Morgunblaðið - 21.11.1980, Síða 1

Morgunblaðið - 21.11.1980, Síða 1
32 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 260. tbl. 68. árg. FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Klíkan fyrir rétt í Peking „FJÓRMENNINGAKLÍKAN“ i Kína og sex aðrir sakhorningar voru leiddir fyrir rétt í dajj og hlýddu. ásamt 35 dómurum og 880 sérstaklega hoðnum áheyrnarfulltrúum. á ákæru. þar sem þau og bandamenn þeirra eru sökuð um að hafa ofsótt rúmlega 31.800 manns, þar á meðal Liu Shao-chi forseta, „til dauða“. Fjórmenningaklíkan og sex aðrir sakborningar komu fyrir rétt í Peking í gær og ætti því að kallast timenningaklíkan hér eftir. Talið frá vinstri: Wu Faxian. Jiang Qing. Huang Yong Sheng, Chen Boda og Wang Ilongwen. Kaþólskur f ulltrúi í pólsku stjórnina Varsjá. 20. nóvember. AP. PÓLSKA stjórnin mun væntan- lega skipa kaþólskan mann vara- forsætisráðherra. samkvæmt heimildum í Varsjá í dag. Sú ráðstöfun á sér enga hliðsta'ðu í kommúnistariki. Samkvæmt heimildunum verður Jerzy Ozdowski, þingmaður kaþ- ólsku leikmannasamtakanna Znak síðustu tvö kjörtímabil, skipaður í stöðuna á morgun. Hann yrði fyrsti fulltrúi kaþólskra samtaka til að gegna áhrifamiklu embætti í stjórninni, síðan kommúnistar komu til valda. Skipun kaþólsks manns í svo valdamikið embætti mundi marka tímamót í sambúð ríkis og kirkju. Stjórnin hefur skorað á kirkjuna, verkalýðshreyfinguna Samstöðu og fleiri hópa að leggja fram aðstoð til að leysa efnahags- og þjóðfélags- vanda Pólverja. Tveggja daga fundur pólska þingsins, Sejm, hófst í dag og búizt er við, að hann leiði til matvæla- skömmtunar. Leon Klonica land- búnaðarráðherra sagði, að pólskur landbúnaður gæti ekki „fyllilega mætt þörfum þjóðarinnar fyrr en eftir fimm ár“. Jagielski varaforsætisráðherra gagnrýndi Samstöðu fyrir að van- treysta velvilja yfirvalda, á stund- um tillitslausar, fljótfærnislegar kröfur, slitnar úr tengslum við veruleikann, og tilraunir til að berja í gegn kröfur, án tillits til möguleika hagkerfisins. Hann taldi, að óábyrg öfl tækju höndum saman með Samstöðu og varaði við misbeitingu verkfallsréttar. Klonica sagði, að kartöfluupp- skeran hefði verið 18 milljónum lesta minni en áætlað hefði verið, kornuppskeran 3,2 milljónum lesta minni og sykurreyrframleiðslan 6,5 milljónum lesta minni. „Gagnbyltingarklíkur Lin Piao og Jiang Qing færðu ósegjanlegar hörmungar yfir landið og þjóð- ina,“ segir í ákærunni, sem er 20.000 orð. Tilkynnt var, að réttar- höldin færu fram í tvennu lagi — annars vegar gegn Jiang Qing, ekkju Mao formanns, öðrum úr fjórmenningaklíkunni og Chen Boda, fyrrum ritara Maos, og hins vegar gegn hermönnum úr „Lin- klíkunni". I ákærunni segir, að það hafi verið yfirlýstur tilgangur Lin að koma nýrri valdastétt til valda. Klíka hans hefði gert tilraunir til að steypa stjórninni og splundra ríkinu eftir misheppnað samsæri um að myrða Mao og gera herbylt- ingu, líklega með stuðningi Rússa. Jiang Qing og nokkrir aðrir sakborningar grétu stundum, að sögn kínverskra fréttamanna. Herlæknir aðgætti hjartslátt Zhang Chunqiao úr fjórmenn- ingaklíkunni. Jiang Qing virtist öruggust þeirra og bar höfuðið hátt. Sjö mínútna kvikmynd frá réttarhöldunum var sýnd í sjón- varpi. Akæruatriðin eru þessi: Tilraun til að steypa stjórninni og splundra ríkinu. Meiða, myrða, varpa sök á og ofsækja fólk og reka skrumáróður í gagnbylt- ingarskyni. Skipuleggja og stjórna gagnbyltingarklíkum. Þvinga fram játningar með pyntingum og setja fólk ólöglega í varðhald. Meðal 17, sem sagt er að hafi verið ofsóttir til dauða, eru Liu forseti, Peng Teh-huai marskálk- ur og Ho Lung, annar frægur herforingi. Leitað hjá Samstöðu Varsjá. 20. nóv. AP. LÖGREGLA leitaði í skrifstofu Samstöðu í Varsjá í dag og lagði hald á leyniskjal um haráttu gegn andsósíalískum skjolum að sögn sjónarvotta. Þetta mun vera í fyrsta sinn að lögregla fer inn í skrifstofu hreyfingarinnar síðan hún var viðurkennd. Héraðsstjórinn í Czestochowa, Miroslaw Wierzbicki, sem bannaði Samtöðu til bráðabirðga í síðustu viku, hefur verið settur af og ellilífeyrisþeginn Zdislaw Soluch skipaður í hans stað. íran vill réttaj*höld gegn forseta Iraks frmarfnrA ftrrir nririri nnóAro ríl/io Glæpir Rússa í Kabul aukast I.slamahad. 13. nóv. AP. FRÉTTIR frá Kahul herma. að glæpir sovézkra hermanna hafi aukizt í Afghanistan að undan- förnu og vestrænn fulltrúi sagði í dag að meðal fórnarlambanna væru Rússahollur afghanskur embættismaður og fjölskylda hans. Hópur sovézkra hermanna rudd- ist inn á hcimili embættismanns- ins fyrir viku og myrti hann, konu hans og þrjár dætur, en sonur þeirra slapp af því hann faldi sig. Sovézkir liðsforingjar, sem afgh- önsk lögregla kallaði á vettvang, skutu á ruplandi hermenn og særðu tvo þeirra banvænum sárum í húsinu. Embættismaðurinn starfaði í lagadeild innanríkisráðune.vtisins og er úr hinum Rússaholla armi stjórnarflokksins. Hann var ný- kominn úr ferð sem hann fór til Mekka með hópi pílagríma og stjórnaði. Afghönskum „stiga- mönnum" var kennt um árásina. Margar kvartanir hafa borizt um sovézka hermenn sem hræði óbreytta borgara þegar útgöngu- bann er í gildi, hafi í frammi morð-hótanir og fremji rán. Stræt- isvagnastjórar í Kabul efndu til verkfalls fyrir einnu viku til að mótmæla því að sovézkir hermenn skutu strætisvagnastjóra og þrjá farþega til bana. Sovézkir hermenn sem eru á verði á þjóðvegunum sem liggja frá Kabul hafa stöðvað einkabíla og flutningabíla og rænt pening- um, úrum og öðrum verðmætum. Við þessa nýju hættu bætist hætta af skæruliðum sem stundum heimta sinn „vegatoll". Beirút. 20. nóvember. Al’. FORSÆTISRÁÐIIERRA írans. Mohammed Ali Rajai. krafðist þess í dag að Saddam Hussein íraksforseti yrði leiddur fyrir alþjóðlegan dómstól fyrir stríðið gegn írökum og fengi dóma. Rajai kvaðst hafa komið þessari kröfu á framfæri við Olof Palme sérlegan sendimann SÞ, „sem vildi vita hvaða tillögur við hefðum fram að færa til að binda endi á þetta stríð“. Rajai kvaðst hafa sagt, að málið snerist um árás Iraka, sem yrði að taka alvarlega. Aður hefur Rajai hvatt til þess, að Hussein verði ákærður fyrir stríðsglæpi eins og leiðtogar nazista í Núrnberg. Palme ræddi áður við Abolhassan Bani-Sadr forseta og byrjun frið- artilrauna hans lofar ekki góðu. „Við getum ekki hugleitt nokkrar friðartillögur meðan íraskt herlið er í Iran,“ sagði Bani-Sadr. Iranska fréttastofan segir, að gíslamálið hafi ekki verið rætt. í Washington staðfesti Edmund S. Muskie utanríkisráðherra, að Bandaríkin hefðu samþykkt í grundvallaratriðum skilyrði írana fyrir frelsun gíslanna, en gaf í skyn að ágreiningur ríkti um fram- kvæmdina. Talsmaður utanríkis- ráðuneytisins varaði við „of miklum æsingi". Utanríkisráðherra Kúbu, Isidoro Malmierca, er einnig í Teheran í friðarferð, fyrir hönd óháðra ríkja. Hvorki íran né írak hafa hafnað áætlun hans í fimm liðum, sem á að geta leitt til viðræðna um vopnahlé. íranir segja, að skothríð úr loft- varnarbyssum hafi afstýrt loftárás íraka á hina helgu borg Qom, annarri meintu tilrauninni til þessa. Mannfall í liði beggja í sex daga bardögum við Abadan, Sus- angerd og Mehran er sagt komið yfir 2.200. íranar segjast hafa náð nokkrum hæðum við Mehran, Sar- E-Pol-E-Zahab og Gilan Gharb á norðurvígstöðvunum. Upplýsingaráðherra Omans sagði í dag, að landið hefði „full yfirráð yfir Hormuz-sundi og mundi ekki leyfa lokun þess. Hann sagði, að varnir sundsins væru sama og varnir Omans. Olof Palme (til hægri) ræðir við forsætisráðherra írans. Ali Rajai (til vinstri). Hinir mennirnir á myndinni eru ekki nafngreindir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.