Morgunblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1980 + Eiginmaöur minn, faöir okkar, bróöir og sonur, GUNNARTHEÓDÓRGUNNARSSON, lézt af slysförum í Þýzkalandi þann 10. nóv. sl. Steinunn Friðgeirsdóttir Axfjörð, Friðgeir Örn Gunnarsson, Þórunn Ingólfsdóttir, Georg Gunnarsson, Hinrik Gunnarsson, Jóhanna Magnúsdóttir, Gunnar Theódórsson. + Fósturfaðir minn, RÚDÓLF SÆBÝ, lést í sjúkrahúsi Siglufjaröar mánudaginn 10. nóvember. Fyrir hönd aöstandenda. Björn Grétar Ólafsson. + Útför STEFÁNS GUÐMUNDAR BRYNJÓLFSSONAR fró Flateyri, fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 13. nóvember kl. 1.30 e.h. Guðfinna Arnfinnsdóttir, Brynhildur Stefónsdóttir, Kjartan Stefónsson, Ingibjörg Stefónsdóttir, Hallur Stefónsson, Lóa Stefónsdóttir, Magnús Bjarnason, Anna Sigmundsdóttir, Kristinn Magnússon, Fjóla Haraldsdóttir, Guðmundur H. Þórðarson og barnabörn. + Þökkum öllum nær og fjær innilega auösýnda samúö og veitta aöstoö við andlát og jarðarför móöur minnar og tengdamóöur, STEINUNNAR SIGUROARDÓTTUR fró Hofsnesi, Öræfum. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild A4 Borgarspítalanum og í Hafnarbúöum. Sigrún Þorsteinsdóttir, Viggó Jósefsson. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og jaröarför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, MAGNEU STEFÁNSDÓTTUR, Olafsvegi 8, Ólafsfirði. Guöbjörn Jakobsson, Sigríður Sæland, Einar Jakobsson, Ingimar Númason, Barði Jakobsson, Póll Beck, Stefón Jakobsson, Tryggvi Jónsson. + Innilegar þakkir færum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför SIGFUSAR ÓLAFSSONAR, Hlið, Sigluffrði. Þorfínna Sigfúsdóttír, Steingrímur Magnússon, Margrét Ólafsdóttir, Jón Dýrfjörö, Bragi Dýrfjörö, Birgir Dýrfjörö, tengdabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum viö öllum þeim, er sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför eiginmanns míns og fööur okkar, KRISTMUNDAR SÆMUNDSSONAR, vélstjóra, Kópavogsbraut 106. Guðný Björgvinsdóttir, Sigurbjörg Kristmundsdóttir, Dröfn Kristmundsdóttir, Linda Kristmundsdóttir, Kristín Kristmundsdóttir. + Alúöarþakkir fyrir samúö og hlýhug viö fráfall og útför JÓNASAR JÓNSSONAR STEINHÓLM fró Höfðadal. Ragnheiöur Jónasdóttir, Karl Höfðdal, Abigael Jónsdóttir Steinhólm, tengdabörn og barnabörn. Geir Jón Ásgeirs- son - Minning Fæddur 8. júní 1929. Dáinn 3. nóvember 1980. . Sá er hyto(inn. sem þekkir aAra hinn er vitur. sem þekkir sjálfan sík. Sá er sterkur. sem sigrar aAra. hinn er mikilmenni. sem sigrast á sjálfum sér. Sá er ríkur. sem ánatjrtur er meA hlutskipti sitt, þrekmikil starfsemi ber vott um vilja. Sá sem stendur vel í stortu sinni er órujocur. Sá. sem deyr. en ferst ekki. á hid lanxa líf fyrir hondum. Þessi spakmæli eftir Lao Tse (Bókin um veginn) koma í huga minn, þegar ég við andlát mágs míns og vinar Geirs Jóns Ás- geirssonar, minnist hans. Það kom mér mjög á óvart, þegar mér var tilkynnt lát hans. Daginn áður höfðum við hjónin verið í heim- sókn hjá honum, og kvatt hann glaðan og hressan í bragði, eins og ævinlega við okkar samfundi. Sannast þar máltækið, að enginn ræður sínum næturstað. Geir Jón fæddist í Reykjavík 8. júní 1929 sonur Önnu Geirsdóttur frá Múla í Biskupstungum og Ásgeirs L. Jónassonar, vatns- virkjafræðings frá Þingeyrum í Vatnsdal. Hann missti móður sína ungur, eða á fjórða ári. Má nærri geta, að það hefur haft áhrif á æsku hans og bræðra hans, Torfa tveggja ára og Jóns Geirs fimm ára. Geir Jón var þeirra gæfu að- njótandi að eiga góða að, og ólst hann upp í skjóli föður síns, móðurömmu og móðursystra. Á sumrin dvaldi hann hjá frænd- fólki sínu að Holti í Svínadal, naut hann lítill drengur umhyggju alls þessa góða fólks, sem hann mat mikils allt sitt líf. Faðir hans kvæntist í annað sinn Ágústu Vigfúsdóttur frá Flögu í Skaftár- tungum. Dvaldist hann hjá þeim fram yfir fermingu. Ágústa og Ásgeir eignuðust þrjú börn, þau eru: Ólafur Ásgeir, Sigríður Vig- dís og Vigfús. Þá eignaðist hann tvær stjúpsystur af fyrra hjóna- bandi Ágústu. Þær eru: Matthild- ur og OÍöf Ólafsdætur. Á ungl- ingsárum stundaði Geir Jón nám við Menntaskólann á Akureyri, en vann á sumrin margskonar störf, meðal annars með föður sínum við landmælingar. Ásgeir faðir hans andaðist árið 1974. Árið 1952 kvæntist Geir Jón eftirlifandi konu sinni, Ástu Guð- mundsdóttur, og eignuðust þau fjögur börn. Þau eru: Anna, hún stundar nám í læknisfræði við Háskóla Islands, Sigurbjörg, hjúkrunarkona og búfræðingur, Guðmundur, framreiðslumaður og Helga, í heimahúsum. Geir Jón stundaði ýmis störf, lengst af við verkstjórn, meðal annars hjá Olíuverslun íslands um árabil. Geir Jón var mikill áhugamaður um veiðiskap, fór hann vítt um land í veiðiferðir og ávallt í hópi góðra vina. Sköpuðust oft skemmtilegar samræður um þær ferðir, sem ávallt voru ánægju- legar, þótt smáerfiðleikar kæmu fyrir á stundum, en þeir gerðu frásögnina litríkari og skemmti- legri eftir á. Minnist ég nokkurra slíkra veiðiferða með honum. Á vetrum stundaði hann skíðaferðir ásamt börnum sínum. Hittumst við oft í skíðalöndum Reykjavíkur, kapp hans og áhugi var smitandi og gerðu ferðirnar skemmtilegri. Síðan Geir Jón tengdist mér fyrir þrjátíu árum, hefur hann reynst sannur félagi, og góður vinur, hjálpsamur, úrræðagóður og ósérhlífinn. Þannig reyndist hann einnig skyldfólki sínu og öðrum sam- ferðamönnum. Hann hafði já- kvætt viðhorf til lífsins og gafst ekki upp þótt móti blési. Allt skrum og skjall var honum á móti skapi, og hafði hann lag á að greiðasemi hans leit út eins og sjálfsagður hlutur. Með sameiginlegu átaki reistu þau hjón myndarlegt heimili, sem einkenndist af snyrtimennsku, gestrisni og hlýju. Fleira verður ekki sagt hér, þó mörgu mætti við bæta. Þegar nú leiðir skilja, vil ég og fjölskylda mín þakka honum sam- fylgdina og senda Ástu og börnun- um innilegustu samúðarkveðjur, og biðjum við þeim guðsblessunar. Fari hann í friði. Ámundi Sveinsson Sjaldan eða aldrei hefur okkur brugðið jafn illa og þegar við fengum að mánudagsmorgni þann ATHYGLI skal vakin á því, aö afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. + Þökkum auðsýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur, afa og bróöur, SIGURHANS V. HJARTARSONAR. Helga Guömundsdóttir, Guómundur Sigurhansson, Ásta Stefánsdóttir, Sœvar Sigurhansson, Arnþrúóur Björnsdóttir, Helga Sigurhansdóttir, Brynjólfur Magnússon, Sigurrót Sigurhansdóttir, Guðmundur Erlingsson, Hrund Sigurhansdóttir, barnabörn og systkini. 3. þessa mánaðar þá hörmulegu frétt að bezti vinur okkar og félagi væri látinn. Það tók langan tíma að trúa því að hann sæist ekki lengur í lifanda lífi. Það þyrmdi yfir og alla okkar sameiginlegu minningar ruddust fram, minn- ingar liðinna ára bæði nálægar og fjarlægar. Deginum áður vorum við að spjalla um ferð norður að Holti til rjúpnaveiða og vorum við byrjaðir að skipuleggja nýja ferð norður, en þar höfðum við verið hálfum mánuði áður eins og hvert ár undanfarin 5 ár. Ár hvert var lagt af stað 14. október og allt var til reiðu þann dag. Ekki renndi mig í grun að þessi ferð væri okkar síðasta saman til veiða, sem var okkar sameiginlega hjartans áhugamál. Það er erfitt að setjast niður og skrifa minningargrein um vin sinn, minnst þrjátíu árum of snemma, en enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Það verður vandfyllt skarðið, sem hann skilur eftir sig og þung verða sporin mín norður aftur á okkar gömlu slóðir og ganga um staðina alla, sem við skírðum eftir okkar höfði til glöggvunar. Nöfn eins og Jóhannsbrekkur og Guðmundar- skarð líða ekki úr minni. Þessi kennileiti notuðum við til glöggv- unar þegar við hittumst aftur að loknum veiðidegi. Hætt er við, nú þegar Geirs Jóns nýtur ekki leng- ur við, að erfitt verði að taka ákvarðanir upp á eigin spýtur, því þegar hugsað er til baka tók hann allar meiri háttar ákvarðanir svo reyndur og kunnugur öllum stað- háttum sem hann var. Það var sama hvort það var byssa eða veiðistöng, alltaf var hann fremstur og kunni best til verka. Nú missa veiðiferðirnar stóran hluta af þeim tilgangi sem þær höfðu í fylgd með honum. Mest allt sem við kunnum í veiðimennsku lærðum við af hon- um, og natnari og þolinmóðari kennari er og verður aldrei til. Geir Jón starfaði í fjölda mörg ár hjá Olís og síðan hjá steypu- stöðinni Verki hf., síðar Breiðholti hf., þar sem okkar leiðir lágu fyrst saman. Varð hann og fjölskyldan nágrannar okkar hér í norðurbæn- um, og allar stundir sem við áttum saman bæði heima hjá honum og okkur eru og verða ógleymanlegar. Geir Jón var verkstjóri í steypu- stöðinni og flest sín vinnandi ár var hann yfirmaður og hikaði ekki við að taka ákvarðanir sem hann taldi réttar og fylgdi þeim síðan eftir af mikilli röggsemi. Hann var bráðverklaginn, vandvirkur og hörkuduglegur svo af bar. Ber húsið og garðurinn þess merki að samhent hjón voru þar að verki. Naut Geir Jón þar verkstjórnar Ástu konu sinnar og er allt handbragð til fyrirmyndar. Snyrtimennskan og hirðusemin voru einstök og alltaf allt í röð og reglu. Öll sú vinna sem hann lagði í húsið sjálfur var ótrúleg og maður sem aldrei hafði áður nálægt slíkri vinnu komið gerði það ekki síður en um fagmann hefði verið að ræða. Stundvís var hann með afbrigðum og þoldi illa að menn stæðu ekki við sögð orð. Eftir að hann hætti hjá Breiðholti hf. vann hann um tíma hjá Ármannsfelli hf., og nú síðast sem ökukennari á eigin bíl. Geir Jón Ásgeirsson var fæddur 8. júní 1929 í Reykjavík, sonur Ásgeirs L. Jónssonar og konu hans Önnu Geirsdóttur. Móður sína missti hann á fjórða ári. Naut hann ömmu sinnar og móður- systra á þessum árum, en var á sumrum hjá föðurfólki sínu að Holti í Svínadal. Faðir hansgiftist aftur Ágústu Vigfúsdóttur. Hann átti 3 albræður og 3 hálfsystkini og 2 stjúpsystkini. Hann var gagnfræðingur frá M.A. Geir Jón giftist eftirlifandi konu sinni 23. ágúst 1952 og eignuðust þau 4 börn. Við og fjölskyldur okkar vottum Ástu og börnum okkar innilegustu samúð og vonum að guð megi styrkja þau um ókomin ár. Vinur okkar Geir Jón er nú kvaddur að sinni, en leiðir okkar munu liggja saman á ný á öðrum stöðum. Pétur Jökull og Hallgrímur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.