Morgunblaðið - 21.11.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.11.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1980 17 á Alþingi i gær Harðar umræður á Alþingi í ga>r Harðar umræður á Alþingi í £ær ekki, þá er það svar sem einnig skilst. • Halldór Blóndal (S) tók undir spurningu Jóhönnu. Hann spurði: Vill félagsmálaráðherra lýsa því yfir, skýrt og skorinort, að hann muni standa upp úr flosmjúkum ráðherrastóli, ef ráðgerðar aðgerðir í efnahagsmálum ganga á kjör ASÍ-fólks, skv. samningum? Já eða nei. • Karl Steinar Guðnason (A) sagði óhjákvæmilegt, að fulltrúar á ASI- þingi spyrji sömu spurninga og hér hafa verið viðraðar. Þessar spurn- ingar áttu að leiða fram vitneskju um atriði, sem þjóðin öll og ekki sízt launafólk á heimtingu að fá vitn- eskju um. Vill nú ekki einhver ráðherranna taka af tvímæli með því að standa hér upp og lýsa því yfir, að ekki verði breytt verðbóta- ákvæðum launa eða gengið á um- samin kjaraatriði? • Friðrik Sophusson (S) sagði stjórnarandstöðu til viðtals um að- gerðir sem miðuðu að verðbólgu- hjöðnun og jafnvægi í efnahagsmál- um. I þeirri viðleitni á ríkisstjórnin ekki óvini meðal stjórnarandstæð- inga. I þeirri viðleitni eru óvinir hennar innanborðs í stjórnarskút- unni. • Karvel Pálmason (A) vildi fá hreint borð um það, hvort ráðherrar Alþýðubandalagsins hefðu skrifað upp á það stóra nei, sem ríkisstjórn- in sendi ASI-þingi nú. Gott er að fá svar hreint út — en þögn er líka sama og samþykki. • Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, vildi nú einnig fá að taka þátt í spurningagerð. Hann spurði hvort Karvel vildi ekki bera fram þau kjaraskerðingaratriði á ASI- þingi, sem falist hefðu í drögum Alþýðuflokksins að málefnasamn- ingi í janúar sl. • Pétur Sigurðsson (S) sagði kaup- mátt launa hafa lækkað um 11VÍ>% frá því Svavar Gestsson settist í ráðherrastól og viðskiptaráðherra spáði áframhaldandi kaupmáttar- rýrnun. • Sverrir Hermannsson (S) sagði alrangt, að stjórnarandstaða hefði spillt fyrir kjarasamningum. Krafð- ist hann rökstuðnings og dæma um slíka fullyrðingu. Ella yrði að líta á þessi ráðherraorð sem markleysu. En hvað á sú ríkisstjórn að gera, samkvæmt þingræðisreglum, sem engum árangri nær í sínum helztu viðfangsefnum? Er ekki tímabært að bera fram vantraust á þessa ráðleysisstjórn? • Ólafur Ragnar Grímsson (Abl) sagði mótsögn í málflutningi stjórn- arandstöðu. Ýmist væri stjórin án stefnu — eða hún vildi fela hana fyrir almenningi. Ól.R.Gr. sagði viðskiptaráðherra hafa fallið í þær freistingar að taka upp „nýja stæl- inn“ frá Alþýðuflokknum. • Árni Gunnarsson (A) sagði niðurstöðu þessara umræðna þá, að ríkisstjórnin sæti uppi svaralaus. Ólafur Ragnar ræðst ítrekað á þann ráðherra, sem þó talar af hvað mestri ábyrgð um vandann. Fram- sóknarráðherrarnir standa nú ná- kvæmlega í þeim sporum sem Al- þýðuflokkurinn stóð í, er hann sá þann kost vænstan að rjúfa ríkis- stjórn Ólafs Jóhannessonar. Hann tók undir það, að rétt væri að bera fram vantraust á ríkisstjórnina. • Geir Hallgrímsson (S) minnti á stefnumið Alþýðubandalags, sem hæst hefði verið haft um, „samning- ana í gildi", andstaða gegn gengis- lækkunum o.s.frv. Gengislækkun hefur aldrei verið örari en eftir að Aiþýðubandalagið komst í ríkis- stjórn. Verðbólgan hefur heldur ekki vaxið örar — og enn er von á stóru stökki í vexti hennar. Hann minnti á að kaupmáttur almennra launa hefði verið 10% hærri eftir febrúar-maí-lögin 1978, en hann væri nú, eftir að „samninga-í-gildi- menn“ hefðu ráðskast með stjórnvöl þjóðarskútunnar. • Fleiri þingmenn töluðu, sumir oftar en einu sinni, en frekari svör frá ráðherrum við spurningum þingmanna komu ekki fram. Halldór Blöndal — þakkaði Gunnari fyrir svörin, þótt innihaldið hefði verið nánast ekkert Halldór Blöndal: Halldór Blöndal (S) sagði verð- bólguvöxt nú vera a.m.k. 55—56% en yfir 60% ef ekki hefðu komið til skammtíma niðurgreiðslur til að skekkja reiknigrundvöll og fá út skárri niðurstöðu á pappír en væri í reynd. Sýnt væri hvert stefndi eftir komandi mánaðamót og því ekki óeðlilegt, með hliðsjón af „hol- skeflu" viðskiptaráðherra og ráð- gerðri myntbreytingu, að þingmenn vildu skýlaus svör um stefnu og markmið stjórnarinnar. Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra. las úr stefnuræðu sinni, hvar heitið var ráðstöfunum, sam- hliða myntbreytingu, til að treysta stöðu nýkrónunnar. Sagði hann rækilega könnun fara nú fram á efnisþáttum og hugmyndum varð- andi þessar ráðstafanir, sem ekki væri vitað hvenær lyki, svo ógern- ingur væri að gefa yfirlýsingar um það sem fyrirspurnin fæli í sér. Ilalldór Blöndai (S) þakkaði svarið, þó innihaldið hefði nánast ekki verið neitt. Geir Hallgrímsson (S) sagði rýra eftirtekju 10 mánaða leitar að efnahagsmálastefnu, enda væri hún ófundin enn. Verðlagsmálaráðherra, Tómas Árnason, hefði sagt í morg- unpósti, að stefndi í 70% verðbólgu 1981 og að búið væri að hlaða verðbólgubyssuna. En hverjir hlóðu? Það gerði ríkisstjórnin sjálf. Hún gaf forskrift í BSRB-samning- um, sem stjórnuðu framhaldi. Holskeflan, sem verðlagsmálaráð- herra talar títt um að skelli yfir upp úr komandi mánaðamótum, er ávöxtur stjórnarsamstarfsins. Spurning er, hvort verðbólgubyssan, sem ráðherra segir hlaðna, beinist að lífshagsmunum landsmanna eða lífi stjórnarinnar sjálfrar, nema hvoru tveggja komi til. Tómas Árnason: Pétur Sigurðsson — hvergi á Islandi verður næstu fjögur ár að finna jafn fjölmennan hóp fulltrúa launþega og á ASl- þingi Benedikt Gröndal (A) sagði sér- fræðinga og efnahagsnefndir hafa setið að störfum langar stundir frá myndun þessarar ríkisstjórnar en þau svör fengjust þó ein, varðandi stærstu vandamálin, sem ekkert fælu í sér. Ráðleysi veldur þjóðinni óvissu og eykur verðbólgubálið. Ótvírætt er að stjórnleysi ríkir í efnahagsmálum, hvað sem líður fréttafölsunum í tilkynningum frá ríkisstjórninni um þróun verð- lagsmála. Albert Guðmundsson (S) beindi þeirri spurningu til forsætisráð- herra, hvort ekki væru nákvæmlega sömu forsendur fyrir ákvörðun um myntbreytingu og framkvæmd hennar og þá er ákvörðunin var tekin. Hver ráðlagði þessa breyt- ingu? spurði Albert, og hvaða for- sendur fylgdu ákvörðun? Ef þær forsendur hafa breytzt og um það spyr ég, þá er fylgjandi frestun myntbreytingar. Sverrir Ilermannsson (S) sagði enn svara vant hjá rikisstjórn um viðfangsefni, sem hún hafi verið, að sögn, stofnuð til að leysa. Forsætis- ráðherra vitnar sí og æ í stefnu- ræðu, sem ekkert hefur að geyma. Ekki dygðu rangar reikningsfor- sendur í fréttatilkynningu ríkis- stjórnar til að leggja verðbólgu að velli. Viðskiptaráðherra segði stefna í 70% verðbólgu upp úr miðju komandi ári. Ókyrrð væri komin í þinglið Framsóknar þó ekki væri mikið upp úr þeim iðraþrautum leggjandi. Friðrik Sophusson (S) vitnaði til orða Tómasar Árnasonar í morgun- pósti um 6% kjararýrnun til sama tíma að ári. Á hvaða könnun eru þessir spádómar byggðir? Hann sagði engan taka lengur mark á tali um niðurtalningu. Opinberar stofn- Geir Hallgrímsson — sagði árás formanns þingflokks Alþýðubandalags á ráðherra Fram- sóknarflokks dæmigerða fyrir ástandið í ríkisstjórninni anir væru reknar með stórhalla. Þær þyrftu hækkun þjónustugjalda sem aftur myndu hækka verðlags- stigið og vísitöluna. Sama myndi leiða af hugsaðri gengislækkun. Stjórnarliðar tala um afnám sjálf- virkni og breyttan vísitölugrund- völl. Hvar stendur það mál og hvað felst í þessu? Er hægt að ganga þessa braut án þess að skerða kjör? Eyjólfur Konráð Jónsson (S) sagði Albert Guðmundsson hafa borið fram háttvísa fyrirspurn. Þó forsætisráðherra virti ekki þing- menn almennt svara ætti hér í hlut sá, sem ekki væri að vísu stjórnar- sinni, sem betur færi, en hefði lofað að verja stjórnina falli að öllu óbreyttu. EKJ endurtók spurningu Alberts og ítrekaði, að ekki væri við hæfi að hunza eðlilegar spurningar hans. Geir Hallgrímsson (S) sagði fjár- lagaforsendur 1981 byggja á 42% meðaltalsverðbólgu það ár, Við- skiptaráðherra segði hins vegar að stefndi í 70% verðbólgu. Getur Alþingi afgreitt fjárlög og láns- fjáráætlun komandi árs, sem grundvallast á 42% verðbólgu hið mesta, án þess að fá vitneskju um, hvern veg ríkisstjórn hyggst ná verðlagsþróuninni niður úr 70% vexti, eins og nú horfir skv. spá Þjóðhagsstofnunar, niður í 42%, eða ætlar ríkisstjórnin að fresta af- greiðslu fjárlaga og lánsfjáráætlun- ar fram yfir áramót? Og hvað hyggst ríkisstjórnin fyrir með vaxtaákvæði Ólafslaga um nk. mán- aðamót? Gunnar Thoroddsen. forsætis- ráðherra, vitnaði enn til stefnuræðu sinnar, þar sem sagt væri að stjórnin myndi beita sér fyrir fram- lengingu — um eitt til tvö misseri — á aðlögunarfresti að vaxtaákvæðum Ólafslaga. Þó spáð væri 70% verð- bólgu 1981 miðaðist slík spá við óbreytt ástand, en ríkisstjórnin hefði margyfirlýst, að hún hefði í undirbúningi margháttaðar aðgerð- ir í viðnámi gegn verðbólgu. Sverrir Hermannsson (S) sagðist halda að ráðherrar myndu tjá Al- þingi hverjar væntanlegar efna- hagsráðstafanir yrðu, ef þeir vissu það sjálfir. Talað væri um íslenzku krónuna sem jafningja Norður- landagjaldmiðils upp úr áramótum. En hvað um gengislækkunina, sem rétta á af útflutningsatvinnuveg- ina? Og hvað með hið lofaða samráð við launastéttir í landinu? Halidór Blöndai (S) sagði verð- bólgu á hraðri uppleið, öfugt við fréttatilkynningu stjórnvalda. Hann sagði núverandi ráðherra telja sig hæfari kratastjórninni sem sat yfir áramótin síðustu. Þá var verðbólga frá 1. nóvember til 1. febrúar um 42%. Sýnt er að núver-„ andi ríkisstjórn verður stórum lak- ari á þessum vettvangi. ólafur Itagnar Grímsson (Abl) sagði þingmenn Sjálfstæðisflokks dansa stríðsdans umhverfis hinar og þessar yfirlýsingar viðskiptaráð- herra. Lét hann að því liggja að yfirlýsingar þessa ráðherra undan- farnar vikur hefðu verið réttar metnar af Geir Hallgrímssyni í Mbi., sem hefði, að sögn Ólafs Ragnars, talið þær lítils virði, en af Sverri Hermannssyni hér, enda væru þeir í kommissarabandalagi. Vel má vera, sagði Ólafur Ragnar, að verðbólgubyssur hafi verið hlaðnar undanfarið, en það hefur þá gerzt í þeim málaflokkum sem heyra undir viðskiptaráðherra. Geir Hallgrimsson (S) sagði árás formanns þingflokks Alþýðubanda- lagsins á ráðherra Framsóknar- flokksins dæmigerða fyrir ástandið í ríkisstjórninni og þann ágreining sem þar blómstraði. Ég hefi ekki dregið í efa lýsingar viðskiptaráð- herra á verðbólguþróun framundan, heldur sagt, að hann hafi áður talað í sömu veru en koðnað niður er á reyndi. Langt er síðan ríkisstjórnin kunngerði að hún stefndi að lengri aðlögunartíma varðandi vaxta- stefnu Ólafslaga en dæmigert er fyrir vinnubrögð hennar, ekkert bólar á frumvarpi þar um. Ég spyr bankaráðherra: Hækka vextir um komandi mánaðamót til samræmis við Ólafslög? Friðrik Sophusson (S) sagði um- mæli Ólafs Ragnars, þingflokks- formanns, um Tómas Árnason, sem hlæði verðbólgubyssur eigin mála- flokkum, minna á önnur ummæli sama þingmanns um formann Framsóknarflokksins: „Að blaðrið í Steingrími" væri stærsta efnahags- vandamálið. Undir þessu mega Framsóknarráðherrar sitja þegj- andi. Benedikt Gröndal (A) sagði þing- flokksformann Alþýðubandalagsins vega úr launsátri að ráðherra, sem Alþýðubandalagið styður. Hann sagði skyldu stjórnarandstöðu að krefja stjórn svars um aðgerðir í helzta vandamáli þjóðarinnar. Rík- isstjórn sýndi þingi og þjóð van- virðu með þögn í jafn afgerandi máli. borvaldur Garðar Kristjánsson (S) sagði peningaveltu mesta í desember en mun minni á fyrstu mánuðum þar á eftir. Hann vitnaði til þjóðhagsskýrslna hér að lútandi. Sitt mat væri að hægt væri að fresta myntbreytingu nú — og rétt, ef hliðarráðstafanir væru engar, enda væri staðhæfing um vöntun gjaldmiðils hæpin. Tómas Árnason, viðskiptaráð- herra, sagði það mat Seðlabanka, að ekki væri hægt að fresta myntbreyt- ingu, enda yrði þá seðla vant í þjóðarbúskapnum. Hann sagði skilj- anlegt að stjórnarandstaða gerði hríð að ráðherrum. Torskildara væri að formaður þingflokks Al- þýðubandalagsins „skemmti skratt- anum“ með dylgjum í garð ráð- herra. Fleiri tóku þátt í þessari umræðu þó ekki verði frekar rakið hér og nú. f _ Olafur Ragnar „skemmtir skrattan um“ með dylgjum í garð ráðherra Þingmenn vilja skýr svör um stefnu og markmið stjómarinnar MEGA þingmcnn gera ráð fyrir því að þeir fái að sjá á borðum sinum. áður en þeir fara heim í jólaleyfi, boðaðar tillögur ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir, sem hún telur nauðsynlegt að gera vegna myntbreytingar um áramót? Þannig hljóðaði fyrirspurn Halldórs Blöndal i Alþingi i gær. Forsætisráðherra svaraði því til að unnið væri að könnun ýmissa efnisþátta þessa máls og hugmynda, sem fram hefðu komið, en ekki væri hægt að tímasctja hvenær ráðstafanir rikisstjórnarinnar yrðu lagðar fyrir Alþingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.