Morgunblaðið - 21.11.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.11.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1980 11 Balinn menningu okkar fyrir kattarnef, ekki hvað síst myndlist. En það allt er önnur saga, og ekki meir um það hér. Ég nefni þetta aðeins til að vekja eftirtekt á, hve hreinn og beinn Kjartan er í list sinni. Hann hefur alltaf haft nokkuð sérstæða litsjón, er gerir verk hans mjög persónuleg og um leið heillandi fyrir þá, er njóta verka hans. Ég er einn þeirra, sem fylgst hafa náið með framvindu mála hjá Kjartani Guðjónssyni um langan aldur, og því er það mér sérstök ánægja að vitna um gerninga hans á listasviðinu fram til þessa. Hann málaði löngum abstrakt, en nú er komið annað hljóð í strokk- inn. Það gleður mig einnig, og þeir, er með fylgjast, geta gert sér í hugarlund hvers vegna. En einu vil ég við bæta, að þrátt fyrir kúvendingar, skal enginn fá mig né Kjartan til að segja nokkuð í þá átt, að abströkt list hafi ekki verið eða sé ekki stórbrotin. Kjartan Guðjónsson hefur gert amstur daganna að við- fangsefni sínu. Þessi verk gefa góða hugmynd um, hvern hug hann ber til þess fólks, er hann umgengst og virðir. Togaramenn eiga hauk í horni, þar sem málarinn Kjartan Guðjónsson er. Þvottakonan á þar vin, er Kjartan rissar á blað. Lúnir bátar í nausti gera hann að rómantíkusi, og trillukarlfhn er í essinu sínu, er hann hendir fiski á land. Þannig mætti lengi telja. Nefni ég hér aðeins örfá verk, er mér leist sérlega vel á: Nr. 3, 6, 8, 10, 17, 47, 49, 52, 64 og 66. Hvergi er þessi talning tæmandi, en við sem skrifum, verðum ætíð að taka tillit til lesenda. Langar rollur lesast ekki. Þetta er mögnuð^ sýning hjá Kjartani Guðjónssyni, og hún kom mér satt að segja nokkuð á óvart. Hélt hann enn vera í sínum gamla stíl, en máltækið segir, batnandi manni er best að lifa. Því ekki slá botninn í þetta skrif með hinum gömlu sannind- um. BLÓMABÚÐIN |i i| | p /V SUÐURVERI llr I I I 1 StigahliS 45—47 Si legri. Lesandinn hefur lokið við eitthvað, sem honum finnst of stuttaraiegt eða vekur ekki áhuga hans, en síðan kemur hann þá að frásögn, sem hann hefði ekki viljað fara á mis við. Svo er til dæmis um dýrasögurnar, ýmis dularfull fyrirbrigði, sem eru raunsönn, og síðast en ekki síst sérkennilegar mannlýsingar og ýkju- og gamanmál. Svo eru það frásagnirnar af lækningamætti íslenzkra jurta og hin alþýðlegu húsráð. Ekki er ólíklegt, að áhugi Björns á þessum efnum eigi þar að nokkru upptök sín, að bæði faðir hans og afi í föðurætt voru merkir læknar, en hvað sem því líður er hitt víst, að Björn hefur aflað sér mjög alhliða þekkingar á íslenzku gróðrarríki, og kemur áhugi hans og þekking á þeim efnum víða fram í bókum hans. Hann hefur auðvitað víða leitað fanga til fróðleiks um hin fornu læknisráð íslenzkrar alþýðu, en flest hefur hann fengið í viðtölum við fjölmargt gamalt og greint fólk í Borgarfirði. Ég lik máli mínu með því að birta upphaf frásagnarinnar, sem Björn kallar Fönn. Þar er lýst í tiltölulega fáum orðum því yndi, sem íslenzk náttúra hefur veitt honum og mótað hefur margt það mætasta, sem hann hefur skrifað: „Mildur blær af suðri líður yfir landið. Hann ber með sér ilm hins unga vors. Moldin angar. Sólin brosir yfir döggvotri grænni jörð. Ég lít til austurs og þakka höfundi lífsins þennan fagra morgun. Hann mun renna í sjóð minn- inganna og ekki gleymast. Á angursömum dögum kann hann að rísa úr djúpi hugans jafnvel feg- urri en hann var.“ Mýrum, 9. nóv. 1980. Guðmundur Gislason Ilagalin. 'AUGLÝSING' Þrautgóðir á raunastund • Frásögn m.a. af Ingvarsslysinu, 11 sólarhringa hrakn- ingum á Skeiðarársandi ásamt f jölda annarra. Þrautgóðir á raunastund, tólfta bindið í Björgunar- og sjóslysasögu Is- lands er nú komið út. Bókaflokkur þessi er nú einn viðamesti bókaflokkur sem gef- inn hefur verið út hérlendis og senni- lega einsdæmi að söguþáttur í lífi þjóð- ar hafi verið tekinn til svo ítarlegrar um- fjöllunar. Slíkt er í raun og veru ekki óeðlilegt á íslandi. þar sem afkoma fólks hefur löngum verið bundin sjávar- útveginum og bar- átta manna við nátt- úruöflin hefur verið harðneskjuleg og kostað miklar fórnir. Sagt hefur verið um þess- ar bækur, að þær hafi að geyma stríðssögu íslend- inga, og víst er að margar orrustur í því stríð hafa verið hinar mannskæðustu, þótt oft hafi líka vel tekist til og menn bjargast eftir tvísýna baráttu við Ægi konung. 1903-1906 í bók þessari er fjallað um atburði áranna 1903— 1906 að báðum árum með- töldum. í fyrri bókum hefur verið fjallað um árin 1907—1958, þannig að nú hefur senn verið rakin sex- tíu ára saga bjargana og sjóslysa við ísland. Auk þess hefur eitt bindi bókaflokks- ins verið helgað frumkvöðl- um í slysavarnastarfinu á íslandi. Margir mjög sögu- legir atburðir gerðust á þeim árum sem fjallað er um í bókinni, og skal hér getið nokkurra þeirra. Ingvarsslysið við Viðey Eitthvert hörmulegasta sjóslys sem orðið hefur á Islandi varð í ofsaveðri sem gekk yfir landið í apríl 1906. Þá strandaði þilskipið Ingvar skammt undan landi í Viðey, en það hafði verið ætlun skipstjórans að leita vars inni á Sundum. Sást strandið Þrautgóðirá raunastund Kútter Ingvar sem strandaði við Viðey í apríl 1906. Kápa bókarinnar Þrautgóð- ir á raunastund. frá Reykjavík, og vel flestir Reykvíkingar sem komnir voru til vits og ára fylgdust með er skipverjarnir klifr- uðu upp í reiða skipsins og létu þar fyrirberast meðan holskeflur riðu yfir það í sífellu. Gerðar voru tilraunir til þess að koma mönnunum til bjargar, en þær voru vanmáttugar, enda engin björgunarbúnaður til staðar. Fórst öll áhöfn skipsins fyrir augunum á fjölda fólks, og mun enginn sem með þessum harmleik fylgdist nokkru sinni hafa liðið hann úr minni. í þessu sama óveðri strönduðu tvö þilskip við Mýrar og fórust þar með allri áhöfn, þannig að alls fórust 68 menn, flestir í blóma lífsins á þessum ör- lagaþrungna degi. Hrakningar skipbrotsmanna í bókinni er einnig að finna ítarlega frásögn af einstæðum hrakningum skipbrotsmanna af þýska togaranum Frederichs Al- berts sem strandaði við Skeiðarársand í janúar árið 1903. 12 manna áhöfn skips- ins komst heilu og höldnu í land, en ellefu sólarhringar liðu áður en einum mann- anna tókst að komast heim að bænum Orrustustöðum á Brunasandi, og gera aðvart um slysið. Fundust 9 menn á lífi, en allir aðframkomn- ir og meira og minna kaln; ir. Unnu íslensku læknarnir tveir sem önnuðust skip- brotsmennina mikið afrek og segir frá þeim læknisað- gerðum í bókinni. Margir sögulegir atburðir Margir aðrir atburðir sem eiga sér mikla sögu koma einnig fram í bókinni. Þannig er t.d. sagt frá miklu skaðaveðri við Isa- fjarðardjúp í janúar árið 1905, en þar fórust þá þrír bátar og aðrir björguðust við illan leik. Hleypti einn bátur frá Aðalvík yfir ísa- fjarðardjúp og tók land við Bolungarvík. Þótti það ganga kraftaverki næst að áhöfn hans skyldi bjargast. Nefna má einnig frásögn um strand togarans Wúrtt- enbergs við Öræfi árið 1906, sögulegri ferð Öræfinga með skipbrotsmenn af tog- aranum Banffshire til Reykjavíkur, hörmulegt slys við Akranes þar sem m.a. fórust fimm systkini frá bænum Kringlu við Akranes og. fl. og fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.