Morgunblaðið - 21.11.1980, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1980
EIGNASALA1M
REYKJAVIK
Ingólfsstræti 8
Skípasund
4ra—5 herb. rúmgóð risíbúð. 3
svefnherb., 2 samliggjandi stof-
ur. íbúöin er öll í mjög góðu
ástandi, ný teppi. Ræktuð lóð.
Stóragerðí m/bílskúr
4ra herb. endaíbúð á 4. hæö.
Góð íbúð með góðu útsýni.
Suöur svalir. Nýr bílskúr.
EIGNASALAIM
REYKJAVÍK
Ingólfsstræti 8
Haukur Bjarnason hdl.
Sími 19540 og 19191
Magnús Einarsson, Eggert Elíasson.
Hafnarfjörður
Tíl sölu m.a.:
Hjallabraut
Glæsileg 3ja—4ra herb. enda-
íbúð um 100 ferm. á 2. hæð í
fjölbýlishúsi á rólegum staö í
Norðurbænum. Sér þvottahús.
Suöursvalir. Verð 37—38 millj.
Öldutún
5 herb. íbúð á jaröhæð í góðu
ástandi. Verð 42 millj.
Háakinn
4ra herb. íbúð á jarðhæð í
tvíbýlishúsi. Allt sér. Verð 36
millj.
Alfaskeið
Falleg 2ja herb. íbúð í tvíbýlis-
húsi. Vandaðar innréttingar.
Laus strax. Verð 30 millj.
Árni Gunnlaugsson. hrl.
Austurgötu 10,
Hafnarfirdi. sími 50764
28850
BREIÐVANGUR
140 ferm. sérhæð í tvíbýlishúsi. Bílskúr.
Verö 68 millj.
KRÍUHÓLAR
3ja herb. íbúö á 2. hæö. Góö íbúö. Verö
34 millj. Skipti möguleg á 4ra—5 herb.
íbúö í Breiöholti.
BARUGATA
97 ferm. góö íbúö á 1. hæö. Steinhús.
Ðílskúr. Verö 50 millj.
STELKSHÓLAR
4ra herb. 100 ferm. Bílskúr. Verö 45
millj.
STARRAHÓLAR
Einbýli á tveim hæöum. Fokhelt, pússaö
aö utan. Góö staösetning. Útsýni. Skipti
möguleg á verslunarhúsnæöi.
LINDASEL
Fokhelt einbýlishús 2x160 ferm. Gott
útsýni, góö teikning. Möguleiki á tveim
íbúöum. verö 70 millj.
Óskum eftir 2ja, 3ja herb. íbúöum á
söluskrá.
HÖFUM KAUPENDUR
AÐ MINNI EINBÝLIS-
HÚSUM.
HÖFUM KAUPENDUR
AÐ SÉRHÆÐUM.
EIGNAHÖLLIN,
HVERFISGÖTU 76.
SÍMAR 28850, 28233.
Theoöór Ottósson, viöskiptafr
Haukur Pétursson, heimasími 35070.
HITABLASARAR
ARMULA11
Landssamband stangarveiöifélaga:
Góðar undirtektir
við tillögur
um forkaupsrétt
AÐALFUNDUR Lands-
sambands stanKarveiðifé-
laiía var haldinn á Ilótel
Sögu nýlega og sóttu fund-
inn tæplega 90 félagar frá
17 aðildarfélögum. A fund-
inum var samþvkkt álykt-
un, þar sem stangarveiði-
menn lýstu yfir ánægju
sinni með undirtektir
Landssamhands veiðirétt-
areigenda um að íslensk-
um stangarveiðimönnum
gefist kostur á forkaups-
rétti veiðileyfa í veiðiám
félagsmanna og væntir
Landssamhandið þess að
framhald verði á vinsam-
legu samstarfi samhand-
anna, enda sé það hagur
beggja aðila.
Á fundinum voru einnig sam-
þykktar þrjár tillögur þar sem í
fyrsta lagi var mótmælt harðlega
sjávarveiði á laxi við Færeyjar.
Fundurinn skoraði á Alþingi og
ríkisstjórn að bregðast hart við og
mótmæla veiðum þessum og beita
öllum tiltækum ráðum til að
stöðva þær. Fundurinn felur einn-
ig fulltrúum sínum NSU (Sam-
band sportveiðimanna á Norður-
löndum) að leita eftir stuðningi
hinna Norðurlandasambandanna í
NSU við banni á laxveiðum í sjó.
Ennfremur felur fundurinn stjórn
Landssambands stangarveiðifé-
laga að leita eftir stuðningi sam-
taka stangarveiðimanna í öðrum
löndum við þetta mál.
I þriðja lagi mótmælti fundur-
inn eindregið innflutningi á fryst-
um laxi, en slíkur innflutningur
átti sér stað tvívegis svo vitað sé, á
síðastliðnum vetri. Bendir fundur-
inn á hversu mikil sýkingarhætta
Ættarfylgjan
ný hók Victor Cannings
STAb'AFELL hefur sent frá sér
nýja skáldsögðu eftir hrezka rit-
hofundinn Victor Canning. Nefnist
hún Ættarfylgjan og er þetta
tíunda bök Cannings. sem Stafafell
gefur út. Þýðandi er Ilersteinn
Pálsson.
Bækur Victor Cannings þykja
mjög spennandi og í því sambandi
má benda á ummæli Time: „Canning
er í hópi hinna allra snjöllustu" og
The Times í London segir um
höfundinn: „Ilugarflugið heldur
mönnum föngnum eins og rafseg-
ull.“ Þessi ummæli og fleiri koma
fram á bókarkápu.
í fyrra gaf Stafafell út bók
Cannings, Demantaránið. Bókin er
192 blaðsíður, prentuð í Prenthúsinu
og bundin hjá Nýja bókbandinu.
stafi af því ef úrgangur frá slíkum
fiski bærist í lífríki landsifis.
Skoraði fundurinn á yfirvöld að
koma algerlega í veg fyrir slíkan
innflutning enda sé þarna um
skýlaust brot á reglugerð að ræða.
Gestir fundarins voru Þór Guð-
jónsson veiðimálastjóri og Þor-
steinn Þorsteinsson bóndi á
Skálpastöðum, formaður Lands-
sambands veiðiréttareigenda. Há-
kon Jóhannsson, formaður NSU,
skýrði frá starfsemi sambandsins
en sl. 3 ár hefur stjórnin verið í
höndum íslendinga.
Stjórn Landssambands stangar-
veiðifélaga var endurkosin og
hana skipa þeir Friðrik Sigfússon
formaður, Birgir J. Jóhannsson
varaformaður, Rósar Eggertsson
ritari, Sigurður I. Sigurðsson
gjaldkeri og Benedikt Jónmunds-
son meðstjórnandi.
í aðalstjórn NSU voru kosnir
þeir Gylfi Pálsson og Karl Ómar
Jónsson og varamaður er Sigurður
I. Sigurðsson.
o
INNLENT
Síðustu sýningar á „Smala-
stúlkunni og útlögunum“
SÝNINGUM fer nú að ljúka á
leikriti Sigurðar Guðmundsson-
ar og Þorgcirs Þorgeirssonar
Smalastúlkunni og útlögunum.
I.eiknum hefur verið vel tekið
og aðsókn verið góð, en sýn-
ingar eru nú að nálgast fjórða
tuginn og þeim lýkur íyrir jól.
Leikurinn gerist á árunum
1537—1555 og hefst á sögunni af
ungum elskendum sem ekki
mega eigast. Strangir foreldrar
stúlkunnar senda hana í klaust-
ur, en henni tekst að sleppa
þaðan og elskendurnir flýja til
fjalla. A fjöllum fæðist þeim
sonur, en stúlkan deyr af barns-
förum. Sonurinn elst upp með
útilegumönnum og beinir leikur-
inn nú athygli okkar að sögu
hans er hann kemst í tæri við
byggðamenn — og konur.
Leikrit þetta hefur komið
mörgum á óvart fyrir nútíma-
lega umræðu um frelsið, valdið
og ástina. Þá hefur uppfærslan
sjálf þótt tíðindum sæta í leik-
stjórn Þórhildar Þorleifsdóttur
og glæsilegri leikmynd Sigurjóns
Jóhannssonar og lýsingu Krist-
ins Daníelssonar. I helstu hlut-
verkunum eru Tinna Gunnlaugs-
dóttir, Árni Blandon, Þráinn
Karlsson, Helga E. Jónsdóttir,
Baldvin Halldórsson, Helgi
Skúlason, Rúrik Haraldsson,
Gunnar Eyjólfsson, Guðrún Þ.
Stephensen, Þóra Friðriksdóttir,
Kristbjörg Kjeld, Arnar Jóns-
son, Róbert Arnfinnsson og Þór-
hallur Sigurðsson.
Næstu sýningar á Smalastúlk-
unni og útlögunum eru föstudag-
inn 21. nóvember og sunnudag-
inn 23. nóvember. — Þá má og
geta þess að örfáar sýningar eru
eftir á barnaleikriti Guðrúnar
Helgadóttur, Óvitum. Sýningum
á því lýkur einnig fyrir jól.
Fréttatilkynning
Landið þitt — Island:
Ný og stóraukin útgáfa,
prýdd hundruðum litmynda
BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlyg-
ur hf. hefur gefið út fyrsta bindi
stóraukinnar og endurskoðaðrar
útgáfu bókarinnar Landið þitt.
eftir þá Þorstein Jósepsson og
Steindór Steindórsson.
Hér er um að ra-ða fyrsta bindi
af fjórum og er það 272 blaðsfð-
ur. mcð 1800 uppsláttarorðum og
180 litmyndum hvaðanæva að af
landinu. Reiknað er með að alls
verði í hinum fjóru hindum um
1200 hlaðsiður með um 8000
uppsláttarorðum og a.m.k. 1000
litmyndum. Til samanburðar má
geta þess að bæði bindi eldri
útgáfunnar höfðu að geyma 2700
uppsláttarorð samanlagt.
Grundvöll þessa ritverks lagði
Þorsteinn heitinn Jósepsson á
sínum tíma er hann tók saman
bók sína Landið þitt en hún
fjallaði fyrst og fremst um b;, ggo-
ir landsins. Að Þorsteini lálnum
bætti Steindór Steindórsson við
samskonar bók um hálendið.
N X>MrSSON/tT(WOOM •
LANDID ÞITT
ÍSLAND
83000
Einbýlishús í smíðum
við Hraunberg
Grunnflötur 110 ferm. + 90 ferm ris, bílskúr og verkstaeöi 90 ferm. Selst
meö einangrun, hita og járni á þaki. Til afhendingar sfrax. Verö 80 millj.
Opið alla daga til kl. 10 e.h.
FASTEIGNAÚRVALIÐ
SÍMI83000 Silfurteigii
Sölustjóri: Auðunn Hermannsson Benedikt Björnsson lgf.
Steindór Steindórsson hófst síð-
an handa um endurskoðun og
aukningu verksins fyrir nokkrum
árum og skilaði því í hendur Helga
Magnússonar stud. mag. safnvarð-
ar, sem bjó það til prentunar. Hin
nýja útgáfa er kerfisbundnari en
hin fyrri. Nú er t.d. að finna
skipulegt yfirlit yfir allar þjóðfé-
lagslegar og landfræðilegar ein-
ingar, t.d. sýslur, hreppa, kauptún,
kaupstaði, héruð, sóknir og lands-
hluta. Allar millitilvísanir eru
gerðar af meiri hnitmiðun og þá er
nú mikill fjöldi uppsláttarorða er
snerta staðfræði hafsins umhverf-
is landið.
í formálsorðum bókarinnar
minnist Steindór Steindórsson
sérstaklega frumhöfundar verks-
ins, Þorsteins Jósepssonar, greinir
frá ætt hans og uppvaxtarárum,
námi og lífsstarfi og rithöfundar-
ferli. Steindór segir m.a.: „í Þor-
steini sameinuðust allir þeir þætt-
ir, sem til þurfti, og hann tók
verkið að sér og lagði grundvöll
þess.“
Steindór getur í formála þeirra
sem helst lögðu honum lið við
endurskoðunina auk Helga Magn-
ússonar, þeirra Ólafs Vals Sig-
urðssonar, Gunnars Bergsteins-
sonar, Einars Guðjohnsens, Tóm-
asar Einarssonar, síra Ágústar
Sigurðssonar og Gríms M. Helga-
sonar.
Útgáfufyrirtækið réði á sínum
tíma Björn Jónsson skólastjóra til
töku litmynda í bókina og ferðað-
ist hann um landið í þrjú sumur
þeirra erinda, en auk hans eiga
myndir í bókinni þeir Einar Guð-
johnsen, Hjálmar R. Bárðarson,
Kristinn Sigurjónsson, Páll Jóns-
son, Þorsteinn Ásgeirsson og
Þorsteinn Jósepsson.
Umbrot og útlit bókarinnar
hönnuðu þeir Kristinn Sigurjóns-
son og Örlygur Hálfdanarson. Á
bókarkápu er mynd af Hraun-
dranga í Öxnadal, tekin af Birni
Jónssyni, en Hraundrangi er ein-
mitt í merki bókaútgáfunnar.
Skreytingu á bókarspjöldum gerði
Bjarni D. Jónsson.
Landið þitt — ísland er filmu-
sett í Prentstofu G. Benediktsson-
ar en prentuð og bundin í Dan-
mörku. Litgreiningu mynda gerði
Prentmyndastofan hf. Tæknilega
umsjón með útgáfunni hafði
Kristinn Sigurjónsson prent-
smiðjustjóri.
FréttalilkynninK
Leiðrétting
í FRÁSÖGN og viðtali við Björn
Jónsson flugstjóra TF Rán, þyrlu
Landhelgisgæzlunnar í gær, urðu
þau mistök að Björn var sagður
Pálsson. Biðst Morgunblaðið vel-
virðingar á þessum mistökum.