Morgunblaðið - 21.11.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.11.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1980 25 fclk í fréttum Eins og að lenda í f angelsi + ÞETTA er afbrýðisami unnustinn, Benno Bellenbaum, sem trúlofaður er hinni fögru Gisellu Brum frá Vest- ur-Berlín, sem krýnd var fegurðar- drottning í „Ungfrú Alheimur" — fegurðarsamkeppninni á dögunum. — Næsta dag afsalaði hún sér drottningartitlinum. Hafði sagt blaðamönnum, að kaerastinn Benno, sem er 52ja ára ljósmyndari og býr í Hollywood, hefði mislíkað þetta til- stand allt stórlega og orðið óham- ingjusamur á þeirri sömu stundu, því afsalaði hún sér titlinum. — Myndin af Benno var tekin er hann ræddi við blaðamenn á heimili sínu þar vestra um þessa uppákomu. Þau hafa búið þar saman í 6 mánuði og gifting sögð á döfinni. Móðir Gisellu sem er 67 ára og býr í V-Berlín, hafði ekki heldur verið ánægð með það að dóttir hennar var kjörin fegurðardrottning. — Og kærastinn Benno hafði sagt í blaðasamtali að hér fylgdi böggull vissulega skammrifi því á vissan hátt mætti jafna því við fangelsisvist að lenda í svona. Aldursmunurinn á Gisellu hinni fögru og Benno ljós- myndara er 33 ár, hún er 19 ára. Mál Biönku og Micks + ÞÁ HAFA lögfræðingar máls- aðila í skilnaðarmáli þeirra Biönku Jagger og rokkstjörn- unnar Mick Jagger náð sam- komulagi varðandi greiðslu fé- bóta Micks til þessarar fyrrum eiginkonu sinnar. Lögfræð- ingarnir vildu þó ekki gefa upplýsingar um hve háa fjárhæð er að ræða. Kunnugir fullyrtu að Bianka þyrfti ekki að hafa áhyggjur af peningum, hún myndi verða vel efnuð kóna. Þessi mynd er tekin af henni í London fyrir nokkrum dögum. — Og myndin af rokkkónginum, sem er búinn að koma sér upp nýju skeggi, var tekin vestur í New York fyrir skömmu. Mála- rekstur þessi hefur nú staðið nær eitt ár, en hann hófst skömmu eftir skilnað þeirra. — Dómstóll í London dæmdi Biönku nokkru eftir skilnaðinn í bætur 670.000 sterlingspund, sem er nú í ísl. krónum nærri einum milljarði. En þegar frá leið taldi hún þessa upphæð ekki vera í eðlilegu hlufalli við tekjur rokkkóngsins. Gerði hún þá aðra aðför að bankainnistæðum hins fokríka Mick og hækkaði kröfur sínar þá allverulega. — Það eru þessar fjárkröfur, sem nú hefur tekist að sættast á. Bianka og Mick eiga níu ára gamla dóttur, Jade að nafni. Helmut og hans menn + ÞESSI fréttamynd var tekin er Helmut Schmidt kanslari V-Þýskalands, gekk á fund forseta landsins, Karls Carstens, til að kynna fyrir honum hið nýja ráðuneyti sitt. — Forsetinn er fremst til vinstri (að sjálfsögðu) — en Schmidt kanslari er í hópnum, lengst til vinstri. Eina konan í ríkisstjórninni Antje Huber er æskulýðsmálaráðherra. Falleg mæðgin í Amsterdam + ÞÓ HÉR sé fyrst og fremst fjallað um fólk 1 fréttum slæðast þó stundum með myndir úr heimi dýranna og jafnvel stundum af fuglum. sem eru í fréttum. Þessi AP-fréttamynd var tekin fyrir skömmu í dýragarðinum í Amster- dam. — Hér eru að leik tigris- mseðgin af svonefndu Síberíu-tigris- dýrakyni. Hún er kölluð Kristin, sú gamla. sem tekur soninn hans taki en hann er 6 vikna gamall. Gæslumennirnir i dýragarðinum hafa ekki ákveðið hvað hann skuli kallaður. HLJÓMTÆKJADEILD tsLjð KARNABÆR y*®*" LAUGAVEGI 66 SÍMI 25 25999 Utsolustaöir Karnabær Laugavegi 66 — Karnabær Glæsibæ — Fataval Keflavik Portiö Akranesi — Epliö isatiröi — Alfhóll Siglufiröi — Cesar Akureyri — Hornabær Hornafiröi—MM h'f Selfossi - Eyjabær Vestmannaeyjum , Manuela Wiesler t lei/cur á Hliðarenda, ásamt Snorra Érni Snorrasyni sunnudagskvöld 23. 11. / Matseðill kvöldsins er saminn af Manuelu: \ Forréttur: „Ifa Pram/a“ Milliréttur: „A ’Kristna" Aðalréttur: „Kalis“ Desert: „Bananar Finale“ V y Borðhald hefst kl. 20.00. Borðapantanir i síma 11690. ~gl Opið 11.30-11.30 og 18.00-22.30. V _____________________/ MÍr'k'k'k'k / vvvvvv Ávallt um helgar V ^ i Vkkkkkyi- Mikið fjör LEIKHÚS KjPLWRinn % Fjölbreyttur matseðill að venju Opið 18.00—0.30. Boröapöntun sími 19636 Ath. laugardagur UPPSELT Leikhúsgestir velkomnir á undan og eftir sýningu. Pantið borð tímanlega. Hinn vinsæli píanóleikar' Carl Bilich leikur fyrir matargesti. Kjallarakvöldveröur kr. 6.000.- Fjölbreytt danstónlist. Komiö tímanlega. Aöeins rúilugjald.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.