Morgunblaðið - 21.11.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.11.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1980 3 „ÞRÁTT fyrir það sem áunnist heíur á stuttum valdatíma rikis- stjórnarinnar ríkir nú nokkur óvissa um stöðuna i islenskum stjórnmálum. Rikisstjórnin hefur nauman þinKmeirihluta: fram- undan er veruleg verðhólxu- skriða sem óhjákvæmileKt er að stemma stigu við. Innan rikis- stjórnarinnar hafa komið fram krófur um einhliða skerðinKU verðbóta á Iaun.“ ÞannÍK er að orði komist í dröKum að stjórn- málaályktun landsfundar Al- þýðubandalaKsins, sem hófst i gær. I drögunum segir, að Alþýðu- bandalagið hafni algjörlega stefnu, sem miðar að einhliða skerðingu verðbóta. Það hafni enn sem fyrr kauplækkunarleiðinni, en hvetji til skipulegrar sóknar til að treysta undirstöður íslensks efnahagslífs og tryggja mann- sæmandi lífskjör fyrir almenning í landinu. Það sé unnt um leið og sigrast sé á óðaverðbólgunni en til þess þurfi „vilja og samstöðu róttækra og framsækinna afla í þjóðfélaginu, ekki síst í röðum launafólks". Alþýðubandalagið telji nauðsynlegt, að gripið verði til víðtækra efnahagsaðgerða. „í þeim efnum ber að leggja höfuð- áherslu á að haft verði strangt taumhald á verðlagsþróuninni í landinu, ýmist með beinum stöðv- unaraðgerðum eða mjög nákvæm- um eftirlitsaðgerðum. I þeim efn- um leggur Alþýðubandalagið al- veg sérstaka áherslu á nauðsyn þess að fylgst verði vandlega með þróun innflutningsverðlags," segir í drögunum. Þar segir einnig, að vonir standi til þess „að með nýgerðum kjara- samningum hafi að mestu tekist að vinna upp þá kjaraskerðingu, sem orðin er síðan Ólafslög voru sett“. Þar eru vaxtahækkanir og „takmarkalaust innflutnings- frelsi" nefnd sem dæmi um efna- hagsúrræði „sem hafa gert illt. verra". í drögunum að stjórnmálaálykt- un segir: „Komið hefur verið í veg fyrir umsvif af völdum hersetunn- ar og aukna erlenda stóriðju." Fyrir fundinum liggja alls kyns gögn um „utanríkis- og þjóðfrels- ismál“ og segir í einu þeirra, að nauðsynlegt sé að hefja einskonar hræðsluáróður gegn herstöðinni og taka upp „gjörbreyttar bar- áttuaðferðir" herstöðvaandstæð- inga. Sáttatillaga um helgina? ÞESS ER vænzt. að sáttanefnd ríkisins í kjaradeilu hankanna og Sambands islenzkra banka- manna leggi fram sáttatillögu um helgina. Verður þá að fara fram allsherjaratkva>ðaKreiðsla meðal bankamanna um tilloKuna. Samkvæmt lögum um kjara- samning bankamanna hefur sáttasemjari ríkisins heimild til þess að fresta boðuðu verkfalli bankamanna hinn 3. desember næstkomandi til 18. desember. Verður þá að leggja fram sáttatil- lögu. Tillagan er felld, ef 50% bankamanna eða fleiri hafna henni, en skoðast samþykkt ef kjörsókn nær ekki 50% eða ef fleiri hafna henni. Bandariski flugherinn hefur birt þessa Ijósmynd af tveimur Phantom-þotum frá KeflavíkurfluKvelli ásamt sovézkri könnunarflugvél af Körðinni TU-95 („Bear“) nálæKt íslandi. P'IuKherinn birti cinnÍK nærmyndir af sovézkri skyttu í skotturni sínum aftast í fluKvélinni. FluKherinn seKÍr að myndirnar hafi verið teknar í septembrr sl. af R. Diaz yfirliðþjálfa. Veruleg verðbólguskriða framundan: Kraf a um einhliða skerðingu verðbóta í rikisstjórninni — úr drögum að ályktun Alþýðubandalagsins Rjúpan slapp en rebbi lá (íeitaskarði. A-llunavatns- sýslu. 20. nóvcmber. SVO bar við fyrir skömmu siðan. að ungur maður hér í sýslu axlaði hyssu sína einn morgun ok hugðist skjóta sér rjúpur í jólamatinn. Hóf hann KönKii ok Kekk fyrst upp svo- nefndan Sauöadal. þar til hann sá rjúpnahóp cinn álitleKan. Þarna taldi maðurinn álitlega veiði og skreið sem hann mátti þar til hann komst í viðunandi færi. Lagði hann nú byssu sína til miðs og skaut. Við skotið kom styggð á rjúpurnar og flugu þær burtu allar sem ein og voru úr sögunni. Af veiðimanninum er það að segja, að hann vildi kanna hvert skotið hefði farið og gerði hann því vettvangsrannsókn. Við rannsóknina kom í ljós, að skotið hafði drepið ref, sem virtist hafa veriö þarna í svipuðum erinda- gjörðum og veiðimaðurinn. Vissi hvorugur af öðrum. Þykir full- víst, að veslings refurinn hafi fallið fyrir voðaskoti. Það fylgir og sögunni, að eftir þetta slysa- skot, hafi veiðimaðurinn gert sér ferð niður að Svínavatni og þar hafi honum tekizt að skjóta gæs, sem verða mun jólagæs á hans heimili í ár. — Ágúst. SEJJUM UPP HATIÐAR SVIPINN Menntamálaráðherra Svíþjóðar í heimsókn Menntamálaráðherra Svíþjóð- ar. Jan-Erik Wikström, og kona hans, frú Inger Wikström, koma i heimsókn til íslands sunnudag- inn 23. nóvember nk. og dveljast hér til þriðjudags. Þau munu hitta forseta íslands að máli, heimsækja Háskóla ís- lands, Landsbókasafn, Þjóðskjala- safn, Þjóðminjasafn, Listasafn ís- lands og Stofnun Árna Magnús- sonar. Frú Inger Wikström heldur píánótónleika í Norræna húsinu á mánudagskvöld. Frú Wikström er þekktur píanóleikari og hefur haldið hljómleika víða um lönd. Jan-Erik Wikström var bók- menntaráðunautur og síðar for- stjóri Gummessons forlagsins ár- in 1961—1976, en hefur verið menntamálaráðherra síðan 1976; þingmaður 1970—1973 og síðan 1975. Hann er fyrsti varaformaður í flokki sínum, Folkpartiet. Rannsóknarlögregla rikisins: Takmörkun á ferða- frelsi „sölumanna44 Rannsóknarlögregla ríkis- ins hefur óskað eftir því, að ferðafrelsi þriggja manna, er tengjast umfangsmiklu fjár- málamisferli, verði takmark- að fram til fyrsta apríl næst- komandi. Hér er um að ræða „sölumannamálið" svo- nefnda, sem nú er fulirann- sakað hjá Rannsóknarlög- reglunni, en það var sent ríkissaksóknara hinn 6. þessa mánaðar. Verði Sakadómur Reykjavíkur við tilmælum Rannsóknarlögreglu ríkisins um úrskurð er hefti ferða- frelsi mannanna þriggja, munu þeir ekki hafa leyfi til að fara af landi brott á umræddu tímabili. Innanlands eru þeir á hinn bóginn frjálsir ferða sinna. Málið er mjög umfangsmikið, og fylla málsskjölin sex stórar möpp- ur auk fylgiskjala. í tæka tíó Nýr litur á stofuvegg, eóa skálann, seturnýjan svip á heimilió EFNI-Hin viðurkenda VITRETEX plastmálning. Glært lakk á tréverkió frískar það upp og viðarlitaö lakk gef ur pví nyjan svip. EFNt cuprinol GOODWOOD’polYurethanelakk. Éíl *GOODWOOD: Glæsileg nýjung frá Cuprinol ætluð á húsgögn, gluggapósta, hvers konar annað tréverk og þilplötur. 3 áferðir í glæru: glansandi, hálfmatt og matt. 6 viðarlitir, sem viðarmynstrið sést í gegnum. Dósastærð: allt frá '/* lítra. GOODWOOD SPECIAL: Grjóthörð nýjung frá Cuprinol. Sérstaklega ætlað á parkett og korkgólf. ) S/ippfé/agið Má/ningarverksmiðja Sími 33433

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.