Morgunblaðið - 12.11.1980, Page 19

Morgunblaðið - 12.11.1980, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1980 19 Flugleiðamál í neðri deild: Deilt um málsmeðferð fremur en efnisatriði Snörp orðaskipti milli Vilmundar Gylfasonar og Steingríms Hermannssonar, samgönguráðherra RAGNAR Arnalds, fjár- málaráðherra. mælti fyrir stjórnarfrumvarpi um málefni Flusleiða í neðri deild alþingis sl. mánu- dají. Rakti hann efnis- atriði frumvarpsins sem OK skilyrt ákvæði í nefnd- aráliti meirihluta fjár- hagsnefndar efri deildar. sem ítarlega hefur verið Kreint frá hér á þingsíðu Mbl. Fullt samkomulag um efnisatriði Fjármálaráðherra sagði að fullt samkomulag hefði prðið um efnis- atriðí frumvarpsins og hinna skil- yrtu ákvæða. Einj munurinn, sem eftir stæði í efri deild, væri sá, að fulltrúi Alþýðuflokksins hefði vilj- að skilyrðin inn í lögin, en aðrir þingdeildarmenn hefðu talið nægilegt að festa þau í nefndar- áliti sem framkvæmdaveg fyrir ríkisstjórnina. Þannig má segja að ekki sé lengur málefnalegur ágreiningur á ferð, enda „mesta loftið að fara úr mönnum í málinu“, sagði ráðherra. Sammála mojíinstefnu frumvarpsins Benedikt Gröndal (A) sagði Alþýðuflokkinn sammála megin- stefnu frumvarpsins en hæpið væri að gefa ríkisstjórninni svo frjálsar hendur um framkvæmd, að taka ekki skilyrt ákvæði beint inn í sjálf lögin (5. grein). Hann sagði að þær umræður, illdeilur og átök, sem orðið hefðu um mál þetta, innan þings og utan, hefðu naumast orðið til gagns né sóma eða styrkt íslenzka hagsmuni. Málið hefði tekið langan tíma í efri deild og hann hefði ekki trú á því að neðri deild bætti mikið um til hins betra. Nú bæri að snúa sér að því að afgreiða málið. Vinnubrögðin vítaverð Ólaíur G. Einarsson (S) sagðist ekki vilja tefja umræðuna með umfjöllun um einstök frumvarps- atriði nú, enda brýn nauðsyn að hraða málinu til nefndar. Hann vildi þó gagnrýna harðlega þau vinnubrögð, að fjárhagsnefndir þingdeilda hefðu ekki unnið sam- an að málinu, eins og venja væri þegar um svo stórt mál væri að ræða, sem auk þess þyrfti að hraða afgreiðslu á. Verkstjórn ráðherra hefði hér farið úr skorð- um. Ólafur sagði að umræða um mál þetta, bæði innan þings og utan, hefði borið meira vitni auglýsingamennsku einstakra ráðherra og þingmanna en áhuga á því að tryggja samíslenzka hagsmuiíi flugsamgangna. Fagna bæri hinsvegar þeirri samstöðu sem tekizt hefði um málið í efri deild og kappkosta að tryggja áfram samstöðu um það, sem tryggt gaeti íslenzka hagsmuni í þessu mikilvæga máli. Er íyrir)froiðslan skilyrt? Albert Guðmundsson (S) sagð- ist sammála afstöðu Kjartans Jóhannssonar (A) í efri deild. Betur hefði farið á því að binda hin skilyrtu ákvæði nefndarálits- ins í lög, svo ekkert færi á milli mála. Hann spurði samgönguráð- herra, í fjarveru fjármálaráð- herra, að því, hvort ekki væri trygKt, að sú fyrirgreiðsla, sem frumvarpið fæli í sér, væri háð því, að Flugleiðir gengju að þeim skilyrðum (skilyrtu ákvæðum) sem fram hefðu komið í nefndar- álití fjárhagsnefndar efri deildar. Skilyrðin forsonda fyrirgroiðslu Steingrimur Hermannsson. samgönguráðherra. sagði Flug- leiðir ekki fá fyrirgreiðslu, sam- kvæmt frumvarpinu, nema að uppfylltum skilyrðum, sem fram kæmu í nefndaráliti. Ef eitthvað kemur upp á, sem stangast á við gildandi lög, verður haft samráð við fjárhagsnefndir þingsins, sagði hann. Ekki talað við noma milljónamonn Karvel I’álmason (A) sagði samráð hafa verið haft við ýmsar starfsstéttir flugsins, en sér sýnd- ist þó, að þar hefði verið farið í manngreinarálit. Ekki hefði verið talað við þá, sem hefðu undir milljón krónum á mánuði í laun. F'ormaður viðkomandi nefndar í efri deild, Ólafur Ragnar Gríms- son, hefði tekið mið af vægi launaumslagsins í vali viðræðuað- ila. Gjarnan hefði matt tala við þá stóru hópa, sem minna bæru úr býtum. Atlantshafsflugið vonlaust Árni Gunnarsson (A) lagði áherzlu á, að tryggðar yrðu hinar nauðsynlegustu flugsamgöngur innanlands og við umheiminn. Hins vegar væri flugið Luxem- borg-New York (Atlantshafsflug- ið) vonlaus ævintýramennska við núverandi aðstæður. Doilt á samnröniíu- ráðhorra Vilmundur Gylfason (A) sagð- ist taka sæti Sighvatur Björg- vinssonar í fjárhagsnefnd þing- deildarinnar í þessu máli. Hann deildi hart á samgönguráðherra, m.a. vegna f yrirspurna til Flug- leiða, hvort ekki væri rétt, að fyrirtækið hefði farið fram á fyrirgreiðslu við Atlantshafsflug- ið. Það hefði ætlað að skera þann flugþátt niður þegar stjónvöld hefðu gripið inn í. Hann sagði hamskipti ráðherra í þessu máli hafa verið úr gervi Skugga-Sveins í gervi Ketils skræks. Ráðherra hefði tekið mið af ríku fólki, kenndu við Arnarnes. Spurt að uefnu tilofni Steingrímur Ilermannsson. samgönguráðherra, sagði Vil- mund „ekki raknaðan úr rotinu eftir flokksþing Alþýðuflokksins. Bréfaskriftir sínar, varðandi þetta mál, væru eðlilegar, og öll afrit í höndum þingnefnda. Spurt hefði verið að gefnu tilefni, hvort óskað væri eftir aðstoð við Atlantshafs- flugið og svarið staðfest slíka ósk. Að loknum snörpum orðaskipt- um, einkum milli Vilmundar Gylfasonar og samgönguráðherra, var málinu vísað til fjárhags- nefndar þingdeildarinnar. Togveiðar bannaðar út af Vopnafjarðargrunni Sjávarútvegsráðuneytið gaf í ga‘r út reglugerð um hann við togveiðum út af Vopnafjarðar- grunni. í tilkvnningu ráðuneytis- ins segir svo um þessa ákvörðun: Síðan í byrjun október hefur orðið vart við verulegt magn af smáþorski í afla togara á svæði út af Vopnafjarðargrunni og hefur fjórum sinnum verið gripið til skyndilokunar af þeim sökum. Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú, að tillögu Hafrannsóknastofn- unar, gefið út í dag reglugerð, sem bannar allar veiðar í botn- og flotvörpu á svæði út af Vopna- fjarðargrunni, sem markast af eftirfarandi punktum: 1.66015’N, 13022’V 2.660120, 12mN48’V 3.66023’N, 1301*2’V 4.66027’N, 13012’V Reglugerð þessi gildir í óákveð- inn tíma, en áfram mun verða f.vlgst með svæðinu. Skagafjörður: Þyngsti dilkurinn vó 30,1 kílógramm Sauóárkróki 11. nóv. 1980. HJÁ Slátursamlagi Skagfirðinga á Sauðárkróki var í haust slátrað alls 11.235 kindum. þar af 1.29fi siðsumars vegna öskufalls í fram- anverðum Skagafirði. Meðalfall- þungi dilka í haustslátrun var 14.0fi kg en í sumarslátrun 12.72 kg. Pétur bóndi Pálmason á Reykja- völlum, sem lagði inn 120 dilka, átti hæstu meðalvigt, 19,1 kg. Hann átti einnig þyngsta dilkinn á þessu hausti, sá lagði sig á 30,1 kg. í fyrra var slátrað rúmlega 13 þús. kindum hjá Slátursamlaginu, og meðalvigt dilka þá var 12,52 kg. Hjá Kaupfélagi Skagfirðinga var alls slátrað 52.126 kindum, þar af voru 1.044 lömb af öskufalls- svæðinu. Meðalþungi dilka í aðal- slátrun var 14,26 kg en sé sumar- slátrun tekin með 14,23 kg. Haustið 1979 var alls slátrað hjá K.S. 65.637 kindum, þannig að sláturfjárfjöldinn hefur dregist saman um rúm 20%. - Kári. Gleðileg jól og farsælt knmandi ár Kveðja sem kemur á óvart! Augnabliksmynd getur orðið að skemmtilegu jólakorti. ATH. MINNSTA PÖNTUN ERU 10 STK. EFTIR SÖMU MYND. Pantið tímanlega. Verð kr. 300.00 pr. kort. HAHS PETERSEN HF BANKASTRÆTI S: 20313 GLÆSIBÆR S: 82590 AUSTURVER S. 36161 Umboðsmenn um allt land

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.