Morgunblaðið - 21.11.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.11.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1980 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. fýlatthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280 kr. eintakiö. Tímamót í störf- um Alþingis * Aundanförnum árum hafa þingmenn sætt þungri gagnrýni vegna þess, hvernig staðið hefur verið að ákvörðunum um launakjör þeirra. Gagnrýnin hefur í senn beinst að aðferðinni við ákvörðun launanna og þeirri leynd, sem stundum hefur virst gæta um kjör þingmanna og ákvarðanir um þau. Vegna þess hve óljóst hefur verið um ýmsa þætti í launamálum þingmanna hefur oftar en einu sinni komið fyrir, að ruglað er saman þóknun, sem þeir fá fyrir störf sín, og greiðslum vegna óhjákvæmilegs kostnaðar við þingmannsstarfið. Segja má, að upp úr hafi soðið í sumar, þegar fregnir bárust um áform þingfararkaupsnefndar um hækkun launa þingmanna. Ilarðar umræður á Alþingi í gær Ilarðar umræður Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra sagði nei við ASÍ og gaf engin loforð um ráðstafanir fyrir jól Pétur Sigurðsson: Albert Guðmundsson — beindi fyrirspurn til forsætisráð- herra, en fékk engin svör Tómas Árnason, viðskiptaráð- herra — varð fyrir árásum formanns þingflokks Alþýðubandalags og sak- aði hann um dylgjur í sinn garð Gunnar segir nei við ASÍ Að tillögu þingmanna úr öllum flokkum hafa alþingismenn nú samþykkt lög, er mæla fyrir um það, að Kjaradómur ákveði þingfararkaup, húsnæðis- og dvalarkostnað þingmanna og ferðakostnað. Er Kjaradómi þar með falið að taka við þeim verkefnum, sem þingfararkaupsnefnd hefur til þessa annast. Ymsir hafa látið það álit í ljós, að með því að framselja vald þingfararkaupsnefndar til Kjaradóms, séu þingmenn að láta undan órökstuddum þrýstingi, sem stafi af moldviðri í fjölmiðlum. Sé málum þannig farið, telst það varla sérstaklega ámælisvert, að þjóðkjörnir fulltrúar taki mið af því, senl þeir álíta ríkjandi viðhorf meðal almennings. Staðreynd er, að alltof víða var þess orðið vart, að spjótum var beint að Alþingi vegna kjaramála þingmanna og í því upplausnarástandi, sem nú ríkir undir stefnulausri ríkisstjórn, hlýtur að vera keppikefli, að Alþingi sé ekki með slíkum hætti sett í erfiða aðstöðu. Þá er og til hins að líta, að með samþykkt sinni geta þingmenn á svipstundu afnumið nýsamþykkt lög um þingfararkaup sitt og tekið ákvörðunarvaldið aftur í sínar hendur. Þróunin hefur verið sú að undanförnu, að Kjaradómi er falið að ákveða laun æ fleiri af æðstu stjórnendum þjóðarinnar. Upphaflega skyldi hann aðeins ákveða laun ráðherra og hæstaréttardómara, síðar bættust ráðuneytisstjórar í hópinn og nú koma þingmenn til sögunnar. Kjaradómur var ekki til þess stofnaður að ákveða þannig einstökum starfsgreinum laun nema í undantekningartilvikum, heldur er hans meginverkefni að skera úr ágreiningi milli opinberra starfsmanna og ríkisvalds- ins um kaup og kjör, eins og nafn dómsins gefur til kynna. Með ákvörðun Alþingis fær dómurinn erfitt verkefni og ekki er ósennilegt, að til þess komi að breyta þurfi starfsaðstöðu hans vegna aukins álags. Til dæmis segir svo í hinum nýsamþykktu lögum, að Kjaradómur eigi að ákveða laun alþingismanna fyrir eitt ár í senn frá 1. október til 30. september næsta ár. Fyrsta ákvörðun hans á þó að gilda frá 1. maí á þessu ári, þannig að þingmenn hafa ákveðið að launabreyting þeirra, væntanlega til hækkunar, skuli afturvirk á sama tíma og lögð er á það rík áhersla í öllum þeim kjarasamningum, sem nú er verið að gera, að þeir gildi frá undirskriftardegi. I umræðunum um þingfararkaupið á Alþingi var að því vikið, að kostnaður við rekstur þingsins hefði hækkað mikið síðustu ár og erfitt væri að fá upplýsingar úr bókhaldi þess. Af því tilefni lýsti Sverrir Hermannsson, forseti neðri deildar, því yfir, að frá og með áramótum yrði sú nýskipan tekin upp, að reikningar þingsins yrðu færðir af ríkisbókhaldi. Er hér bæði um eðlilega og sjálfsagða ráðstöfun að ræða, sem leiða mun til meiri yfirsýnar yfir fjárreiður Alþingis. í þesru felst ekkert afsal þingsins í hendur framkvæmdavaldsins, því að áfram ákveður það fjárþörf sína og deilir henni niður á þau verkefni, sem það telur brýnust í rekstri sínum. Starfsaðstaða þingmanna hefur stórbatnað undanfarin ár og með nýju húsnæði, sem nú er verið að tak^ í notkun, fá þeir í fyrsta sinn allir rými fyrir sína eigin skrifstofu á kostnað Alþingis. I eðli sínu er Alþingi íhaldssöm stofnun, þar sem hvorki verða miklar breytingar né örar. Ytri búnaður og kjör þingmanna hljóta auðvitað að taka mið af kröfum líðandi stundar. Mestu máli skiptir þó afraksturinn af starfi þingmanna. Um hann munu menn halda áfram að deila, svo lengi sem lýðræðið dafnar. Pétur SÍKurðsson sagði fulltrúa 53.000 launþega koma á ASÍ-þinK næstu daKa. Ilverni verður að finna næstu fjögur árin jafn fjölmennan hóp, sem nær stendur því að teljast fulltrúar vinnandi fólks á íslandi. Engin vaidalaus 43ja eða 50 manna nefnd getur geKnt sambærilegu hlutvcrki og þctta ÁSÍ-þing. Það er því að vonum að spurt sé, hvort rikisstjórnin muni ekki leggja ráðgerðar efnahagsaðgerðir sínar samhliða myntbreytingu, fyrir þennan langfjölmennasta „samráðsaðila" sinn. Gunnar Thoroddsen. forsætisráðherra, svaraði því til, að svo myndi ekki verða, enda mál þessi enn i athugun og könnun hjá rikisstjórninni. • Pétur Sigurðsson (S) fyrirspyrj- andi, sagði núverandi ríkisstjórn hafa verið myndaða um niðurtaln- ingaraðgerðir — leiftursókn aftur á bak — og með henni gefin loforð, sem engin hefðu staðizt. Skattaálög- ur hefðu stóraukizt, bæði tekju- skattur (launamannaskattur), út- svör og skattar í verðlagi. Vísitala hefði verið fölsuð á grófari hátt en nokkru sinni fyrr. Henni er breytt rétt fyrir gildistöku með niður- greiðslum, raunverulegum og óraunverulegum, eins og niður- greiðslum af kjöti sem ekki er til. Af sjómönnum hafa verið hafðir millj- arðar króna með stjórnvaldaákvörð- un um fiskverð. Pétur vitnaði til orða Dagsbrúnarfulltrúa á ASÍ- þingi í útvarpi sl. mánudag, sem staðhæfði, að kaupmáttarrýrnun frá myndun vinstri stjórnar 1978 væri 11,5%, og kennt m.a. Ólafslög- um um, sem allir vinstri flokkarnir fögnuðu. Háttvirtur viðskiptaráð- herra boðar nú 6% kaupmáttar- rýrnun til viðbótar. Ríkisstjórnin stendur frammi fyrir daglegri geng- isfellingu og ráðagerðii eru uppi um aðgerðir, sem hljóta að ganga á nýgerða kjarasamninga, af orðum ráðherra að dæma. Það er því ekki út í hött þó krafizt sé, að ASÍ-þingið fái ríkisstjórnarspilin á borð sín. • Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, vitnaði til stefnuræðu um efnahagsaðgerðir, samhliða mynt- breytingu um áramót. í gangi væri rækileg könnun á hugmyndum og tillögum þær varðandi. Gera þyrfti margvíslega útreikninga og áætlan- ir. Því verki yrði ekki lokið er ASI-þingi lyki. Hinsvegar myndi haft samráð við hlutaðeigendi sam- ráðsaðila, þ.á m. ASÍ, þegar þar að kæmi. • Sverrir Hermannsson (S) sagði svar ráðherra, þegar dregið væri út úr rósamáli hans, blákalt nei. Ríkis- stjórnin myndi ekki kynna ASI- þingi áform sín í efnahagsmálum, ef þá nokkur væru. Hann spurði hvort verðbólgubyssunni, sem viðskipta- ráðherra og þingflokksformaður Al- þýðubandalags deildu um, væri ekki með þessum orðum beint að Alþýðu- sambandi Islands. • Benedikt Gröndal (A) sagði fyrirspurnir yfirleitt teknar fyrir á þriðjudögum. Hversvegna nú á fimmtudegi, þegar framundan er flokksfundur Alþýðubandalags og ASI-þing? Þessar fyrirspurnir eru hér teknar fyrir samkvæmt sérstök- um óskum forsætisráðherra. Er eitthvað samhengi hér á milli? Vakir eitthvað sérstakt fyrir for- sætisráðherra með þessum starfs- háttum? • Gunnar Thoroddsen. forsætis- ráðherra, sagðist á förum utan á forsætisráðherrafund Norðurlanda. Hann yrði ekki við nk. þriðjudag, er fyrirspurnir kæmu á dagskrá. Sú væri ástæða þess, að hann hefði óskað að fá að svara þessum tveim- ur fyrirspurnum hér og nú. • Pétur Sigurðsson (S) sagði svör forsætisráðherra þýða nei viðþenn- an stóra „samráðsaðila". ASI-þing yrði nú að halda heim án þess að vita, hvort væntanlegar stjórn- valdaaðgerðir hefðu skerðingu í för með sér, eða réttara sagt hve mikla skerðingu þær hefðu í för með sér, á nýgerðum kjarasamningum. Pétur minnti á, að drýgindi ráðherra yfir kjarasamningum nú, næðu skammt, ef gengi yrði fellt að ráði, eða hróflað við samningum með lögum, þá gætu þeir lausir orðið. Þá á eftir að semja um fiskverð, sagði hann, og ég geri ráð fyrir, að þá vilji sjómenn endurheimta það, sem af þeim hefur verið haft. • Eiður Guðnason (A) sagði að neiið væri ríkisstjórnarkveðjan til hins fjölmenna fulltrúaþings launa- fólks. Ríkisstjórnin hefði heldur ekkert að segja Alþingi. Ég fæ ekki betur séð, en spurningin sé nú, hvenær ríkisstjórnin gefizt form- lega upp. Þess getur ekki verið langt að bíða. • Geir llallgrímsson (S) sagði rík- isstjórnina ætla að humma ASÍ- þing fram af sér. Ekki er nóg með það, að samráði hafi verið lofað, heldur hafa bæði Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur heitið því að gera ekkert nema með samþykki launþega. Það skýtur því skökku við, þegar ekki má einu sinni kynna ASÍ-þingi ráðagerðir ríkisstjórnar- innar, ef nokkrar eru. • Svavar Gestsson, félagsmálaráð- herra, sagði stjórnarandstöðuna blóðilla yfir gerðum kjarasamning- um, sem hún hefði reynt að spilla. Þessvegna væri reynt að magna upp spennu á ASÍ-þingi. Sá er hinn ljóti tilgangur með þessari fyrirspurn og umræðu. • Jóhanna Sigurðardóttir (A) minnti á kosningastefnuskrá Al- þýðubandalags 1978. Hún sagði, að ráðherrar þess ættu einfalda leið út úr vanda sínum í þessari þörfu umræðu. Þeir geta einfaldlega lýst því yfir, skilmerkilega, að væntan- legar ráðstafanir stjórnvalda muni ekki skerða kjaraatriði nýgerðra samninga á vinnumarkaðinum. Ef Geir Hallgrimsson: Kaupmáttur hefði verið 10% hærri eftir febrúar-maí-lögum — en hann er nú eftir að talsmenn „samninga í gildi“ hafa ráðskast með stjórnvölinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.