Morgunblaðið - 12.11.1980, Side 16

Morgunblaðið - 12.11.1980, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1980 ftttfgtu Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033 Askriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280 kr. eintakiö. „0, sveiattan!“ Eins og menn muna ef til vill boðaði Alþýðubandalagið það mjög kröftuglega fyrir síðustu kosningar, að í raun væri enginn vandi að vinna sigur á verðbólgunni, aðeins þyrfti að auka framleiðslu og framleiðni. Að vísu hefur þessum sjónarmiðum ekki verið haldið mikið á loft síðan, enda óhentugt því að það gæti um of beint athygli manna að því, hve falskar forsendur þessa áróðurs voru, auk þess sem ráðherrar flokksins eru nú að setja sig í þær stellingar að skerða verðbætur launa. I nýlegri þingræðu gerði Matthías Bjarnason „atvinnu- stefnu" Alþýðubandalagsins að umtalsefni og rakti hvílíkar skýjaborgir þar eru reistar. Þar er talað um að auka loðnuaflann sem allra fyrst „úr 700 þúsund tonnum í 1 milljón tonna á ári.“ Jafnframt er sagt, að tvöfalda eigi botnfiskaflann, eftir því sem vöxtur fiskstofna leyfði, það er úr rúmum 400 þúsund tonnum í 850 þúsund tonn. Og Matthías Bjarnason bætti við: „Ég held, að „gáfumanna- deildin", sem virðist á annarri vetrarbraut en fólk við sjósókn og fiskvinnslu, hafi gengið frá þessari stefnuskrá.“ Síðan minnti Matthías á það, að Alþýðubandalagið boðaði í stefnuskrá sinni, að ríkisvaldið ætti að tryggja sjómönnum þau kjör, að „starf þeirra verði ávallt eftirsóknarvert." Og þingmaðurinn bætti við: „Hvenær sem Alþýðubandalagið hefur átt aðild að ríkisstjórn hafa kjör sjómanna, miðað við kauptaxta í landi, rýrnað hlutfallslega, og þreföldun olíuverðs, framhjá skiptaverði, og án lofaðs samráðs við sjómenn, talar sínu máli um framkvæmdina. Minn gamli kennari, Guðmundur G. Hagalín, sagði, þegar honum þótti menn lofa miklu og svíkja stórt: O.sveiattan! Þau orð hæfa vel framkvæmdinni á stefnumálum Alþýðubandalagsins." Stefna Alþýðubandalagsins að því er varðar fiskvinnslu, útgerð og kjör sjómanna er marklaus. Hún var sett fram á sínum tíma til þess eins að þykjast, því að í framkvæmd hefur flokkurinn staðið þannig að málum, að ekki stendur steinn yfir steini. Er nú svo komið, að hann er hættur að láta sjávarútvegsmál til sín taka á Alþingi og talar yfirlýsing fulltrúa flokksins í stjórn Sjómannasambands íslands, Sigfinns Karlssonar, sínu máli um þetta. En eftir hrakfarir á nýlegu Sjómannasambandsþingi sagðist hann hættur að styðja þá ríkisstjórn, sem nú situr, hún gerði ekkert fyrir verkalýðinn. Viðræður við EBE Isíðustu viku fóru fram viðræður í Brússel milli íslenskra embættismanna og fulltrúa Efnahagsbandalags Evrópu um fiskveiðimál og er annar fundur sömu aðila ráðgerður í næstu viku. Á undanförnum vikum hefur miðað nokkuð í átt til sameiginlegrar fiskveiðistefnu Efnahagsbandalagsins, en deilur um hana hafa verið mikið hitamál milli aðildarland- anna. Er stefnt að endanlegu samkomulagi fyrir áramót. Bandalagið hefur þann hátt á að ákveða veiðikvóta í lögsögu sinni eitt ár fram í tímann og miðar í því efni við almanaksárið, þess vegna mun verða kapp á það lagt að ná samkomulagi við okkur fyrir árslok. Á sínum tíma lögðu íslensku ráðherrarnir Matthías Bjarnason og Einar Ágústsson fram drög að fiskverndar- samningi milli íslands og Efnahagsbandalagsins. Mun af Islands hálfu enn byggt á þeim drögum en áhugi okkar á veiðiheimildum innan lögsögu EBE-landanna hefur aukist síðan, við það að í sumar var lögsagan færð út við norðurströnd Grænlands og þangað gengur íslenski loðnu- stofninn einhvern tíma á hverju ári. Viljum við bæði fá rétt til að veiða loðnu á þeim slóðum og koma í veg fyrir ofveiði bandalagsríkjanna. í sumar gerðist það í fyrsta sinn, að dönsk skip komu til loðnuveiða á Grænlandsmiðum. Viðræðurnar við Efnahagsbandalagið snúast ekki um viðurkenningu á yfirráðum heldur gagnkvæma hagsmuni á yfirráðasvæði hvors aðila um sig, að því leyti eru þær ólíkar fyrri viðræðum okkar við erlenda aðila um landhelgismál. Miklu máli skiptir, að samningar takist og þeir hafi að geyma ákvæði er taka sanngjarnt tillit til mikilvægi loðnuveiða fyrir íslenska þjóðarbúið og veikrar stöðu loðnustofnsins auk þess sem okkur verði veitt heimild til úthafsrækjuveiða við Grænland. Slíkur árangur næst þó ekki nema við séum til þess búnir að koma til móts við óskir Efnahagsbandalagsins og koma þá einungis til álita þeir fiskstofnar, sem við fullnýtum ekki sjálfir. Veröld án vímu íslenskir ungtemplarar og þingstúkurnar í Reykjavík og Haínarfirði ráðast í tveggja ára verkefni íslenskir ungtemplarar og þingstúkur IOGT í Reykjavík og Hafnarfirði eru um þessar mundir að hleypa af stokkunum verkefni sem fengið hefur nafnið „Veröld án vímu“. Unnið verður að þessu verkefni á vegum félagasamtakanna næstu tvö árin á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Á blaðamannafu'ndi, sem framkvæmdanefnd „Veraldar án vírnu" hélt, kom það fram að verkefni þetta felst í fjölbreyttu fræðslu- og kynningarstarfi sem ætlað er að efla starfsemi IOGT og ÍUT, m.a. með félagakynningu í samtökunum. Verkefnið skiptist í fimm áfanga: Haust ’80, vetur ’81, sumar '81, haust ’81 og vetur ’82. Farið verður með fræðsluefni inn í skóla, á vinnustaðafundi, fjölskyldufundi, gestakvöld, um- ræðufundi, ráðstefnur og í fjölmiðla auk þess sem haldið verður námskeið með nemendum í eldri bekkjum grunnskóla um viðhorf til bindindismála. Skrifstofa og opið hús Stjórnstöð verkefnisins „Veröld án vímu“ verður í Templarahöllinni við Eiríksgötu. Þar verður opið alla virka daga nema laugardaga kl. 16—19. Starfsmaður á skrifstofu er Sigrún Gissurardóttir og fræðslufulltrúi er Árni Einarsson formaður IUT. Hann mun sérstaklega sinna fræðslu í skólum og viðhorfanámskeiðunum. í tengslum við verkefnið verður einnig opið hús í Templarahöllinni alla fimmtudaga í vetur kl. 17—19. Þar gefst félögum í áður nefndum samtökum kostur á að koma saman. Þá verður reynt að bjóða upp á ýmislegt bæði til skémmtunar og fróðleiks. Sigrún Gissurardóttir mun einnig hafa umsjón með þessum kvöldum. Eins og áður var vikið að hefur verið skipuð framkvæmdanefnd vegna þessa verkefnis. Hana skipa fulltrúar frá þingstúkunum, íslenskum ung- templurum, norræna góðtemplararáðinu og nor- ræna ungtemplarasambandinu. Tvö síðast nefndu samtökin, auk sænsku bindindishreyfingarinnar, styrkja þetta starf með fjárframlögum. í stjórn framkvæmdanefndarinnar eru: Einar Hannesson, formaður, Árni Einarsson, ritari, Sig- urður Rúr.ar Jónmundsson, gjaldkeri og Halldór Kristjánsson. Vilja fjöl^a fclögum Á blaðamannafundinum kom það fram hjá stjórninni að með verkefninu er fyrst og fremst verið að benda fólki á skoðanir bindindismanna og reyna að fá andsvör frá almenningi. Sögðu þeir að aðalmarkmið verkefnisins væri að auka félagafjölda þeirra samtaka sem að því standa. Á fundinum voru einnig staddir þrír fulltrúar norræna bindindisráðsins sem nú þingar í Reykja- vík. Það voru þeir Olof Burman formaður ráðsins, Helge Kolstad ritari í alþjóðasamtökum ungtempl- ara og Kjell Ove Oscarson formaður samtaka norrænna ungtemplara. Þeir bentu allir á það að það verkefni, sem IOGT og ÍUT hæfust nú handa um, væri hluti alþjóðlegs verkefnis. í Noregi væri til dæmis í gangi svipað verkefni sem heitir „Edru livstil" og í Svíþjóð ber það nafnið „Nej til alkohol": Þeir bentu einnig á það að fjölmargar rannsóknir hefðu sýnt það svo ekki væri um að villast að áfengi væri skaðlegt og þótt eiturlyfjavandamálið væri mikið væri áfengisvandamálið enn stærra vegna þess hve það nær til marga. „Fólk er að gera það sér ljóst nú að eina leiðin til að ná tökum á vandanum er að minnka neysluna og fækka útsölustöðunum," sögðu þeir. Fi(u> j. Alkoholkonsumiionen i olika lander ár 1978 i 100-proceniig alkohol per invánare, liter I fi«uren har medugiu de lander frán vilka man kan erhilla relaiivi tillförlnliga uppgifter om alla varu ■rupper Tafla þessi er tekin úr finnskri skýrslu sem gerð var á sl. ári. Sýnir hún hvað hver íbúi þeirra landa, sem þar eru upptalin. drakk marga lítra af áfengi 1978. Svarta línan sýnir neyslu sterkra drykkja en skástrikuðu línurnar neyslu léttvíns og öls. Eyjólfur Konráð Jónsson: Ólafur getur ekki legið undir ásökunum um ósann- indi frá samráðherra ÓLAFUR Jóhannesson, utanríkisráðherra, svaraði i gaer í Sameinuðu þingi fyrirspurnum frá Karli Steinari Guðnasyni (A), varðandi væntanlega byggingu flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli og olíubirgðastöðvar i Helguvik. Endanleg hönnun nýrrar flugstöðvarbyggingar mun væntanlega liggja fyrir um næstu mánaðamót, sagði ráðherra. Ef rikisstjórnin samþykkir gætu framkvæmdir hafizt i maí—júni 1981 og lokið síðari hluta 1983, ef ekki stendur á fjármagni. En þetta mál þarf annaðtveggja að taka inn i fjárlög eða lánsfjáráætlun 1981, ef framkvæma á, en alltaf hefur verið gert ráð fyrir lánsfé til framkvæmdanna. Ráðherra sagði byggingu oliubirgðastöðvar við Helguvik ákvörðunaratriði utanrikisráðherra og hefði ekki verið rætt i rikisstjórn. Skýrsla eldsneytisgeymanefndar væri til kynningar hjá ríkisstjórn og utanríkismálanefnd. Ákvarðanir þurfi ekki að taka fyrr en eftir áramót en þá gæti hönnun hafizt. Verkefnið ætti að geta komizt á framkvæmdastig 1983. Mikið áhugamál íbúa Suðurnesja Karl Steinar Guðnason (A) sagði framkvæmdir í Helguvík mikið áhugamál íbúa sveitarfélaga, sem byggju við mengunarhættu að óbreyttu, þ.e. Keflavíkur—Njarð- víkur. Þetta mál þolir ekki bið. Skaði getur skeð, fyrr en varir, og verður ekki aftur tekinn. Ákvarðanir ríkis- stjórnar og Alþingis Ragnar Arnalds, fjármálaráð- hcrra, sagði margt óljóst í undir- búningi þessara mála beggja, sem enn væru aðeins á umræðustigi, en ákvarðanavettvangur þeirra beggja væri hjá ríkisstjórn og Alþingi. Óvissa um flugstöð í Keflavík Ólafur Ragnar Grimsson (Abl) sagði m.a. að þarfir fyrir nýja flugstöð í Keflavík væru óljósar, eins og horfði í flugrekstrarmálum. Verkefnin væru brýnni í innan- landsflugi. Borgarstjórn Reykjavík- ur hygði á flutning Reykjavíkur- flugvallar. Varðandi Helguvíkurmál mætti leysa birgðamálin á annan hátt. Hér væri og um hentugt bygg- ingarsvæði að ræða. Hitaveita á Keflavíkurvelli dragi og úr geymslurýmisþörf olíu á Suðurnesj- um. íslenzkt flugvélabenzín Benedikt Gröndal (A) sagði ótvírætt, að ákvörðunarvald varð- andi olíugeymana væri hjá utanrík- MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1980 17 Hermann Pálsson: Til áminningar um Hrafnkels sögu i Á liðnu hausti flutti ég fyrir- lestur á vegum Háskóla íslands um „Nýjar rannsóknir á Hrafn- kels sögu“, sem Morgunblaðið birti síðan í heild sunnudginn 12. október. Spjall þetta var í raun- inni stutt ágrip af ritgerð, sem kemur væntanlega út næsta ár í ritsafninu íslenzk fræði (Studia Islandica). Orðið „nýjar" í heiti fyrirlestrar var ekki valið út í hött: það sem ég tókst á hendur var að kanna ýmsa þætti Hrafn- kels sögu, sem virðast bera vitni um kynni höfundar af tilteknum ritum á latnesku, en þessu efni hafði lítt verið sinnt áður. Eins og ég lagði áherzlu á, þá voru rann- sóknir mínar reistar á tvenns konar forsendum, sem raunar mega teljast undirstaða undir traustar athuganir á bókmennt- um: í fyrsta lagi skal leysa söguna upp í frumþætti sína, og í öðru lagi er hægt að bera þá saman við atriði í öðrum ritum. Hér er því annars vegar um að ræða sund- urgreiningu og hins vegar saman- burð. Þær frumeiningar sögunnar sem ég tók sérstaklega til athug- unar voru spakmæli, og leitaðist ég við að bera þau saman við latneska orðskviði, sem eru vís- lega eldri en Hrafnkels saga og auk þess alkunnir af ritum, sem menntamenn álfunnar kynntust í skólum fyrir og um daga þess höfundar, sem skóp Hrafnkels sögu. Auk þess drap ég á ýmsar hugmyndir sögunnar um mannleg vandamál yfirleitt, og minntist þá lauslega á skyldleika þessara hug- mynda við dæmisögur fornar, sem íslendingar og aðrir fyrr á öldum kynntust af bókum. Hins vegar vakti það engan veginn fyrir mér að gera allsherjargrein fyrir efni og eðli Hrafnkels sögu, enda yrði slíkt ekki gert til hlítar nema í langri bók; auk þess hef ég fjallað um það efni á öðrum vettvangi, og því þótti mér ofraun að ráðast í slíkt í einum fyrirlestri. Ritskýr- ing er í sjálfri sér flókin og háð sundurleitum fræðigreinum, svo sem málfræði, stílfræði, sagn- fræði, heimspeki, sálarfræði og raunar ýmsum öðrum, svo að það yrði naumast nema kákið eitt að reyna að gera listaverki á borð við Hrafnkels sögu ítarleg skil í þriggja stundarfjórðunga fyrir- lestri. Síðan fyrirlesturinn birtist hér í Morgunblaðinu, hafa tveir mætir höfundar fjallað um hann á þess- um síðum, þeir Ingjaldur Tómas- son (22. okt.) og Oskar Halldórs- son (30. okt.). Báðum er létt um mál, skrifa prýðilega íslenzku, láta sér annt um Hrafnkels sögu og virðast hafa mikinn áhuga á íslenzkri menningu að fornu. Mér varð að orði, þegar ég las ritsmíð- arnar hvora um sig, að hér eru á ferðinni menn, sem eru hafnir upp yfir lágkúru efnishyggjunnar og leggja meiri stund á þau andlegu verðmæti þjóðarinnar sem verða ekki í askana látin en þann stundargróða, sem fólginn er í aurum einum saman. Römm trú á sannleiksgildi íslenzkra fornsagna á drjúgan þátt í samhengi bók- mennta vorra og menningar, og er það engan veginn lítils vert að fá svo skýran vitnisburð um Hrafn- kels sögu frá þessum höfundum tveim, enda myndi ég telja það ólítinn skaða, ef þeir skyldu týna trú sinni á Freyfaxa sáluga og samtímamönnum hans. Mér kom það því nokkuð á óvart hve harkalega þeir Ingjaldur og Óskar brugðust við fyrirlestri mínum. Það vakti sem sé engan .veginn fyrir mér að ergja góða menn, sem lifa í saklausri trú á bókstaf fornsagna. Treysti ég því að báðir muni halda áfram að lesa og hugsa um Hrafnkels sögu af sömu ánægju og áður, enda koma mér skoðanir þeirra á eðli hennar og uppruna engan veginn við. Hitt þykir mér heldur leiðinlegra, að hvorugur virðist hafa áttað sig á því til hlítar um hvað fyrirlestur minn fjallaði eða í hvers konar tilgangi hann var saminn. Ingjald- ur bregður mér um menntahroka, og Óskar staðhæfir að hugtakið epík hafi mér verið hulið þoku og einnig að ég telji Sjálfstætt fólk vera lítinn frásagnarskáldskap. Þar sem ég veit ekki til þess, að ég hafi nokkrun tíma gert þessum góðu mönnum nokkuð grand, þá hlýt ég að draga þá ályktun af aðdróttunum þeirra, að andúð þeirra á orðum mínum stafi ekki af persónulegri óvild, heldur af ást þeirra á Hrafnkels sögu annars vegar og misskilningi á fyrirlestr- inum hins vegar. Þótt Óskari Halldórssyni sé mest í mun að ná sér niðri á einum landa sínum fyrir að reyna að kanna íslenzkar fornbókmenntir af sjónarhóli þrettándu aldar, þá þykir honum það ekki nægja, heldur veitist hann að höfundi Hrafnkels sögu fyrir að láta Þor- björn beita orðinu „hugarbót" þegar hann leitar hjálpar til Sáms, sem skilur ekki að hverju leyti Þorbjörn sé bættari, ef þeir eru báðir hraktir. Eftir að hafa rakið orð sögunnar um vesöld þeirra frænda á þingi, kvartar Óskar undan því, að Þorbjörn hafi brostið í grát, og klykkir síðan út með aðvörun til höfundar sögunn- ar: „Slík varð „hugarbót" (Þor- bjarnar) í reynd." Maður, sem skilur ekki hvert söguhöfundur er að fara, ætti helzt ekki að gagn- rýna hann. Svipuðu máli gegnir um önnur atriði í grein Óskars: Honum reynist örðugt að deila á fyrirlestur minn nema að hreyta í söguhöfund um leið. Skilningur Óskars á meini smalamanns (að vilja ríða þeim hesti einum, er honum var bannað, ef þó væru mörg önnur til) virðist vera „þoku hulinn", svo að orð hans sjálfs séu hermd, enda áttar hann sig jafn- illa á því sem ég hafði um þetta að Hermann Pálsaon. segja og á orðum Hrafnkels sögu sjálfrar. Hins getur Óskar hvergi, að ég tíndi til ýmis önnur dæmi um forna latneska orðskviði í sögunni, heldur vinzar hann úr einungis tvö, og lendir þar sjálfur í ógöngum. Vísindamaður, sem fjallað hefði um spakmæli í sögu og fyrirlestri, hefði vitaskuld tekið þau öll fyrir í heild og um leið reynt að rökstyðja hvort þau væru af innlendum rótum runnin eða ekki. Um eitt atriði i fyrirlestri mín- um, sem Ingjaldur Tómasson vík- ur að, skal ég játa, að ég komst ekki svo skýrt að orði sem rétt hefði verið. Þegar ég gat þess, að ritskýring hefði tekið miklum breytingum síðan 1940, þegar Sig- urður Nordal skrifaði ritgerð sína um Hrafnkels sögu, láðist mér að minnast eins höfuðverks á sviði bókmenntafræði, sem sé Anatomy of Criticism (1957) eftir kanad- íska fræðimanninn Northrop Frye, sem er ef til vill fremsti ritskýrandi, sem nú er uppi. Eg held að Óskar Halldórsson kynni að hafa gott af að lesa þetta rit, meðal annars í því skyni að átta sig betur á hugtakinu epic, en um það fjallar Frye á bls. 315—326, og leggur í það allt annan skilning en Óskar gerir í epíkina sína nýju. Kviður Hómers og Eneasarkviða teljast til þessa bókmenntakyns, og mér er forvitni á að vita, hvernig Óskar vill flokka þessi verk, þegar hann kallar Hrafnkels sögu epík. Af Northrop Frye hafa ritskýr- endur lært býsna margt í hug- myndum og aðferðum, en hér skal ég einungis nefna tvennt. Annars vegar er það sú mikla áherzla, sem hann leggur á að skáldverk séu margræð, eða það sem á latínu kallast polysemus. Þessi hugmynd er að sjálfsögðu komin aftan úr grárri forneskju, enda var henni óspart beitt við biblíuskýringar um meir en þúsund ár, og bregður henni jafnvel fyrir í íslenzkum ritum í fornöld, þar sem talað er meðal annars um að saga geti haft „siðbót". Fyrirlestur minn laut að þessu sérstaka atriði, en á hinn bóginn lét ég hjá líða að minnast á byggingu Hrafnkels sögu, persón- ur og ýmis önnur atriði, sem - ritskýrandi hlýtur að leggja áherzlu á, þegar hann tekst á hendur að fjalla um söguna í heild. Menn virðast eiga erfitt með að átta sig á, að nafnhetja sögunn- ar gegnir að minnsta kosti þremur hlutverkum: við getum túlkað Hrafnkel af sögulegum sjónarhóli sem tíundu aldar höfðingja þótt vitaskuld skorti okkur heimildir til að bera saman Hrafnkel Freys- goða á Aðalbóli og nafna hans á Steinröðarstöðum, sem getið er um í Landnámu; í öðru lagi förum við með Hrafnkel sem skáldsagna- persónu, og þá getum við borið hann saman við hliðstæðar per- sónur í fornum sögum og nýjum; og í þriðja lagi er hann dæmigerð- ur maður, svo að við getum beitt lýsingunni á honum í því skyni að skýra „ójafnað" og aðra þætti í fari hans og annarra manna. Hitt atriðið í verki Northrops Fryes, sem ég vildi benda á, er sú hugmynd hans, að í öllum frá- sagnarbókmenntum, aftan úr grárri forneskju og allt fram á okkar daga, eru ýmis einkenni sameiginleg, þótt sundurleit séu um leið, en af því leiðir það, að ritskýrandi er sífellt að fást við svipaða eða náskylda frumþætti, hvort sem hann er að rannsaka forna goðsögu, epík á borð við Odysseifskviðu, skáldsögu frá síð- ustu árum, íslendingasögu eða riddarasögu frá miðöldum. Að- ferðir ritskýranda og tækni eru reistar á sama vísindalega grundvelli, hvort sem hann fæst við forna frásögn eða nýja, en hitt er vitaskuld einsætt, að niðurstöð- urnar af rannsóknum hans verða jafn sundurleitar og verkin sem hann leysir upp í frumþáttu sína og ber saman við aðrar bókmennt- ir. Hermann Pálsson. isráðherra. Hann benti á, að nú væri flugvélabenzíni, sem íslenzkir flugaðilar nýttu, landað í Reykja- vík, ekið-um fjölmennustu byggða- svæði landsins — á Keflavíkurflug- völl. Þetta skapaði stórhættu. Þessu benzíni á að landa á S-nesjum og geyma í væntanlegri birgðastöð í Helguvík. Ný ílugrstöð hið allra fyrsta Geir llallgrímsson (S) sagði að byggja ætti nýja flugstöð hið allra fyrsta. Ef nýta á kostnaðarþátttöku Bandaríkjamanna, sem tiltæk er, þurfa framkvæmdir að hefjast á næsta ári. Til þess þarf að taka þær inn á fjárlagaheimild — eða á lánsfjáráætlun 1981. Aðgreina þarf farþegaflug og varnarliðsflug, sem ekki verður gert nema með tilkomu nýrrar flug- stöðvar. Eg vek athygli á alvarlegum ágreiningi utanríkisráðherra ann- arsvegar og fjármálaráðherra hins- vegar um ákvörðunarvald varðandi birgðastöðina í Helguvík. Þar er ég á sama máli og utanríkisráðherra, en fjármálaráðherra heldur öðru fram, að ákvörðun þurfi að taka af ríkisstjórninni allri. Ég vek og athygli á að þessi staðhæfing utan- ríkisráðherra, sem er rétt, gengur og þvert á orð forsætisráðherra um þetta sama efni. Annað mál er um flugstöðina. Þar fengu alþýðu- bandalagsmenn það bundið í stjórn- arsáttmála, að samþykki allra stjórnarflokka þurfi til fram- kvæmdanna; hvað sem líður vilja meirihluta þings eða þjóðar getur minnihluti ráðið ferð. Þar með eru bókuð yfirráð Alþýðubandalagsins í stjórnarstefnu og stjórnarfram- kvæmdum með sögulegum hætti. Aðskilja þarí farþega- fluK ok herflug Arni Gunnarsson (A) sagði höf- uðnauðsyn að aðskilja farþegaflug og herflug. Það væri hinsvegar vilji Alþýðubandalags að íslendingar þyrftu að fara í gegn um varnar- stöðina þegar þeir færu utan eða kæmu heim. Valkostir verkefna Ragnar Arnalds (Abl) sagðist ekki andvígur flugstöðvarbyggingu, en meta þyrfti verkefnavalkosti með hliðsjón af því, hve langt mætti ganga í erlendum lántökum. Lítill, hávær minnihluti Sighvatur Björgvinsson (A) sagði Helguvíkurmálið, þ.e. ákvörð- unarvaldið, alfarið á valdi utanrík- isráðherra. Fjárveitingavaldið væri hins vegar í höndum Alþingis. Engri átt næði að lítill, hávær minnihluti, tefði ákvarðanir eða framkvæmdir mála, sem mikill meirihluti þings og þjóðar væru fylgjandi. Nú væri unnið að styrk- ingu NATO-varna á Keflavíkur- flugvelli og væri það vel að dómi þeirra, er fylgdu vestrænni sam- vinnu. Aronskan enn á ferð Ólafur Ragnar Grimsson sagði Geir Hallgrímsson, formann Sjálf- stæðisflokksins, koma hér fram í skrúða „Aronskunnar", varðandi flugstöðvarbygginguna. Maður, líttu þér nær Geir Hallgrímsson (S) sagðist aldrei hafa verið talsmaður „Ar- onsku", þvert á móti, sem alkunna væri. Ég held að Ólafur Ragnar ætti að líta sér nær, í raðir samstarfsað- ila, til að leita mögulegra tals- manna svonefndrar „Aronsku". Geir sagði nýja flugstöð þjóna íslenzkum hagsmunum. Núverandi aðstaða væri hættuleg farþegum og ekki bjóðandi starfsfólki. Flugstöð- in væri og hönnuð með hliðsjón af samdrætti í millilandaflugi. Þessar framkvæmdir kæmu og Bandaríkjamönnum, eða varnarlið- inu, til góða, m.a. aðskilnaður far- þegaflugs og varnarflugs, sem byggi eftirlitsfluginu betri aðstæður. Auk þess myndi varnarliðið fá gömlu flugstöðina til afnota og fá afnot af sjúkraskýli ef illa færi í nýju flugstöðinni. Eðlilegt er að Banda- ríkin greiði kostnað af því, sem þau koma til með að nýta, eða hafa gagn af, í þvi felst engin „Aronska". ómaklegt og ódrengilegt Eyjólfur Konráð Jónsson (S) sagði ummæli Ólafs Ragnars um „Aronsku" formanns Sjálfstæðis- flokksins ómakleg og ódrengileg, þar sem Ólafur vissi betur. Eyjólfur sagði Ragnar Arnalds í raun hafa haldið því fram, að Ólafur Jóhann- esson færi með ósatt mál, þegar utanríkisráðherra staðhæfði, að ákvörðunarvald varðandi olíu- birgðastöðina væri hjá utanríkis- ráðherra. Ólafur Jóhannesson gæti ekki legið undir lygiorði frá samráð- herra. Hann yrði að taka af tvímæli í þessu efni. Valdið er utanríkisráðherra Ólafur Jóhannesson. utanríkis- ráðherra. sagði ótvírætt, að umrætt vald væri utanríkisráðherrans. (Hér var kallað fram í: Fer þá fjármála- ráðherra með rangt mál?) Honum hefur kannski orðið á mismæli, sagði Ólafur. Spurningum ósvarað Ragnar Arnalds. fjármálaráð- herra, sagði þetta undarlegar um- ræður, að sér hefðu orðið á mismæli (kallað fram í: Skrökvar þá utanrík- isráðherra?). Ég hefi enga trú á því að þessum málum verði ráðið til lykta án vilja ríkisstjórnar eða Alþingis. En ýmsum spurningum er ósvarað, eins og varðandi stærð flugstöðvar, byggingartíma og hver skuli bera kostnaðinn. Fagnað yfirlýsinuu utanríkisráðherra Eyjólfur Konráð Jónson (S) fagnaði einarðri yfirlýsingu utan- ríkisráðherra um, hvar ákvarðana- valdið lægi í olíubirgðamálinu. Á minnihluti að ráða fyrir meirihluta? Benedikt Gröndal (A) sagði óhæft, ef minnihluti ætti að ráða fyrir meirihluta, enda ólýðræðislegt í hæsta máta. Þó er það liðið, sagði hann, að sett sé í stjórnarsáttmála, að Alþýðubandalagið hafi stöðvun- arvald í máli, sem á hljómgrunn hjá miklum meirihluta þings og þjóðar. Ótvírætt sé vald utanríkisráðherra, varðandi Helguvíkurmál, en ákvæð- ið í stjórnarsáttmála, varðandi flugstöðvarbygginguna, væri ein- stætt og óþolandi. Sagt meir en hann má Sverrir Ilermannsson (S) vitnaði til frestunar á umræðu um mynt- breytiugu. Naumast væri við hæfi að bíða þar eftir Tómasi „fóstra" sem „þegar hefur sagt meir en hann má“ um væntanlegar stjórnarað- gerðir. Eins væri nú þegar sagt það sem segja þurfi, m.a. í gagnkvæm- um yfirlýsingum utanríkis- og fjár- málaráðherra. Mál væri því að ljúka þessari umræðu. Tómas „fóstri“ hefur þegar sagt meira en hann má, sagði Sverrir Hermannsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.