Morgunblaðið - 12.11.1980, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 12.11.1980, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1980 23 Einar Gunnlaugsson Burstarfelli - Kveðja Fæddur 3. janúar 1932. Dáinn 10. október 1980. Kallið er kontið, komin er nú stundin. (V. Briem) Menn setti hljóða þegar fréttist hið snögga fráfall Einars Gunn- laugssonar. Maður á góðum aldri verður snögglega bráðkvaddur nærri heimili sínu. Þetta minnir okkur hastarlega á, hvað oft er skammt á milli lífs og dauða, og ætti að vekjaokkur til umhugsun- ar um að verja eftir föngum lífinu til heilla meðbræðrum okkar, á meðan tími er til að starfa hér á jörð. Einar Gunnlaugsson var fæddur á Felli í Vopnafirði, sonur hjón- anna Bjargar Jónsdóttur og Gunnlaugs Jónssonar, sem þar bjuggu mestan sinn búskap. Hjón þessi byrjuðu búskap með lítil efni, en með miklum dugnaði, nýtni og hagsýni komust þau alltaf vel af efnalega. Byggðu íbúðarhús og öll útihús á jörðinni úr steinsteypu, enda heimilið róm- að fyrir hirðusemi og snyrti- mennsku. Þau komu upp sjö börn- um sem öll eru mesta myndarfólk og hafa reynst góðir þjóðfélags- þegnar. Eitt þessara systkina var Einar. Á unglingsárum var hann vinnu- piltur hjá prófastshjónunum á Hofi, sr. Jakobi Einarssyni og frú Guðbjörgu Hjartardóttur. Þau hjón höfðu mikið álit á Einari og höfðu orð á því við undirritaðan, hvað sér líkaði vel við þennan pilt. Hann væri bæði duglegur, verk- laginn og hirðusamur í allri um- gengni, og sérstaklega greiðvikinn og góður á heimili. Eftir síðari kynni mín af Einari hefir mér virst, að einmitt þessir eiginleikar hafi sérstaklega ein- kennt hann. Einar var síðan tvo vetur á • Laugaskóla í S-Þing. Árið 1953 réðst hann sem .vinnumaður að Burstarfelli, til Methúsalems Methúsalemssonar og Jakobínu S. Grímsdóttur. Eftir tveggja ára veru þar giftist hann heimasæt- unni, Elínu Methúsalemsdóttur, og þótti hann þar hafa verið fengsæll. En það var líka ekki ónýtt fyrir Burstarfellshjón, sem bæði voru orðin roskin, að fá slíkan tengda- son, enda breyttust þá allar að- stæður til athafna. Ekki leið á löngu þar til Einar, með aðstoð tengdaföður síns, réðst í að byggja tvíbýlis íbúðarhús. Gamli bærinn, þó fagur sé, var orðinn óhentugur til íbúðar, enda ríkið búið að taka hann til varðveislu eins og kunn- ugt er. Á Burstarfelli bjuggu síðan ungu hjónin, fyrst í sambýli við þau eldri og gekk það með ágæt- um, og betur en stundum vill vera, því það gengur ekki ævinlega vel að sameina viðhorf eldra og yngra fólksins. Síðan færðist búskapurinn al- veg yfir á Einar og Elínu þar til árið 1977, að aftur kom nýr tengdasonur í Burstarfell. Bragi Vagnsson, kennari frá Hriflu í S-Þingeyjarsýslu, giftist Björgu Einarsdóttur og hófu þau búskap á Burstarfelli í félági við Einar og Elínu. Færðist þá enn fjörkippur í framkvæmdir á Burstarfelli. Síð- ustu þrjú árin hafa risið þar upp nýtísku fjárhús fyrir 550 fjár með vélgengum áburðarkjallara og hlöðu með súgþurrkun og öllu tilheyrandi, ásamt aukinni rækt- un. Eg kom í Burstarfell ásamt fleiri gestum í sumar, að áliðnum ágústmánuði. Sunnanandvari og sólskin vermdi vanga, taldi veð- urstofan þá mestan hita í Vopna- firði, eins og stundum áður þegar átt er suðlæg. Allt var í fullum gangi, verið að hirða síðasta heyið, gamla hlaðan og meira að segja sú nýja líka orðnar fullar af grænni töðu, þessum dýrmæta lífgjafa íslenska bóndans. Allt virtist leika í lyndi og aðstæður að skapast til þægilegra lifnaðarhátta. Nú hefur sól brugðið sumri. Annar húsbóndinn er fallinn frá í miðri önn dagsins og fær ekki að njóta lengur ávaxta iðju sinnar, það verða annarra hlutskipti. Við skiljum þetta ekki, en Guðs vegir eru sagðir órannsakanlegir og við verðum að beygja okkur undir það. Eins og áður er að vikið finnst mér ummæli prófastshjónanna lýsa Einari vel. Hann var hagsýnn umbótamaður, lagvirkur og hirðu- samur, fáskiptinn um annarra hagi, en greiðasamur. Heimilis- faðir góður, enda var heimilið honum allt, og hugur hans fyrst og fremst við það og fjölskyldu sína. En er ekki einmitt heimilisrækni og sterk fjölskyldutengsl ef til vill eitt af því sem þjóð vor þyrfti að efla sem mest. Burstarfell er glæsileg og góð jörð, enda sýslumannssetur til forna. Sama ættin hefir búið þar síðan árið 1532 og sýnir það að þetta fólk hefir tekið mikilli tryggð við þennan stað. Ég er sannfærður um að ættrækni og tryggð Burstarfellsættarinnar mun halda velli í framtíðinni, og að afkomendur hennar muni sitja þetta ættaróðal um aldir. Einar og Elín eignuðust fimm börn sem öll eru mesta myndar- fólk. Þau eru í réttri aldursröð þessi: Methúsalem, fæddur 12.02. 1955, kvæntur Ajndísi Álfh. Hólmgrímsdóttur, starfsmaður við Samvinnubankann Vopnafirði. Eiga þau tvær dætur. Björg, fædd 10.12. 1956, gift Braga Vagnssyni bónda á Burstarfelli. Eiga þau tvo syni. Birna Halldóra, fædd 23.11. 1958. Skrifstofustúlka hjá Lög- reglunni í Reykjavík. Gunnlaugur, fæddur 16.12. 1960, heima á Burst- arfelli. Jóhann Lúther, fæddur 03.07. 1962, heima á Burstarfelli. Einar var jarðsettur að Hofi laugardaginn 18. október, við mik- ið fjölmenni, og jarðarfararfólki síðan boðið til kaffidrykkju að Burstarfelli og þar veitt af rausn að venju. Við hjónin þökkum hér með margháttaðar ánægjustundir á Burstarfelli, og biðjum Einari velfarnaðar á hinu nýja tilveru- stigi. Elínu biðjum við Gúð að blessa og styrkjæ í þessum raunum og alla aðstandendur. Friðrik Sigurjónsson Brldge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON Bridgedeild Barð- strendingafélagins 1. umferð í Hraðsveitakeppn- inni hófst í Domus Medica mánudaginn 3. nóvember með þátttöku 13 sveita. Staða sex efstu sveita eftir 1. umferð er þessi: Sveit Ágústu Jónsdóttur' 472 Óla Valdemarssonar 460 Ragnars Björnssonar 456 Einars Ólafssonar 451 Vikars Davíðssonar 443 Viðars Guðmundssonar 433 Bridgefélag Selfoss Fyrir nokkru var haldið minn- ingarmót um Einar heitinn Þorfinnsson, einn sterkasta og litríkasta spilara landsins frá upphafi brigdespilamennsku á Islandi. 28 pör tóku þátt í mótinu, sem var spilað með Barometerfyrirkomulagi. I upphafi mótsins afhenti Þorfinnur Karlsson, en hann er bróðursonur Einars heitins, Bridgefélagi Selfoss alla verð- launagripi sem Einar hafði unn- ið á sínum langa og glæsilega spilaferli. I safni þessu eru margir glæsi- legir gripir, en þó ber hæst gripurinn sem Einar vann árið 1950 þegar hann var í Evrópu- sveit sem spilaði á heimsmeist- aramóti í Bermuda. Sveitin lenti þar í öðru sæti. Það er mikill heiður fyrir Bridgefélag Selfoss að Einar skuli hafa ánafnað þvi þetta glæsilega safn sitt, en Einar var fæddur í Tryggvaskála. Þar var faðir hans veitingamaður. Ekki er að efa að þetta verður til að örva bridgespilara á Sel- fossi til enn meiri afreka en hingað til. En lítum þá á úrslit mótsins. Guðmundur P. Arnarson og Sverrir Ármannsson 149 stig. Georg Sverrisson og Rúnar Magnusson 117 stig. Stefán Pálsson og Aðalsteinn Jörgensen 117 stig. Guðmundur Hermanns- son og Sævar Þorbjörnsson 112 stig. Þorfinnur Karlsson og Jón Hilmarsson 109 stig. Allir þessir spilarar eru af Stór-Reykjavíkursvæðinu. Um árangur Selfyssinga er það að segja, að þeir stóðu sig með miklum ágætum þótt ekki lentu þeir í efstu sætunum að þessu sinni. Keppnisstjóri var Her- mann Lárusson. Þegar þetta er skrifað er ekki ljóst hvað verðlaunasafnið verð- ur geymt, en vonandi tekst að koma því á einhvern stað þar sem almenningur getur skoðað það. Bridgedeild Víkings Þremur umferðum af fjórum er lokið í tvímenningskeppninni og er staða efstu para þessi: Guðmundur — Sigfús 684 Guðmundur — Magnús' 626 Kjartan — Guðmundur 619 Kristín — Kristján 616 Daníel — Guðmundur 613 Jón — Ingólfur 603 Síðasta amferðin verður spil- uð á mánudaginn í Víkingsheim- ilinu. Næsta keppni deildarinnar verður hraðsveitakeppni og er skráning þegar hafin. Bridgefélag Kópavogs Tvö kvöld af fimm eru búin í hraðsveitakeppninni og er staða efstu sveita þessi: Jón Andrésson 1382 Rúnar Magnússon 1376 Jón Þorvarðarson 1354 Grímur Thorarensen 1351 Sverrir Þórisson 1346 Ármann J. Lárusson 1344 Næsta umferð verður spiluð á fimmtudag og hefst keppnin kl. 20. Spilað er í Þinghól. „Afangar66 heitir nýtt tímarit um ísland og útivist Nýlega leit dagsins ljós nýtt tímarit og ber það nafnið „Áfangar". Er það helgað íslandi, ferða- lögum og öllu sem hugsast getur í tengslum við það. „Um allt land“ nefn- ist útgáfufyrirtækið sem gefur ritið út og er eigandi þess Sig- urður Sigurðarson blaðamaður. Hann er einnig ritstjóri hins nýja rits. Efnið í fyrsta tölu- blaðinu er býsna fjöl- breytilegt og má þar nefna fróðlegar greinar um Surtsey og Reynistaðabræður. Auk þess eru gagn- legar leiðalýsingar í blaðinu, ásamt föstum greinum frá útilífsfélögum eins og FÍ, Útivist, Flugbjörgunarsveitunum, Alpaklúbbnum o.fl. Einnig má geta þátta um ökuferðir, gönguferðir, stangarveiði og skotveiði. Útgefandi hefur hugsað sér að Áfangar komi út annan hvern mánuð og er vinnsla annars tölublaðs þegar komin á fulla ferð. • Sigurður Sigurðarson, ritstjóri hins nýja tímarits mundar gripinn. Ljósm. Kristján. Brottför alla þriöjudaga. Ein nótt í New York, 14 dagar í Acapulco: Hótel Casablanca, 2 í herbergi .... kr. 594.000.- Hótel El Presidente, 2 í herbergi . kr. 778.000.- KANARÍEYJAR Brottför alla föstudaga. Ein nótt í Kaupmannahöfn, 14 dagar á Kanaríeyjum: Santa Fe, 2 í íbúö ................ kr. 498.000,- Los Salmones, 2 í íbúö ............ kr. 480.000.- Los Porches, 3 í íbúö ............. kr. 495.000. Los Porches, 4 í íbúö ..............kr. 470.000 - m SKIDAFERDIR CERVINIA, ÍTALÍA Brottför alla sunnudaga, 2 vikur: Tveir í STUDIO ... kr. 540.000. SAUZE, ÍTALÍA Brottför alla sunnudaga, 2 vikur: Tveir í STUDIO ... kr. 530.000. NEWYORK Ódýr vikuferö til New York meö farar- stjóra, þann 22. nóvember. Fariö veröur í skoöunarferöir, verzlunarferðir og leik- hús. Verö frá kr. 387.500.- London Ódýrar vikuferöir. Verö frá kr. 257.400.- Kaupmannahöfn Ódýrar vikuferðir Munið ódýru jólafargjöldin Ferðamiðstöðin hf. SELJUM FARSEDLA UM ALLAN Aðalstræti 9 — Símar 11255 - 12940 HEIM Á HAGSTÆÐASTA VERÐI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.