Morgunblaðið - 12.11.1980, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 12.11.1980, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1980 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10-12 ^ FRÁ MANUDEGI ‘f ny í/JMnr\-utí'u if ummaelt um Uppruna teKund- anna eftir Darwin. Hann spyr: „Er hlutverki hennar lokið og líður hún undir lok? Eða ber hún í skauti sínu frjómátt eilífrar æsku og er henni ætlað að verða ævar- andi eign mannkynsins? Ég er sannfærður um, að þau örlög eru henni búin.“ Þannig mælti einn af þekktustu vísindamönnum Breta á þessari öld og virðist vera á öðru máli en læknirinn á Akureyri. Náttúruvalið skapar raunverulegar nýjungar Reynir Valdimarsson tekur óstinnt upp skoðanir ungu mann- anna, þó veit hann að þeir byggja á kenningum, sem þeir læra um í skólum, þar sem kenning Darwins er viðurkennd sem vísindaleg staðreynd, sem auðvitað hefir þró- ast eftir því sem vísindunum fleygði fram, en meira en öld er síðan Darwin og Wallace birtu kenningu sína. Eg þarf varla að benda lækninum á bók eins og „Líffræði eftir Paul B. Weisz" en hann er prófessor í líffræði við Brown University, Rhode Island. Þessi bók mun vera kennd við flesta menntaskólana hér. Á ein- um stað, þar sem rætt er um þessi efni í bók þessari, segir svo: „Svo sem síðar mun koma í ljós skapar náttúruvalið raunveru- legar nýjungar." Menntaskúlavísindi Og nú langar mig til að spyrja: Hvernig getur læknir, sem gengið hefir gegnum háskóla, drukkið af lindum nútíma vísinda, og læknis- fræði sína byggir hann eflaust á þessum vísindum, hvernig getur hann sagt, að þróunarkenning Darwins sé óverjandi? í fyrrnefndri bók um líffræði segir að þróunarkenning nútímans sé andlegt afsprengi Darwins og Mendels, og Darwin og Wallace hafi verið „fyrstir manna til að benda á réttar leiðir". — Þetta eru menntaskólavísindi, sem læknir- inn ætti að kannast við. Á einum stað í grein sinni vitnar læknirinn í orð Sóleyjar, og er þar talað um sönnun, ég hélt að erfitt væri fyrir fólk, sem byggir á vísindum sköpunarsögunnar að tala um sannanir. Vil heldur „ungæðishátt“ en forneskjulegar skoðanir Grein læknisins virðist skrifuð í reiði og má því eflaust afsaka margt af því er hann segir. Mér finnst, að hann sem góður og gegn vísindamaður ætti að fagna öllu því, sem ungir menn og efnilegir, vilja leggja til vísindalegrar hugs- unar, enda þótt slíkt rekist á skoðanir, sem vísindamaðurinn telur réttar. En að draga þá niður í háði og spotti og gera lítið úr þeim, er lítilmannlegt og sæmir ekki vísindamanni. Að lokum þetta: Ég vil heldur „ungæðishátt“ þessara ungu manna en forneskjulegar skoðanir læknisins og konunnar frá Akur- eyri, sem ég hélt að væru svo til útdauðar meðal nútíma íslend- inga.“ Heimildir: Niels Dungal: Blekking og þekk- ing. Harlow Shapley: Undur veraldar. 11 . f ■*' ; -■ — 4 ■■ *í - Þessir hringdu . . . mína að þeir skuli taka þátt í þessu smjöræði og liggja flatir fyrir áróðri um að þetta séu kjarakaup. Hver borgar? Kostar ekki líka peninga að reka frystikistur og -skápa? Hafa menn reiknað dæmið til enda? En siðferðilega hliðin er samt verri, græðgin, tillits- leysið og frekjan. Eg hef heyrt um fólk sem keypti 25—40 kíló, meðan gamalt fólk varð af strætisvagninum og fékk sumt ekki eitt einasta stykki. Þetta er ljótt og ég vona að sérhver smjörklína súrni uppi í þeim sem hömstruðu svona gegndarlaust. En mig langar að segja þetta að lokum við landa mína: Venjið ykkur af svona kaupskap og hugsið meira um náungann. Fyrst 70% - síðan 700 þús. Sjötugur hringdi og spurði: — Til hve langrar fangelsis- vistar mundu dómarar Islands dæma afbrotamann, sem kæmi á hverjum mánuði og tæki 70% af eftirlaunum manns við aðaldyrnar, færi síðan í árslok inn til hans bakdyramegin og tæki leyni- lega 700 þúsund af tveimur milljónum sem hann geymdi síðan í fyrra í skrifborðsskúff- unni sinni? Á að klæða sjúklingana í regnföt? Gunnar Jakobsson sem liggur á Borgarspítalanum hringdi og kvartaði yfir óþétt- um gluggum á stofnuninni: — Hér er allt á floti þegar gerir vatnsveður og þá er rokið til í að færa sjúklingana fram á ganga. Þetta er sérstaklega slæmt á? einni hlið spítalans og ég hef heyrt að gluggarnir á nýju álmunni séu einnig lekir. Ég spyr borgaryfirvöld: Á að gera yið þetta eða á bara að klæða sjúklingana í regnföt? Hugsið meira um náungann Neytandi hringdi og harm- aði viðbrögð landa sinna við smjörútsölunni: — Ég harma það, hvernig íslendingar haga sér þegar eitthvað er lækkað í verði og sett á útsölu. Ég skammast mín fyrir landa G2P SlGGA V/GGA £ 1/LVERAN Nuddstofan Hverfis- götu 39 auglýsir Heilnudd og partanudd meö eöa án hitalampa. Frá og meö 1. des. veröa morguntímar. Ath. nú er sólarlampinn kominn. Tímapantanir og uppl. í síma 13680 milli kl. 14.30 og 18.30. Meiri kraftur minni eyósla meö rafkertunum frá BOSCH BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SIMI 38820 « w vo \ (v/w m *lwi vnw-w' mi>o& EMÆsiw-)\%&mi eh v«a] MM, \ \4I0 \ VEVbo SYAlOA-m, bímóf? stW MwáíJ m^>ML\í 7 \ftj mvöv Wo 6úm t® 6mÝ&loN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.