Morgunblaðið - 27.11.1980, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1980
Skákmót
Flugleiða
SKÁKSVEIT ÚtveKsbankans
varð sigurvegari á skákmóti
Fluglciða, sem íram fór um
heÍKÍna á Hótel Esju. Sveit Út-
vcgsbankans hlaut 52'/2 vinnintc.
Sveit Búnaðarbankans varð ónn-
ur með 52 vinninga en skáksveit-
ir starfsmanna Kleppsspitalans
«K Islenzka járnblendifélaKsins
urðu jafnar að vinninKum með
48‘/2. Þegar tillit var tekið til
vinninga á 2. borði hlaut sveit
starfsmanna Kleppsspitala
þriðja sætið á mótinu.
Skákmót Flugleiða, sem nú var
haldið öðru sinni, hófst á laugar-
dag kl. 9.15 og var þá teflt til kl.
17.20. Á sunnudagsmorgun var
keppni hafin að nýju kl. 9.15 og
lauk mótinu um kl. 18.00 á sunnu-
dagskvöld. Alls voru tefldar 23
umferðir og var keppt á þremur
borðum.
Keppendur á mótinu voru um
120 talsins frá 24 taflfélögum,
fyrirtækjum og stofnunum víðs
vegar um land. Elzti þátttakand-
inn var 75 ára en sá yngsti 14 ára.
í hópi keppenda voru nokkrir
sterkustu skákmenn landsins.
Beztan árangur á 1. borði hafði
Björn Þorsteinsson, Útvegsbank-
anum, og hlaut hann 19 '/2 vmning.
Á 2. borði varð Hilmar Karlsson,
Búnaðarbankanum, sigurvegari
með 18 'k. vinning og Hilmar
Viggósson, Landsbankanum, varð
efstur á 3. borði með 19 vinninga.
Sigurður Helgason, forstjóri
Flugleiða, afhenti verðlaun í lok
mótsins á sunnudagskvöld. Sagði
hann það sérstakt fagnaðarefni
fyrir stjórn félagsins að sjá árang-
urinn af miklu og frjóu starfi
skákklúbbs starfsmanna, sem
fram kæmi í þessu móti. Fjallaði
hann nokkuð nánar um umfangs-
mikið félagslíf Flugleiðastarfs-
manna í ýmsum áhugamanna-
klúbbum á sérsviðum. Sigurður
Helgason þakkaði ennfremur
skákmönnum um land allt þann
mikla áhuga, sem þeir sýndu
skákmóti Flugleiða.
Þátttakendum bar saman um að
skákmót Flugleiða væri eitt bezt
skipulagða skákmótið, sem haidið
væri á landinu. Þeir Andri Hrólfs-
son og Hálfdán Hermannsson
höfðu umsjón með undirbúningi
og framkvæmd mótsins fyrir hönd
Skákklúbbs Flugleiða en Jóhann
Þór Jónsson var skákdómari.
(Fréttatilkynnlng)
Sigurður Hclgason. forstjóri Flugleiða, afhenti tveim yngstu
þátttakendunum á mótinu flugvélalikön í viöurkenningarskyni fyrir
þátttökuna og góðan árangur. Þessir tveir ungu menn kepptu í sveit
fyrirtækis Jóns Friðgeirs Einarssonar i Bolungarvfk. Halldór G.
Einarsson, sem er vinstra megin á myndinni, er aðeins 14 ára gamall
og félagi hans Júlfus Sigurjónsson er 15 ára.
Þarna ræðast þeir við umsjónarmenn mótsins fyrir hönd Skákklúbbs
Flugleiða, þeir Andri Hrólfsson, t.v. og Hálfdán Ilermannsson.
Hún glymur þér
Ernest Hemingway:
HVERJUM KLUKKAN
GLYMUR
Stefán Bjarman íslenskaði.
önnur útgáfa.
Mál og menning 1980.
Líklega eiga ekki allir auðvelt
með að gera sér grein fyrir því
afreki sem þýðing Stefáns Bjarm-
ans á For Whom the Bell Tolls var
á sínum tíma. Þegar Formáli
þýðandans er rifjaður upp kemur í
ljós að Stefán hefur átt í nokkurri
baráttu við sjálfan sig. Hann segir
í formálanum að sagan sé „samin
á þann einstæða hátt, að enda þótt
hún sé rituð á ensku — eða
amerísku öllu heldur — á lesand-
inn að skilja og fá ósjálfrátt á
tilfinninguna að hún fari fram og
sé hugsuð og töluð næstum ein-
vörðungu á spænsku. Þetta hefur
höfundinum tekist meistaralega á
Bókmenntir
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
frummálinu, og það er aðalstyrkur
bókarinnar og það sem gefur
henni hinn sérstæða svip sinn,
bragðramman, upprunalegan og
framandi".
Stefán veltir því síðan fyrir sér
hvort hann eigi að hafa hliðsjón af
sérkennum stílsins í íslensku þýð-
ingunni eða leggja áherslu á
vandað mál. „Strax í upphafi
fannst mér hið fyrrnefnda óhjá-
kvæmilegt,“ skrifar Stefán. „En
mér óaði við því. Það er óhugnan-
leg tilhugsun ekki meiri íslensku-
manni en ég er og jafn óritvönum,
að þurfa vísvitandi að afskræma
og skemma málfar sitt. Á hinn
bóginn hafði ég séð bækur svo
margra erlendra rithöfunda slegn-
ar til jarðar í íslenskum þýðingum
af sjónarmiðum „góðs og vandaðs
máls“, að mér hraus hugur við að
bæta einni við í þá lest.“
Islenskum bókmenntum var það
happ að Stefán Bjarman skyldi
þýða Ernest Hemingway með
þeim hætti sem hann gerði, hunsa
sjónarmið málvöndunar sem auð-
veldlega geta drepið bækur. í
þessu sambandi er einnig rétt að
minna á þýðingu Halldórs Lax-
ness á Vopnin kvödd.
Ernest Hemingway
Hverjum klukkan glymur lýsir
þrem sólarhringum í spænsku
borgarastyrjöldinni. Bandaríkja-
maðurinn Robert Jordan sem er
sjálfboðaliði í her Lýðveld-
ismanna fær það verkefni að
sprengja mikilvæga brú að baki
víglínu Franco-sinna. Til þess
verður hann að leita liðsinnis
skæruliða í hálendi Spánar. Meðal
þeirra er ung stúlka, María, sem
í dimmustum hríðum
SJÁLFSÆVISAGA BJÖRNS
EYSTEINSSONAR.
Björn Þorsteinsson bjó til prent-
unar.
Önnur útgáfa.
Mál og menning 1980.
Björn Eysteinsson var hún-
vetnskur bóndi sem skrifaði
endurminningar sínar í fáum orð-
um, sagði frá baráttu sinni við
máttarvöldin, hvernig hann varð
ekki bugaður þótt allt blési á móti.
Frásögn Björns Eysteinssonar
er hógvær, eðlileg, hann þarf ekki
að miklast, skrum er honum
víðsfjarri. Helsta afrek hans í
lífinu var að villast ekki þótt
hríðir væru strangar, hann treysti
á sjálfan sig frá upphafi. Eftir-
komendur töldu hann eina af
mörgum fyrirmyndum Bjarts í
Sumarhúsum.
í einum kafla endurminninga
sinna Trippið og þjóðsagan, svipt-
jr hann menn blekkingunni um
hetjuna sem fyrir hugkvæmni
bjargar dóttur sinni frá bráðum
bana. Slíkar blekkingar kallar
Björn tröllasögur.
Minningar sínar endar Björn
Eysteinsson á þessum merkilegu
orðum:
„Það hafa sumir spurt mig að
því, hvenær ég hafi verið úti í
dimmustum hríðum, en því er
erfitt að svara. Ég hef oft verið úti
í blindhríðum, síðan ég var barn, 6
til 7 ára. Þá var ég látinn fara að
basla við skepnurnar og standa
hjá fé í svo að segja hvaða veðri
sem var. Ég var ungur vaninn að
biðja drottinn að hjálpa mér, og ég
hef mikla trú á bæninni, og hef
haldið þeim barnsvana að biðja
drottin, þó að ég yrði fulltíða
maður. Ég hef oft fundið hand-
leiðslu drottins á mér, því að ég
hef oft lent í hættum á ferðum
mínum bæði í hríðum, vötnum og
klettum, en drottinn hefur alltaf
varðveitt mig frá slysum.
Eins hafa hvorki slasast menn
né skepnur, sem með mér hafa
verið á ferð, hvort heldur í byggð
eða á heiðum, í björtu veðri eða
hríðum."
Langan formála þessa litla
kvers ritar sonarsonur höfundar,
Björn Þorsteinsson sagnfræðing-
ur, og er að vonum stoltur af afa
sínúm. Að bókarlokum er ættar-
tala Björns Eysteinssonar samin
að mestu af Ara Gíslasyni kenn-
ara og Þorvaldi Kolbeins prent-
ara. Bókarauki er viðtal Björns
Bergmann við bræðurna Lárus og
Eystein Björnssyni. Þótt allt séu
þetta hinir merkustu menn er lítið
á spjalli þeirra að græða umfram
það sem stendur í sjálfsævisögu
gamla mannsins.
Stjarnan blikandi
Herdís Egilsdóttir:
VIÐ BÍÐUM EFTIR JÓLUM
Teikningar eítir
Herdísi Egilsdóttur
ísafoldarprentsmiðja hf.
Reykjavík 1979
Herdís Egilsdóttir er
þekktur kennari og rithöf-
undur yngstu lesendanna.
Henni er það til lista lagt að
auk þess að rita fyrir þetta
Bðkmenntir
eftir JENNU
JENSDÓTTUR
litla fólk bráðskemmtilegar
sögur og leikrit, teiknar hún
og semur ljóð og lög. Þeim
sem hafa komið inn í þá
ævintýraveröld sem hún býr
litlum nemendum sínum í
skólastofunni, hafa eflaust
heyrt hana syngja og spila
ljóð sín og lög.
Mér barst nýlega í hendur
þessi bók Herdísar.
Hún er um það sérstæð að
hún er miðuð við dagana í
desember allt til aðfangadags
og á hver dagur sitt efni í
bókinni. En efnið er fjölþætt:
litlar sögur, ljóð, teikningar,
felumyndir, krossgátur o.fl.
Sumt er sagt í því skyni að
fræða litla fólkið, annað er úr
hversdagslífi þess í léttu
söguformi, ennfremur eru lít-
il ævintýri. Allt er þetta
aðgengilegt og áhugavekjandi
fyrir þau börn sem gaman
hafa af góðum bókum.
Teikningar eru margar og
sumar eru heilsíðumyndir.
Herdís byrjar bókina sína á
kafla sem helgaður er 1.
desember og heitir Einstæð-
ingur — það er sagan um
gömlu konuna sem búin er að
missa sína nánustu og býr ein
í skúrnum sínum. Seinasti
dagurinn 24. desember geym-
ir sögu jólaguðspjallsins og
nefnist hún: Stjarnan skæra.
Það er létt og hlýtt yfir
þessari bók og mikill fróðleik-
ur leynist í skemmtilegum
texta. Þetta er bók yngstu
lesendanna sem áreiðanlega
Herdís Egilsdóttir.
gegnir því hlutverki sem
henni er ætlað, að glæða með
litla fólkinu áhuga og eftir-
væntingu þessa myrku og
stuttu daga þar til sjálf jólin
birtast í dýrð sinni — og
daginn fer að lengja.
Bókin er í stóru broti og
heft í kápu Sem er með
litskreyttum teikningum eftir
Herdísi.