér fyrir hendur að vinna að þvi að bæjarbúar taki höndum saman til að koma i veg fyrir að börn séu úti á götum fram eftir öllu kvöldi. Er sá ósiður landlægur hér, sem kunnugt er...“ Öllum œttingjum mínum og vinum, nær og fjær, sem heibruöu mig meÖ heimsóknum, kveðjum og gjöfum á áttrœðisafmœli minu 30. september sl., sendi ég mínar bestu kveðjur og þakkir. Guð blessi ykkur öll. ÁSTA PÁLSDÓTTIR. STYKKISHÓLMI. BAZAR Bazar Blindrafélagsins veröur haldinn aö Hamrahlíð 17 í dag 1. nóv. kl. 2.00. Mikiö vöruúrval, s.s. prjónles, jólavörur, fatnaður, kökur. Okkar vinsæla skyndihappdrætti. Styrktarfélagar. Basar — Basar Kökur, munir og lukkupokar aö Hallveigarstööum kl. 2 sunnudag. Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra. Bifreiðaeigendur athugið Höfum opiö alla laugardaga. Bón- og þvottastöðin hf. Sigtúni 3. Sími 14820. , Fjölskyldu- skemmtun með Gosa -í hádeginu alla sunnudaga Njótið ánægjulegs málsverðar með allri fjölskyldunni í Veitingabúð Hótels Loftleiða. Gosi verður á staðnum og skemmtir sér og bömunum. Nú kynna skátar starfsemi sína á göngum hótelsins og halda skemmtun á skáta vísu í Krystalssal. Auk þess koma fram heimsfrægir tékkneskir listamenn, m. a. töframaður og harmoníkuleikari. M atseðill: Sveppasúpa kr. 700 Ofnsteikt lambalæri með bemaisesósu kr. 4.700 Steikt smálúðuflök með rækjum kr. 3.250 Rjómaís með ávöxtum kr. 1.050 Fyrir bömin: 1/2 skammtur af rétti dagsins 6—12 ára, frítt fyrir böm yngri en 6 ára. Auk þess: Gosaborgari m/frönskum kartöflum kr. 1.200 Nórasamloka m/frönskum kartöflum kr. 850 Verið velkomin HOTEL LOFTLEIÐI Vertingabúð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.